Vísir - 03.06.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 03.06.1960, Blaðsíða 4
Föstudaginn 3. júní 1960 • « VI S I R Kongo fær frelsi: Luinumba telur sig einan geta myndað stférn. lírefst brottfiiLtnIiigs alls öryggisliðs Breta. Horfur eru mjög óvissar eftir kosningarnar í Belgiska Kongo, en þar kepptu þrír að- alflokkar. Nákvæmar fregnir eru ekki fyrir hendi um úr- slitin, en þau fóru mjög eftir landshlutum. Seinustu fregnir herma, að blökkumannaleið- toginn telji sig hafa sterkasta aðstöðu til stjórnarmyndunar, og krafðist hann jafnframt broítflutnings alls belgisks her- liðs í landinu. I eftirfarandi frcgn, sem skrifuð er fyrir kosningarnar en ekki komst að fyrr vegna þrengsla, er ýmislegt sem má til glöggvunar verða því, sem gerst hefur og er að gerast í landinu: Fyrstu kosningar um ger- valt Belgiska Kongo hófust í gær, mánudag og eru undanfari sjálfstæðisins, sem landið fær 1. júlí n. k. Kosningabaráttan hefur verið hörð og blóðugir bardagar átt scr stað milli þjóð- fiokka. Þrjár milliónir manna hafa kosningarrétt. Belgiska Kongo hefur verið stjórnað sem stjórnmálalegri heild í 75 ár. Hér er í rauninni ekki um eitt land að ræða held - ur mörg, byggð af um 50 kyn- kvíslum, sem hver um sig hefur sitt mál eða mállýsku. Þar er ekki um neina hefðbundna ein- ingu að ræða, nema ef telja á þann vctt einingar, sem tókst að skapa við 75 ára nýlendu- stjórn Belga, — og nú virðist ætla að rjúka út í veður og vind, þegar Belgir búa sig und- ir að láta af hendi þess 2,3 milljóna ferkm. nýlendu sína í hendur íbúanna. Belgir hafa lagt .sig fram um að halda uppi lögum og reglu og sent fallhlífalið til landsins, lögreglu og herliði sem fyrir voru til stuðnings. Þrátt fyrir þessa aukningu munu ekki vei’a nema 00 belgiskir hermenn í landinu og 800 í umboðsstjórn arlönduuum Ruanda Urundi. En þessu liði t.il stuðnings eru um 20 þúsund nýlenduhermenn, en sagt er að öryggisleysi ríki nú meðal þeh’ra, vegna óviss- unar um hver eigi að' stjórna þeim, ei landið fær sjálfstæði. Tveir belgiskir embættismenn í Madimba-héraði sögðu í við- tali við íréttamenn fyrir nokkru- „Það er ógeijégt að stjórna þessu landi“. Þeir höfðu þá ný- sagt af sér. ,,Hér eru allir und- ir áhrifum Abako-flokksins, mikið um drykkjuskap og eitur lyfjanotkun, og blökkumenn, sem stefnt er fyrir rétt neita að mæta“. í landinu eru um 110.000 hvítir menn. Öryggisleysi og kvíði um framtíðina, hefur breiðst út meðal þeirra og bók- anir þeirra á fari heim með flugvélum hefur aukist svo, að ekki eru dæmi til þess áður. Belgiska flugfélagið Sabena hefur orðið að taka á leigu flug- vélar hjá öðrum flugfélögum, vegna eftirspurnarinnar eftir fari. Áætlaðar aukaflugferðir fyrir 30. júni eru orðnar yfir 80. Flestir nvítir menn hafa nú skambyssu eða riffil við höndina og góðir varðhundar eru í háu veröi. — Þannig eru þá horfurnar í stærsta landi Af- ríku rétt fyrir sjálfstæði þess. ar nýju verksmiðjunnar kvað svo að orði: „Ungu verkamenn- irnir eru fljótir að læra, nám- fúsir og hlýðnir, því að þeir vilja ekki glata starfi sínu. Mannafli er hér nægilegur“. Stúlkur á Sikiley leita líka atvinnu í hinum nýju vinnu- stöðvum og margar hafa verið ráðnar. Á keppni kvenna á vinnumarkaði Sikileyjar mundi hafa verið litið sem byltingu fyrir nokkrum árum. Verka- menn í iðnaði fá að minnsta kosti fimm sinnum meira kaup en þeir sem starfa að landbún- aði og telja sig heppna hafi þeir vinnu 200 daga á ári fyrir dag- kaup sem svarar til 70—75 kr. ísl. Þetta veldur nokkurri gremju þeirra, sem við sveita- störfin vinna. En yfirleitt hafa lífskjör manna batnað og það j sem mest er um vert, Sikiley- j ingar hafa sannfærst um, að ! iðnaðurinn getur fært þeim vel- j megun eins og norður-héruðum >. 1 Ítalíu. Fordsjoður færtr út kvíarnar. Stpgrhir btvöi tst í»ii n in tfttr- tttf tta tirtit úöttrm úi. Nýr iðnaður færir Sikil- eyingum velmegun. BifrelBar og bifhjól koma í stað múlasna. Fregnir frá borginni Au- gusta á Sikiley herma, að hægt og sígandi fari atvinnuskilyrði batnandi á eynni, eftir því sem iðnaður festir bar meir rætur. Um aldir hefur verið mikil fá- tækt ríkjandi á eynni og fjöldi manna þar hvorki haft til hnífs né skeiðar, hvað þá meira. Á seinustu árum er iðnaður kominn til sögunnar á austur- ströndinni allt frá Messina um Catania til Sýrakúsu. Segja má, að þessi nýi iðnaður sé til hags- bóta öllum íbúum eyjarinnar, en þeir eru um 5 milljónir. Mikið i ðnaðarsvæði er nú sunnan Augusta og þar sem áður var notast við múlasna sem burðardýr getur nú að líta bifreiðar og létt bifhjól, „scooters“, og skellinöðrur. Verkafólkið hefur sem sé ráð á slíkum farkosti nú orðið á leið til olíuhreinsunarstöðva, efnaverksmiðja og orkuvera. Á þessum slóðum var áður flotastöð. Tekist hefur að koma upp þarna verksmiðjum og vinnustöðvum, sem falla vel inn í hið fagra landslag með eld- fjallið Etnu í baksýn með sinn hvíía koll. í félagslífinu er komin til sögunnar breyting, sem vafa- laust mun hafa því víðtækari áhrif sem lengra líður og verða til að uppræta stéttamismun og ríg milli stétta og ættflokka og draga úr bardögum og blóð- hefndum. Hinir ungu verka- menn eru óðum að mannast og finna til sín allmjög, og gætir þess í fari þeirra, þeir eru djarf- legri í framgöngu, og orðnir ó- smeykir að knma sér í kynni við stúlkur og pilta borgara- stéttana, sem áður átti sér ekki stað. Hefur það sitt að segja, að fluttir hafa verið suður þang að margir faglærðir verkamenn frá Norður-Ítalíu, og hinir, sem læra af þeim taka upp þeirra háttu. Ein áhrif velgengninnar eru, að unnt er að sinna skólamál- um betur, en 1 af hverjum 4 í- búum er ólæs, og í æðri skól- um liefur til þessa verið slegið slöku við alla tæknilega mennt- un, en á þessu er nú að verða mikil breyting. Forstjóri einn- Ford-sjóðurinn sem er stærsti sjjóður sinnar tegundar í heimi og þar lil fyrir tveim árum styrkti cinungis mann- úðarmálefni Iætur nú til sín taka ýms menningarmál. Var það • fyrsta sinn sem slíkur mannúðarsjóður veitir einnig til menningarmála. Líta Bandaríkjamenti á það sem stóran viðburð ' menningarlífi sínu. Nýlega hefur verið skýrt frá starfi sjóðsins á hinu nýja sviði hans. Sex symfoníuhljómsveit- ir og 18 tónskáld hlutu styrki úr sjóðnum. Þá hóf sjóðurinn að styrkja uppfærslu á leik- ritum óþekktra höfunda og þyk ir árangurinn mjög athyglis- verður. Við athugun sem sjóðurinn lét fara fram kom í ljós að í framleiðendur og leikstjórar ! treystu sér yfirleitt ekki til að j taka á sig fjárhagsáhættuna af uppfærslu verka eftir aðra en kunnra höfunda. Var vitað að leikhúsheimu.’inn fór fyrir bragðið á mis við ýms ágæt ,,stykki“. Sjóðurinn ákvað því að veita leikhúsum, sem færðu upp verk hinna óþekktu styrk, sem gerði leikstjórunum kleift að fá allt sem nauðsynlega þurfti til uppfærslunnar og einnig gátu þeir ef ástæða þótti leitað út fyrir leikhús sín og ráðið leikara sem ennars hefði orðið of kostriaðarsamt að fá. Á starfstímabilinu 1958—59 tók sjóðurinn á móti 243 hand- ritum leikrita. Dómnefnd leið- andi leikstjóra, leikara og gagn rýnenda og framleiðenda valdi átta verk, sem síðan voru flutt með tilstyrk Ford- sjóðsins. Tilraunin þótti takast frá- bærilega vel og gagnrýnendur fóru lofsorðum um sýningarnar sem fram fóru víðsvegar um Bandaríkin. Mun Ford-sjóðurinn væntan- lega halda áfram að gefa hæfi- leikamönnum í leikritun tæki- færi til að koma verkum sínum á framfæri. 2100 í laugarnar á einum degi. 10.500 hafa synt tvær sl. vikur. Þessi mynd er tekin í dálítilli matstofu í París — sem rckin er af frú Souverin, en hún hefur <rckið hana í 30 ár, og er matstofa hennar fræg fýrir smekklegari búnað og kostarétti. Mat- v stofan er við Boulevard Malesherbes. Norræna sundkeppnin hefur nú verið í framkvæmd í 2 vik- ur. Til þessa hefur verið synt í 33 laugum. Alls hafa synt 10.500. Flestir þessara þátttak- enda eru nemendur í skólum. í þremur sundstöðum Reykja víkur hafa alls synt um 5.000. Af þessum fjölda munu rúml. 4.500 vera nemendur í skól- um. Nemendafjöldi skólanna í Reykjavík er rúml. 13 þús. Svo láta má nærri að 33 nemepda skólanna í Reykjavík hafi synt 200 metrana. Forstöðumenn keppninnar á hinum ýmsu stöðum segja hug almennings góðan til keppninn- ar og sums staðar segja þeir að áhugi sé mikill. Aðsókn hefur aukist til sund- lauganna og' allir nómskeiðs- tímar eru fullskipaðir. Víða eru sérstakir kvennatímar og eru i vel sóttir. Einn dag þessa tímabils varð gestafjöldi sundlauga Reykja- víkur 2100. Er það sá mesti .fjöldi, sem nokkurn tíma bef- ur sótt laugarnar. | Reykjavík og Hafnarfjörður heyja kepni sín á milli innan | norrænu keppninnar. Sama er að segja um Akranes og Hafnar fjörð. Hundraðstöluleg þótttaka í- búa kaupstaða, sem hafa á þessu tímabili haft laug í starf- rækslu eru: Keflavík um 15%, Hafnar- fjörður 10%, Reykjavík 8% Akranes 10%, ísafjörður 15% Sauðárkrókur 12%, Ólafsfjörð- ur 11%, Akureyri 6%, Vest- mannaeyjar 8%. | Upp úr Hvítasunnu munu verða opnaðir fleiri sundstaðir. Þegar allir sundstaðir hafa tek- ið til starfa mun keppnin geta farið fram á 77 sundstöðum. Frá landsnefnd Norrænu Sundkepninnar. Moníy fékk sér Peking. Montgomery marskálkur sat veizlu í Peking nýlega, eii þangað fór hann í einkaheim- sókn, og var tekið með virktum, í ræða kvað hann liafa kom- ið til Kína fyrir 30 árum, og með tilliti til þess, sem hann hefði séð núr- litist sér betur á hið nýja en gamla Kína. Hann kvaðst aldrei drekka áfengi, en nú ætlaði hann að gera þá miklu undanþágu, að dreypa á glasi, og drekka til Kína fram- tíðarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.