Vísir - 29.06.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 29.06.1960, Blaðsíða 6
6 V f S I R Miðvikudaginn 29. júlí 1960 WÍSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. TMr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rifcrtjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. VEGIR 06 VEGLEYSIJR EFTIR Víðförla Hátíðin mikla. A sunnudaginn var h. 26. júní, voru liðin 30 ár frá því að íslendingar héldu mestu , þjóðhátíð í sögu sinni. Ein- hverjum kynni að þykja það vafasöm fullyrðing, að Al- þingishátíðin 1930 hafi í vit- und þjóðarinnar verið meiri hátið en lýðveldishátíðin 1944. Þó mun það vera svo um þá, sem báðar hátíðirnar sóttu, að sú fyrri er þeim flestum minnisstæðari. Bent hefir verið á, að gildi Alþingishátíðarinnar hafi ekki hvað sízt verið fólgið í því, að með henni var athygli umheimsins vakin á tilveru þessarar litlu þjóðar, svo vel sem kostur var á. Öll þjóðin var samhuga um að sú land- kynning mætti vel takast, og í vitund alls þorra íslend- inga var þessi hátíð áfangi að hinu langþráða lokatak- marki — fullu og óskoruðu sjálfstæði. Sú kynslóð, sem hafði veg' og vanda af Alþingishátíðinni, hafði enga sambærilega há- tíð haldið, og þær hátíðir, sem á eftir komu, hlutu að hverfa að einhverju leyti í skuggann af henni, hvað sem tilefni þeirra og merk- ingu leið. Það er eftirtektarvert, að ná- iega allir hinir þjóðkunnu menn, sem beðnir voru að svara í Morgunblaðinu spurningunni um, hvað þeim væri minnisstæðast frá Alþingishátíðdnni, segja að það sé einhugur þjóðarinnar. ,,Á Alþigishátíðinni voru Is- Minnisblað ferðamanna. Munið að það er ekki alltaf nauðsynlegt að fara langt til eignast ánægjustund. Þó að Fióinn sé flatur og blautur, er samt ýmislegt þar að sjá og skoða. — Frá Selfossi er skemmti- legur hringur niður að Eyrarbakka og þaðan til Stokkseyrar. Frá Stokkseyri er hægt að fara upp um Gaulverjabæ, og aftur að Selfossi, en einnig austur undir Þjórsá og upp svokallaða Parta og Villingaholtshrepp og á þjóðveginn fyrir ofan Urriða- foss. Sá hringur tekur um 3—4 tíma, með viðdvöl á merkustu stöðum. Víðförli. Hvað niú til varnar verða? I Laust fyrir 17. júní var að því I vikið í Bergmáli, að óregla á al- ^ manna færi á þjóðminningardeg- inum færi nú vaxandi með ári hverju, og var hvatt til þess, að blöðin legðust öll á sömu sveif, til þess að stuðla að því, að menn neyttu ekki áfengis þennan dag. Ekki varð ég þess var, að undir þetta væri tekið, og má vera, að fyrr hefði þurft að hvetja til slíkrar sóknar en gert var. Nú virðist hins vegar sem ósæmileg hegðan 17. júní hafi vakið ýmsa til umhugsunar um hvað megi til „varnar verða vorum sóma“fram vegis á þessum degi. lendingar einhuga þjóð“ seg- ir forsetinn, herra Ásgeir Ás- geirsson, og svipað segja hinir. Það er ánægjulegt fyr- ir þá, sem báru hita og þunga dagsins af hátíðarhaldinu, að eiga slíka minningu. Hún hlýtur að styrkja mjög trú þeirra á það, að Islendingar geti verið einhuga þjóð, geti^ „átt eina sál“, þegar á miklu ríður um samstöðu. Fyrir 30 árum var margt ærið| erfiðara í undirbúningi þjóð-J hátíðar en nú er orðið. Og svo breyttir eru tímarnir orðnir, eftir þessi 30 ár, að ýmsum mundi nú finnast óframkvæmanlegt að halda slíka hátíð sem Alþingishá-j tíðina við þær aðstæður, sem þá voru. En þetta tókst með miklum ágætum, fyrir sam- hug og samhent átak þeirra, sem undirbúninginn önnuð- ust. Allir vissu að mikið var. undir því komið fyrir þessa litlu þjóð, að hátíðin heppn- aðist vel, yrði okkur til sóma. Alþingishátíðin verður ávallt einstæður atburður í sögu íslendinga, og það má aldrei fyrnast yfir hana í vitund þjóðarinnar. Ætti að veita unglingum í öllum skólum landsins ýtarlega fræðslu um það sem gerðist á Þingvöllum þessa júnídaga 1930 og allan aðdraganda þess. Sá einhug- ur sem þjóðin sýndi þá, sam- fara ást og virðingu fyrir landi sínu og sögu, mætti verða öllum komandi kýn- slóðum fagurt fordæmi. Framsókn og þáttaskiiin. Tíminn helgaði þessari glæsi- legu hátíð, og þrjátíu ára af- mæli hennar, forustugrein- ina á laugardaginn var. Kemur þar fram hneigð til þess að þakka Framsóknar- flokknum, hve vel allt fór úr hendi og hve þjóðin stóð ein- huga saman um að láta há- tíðina verða sem glæsileg- asta. Þetta er að vísu sagt hálfgert undir rós, en þó þannig, að allir mega skilja. Að sönnu viðurkennir blaðið, að „allir flokkar og öll þjóð- in hjálpaði þar til“, en jafn- framt er þess getið, að „þetta var rétt eftir hin miklu þáttaskil íslenzkrar sögu, sem urðu 1927, þegar „fram- faraöflin“ tóku völdin í landinu. Skal ekki rætt meira um þau „þáttaskil“ hér að þessu sinni, en Tím- inn aðeins minntur á það, að forustumenn „framfarafl- anna“, sem blaðið er að mikl- ast yfir, fengu litla viður- kenningu fyrir verk sín hjá Framsóknarflokknum næstu árin á eftir, þótt nú sé breytt um tón. Forsætisráðherrann og forseti sameinaðs þings 1930, sem Tíminn segir réttilega að hafi „sett höfðingssvip á há- tíðina“ með framkomu sinni, hröktust báðir úr flokknum nokkru síðar, af því að þeir þoldu ekki „and- rúmsloftið“, sem hin verri öfl eitruðu æ meir með hverju árinu, sem leið. Síð- an hefir flokkurinn aldrei borið sitt barr og alltaf sigið á ógæfuhliðina ár frá ári. Það er raunasaga Framsókn- arflokksins, að hinir betri og vitrari menn hafa aldrei fengið að ráða þar, ef í odda Á þjóðleiðinni austur eru margir staðir hættulegir veg- farendum í bíl, en þó einkan- lega margar brýr og ræsi. I þetta skifti vildi ég nefna eftir- talda staði: Við vesturendann á Ölfusárbrú endar syðri gang- stétt brúarinnar raunverulega í lausu lofti, því að þar hefur uppfyllingin runnið frá. Það má segja að nú í langdeginu sé þetta ekki svo hættulegt, en þetta var svona í vetur sem leið, og ef dæma má eftir öðru framkvæmdaleysi vegaverk- stjórans á þessu svæði þá fær þetta víst að danka einn vetur til. Skammt fyrir austan Hellu er brú, og er eystri endi hennar stórhættulegur, enda hefur orð- ið þarna slys. Svo er þriðji stað urinn fyrir austan Hvolsvöll. Þar er eitthvert hrófatildur yfir læk, sem vegagerðin vill víst kalla brú, en er bara spýtna- rusl. Allir þessir þrír staðir eru þannig, að af þeim starfar mikil slysahætta. Það ætti að fara að breyta hinni gamalkunnu aug- lýsingu í útvarpinu: „Öku- menn varist slysin" í „Öku- menn varist brýrnar“. Þórsmörk er einhver fegursti staður þessa lands, enda fara vinsældir hans eftir því. Óvíða má sjá andstæður íslenzkrar náttúru eins greinilega og þar. En það er víst einnig óvíða. sem ómenning og skrílmennska íslenzks lundarfars kemur eins átakanlega fram og á þessum fagra stað. Eg var þarna um síðustu helgi, og þó að ekki væri svo ýkja margt um mann- inn þar þá kom þessi ófögnuður greinilega í ljós. Það er sannar- lega undarlega innréttáð fólk. sem fer að gera sér erfiða ferð inn á þennan fagra stað, ein- ungis til að drekka frá sér ráð og rænu og hafa í frammi í ó- spektir og skrílmennsku. Eg tal aði v.ið fararstjóra, sem þarna var og hefur oft verið. Hann sagði mér að innan um ruslið, sem slær búðum sínum í Húsa- dalnum, megi heita útilokað að fá nokkurn svefnfrið. Er ekki nokkur leið til að fá þetta fólk til að halda sig við ballstaðina í sveitum og kaupstöðum, þar sem skrílmennskan ræður ríkj- um hvort sem er, og láta hina fögru staði í friði og það fólk, Hegðan unglinga. sem vill njóta þeirra? Hegðan unglinga ber titt á | Um daginn var ég að horfa S°ma’ en knn er siik að rnargra , , • dömi, að sivaxandi áhyggjum ut um glugga a emu af hmum , ’ „ , . „ . , . , , , , _T._ veldur, en yfn’leitt finnst mer nyju hahvsum her i bæ. Við . , ... einkenna oll skrif um þetta, að mer blasti fegurð sunda, eyja þess er ekki nægilega getið> að og fjalla, og eins og svo oft sennilega er það tiltölulega fá- áður var ég innilega snortinn mennur hópur íslenzks æskulýðs, , af hinu fagra umhverfi borgar- sem hagar sér skammarlega, innar okkar. En svo var mér með þeim afleiðingum, að mikill litið niður fyrir, og þá blasti meirihluti íslenzks æskulýðs fær við önnur og sóðalegri sjón. ómaklegan dóm. Meðfram gömlum steingarði, 1 sem þar hafði safnast saman, þarf að gera. ., . _ , ,, , Oefað þarf margt að gera til að var mikið af allskonar rush, faæta h-r _ en hyað gkal spitum, pappír, tómum umbúð- gera? Það er vitanlega sjálísagt> um og öðru slíku. Stemningin að foreldrar beiti áhrifum sínum hvarf út í veður og vind og eftir megni, og þeirra bezta vopn, gremja kom í staðinn. Hvernig sem annarra er vafalaust að vera stendur á því að okkur gengur börnum sínum fyrirmynd um svona illa að drífa okkur upp góða hegðan. Eg held jafn- úr draslarahættinum?Af hverju vef draga mætti úr öllum um- er ekki hægt að ganga snyrti- vöndunum og prédikunum, og legar frá í kring um hús þegar *ela heldur hinum mikla meiri , . _ hluta, sem hegðar ser vel, að byggingu er að verða lokið, ia, . . . , . . , , , betrumbæta minm hlutann, og grjotið, moldin, og allur oþverri gætu þar ýmsir góðir æskulýðs. fær að vera í friði, stundum í íeiðtogar, með viðræðum við rétt áravís, Það eru á þessu, sem þenkjandi ungmenni, rætt um betur fer, heiðarlegar undan- leiðirnar. Eg vil sem sé fela æsku tekningar. Eg vil t. d. nefna lýðnum sjálfum að leysa þetta , lítið vörugeymsluhús, sem heild vandamál. Einhvern veginn | verzlun Magnúsar Kjaran lét treysti ég honum bezt. byggja inni við Grensásveg og snyrti í kring um strax og bygg ingu var lokið, en skammt frá því stendur verksmiðja, sem mjög er öðruvísi ástatt með. Áfengið. En það er annars sannarlega kominn tími til, að menn fari al- mennt að horfast i augu við þá bláköldu staðreynd, að Bakkus er einn mesti, ef ekki mesti böl- valdur í þessu þjóðfélagi, og mörg hin verstu mein þess upp- rætast með öllu, ef unnt væri að breyta almenningsálitinu, svo að öll óhófleg áfengisneysla yrði for dæmd. Hví skyldi ekki vera unnt að skapa hér sterkt almennings- I álit í þessu efni? Eg hef ekki séð í síðastliðinni viku landaði nein rök færð fyrir Þvi Sagn’ b/v Hallveig Fróðadóttir aflaistæða’ en hér vantar rétta for' sínuin i Reykjavík. j Ustu °? , stefnubroytingu, ekki Togarinn var með 27 tonn af pr . 1 r C" !°, “‘n Þíóðaiinnai. .... Er í rauninni hægt að hugsa ser nyjum fiski og 104 tonn af salt- meiri misskilning en þann, að fiski. Við mat skiptist saltfisk- áfengissala sé ríkisbúskapnum urinn þannig: 1. fl. 75.90 %, 2. eins mikilvægt og sjálfsögð tekju fl. 22.89 % og 3. fl. 1.21 %. i lind og talið er? í fyrsta lagi yrði I Togarinn fékk þennan afla . um stórkostlega lækkun ýmissa á heimamiðum og mun halda | útgjalda ríkisins að ræða með áfram að veiða í salt hér við rcúmikandi áfengissölu, en auk Einn BÚR tog- ari í vikunni. land. ■ þess yrði um mikinn þjóðfélags- j legan gróða að ræða því meira hefir skorizt. Þeir hafa ann- að hvort verið hraktir úr flokknum eða gefizt upp fyr- ir ofríki hinna. Þess vegna er flokksforustan nú þjónustu- lið hjá kommúnistum. Þau þáttaskil hófust strax upp úr 1930. Stærð herstöðva rædd á Kýpur. Á Kýpurfundinum var í gær rætt um stærð herstöðva Breta á eynni. Blöðin vara við of mikilli bjartsýni um lausn deilunnar, en þagar viðræður hófust í fyrri viku eftir 7 vikna hlé gætti mikillar bjartsýni um samkomu lag. sem áfengissalan minnkaði, sem kæmi fram í aukinni menningu og velmegun og bættri hegðan. Hver gæti þá tölum talið hagn- að fjölda heimila af því fé ein- staklinga sem varið yrði til ann- ars nauðsynlegra en áfengis- kaupa? — I. Nýbirtar skýrslur í Bret- landi herma, að bifhjól séu hættulegustu farartækin — valdi langflestum banaslys- um á þjóðvegum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.