Vísir - 29.06.1960, Blaðsíða 11

Vísir - 29.06.1960, Blaðsíða 11
t •! ,r' V * Miðvikudaginn 29. júní 1960 BREF: Uppgöngubrýr fást ekki. Hafliði JónsEon garðyrkju- ráðuautur setur sig í alls konar stellingar í dag 27. mai, í grein í Vísi, þar sem hann vill gera mig hlægilegan vegna um- hyggju minnar fyrir fuglunum á Reykjavíkurtjörn. Og ástæðan er auðvitað sú, að ég hefi sett út á vinnubrögð hans þar með tilliti til fuglanna, en þá afskifta semi þolir Hafliði ekki. Leiðin- legt þegar menn eru að gera sig merkilega út af svona lög- uðu, og láta það koma niður á varnarlausum vesalings andar- ungum. Eg hefi beðið Hafliða, sem hefur verkstjórn þarna, um uppgöngubrýr, sem að gagni mættu koma, fyrir litlu ungana við grjótgarð, sem hlaðinn hef- ur verinn meðfram Tjarnargöt- unni, og orsakað hefur dauða fjölda þeirra, vegna þess að hvergi var uppganga fyrir þá af vatninu, og hvergi grasblett- ur þegar upp væri komið til að hvílast á undir mjúku og hlýju móðurbrjósti. Þetta hefur Haf- liði ekki viljað gera. Ef hann væri vinur minn, eins og hann , | kallar mig i oðru hverju orði í Vísisgrein sinni, hefði hann' áreiðanlega gert þetta, og fleira j sem eg hefi beðið hann um, og' ekki örðið neitt minni maður af. | Eg hefi um mörg liðin ár haft! gaman af því að líta til fugl-[ anna á Tjörninni, og skrifa um j þá, og vandamál þeirra smá-[ pistla í blöðin öðru hvoru, sem ég hefi hlotið miklar þakkir og vinsældir fyrir hjá fjölda fólki í þessum bæ, sem áhuga hefur á Tjörninni, og fuglalífinu þar. Nú skipar Hafliði Jónsson mér með miklu yfirlæti, að hætta þessu og láta Sig og Finn Guð- mundsson fuglafræðing, sem hann hlevpur á bak við, í friði með það, að sjá um við, í friði með það, að sjá um fuglanan á Tjörninni, en fugl- arnir á Tjörninni, sem Hafliði meinar, eru nokkrir ófleygir æðarfuglar, og endur, sem nú eru staðsettir á tjörn sunnan Hringbrautar, innan voldugrar girðingar þar, og sem bæjar- sjóður leggur með tugþúsundir króna árlega í umsjón og mat- gjafir. Eg mun ekki láta að orð- um Hafliða, en halda upptekn- um hætti með afskifti mín af Tjörninni og fuglalífinu þar, og ég get ekki annað, því mér finnst hvorttveggja orðið hluti af sjálfum mér, eftir nær 40 ára starfsdag minn þarna á Tjarnar bakkanum. Kjartan Ólafsson. Keflavíkurflugvöllur sýndur. • • ^ Ollum Islendingum boðið þangað til kynnisferðar n. k. sunnudag. Öllum íslendingum, körlum og konum, ásamt börnum þeirra, er boðið út á Keflavikurflug- völl á sunnudaginn kemur, 3. júlí. Colonel Benjamín G. Willis,1 sem er yfirmaður varnarliðsins þar syðra, sendir þetta boð til! þeirra, er það vilja þiggja, í til- j efni þjóðhátíðardags Bandaríkj- anna, sem reyndar er daginn[ eftir, 4. júlí. Boð þetta stendur yfir á tímabilinu frá kl. 11 f. h. til 4,30 e. h. Til skemmtunar þennan dag verða ýmsar flugsýningar, sýnd , ar flugvélar á jörðu, og önnur j tæki þar syðra, og því verður ( svo komið fyrir að fólk geti með sem minnstri fyrirhöfn, I séð sem mest af því, sem þar er að sjá, og kynnast meðlimum varnarliðsins, og tilganginum með veru þeirra hér. Meðal skemmtiatriða má nefna fótgönguliðssýningu rúm lega þúsund hermanna, þá verð- ur og bifreiðakappakstur, ýms- ar útstillingar og smærri sýn- ingar. Flestar tegundir flugvéla verða þama til sýnis, og vélar í þær, tæki til veðurathugana, samgöngutæki, björgunartæki, rakettur og sprengjúr, og ýms- ar kvikmyndir. í tvo klukku- tíma munu standa yfir ýmsar fíugsýningar, bæði í herflugvél um, björgunarvélum, svo og loftfimleikasýningar með flug- vélum. Maður stórslasast um borð í Hval II. Skipstjórinn saumaði saman sárið á leið til lands. Það slys skeði um borð í Hval 2. þegar hann var að ljúka veið- um á miðsvæðinu svokallaða fyrir síðustu helgi, og verið var að Ijúka við að taka hvalinn á síðu, að „snellukrókurinn“ hrökk í höfuð einum hásetanna, Skúla Ólafssyni. Varð af mikið sár, krókurinn lenti á slagæð og er vafalitið, að Tubman gegn „Banda- ríkjum Afríku". Tubman forseti Liberiu er í opinberri heimsókn í Nigeriu. Hann flutti þar ræðu og gerði grein fyrir þeirri skoðun sinni, að stofnun Bandaríkja Afríku væri ekki sú leið; sem Afríku- þjóðir ættu að fara, heldur heppilegra, að hvert land um sig færi sínar götur til lausnar vandamála og umbóta, en að sjálfsögðu yrði um samstarf að ræða á ýmsum sviðum milh Afrikulanda. Skúla hefði blætt út, ef skáp- stjórinn, Elí Guðmundsson, hefði ekki rimpað saman höfuð- leðrið og stöðvað blóðrásina. Þegar slysið skeði hafði bát- urinn fengið tvo hvali. Sleppti. j hann þeim þegar í stað og hélt til lands og var keyrt „á útopn- uðu“ alla leið til Keflavíkur, en. Hvalur 3., sem þarna var. á næstu slóðum, tók hvalina. — Skúli er nú mjög á batavegi og liggur á Landsspítalanum. Nýir skemmti- kraftar. Simimdaginn 3. júíí 1960. Ekið vcrSur um Mosfellsheiði á Pingvöll og staðnæmst hjá Hvannagjá. Síðan fanS um Uxahryggi og Lundarreykjadal vest- ur yfir Mýrar að Hítardai. Þar verSur staSnæmst, snæddur nuSdegisverður og staSunnn skoSaSur. ÞaSan verSur ekið til baka að sögustaSnum Borg og hann skoðaður. Þá verður haldið til Rcykjavíkur fyrir Haínarfjall um Hyalfjörð. Kunnu'r leiðsögu- maður verður með í förinni. Farseðlar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) og kosta kr. 225.00 (inmfahð í verðinu er miðdegisverður og. kvöld- í verður). — Lagt verður af stað frá Sjáifstæðishúsinu kl. 8 árdegis, stundvíslega. STJÓRN VARÐAR. ;............• ; ? Sumarferð um landnám SkalEagríms Þessi myp.d er úr kvikmyndinni „Callaghan og vopnasmyglar- arnir“, sem sýnd er í Tripolibíó. — Þetta er afbrota- mynd í skopstíl, gerð af Frökkum, og gerist í París og víðar, slags- málamynd. mikil, skopleg á köfl- um og spennandi Næsta laugardag kemur ný söng- og dansmær fram í en Holiday-Dancers, sem skemmt hafa þar undanfarið, eru nú á förum. Þessi nýja dansmær heitir Carla Yanick, og er frönsk að ætterni, og hefur komið fram á öllum helztu skemmtistöðum í Evrópu, og nú síðast í Kaup- mannahöfn. Ungfrú Yanick mun dveljast hér einn mánuð og skemmta með söng og dansi. Þá er einnig væntanleg í Þjóðleikhúskjallarann ung frönsk stúlka, sem leikur á píanó og syngur jafnframt, og byrjar hún næstk. föstudag. B^4in <lsgtgttlti/V*3utjið Vörður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.