Vísir - 23.06.1960, Side 5
Fimmtudaginn 23. júní 1960
V I S I R
Það þurfti að
sækja þá!
Lýsing Þjóðviljans á „vanhöldum“
við gönguna.
Enginn getur haldið því fram
í alvöru — ekki einu sinni
kommúnistar —að Keflavíkur-
gangan á sunnudaginn hafi ver-
ið sigur fyrir andstæðinga „her
námsins“. Þjóðviljinn er að
vísu látinn halda þessu fram á
þriðjudag, en vitanlega gat blað
ið ekki annað án þess að viður-
kenna til fulls þann mikla ósig-
ur, sem þarna var raunverulega
um að ræða.
Gangan sýndi nefnilega, að
eldlegur áhugi er enginn til
hjá andstæðingum „her-
námsins“, enda þótt nokkrir
kommúnistar og attaníossar
þeirra meðal þjóðvarnar-
mánna og framsóknarmanna
hafi rölt þessa leið.
Einn af ritstjórum Þjóðvilj-
ans, sem skrifar langa grein um
gönguna, upplýsir til dæmis, að
á fyrsta kílómetranum frá flug-
vallarhliðinu hafi hvorki meira
né minna en tíundi hver maður
hætt í göngunni. Síðar við-
kennir hann, að fjórðungur
göngumanna hafi verið týndur,
er aðeins lengra var komið. ‘.
Með tilliti til þess, hvernig
kommúnistar fara með tölur,
mun óhætt að gera ráð fyrir,
að ritstjórinn hafi sýnt sérstaka
„gætni“ við þetta reikningshald
sitt.
En lítum á málið frá annarri
hlið. Á suðvestur kjálka lands-
ins búa yfir 100.000 sálir og um
það bil fimmtungur þeirra mun
fylla flokk kommúnista og
fylgifiska þeirra, og er þá vel
í lagt.
Þetta sýnir, að fyrir hvern
einstakling, sem hafði svo
mikinn áhuga, að hann lét
sjá sig í göngunni upphaf-
lega, sátu um 80 heima. Þeir
fengu um það bil áttugasta
hluta fylgis síns til að mæta.
Og hér er rétt að telja börn
með, því að fylgirit Þjóðvilj-
ans, Tíminn, birtir til dæmis
mynd af þrem ættliðum, sem
„tóku þátt“ í göngunni.
Það má segja með sanni, að
einn maður hafi sýnt verulegan
áhuga fyrir málefninu. Það var
pilturinn austan úr Holtum, er
lagði á sig að fara úr önnum
alla leið hingað til að'taka þátt
í göngunni. Um áhuga hinna er
Þjóðviljinn bezta vitnið, því að
ritstjórinn segir sjálfur, að það
hafi orðið að sækja menn heim
til að fá þá af stað.
Hann segir «... fóru
langferðabílar um bæinn og
söfnuðu saman fólki, sem
hafði látið skrá sig til Kefla-
víkurgöngunnar .... Mann-
tal sýndi, að vanhöld voru
nær engin“. Menn taki eftir
orðalaginu, vanhöld voru
„NÆR ENGIN“! Þetta tákn-
ar, að margir þeir, sem voru
búnir að skrá sig, nenntu
ekki, begar til k.om, en marg
ir hafa áreiðanlega farið, af
því að þeir voru bara sóttir
og voru því kúgaðir til þess.
Kommúnistar munu sjaldan
hafa reiðst nokkru eins og
mynd þeirri, sem Vísir birti á
mánudaginn af göngunni. Það
má segja, að þótt þeir væru
margir, sem nenntu ekki að
ganga, ætluðu þeir hinir sömu
að ganga af göflunum út af
myndinni. Hún sýndi nefnilega,
svo að ekki varð um villzt, að
fylkingin var fámenn, þegar
komið. var nokkuð af stað, enda
hafður bíll eða jafnvel bílar á
eftir til að hirða þá upp, sem
nenntu ekki að ganga — en
aðalatriðið var nefnilega að
ganga en ekki að aka.
Kommúnistar gera tals-
vert úr því, að mikiil mann-
fjöldi hafi verið meðfram
veginum, þegar fór að nálg-
ast bæinn. Svo er ritstjóri
Þjóðviljans þó „heiðarlegur“,
að hann treystir sér ekki til
að halda því fram, að fólk
þetta hafi flest slegist í hóp-
inn. Vafalaust fær liann á-
kúrur fyrir þennan heiðar-
lega málflutning.
Það var nefnilega ekkert um
að vera í Reykjavík á sunnu-
daginn, veður ekki til ferðalaga
eða útivistar í Tivoli, svo að
það vai’ð helzta skemmtun hins
óbi-eytta borgara að fara og
skoða þetta einkennilega fólk,
sem fengið hafði fyi'irmælin ut-
an úr heimi um að slíta skónum
sínum með broslegri göngu í
þágu afla, sem aldrei hafa bor-
ið hag íslendinga fyrir brjósti.
Kommúnistar og vinir þeirra
hafa vafalaust vænst þess, að
gangan yrði mikil og glæsileg!
byrjun sóknar á hendur varnar- !
liðinu og þeim flokkum, sem
telja óvai'legt að treysta blíð-
mælgi hinna rauðu herra í
Kreml.
Raunin hefur orðið önnur,
því að fátt fólk fór í göng-
una og áhuginn var ekki
meiri en svo, að bað varð
að sækja það lieim og hálf-
vegis kúga margt til þátt-
töku. Það verður aldrei sig-
urinn unninn með málaliði,
sem er neytt út í bardagann.
Nýjar „drottningar"
kosta 60 millj. pd.
Óvíst hvort Bretar telja sig hafa efni
á að smíða slík skip.
S.-Afríkustjórn óskar
eftir innflytjendum.
Samtímis fréttist um vaxandi ugg Kvítra
landnema.
Suður-Afríkustjórnin hefur
tilkynnt, að greitt verði á allan
hátt fyrir því, að sem flestir
innflytjendur komi til landsins
Hefur innanríkisráðherra
landsins tekið það skýrt fram,
að einkum verði fagnað fólki
frá samveldislöndunum Kunn-
Málverk eftir Hitler í
káu verði.
Fyrir skömmu voru tvö mál-
verk eftir Adolf Hitler seld á
uppboði í London, og fóru þau
á 600 sterlingspund.
Hitler hafði málað þau, er
hann var ungur maður, og voru
bæði götumyndir frá Vínar-
borg. — Listaverkin voru kom-
in til London frá Budapest þeg-
ar árið 1937, en höfðu síðan ver
ið í eign konu nokkuri'ar, sem
gerði sér ekki grein fyi'ir því
eftir hvern þau voru fyrr en
nýlega.
ugt er og, að Suður-Afríka hef-
ur jafnan sózt eftir innflytjend
um frá Hollandi og Norður-Ev-
rópulöndum. — Allar sendiráðs
skrifstofur Suður-Afríku og
ræðismannsski'ifstofur út um
heim hafa fengið' ný fyrirmæli
vai'ðandi innflutning. M. a.
verður nú öllum innflytjendum
séð fyrir bi'áðabirgðahúsnæði
þar til menn geta komið sér
upp sínum eigin húsum.
Ekki er það vafa bundið, að
þessi nýja sókn til að ná í inn-
flytjendur er tengd stefnu
stjórnarinnar. Iðulega hefur
verið á það minnst í fréttum að
undanförnu, að hvítir landnem
ar í Suður-Afríku séu uggandi
um framtíðina, og hafi sumir
flutt burt, en ýmsir aði’ir hyggi
á brottflutning. Fregnir í þá átt
virðast ekki til þess fallnar að
auka áhuga væntanlegra inn- j
flytjenda, en gera skiljanlegri;
tilraun stjórnai'innar til þéss að (
slægjast eftir nýjurh innflytj- ^
endum.
Risaskipin, „drottningarnar“
Queen Mary og Queen Elisa-
beth, hafa aflað Bretum orðs á
siglingaleiðinni yfir Atlantshaf-
ið, orðs, sem Bretar valta nú
fyrir sér, hvort þeir hafi efni
á að halda uppi.
Sannleikurinn er sá, að
„drottningarnar“ eru orðnar
nokkuð við aldur, byggðar fyrir
meira en tuttugu árum, og
fullnægja ekki að öllu leyti nú-
tímakröfum og aðstæðum.
Það mundi sennilega kosta þá
um 60 millj. punda að byggja
tvö ný risaskip, annað kemur
ekki til greina, og skipafélagið,
sem á ,,drottningarnar“, telur,
að erfitt verði að reka hin nýju
skip, nema til komi ríkisstyrk-
ur eða hagstæð lán. Stjórnskip-
uð nefnd hefur blandað sér í
málið, því að þjóðarsómi er í
veði.
Þeir, sem ferðast hafa með
,,drottningunum“, eru sammála
um, að þær eru óviðjafnanlegur
farkostur.
„Drottningarnar“ eru í senn
rúmgóðar og heimilislegar. Am-
erískum farþegum finnst sem
þeii' séu komnir í heimsókn á
glæsilegt aðalssetur og þykjast
finna hið háenska andrúmsloft
um leið og- þeir stíga á skips-
fjöl.
En samkeppni skipafélaga og
flugfélaga um farþegana á leið-
inni yfir Atlantshafið hefur
harðnað og fai'gjöld skipa og
flugvéla á Atlantshafsleiðinni
eru orðin álíka há. En flugvél-
arnar fara sífellt hraðar og á-
ætla sérfræðingar, að árið 1970
verði flogið milli New Yoi'k og
London á um það bil einni klst.
St'jórnendum skipafélaga, þ. á
m. Cunard-félagsins, sem rekur
,,drottningarnar“ þykir augljóst
að þau vei'ði að skapa sér ann-
an grundvöll í samkep.pninni
við flugfélögin. En á þeim
grundvelli geta „drottningai'n-*
ar“ ekki starfað.
Hin nýju skip verða að geta
tekið fleiri farþega, fyrir lægra.
verð en nú er á fargjöldum
skipafélagsins, vera hraðskreið-
ari og nýtízkulegri.
Cunard-skipafélagið veltir því
fyi'ir sér kaupum á nýjum,
hraðskreiðari og stærri skipum.
En byggingakostnaðurinn er
gífurlega hár. Bandaríkjamenn
lögðu fram 15 millj. dollara til
smíði stórskipsins „United
Stades“ og hyggjast leggja fi'am
30 millj. til nýrrar skipasmíði
vegna siglinga. Þannig studdu.
frönsku og ítölsku ríkisstjórn-
irnar skipafélög í viðkomandi
löndum til kaupa á risaskipum.
Þykir Cunard augljóst, að þa$
geti ekki staðizt samkeppnina
við erlend skipafélög nema til
komi einhver opinber aðstoð.
Aðalfundur SÍS.
58. aðalfundur Sambands ísL
Samvinnufélaga var settur a5
Bifröst í Borgaifirði í gær, kl.
9 f. h.
Formaður stjórnar SÍS, Sig-
ui’ður Kristinsson, setti fundinn
með ræðu og minntist látinna
samvinnufrömuða, þeirra Sig-
urðar S. Bjarklind og Þóhails
Sigtryggssonar; er látizt liöióa
frá því er síðasti aðalfundur
Sambandsins var haldinn.
Fundarstjóri var kosinn Jör-
undur Brynjólfsson, fyrrver-
andi þingmaður, en fundarrit-
arar Baldur Baldvinsson, Ó-
feigsstöðum og Magnús Gísla-
son, Frostastöðum.
Aðalfundinn sækja að þessu_
sinni 100 fulltrúar. — Fundur- •
inn heldur áfram í dag. .
Stuðla ekki að samkeppni
við eigin skip.
Bandaríkjamaður fær ekki v.-jíýzka ábyrgð.
Bandarískum kaupsýslumanni,
Hyman Cantor, hefur verið
synjað um aðstoð V.-Þjóðverja
við smíði risaskipa.
Skip þessi eiga að vera tvö,
hvort um sig nær 100.000 lest-
ir, og þau eiga að flytja far-
þega yfir Atlantshaf fyrir mjög
lágt verð. Cantor fór fram á, að
vestui'-þýska stjói'nin ábyrgðist
400 millj. marka lán til skip-
anna, af því að ætlunin var að
smíða þau í V.-Þýskalandi. Neit
un stjói’narinnar byggðist á því,
að skipin mundu keppa við
þýzk farþegaskip, og vildi
stjórnin ekki efla samkeppni
við þau.
M eiindallarferð
verður farin í Landmannalaugar n.k. laugardag. — Lagt verður af stað frá Valhöll við Suðurgötu kl.
2 e.h. — Nánari uppiýsingar gefnar á sknfstofu Heimdallar milli kl. 2—7 í dag og á morgun. —
Sími 17102.
Heimdattur