Vísir


Vísir - 03.06.1960, Qupperneq 11

Vísir - 03.06.1960, Qupperneq 11
Föstudaginn 3. júní 1960 V í S I B 133 A 4 y BHIÐGEI»ÁTTITR V VÍSIS íslandsmótinu í bridge er nú nýlokið og var keppt í sveita- keppni og tvímenning. Mótið var haldið á Siglufirði að þessu sinni og þegar þetta er skrifað eru úrslit ekki kunn í tvímenn- ingskeppninni. í sveitakeppn-> inni sigraði aftur á móti sveit Halls Símonarsonar og hlaut hún 7 stig af 10 mögulegum. Jöfn sveit Halls varð sveit Ár- manns Jakobssonar en þar eð hún hafði verra EBL-hlutfall tapaði hún á jöfnum stigum. Þá skeði það ótrúlega. Siglfirðing- ar kærðu úrslitin og vildu fá mótið útreiknað eftir nýrri stigatöflu, sem samþykkt var á þúngi B.S.Í. er ein umferð var eftir í mótinu. Mál þetta mun fara fyrir yfirdómnefnd B.S.Í. og ekki ástæða til að ræða það nánar fyrr en dómur hefur fall- ið. í sveit Halls voru auk hans Guðjóns Tómasson, Róbert Sig- mundsson, Símon Símonarson, Stefán Guðjohnsen og Þorgeir Sigurðsson. í sveit Ármanns voru (hann spilaði ekki sjálfur) Flosi Sigurbjörnsson, Gísli Sig- urðsson, Gústav Þórðarson, Sig- urður Kristjánsson og Þráinn Sigurðsson. Eru þeir feðgar Sigurður og' Þráinn upphafs- men nkærunnar. Hér er svo eitt spil frá mótinu og er það gott dæmi um sagnhörku norðan- manna: Þráinn: * V ♦ D-8-7-3 K-6 A-10-9-4-2 * G-4 Steingrímur: Tómas: A 10-9 N. A K-6-5-2 V 8-7-5-3 V. A. V D-G-4 ♦ K-D-7-3 s. ♦ G-8-6 * K-5-2 * A-10-7 Gísli: A V ♦ * A-G-4 A-10-9-2 5 D-9-8-6-3 I opna salnum opnaði Gísli á einu laufi, Þráinn sagði tvo tígla, Gísli tvö hjörtu, Þráinn tvö grönd og Gísli hnykkti því þriðja. Út kom spaði og níu slag- ir voru upplagðir er lauftían lá rétt. I lokaða salnum sá enginn spilaranna ástæðu til þess að opna sögn og var það passað niður. Tvímenningskeppni Reykja- víkur er nýahfin og eru Sigmar Björnsson og Björgvin Færseth efstir eftir fyrstu umferð með 203 stig. Röð og stig næstu er eftirfarandi: 2. Björn — Júlíus 200 stig. 3. Sigurleifur — Óli 200 stig. 4. Kristinn — Lárus 195 stig. 5. Róbert — Guðjón 188 stig. 6. Stefán — Jóhann 188 stig. 7. Sveinn — Ingi 187 stig. Tékknesku söngvararn> ir komu í gærkvöldi. Listahátíðin í Þjóðleikhús- inu hefst á Inorgun með því að flutt verður óperan „Selda brúðurin“ eftir Smetana, og eru það tékkneskir lista- menn, sem flytja verkið nær eingöngu. Listafólkið er nú allt komið til landsins, söngv ararnir koinu í gærkvöldi, og var myndin tekin við komu þeirra. í fylgd meí! þeim var sem túlkur fnj Smetácek (eiginkona hljöm-« sveitarstjórans, sem hér hpf-. ur nú dvalið um nokkurra vikna skeið.) í kvöld verðuc aðalæfing á óperunni og frumsýningin á morgun kl. 16. ÚTBOÐ Etga að verða 30 millj. árið 2010. Ástralíustjórn ætla rénn að reyna að auka innflutning fólks frá Evrópu. Um síðustu áramót voru íbú- ar í Iandinu — eða álfunni — 10.160.000, en það er ætlun nú- verandi stjórnarvalda að gera áætlun um fólksinnflutning langt fram í tímann, svo að í- búarnir verði orðnir 30 milljón- ir eftir 50 ár. Tilboð óskast í að byggja starfsmannahús við Kópavogs- hælið. Uppdrátta og útboðslýsingar má vitja á skrifstofu Húsameistara ríkisins, gegn 500 kr. skilatryggingu. Húsameistari ríkisins. karlmanna og drengja fyrirliggjandi. L. H. MULLER 6 Johan Rönning h.f. Raflagnir og viðgerðir i öllum heimilistækjum. — Fljót og vönduð vinna. Sími 14320. Johan Rönning h.f. iítboð Tilboð óskas' um lögn hitalagnar í Bæjarsjúkrahúsið í Fossvogi. Útboðslýsingar < ppdrátta má vitja í skrifstofu vora Tráðarkotssundi 6, gegn 500 króna skilatryggingu. INNKA' 'TOFNUN REYKJAVÍKURBÆJAR. Mt Kammermúsikklúbbnum. Blásarakvintettinn frá Fíla- delfíu, sem haldið hefur tvenna tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsi/ns við mikinn fögnuð, mun í kvöld leika í Kammermúsíkklúbbnum. Tónleikarnir fara fram í Melaskólanum, hinum vistlega samkomusal uppi á lofti, og hefjast kl. 21. Kvartettinn leik- ur verk eftir Antonio Rosetti, Samuel Barber, Walter Piston og Carl Nielsen. Þingstörf — Framh. af 1 .•dði; langt fram á nótt um háskóla- frumvarpið. Var engu líkara síðast en að kominn væri svefngalsi í þá félaga. Endurtóku þeir hvað eftir annað það sama, og viríist tilgangurinn með þófinu aðeins vera sá að sýn- ast. Eftir að öll málin á dagskrá deildanna höfðu verið afgreidd, tóku deildarforsetar til máls. í neðr.i deild þakkaði Jóhann Hafstein þingmönnum góða samvinnu og umburðarlyndi í sinn garð og óskaði þeim, sem Um langan veg fara, góðrar heimferðar. Einnig þakkaði ftír- seti skrifstofustjóra Álþingis fyrir störf hans á þingtímabil- inu. Einar Ólgeirsson þakkaði for- seta fvrir hönd þingmanna neðri deildar góðar óskir í þeirra garð og kvað þá vonast til að sjá forseta heilan á húfi, þegar næsta þing kemur saman. Sigurður Óli Ólafsson kvaddi þingmenn efri deildar, þakkaði þeim gott samstarf á þingtíma- bilinu, óskaði góðrar heimferð- ar, gleðilegs sumars og vænti þess að sjá þingmenn aftur heila á húfi á næsta þingi. Hann þakkaði einnig starf- mönnum þingsins vel unnin störf. Karl Kristjánsson þakkaði fyrir hönd þingmanna deildar- innar, fyrir góðar óskir í þeirra garð og endurgalt óskir forseta. Námskeiði afgreiðslu- fólks lokið. Verzlunarnámskeiði Sam- vinnuskólans lauk 28. maí s.I. með prófi og voru 9 nemendur. útskrifaðir. Um 15 nemendur hófu bréfa- námið s.l. haust en aðeins 9 sóttu lokanámskeiðdð og gengu undir próf. Hæstu einkunn hlaut Sigríður Friðriksdóttir, Patreksfirði. : Nám þetta ér ætlað af- greiðslufólki og deildarstjórum og er bundið við fólk, sem er starfandi í faginu. Það er opið fólki jafnt við einstaklings- rekstur sem samvinnurekstur. í fjarveru skólastjóra Sam- vinnuskólans, Guðm. Sveins- sonar, hefur Gunnar Grimsson kennari haft umsjón með námi þessu. en kennarar skólans ann- ast alla kennslu nær eingöngu. Aðild Breta — Frh. af 12. síðu: viðskipta og efnahagssviðinu mundi leiða til þeirrar stjórn- málalegu einingar, sem þarf að efla og styrkja, og' varnir Vest- ur-Evrópu eru svo mjög undir komnir. Á fundi Vestur-Evrópubanda- lagsins í vikunni bar þéssi mál á góma og sagði John Profomo uanríkisráðherra, eftir að hafa rætt aðild Breta að Euratom og „jafnvel kola- og stálsamtökun- um“, að aðildin væri engan veg- inn auvelt mál fyrir Bretland, og nefndi: 1. Bretland yrði að vera .ái- veg víst um, að öll aðildarríkin fönguðu aðild Breta. 2. Bretar yrðu að taka á- kvörðun sína með fullu tilliti til félaga sinnaí fríverzlunár- bandalaginu. Profomo kvað aukinn áhuga og aukinn skilning á að koma málum á fastan grundvöll eftir að fundur æðstu manna fór út um þúfur. Unnið verður að því að ná „hagkvæmu samkomulagi“ milli sammarkaðslandanna 6 og fríverzlunari'íkjanna 7. jSRhl Syndið 200 m. K0NI Högofieyfar Þessir viðurkenndu stillanlegu höggdeyfai fást venjulega hjá okkur í margar gerðir bifreiða. Útvegum KONI högg- ripvfa í allar gerðir bifreiða. SMYRILL Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.