Vísir - 01.07.1960, Qupperneq 4
V! SIB
Föstudaginn 1. júlí 1969
Örlítil ferðasaga:
McssuvíniS var fallegt á litinn
og uppskurðinn tókst frábær-
lega vel.
Þetta ferðalag í dag var í
raun og veru nauðaómerkilegt,
enda hafði mig ekki dreymt
fyrir því á nokkurn hátt, og
þó------.Tíu ára bílakstursbind
indi var nú lokið og ég ók á
þrem gírum af fjórum áfram
um Fljótshlíðina, ég gekk í
eina af merkustu sveitarkirkj-
um landsins, sem ætíð er ólæst
Og sjá, þar glóði messuvín á
„karöflu“ og bar dáðríkan vott
vínmenningu fslendinga — eða
litlum kirkjulegum áhuga? —
Og ég hafði verið við stóró-
perasjón á Hellu, þeim umtal-
aða stað, meir að segja aðstoð-
að við uppskurðinn sem full-
gildur aðstoðarmaður.
Við héldum úr Hveragerði
skömmu eftir hádegi. Tilefni
ferðarinnar var að fara með
aumingja Kalla til uppskurð-
ar á Hellu. Hann er búinn að
vera sárþjáður í fleiri mánuði,
Og nú mátti þetta ekki dragast
lengur. Við vorum þrír fyrir
utan Kalla, Ingimar og Daði en
Kalli er einn fjölskyldumeðlim-
ur þairra. Annars er óhjákvæmi
legt að gera í upphafi nánari
grein fyrir Kalla, sem fortaks-
laust lék hér aðalhlutverkið,
og að minnsta kosti á Hellu
tóku fáir eftir okkur þremenn-
ingunum, en allir eftir Kalla.
Kalli er einhver stærsti og
bezti Schafer-hundur á íslandi,
enda skilgetinn sonur (eftir því
sem hundar geta verið) hins
fræga Vatnajökulskappa. Hann
er að vísu óhafandi í bíl í dag,
en honum er nokkur vorkun —
hann á að fara að „leggjast
undir“ stóruppskurð í dag.
Við vorum að reyna að hressa
upp dapurlegar hugleiðingar
vegna Kalla, með því að hressa
okkur á nokkrum bröndurum
austur Ölfusið og Flóann, og
éta súkkulaði, einkum Daði,
sém veitti gamantali okkar lít-
inn áhuga. Nú eru allir hættir
að syngja í bíl á íslandi og má
líklega kenna því fyrst og
fremst um, að bifvélaskröltið er
svo til úr sögunni, minnsta
kosti var því ekki til að dreifa
í okkar bíl, árgerð 1956.
Við ökum gegnum hólinn
fræga og yfir gömlu brúna og
lendum á ákvörðunarstað, fyrir
utan dýralæknissetrið á Hellu.
Hin elskulega, franska læknis-
frú tekur okkur hið bezta, og
þau eru mildir vinir Kalli og
hún enda gamalkunnug. En því
miður, dýralæknirinn er inn í
,,Hlíð“ að gera UDnskurð á
hesti, stóran holskurð. en lík-
lega mun hann bráðleea koma
heim. Við mælumst til þess að
Tnega koma aftur. Guðvelkomið
og v,ið rennum úr hlaði og höld-
■Jum austur á bóginn. Ég minn-
ist atviks frá æskudögum, ó-
skaplega erfið ganga til lækn-
isins, og ólýsanlegur fögnuður
þegar komið var þangað því
læknirinn var kominn á ,,túr“.
Ekið er austur Rangárvelli og
v,ið dáumst að Heklu gömlu,
Þríhyrning og kaupfélagshús-
inu á Hvolsvelli, sem er til mik-
illar fyrirmyndar, þar sem það
stendur vinstra megin við þjóð-
veginn. Við lítum inn á símstöð-
ina á Hvolsvelli, en fréttum
ekkert nánar af dvalarstað dýra
læknisins, það þykir nefnilega
ekki í frásögur færandi í Rang-
árþingi þótt dr. Helmuth Brúck.
ner, héraðsdýralæknir og þýzk-
ur vararæðismaður á Hellu, geri
stóruppskurð á búpeningi hér-
aðsbúa, „hann var í stríðinu“,
segja menn, og svo er það mál
útrætt.
Við -þ.e.a.s. ég - ökuminn Hlíð
ina og spjöllum við sýslumann-
inn, þegar við ökum fram hjá
sýsluskrifstofunni, enhannmun
vera einn fyndnasti maður sýsl-
unnar og svo er hann alþingis-
maður. Við minnumst hins svip-
mikla Guðmundar á Núpi, er
við ökum fram hjá óðali hans,
hann er mikill á brún, einn af
forstöðmönnum í Stéttarsam-
bandi bænda, við ökum fram
hjá Breiðabólstað, þar sézt
Eggert Pálsson, virtur klerka-
höldur, og alþingismaður.
Gunnar á Selalæk felldi hann
einu sinn frá þingsetu og Gunn-
ar hefur sjálfur sagt mér, að
þá hafi hann slegið á þá strengi,
sem dugðu honum, er hann sló
á strengi gamanseminnar á
kjörfundunum. Séra Eggert
felldi síðar Gunnar, sem var
utan flokka, með 10 atkvæða
mun, en þá erfði Gunnar þing-
sætið eitt kjörtímabil eftir lát
sr. Eggerts. Nú setur Breiðaból-
stað sr. Sveinbjörn, hann er
varaformaður lyfsalasveinsins
á Selfossi í félagsskap Fram-
sóknarmanna í Suðurlandskjör-
dæmi og lagðist þar lítið fyrir
kappann.
Inn undir óðali Gunnars Há-
mundarsonar hittum v.ið bónd-
ann þar, sem sagði okkur að
dýralæknirinn væri áreiðanlega
ekki inn í hlíðinni og því var
l snúið við, haldið aftur út hlíð-
j ina, aftur spjallað um sr. Svein-
; björn. Guðmund Erlendsson og
' sýslumann og nú rifjaðist upp
! ein saklaus gamansaga um
| Björgvin heitinn sýslumann,
þann mikla öðling, sem Gunn-
. ar frá Selalæk sagði mér. Gunn-
ar hafði verið prettaður á mark-
aðshesti, en bóndinn neitaði að
greiða andvirðið eða gat það
ekki. Gunnar kærði til sýslu-
manns og Björgvin vildi setla
málið með þvi að maðurinn
. endurgreiddi hestverðið með
i víxli, en Gunnar neitaði að
taka víxil bóndans gildan.
Björgvin sýslumaður sætti mál-
ið með því að gefa sjálfur út
víxilinn.
Nú ákváðum við að halda til
Odda og fá að ganga þar í
kirkju. Var nú rætt nokkra
stund um þá Oddaklerka, allt
frá Sæmundi Sigfússyni til sr.
Arngríms sem þar situr nú.
Sjúklingurinn varð eftir í bíln-
um og var það fyrst og fremst
vegna krankleikans, en ekki
vegna þess að hann sé mikið
ókirkjuræknari heldur en við
hinir. Við hittum elskulega
eldri konu á hlaðinu. Hún
kvað prestinn ekki heima, en
öllum velkomin kirkjuganga,
kirkjan stæði öllum opin, hún
væri alltaf ólæst. Ég kann vel
við þann sið, það á ekki að
þurfa að læsa guðs húsi. Við
kvöddum gömlu konuna og
héldum til kirkju, nema Daði,
hann neitaði að fara lengra
en í kirkjugarðinn og settist
þar á leiði Þórðar gamla Fló-
ventssonar, enda Þingeyjingur
í ættir fram eins og Þórður.
.Við Ingimar gengum í kirkju.
Kirkjan í Odda er í mörgu
til fyrirmyndar, og er það vel
farið á þeim merka stað. Fyrir
nokkrum árum munu hafa far-
ið fram miklar endurbætur á
henni og er kirkjan nú öll hin
virðulegasta, en ekki skal orð-
lengja um hana að öðru leyti.
Um eitt get ég þó ekki orða
bundist og veit ég að vinur
minn ritstjóri þessa blaðs láir
mér það ekki. Það stóð vínkar-
afla á litlu borði í kórnum og
hún var hálffull af glóandi
víni. Þetta er fögur sjón í fögru
umhverfi. Rúðurnar í Odda-
kirkju eru litaðar. Uppskurður-
inn be.ið á Hellu. Út í þessa
sálma skal ekki lengra farið,
en samvizkan gæti verið verri.
Blessuð sé gamla kirkjan í
Odda.
Við komum í þýzka kúnsúlat-
ið á Hellu í þann mund sem
dr. Bruckner var að fara úr
leðurstígvélunum í inniskóna.
Hann heilsaði Kalla og okkur
hinum vinsamlega, og tók mála-
leitan vel. Kalli var lagður á
grasflötina fyrir framan dyrn-
ar, og „díagnósinn“ ákveðinn.
Stærðar æxli neðarlega á
kviðarholi, uppskurður nauð-
synlegur á stundinni. Vegna
þess að Kalli er orðinn nokkuð
gamall, eða 10 ára að aldri
treysti dr. Brúcknerhonumekki
I fyrir svæfingu svo hann stað-
deyfði hann þegar með mörg-
um djúpum stungum. Ingmar
hélt hausnum á Kalla og tók
ábyrgð á kjaftinum, ég hélt
löppum og studdi óæðri end-
ann. Sonur læknisins, 11—12
ára hélt á deyfingarvökvanum
og fékk sér smá sopa, en lík-
aði stórilla, því hann skirpti
út úr sér í hálftíma á eftir. Nú
flytjum við Kalla út í borð-
krókinn í garðinum, leggjum
hann þar á rautt borðið, hag-
ræðum eftir beztu getu. Kalli
ber sig eins og hetja, við Ingi-
mar okkur sæmilega, og nú
kemur dr. Brúkner í öllum her-
klæðum, og hin ágæta frú hans
í hvítum kirtli og fer að fara
æfðum höndum skurðstofu-
hjúkrunarkonunnar um hin
ýmsu verkfæri og læknistæki.
Ahorfendur eru margir, um
það bil 20 börn Hellukauptúns
á ýmsum aldri. Þau yngstu
verða að vera utan girðingar,
en læknisbörnin og dóttir Jóns
rafvirkja standa næst. Það kem-
ur okkur Ingimar vel, að við
hofum nýlega verið með Jóni
Pálssyni dýralækni á Selfossi
við að gelda þrjá fola, góður
undirbúningur undir þennan
uppskurð á Kalla. Það endar
líklega með því að Bjarni lækn-
ir biður okkur að hjálpa sér á
sjúkrahúsinu á Selfossi.
Dr. Brúkner er æfður skurð-
læknir (það hlaut hver hálf-
viti að sjá það, hann íói minn
sá það, sagði karlinn). Öruggt
og fumlaust miðar skurðað-
gerðinni áfram, það er ræðst
v.ið á íslenzku og þýzku. Kalli
lætur ekki á sér bæra. ég verð
jafnvel að halda rófunni, ann-
ars vill hann dilla henni.
Minnstu börnin halda áfram að
rífast um það hvort Kalli sé
hestur eða belja, þeim dettur
ekki hundur í hug. Kalli lítur
að öðrum hundum, nema
Gretu litlu systur sinni, sem
er Foxterrier og ræður alveg
yfir honum og veit hvað hon-
um er fyrir beztu.
Uppskurðinum er lokið giftu-
samlega og æxlið numið á brott.
Hann stó ðyfir í fimm stund-
arfjórðunga og allir draga and-
ann léttar þegar doktorinn
hefur tekið síðustu nálsporin.
Frúin þvær nú Kalla og lætur
vel að honum. Hann er daufur
til augnanna, en reynir að bera
sig svo að kynbornum hundi
sæmi. Aðgerðin er nú greidd
og hún er helmingi ódýrari en
ég hafði getið mér til upp á
eyrir helmingi ódýrari, hún var
sem sagt ódýrari en þrjár geld-
ingar hjá Jóni dýralækni, sem
tók taxta og er víst mjög langt
frá því að vera talinn ofreikna
sína vinnu og sín lyf, sá ágæti
maður.
Dýralækninum er þakkað
got.t starf og þau hjónin kært
kvödd og allur krakkahópur-
inn og hlýjar kveðjur fylgja
veslings Kalla sem staulast út
í bílinn.
Síðan er haldið heim á leið.
Ferðin hefur gengið að óskum.
Stefán Þorsteinsson
Sterfaitili prestnr
í 40 ár.
Séra Sigurður . Ó. Lárusson
prófastur í Stykkishólmi átti
40 ára prestskaparafmæli á
hvítasunnu,
Séra Sigurður vígðist til.
Stykkishólmskirkju árið 1920
og hefur þjónað þar síðan.
Hann er kvæntur Ingigerði
Ágústdóttur.
SYNTU YFiR SKERJA-
FJÖRÐ.
Á laugardag lagði Eyjólfur
Jónsson, sundkappi, upp frá
Grímsvör í æfingasund yfir
Skerjafjörð, en það sem óvenju
legt var við sund það, var að
að þessu sinni fór hann ekki
einn, heldur með honum þrír
starfsbræður úr lögreglunni.
Auk Evjólfs, er synti á 1
klst. og 5 mín., lauk sundinu
RÚnar Guðmundsson, og var
hann um IY2 klst. á sundi. Hin-
ir tveir luku ekki sundinu enda
var talsverð alda er út á fjörð-
inn var komið. — Almennur
áhugi lögreglumanna virðist nú
vera að vakna fyrir sundi, ef
marka má af því, að 6 lögreglu-
þjónar voru að æfingu í morg-
un.
Ertu frúður?
arlega á flokksfélaga sints,
Eisenhower?
6. Hvað nefnist málið, sem
fjallar um morðákæru á
hendur hinnar 65 ára
gömlu Sarah Jane Harvey?
7. Hvaða land er mjög and-
vígt afvopnunaráætlum
Rússa?
8. í hvaða landi var bað, sem
uppreisn fór út um þúfur?
9. Hvað heitir brezki læknir-
inn, sem fór fótgangandi
þvert yfir Ameríku, og
varð fyrir bíl?
í hverju Norðurlandanna
átti vitakerfið nýlega 400
ára afmæli?
Hve margir hvítir menn
voru í Belgisku Kongó áð-
ur en flótti þeirra hófst
þaðan?
Frá hvaða landi í Evrópu
kom landvarnamálaráð-
herrann til Bandaríkjanna
til hýðingarmikilla við-
ræðna?
í hvaða landi er forsætis-j
ráðherra Israels, Ben Gur-
ion í heimsókn?
Hvað heitir forsetaefni
repúblikana • BandaríkjunlO. Hvað heitir blaðafulltrúi
um sem hefur ráöist heift Eisenhowers?