Vísir


Vísir - 01.07.1960, Qupperneq 6

Vísir - 01.07.1960, Qupperneq 6
6 S8 y J s iR 1flSIK D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Visir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritatjórnarski'ifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið 1 lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Bonn hraðar innfSutningi er endra verkamanna — /’iyÍ Evróputöndum* par sem ttívÍBinnletjsi er tiifinttattiegast. Framsókn og Saunamáiin. Tíminn er nú látinn boða þá kenningu að forðast beri , verkföll. Ekki er nema gott j eitt um það að segja, ef hug- • arfarsbreyting hefir orðið hjá ;• forsprökkum Framsóknar- flokksins í þessu efni, því að á fulltrúafundi Alþýðusam- bandsins á dögunum hvöttu Framsóknarmenn til verk- fallaog hvers konar skemmd- arverka gegn viðreisnar- stefnunni. Var ofsi þeirra svq mikill, að kommúnistar máttu teljast hógværir í samanburði við þá. Það hefir komið mörgum undar- lega fyrir augu og eyru, hvað Framsóknarmenn hafa iátið sér annt um launastétt- irnar síðan núverandi ríkis- stjórn var mynduð. Þegar Framsóknarflokkurinn hefir verið í ríkisstjórn, hafa kauphækkanir ekki verið æskilegar, að dómi Eysteins Jónssonar og annara, sem mestu réðu um stefnu flokks- ins. Og enginn stjórnmála- ; flokkur hefir þverskallazt við að samþykkja réttlátar og nauðsynlegar kjarabætur til handa landsfólkinu, nema Framsóknarflokkurinn. Tíminn var að tala um það fyrir nokkrum dögum, að ríkisstjórnin ætti að „ganga til móts við það langlundar- geð, sem launastéttirnar sýna“, til þess að ekki þyrfti að koma til verkfalla. Það sem Tíminn á við með því að „ganga til móts“, er ef- laust að hækka kaupið, en það mega Framsóknarmenn ekki heyra nefnt þegar þeir eru í ríkisstjórn. Stefna Framsóknarflokksins í launamálum er því þessi: Þegar Framsóknarflokkurinn er í ríkisstjórn, eru kaup-1 liækkanir hættulegar fyrir: efnahagskerfið og gagns- lausar fyrir launastéttirnar, en þegar Framsóknarflokk- urinn er í stjórnarandstöðu, eru kauphækkanir sjálfsagð- ar og heita þá kjarabætur. Getur nokkur ábyrgur stjórn- málaflokkur leyft sér svona hentistefnu? Hver getur tek- ið mark á stjórnarandstöðu, sem gerir sig seka um slíkan loddaraskap? Framsóknar- flokkurinn virðist hafa valið sér það ömurlega hlutskipti síðan hann lenti í stjórnar- andstöðu, að taka aftur allt, sem hann hefir sagt af viti um efnahagsmálin á undan- förnum árum og berjast gegn því, sem hann mundi hafa barizt fyrir, hefði hann verið í ríkisstjórn. Það væri sannarlega ekki von- um fyrr, að hinir vitrari menn flokksins færu að taka í taumana og snúa við á „eyðimerkurgöngunni“, sem Hermann og Eysteinn hafa leitt flokkinn út í, með þjónkuninni við kommún- ista. Bonn-stjórnin ætlar að hraða innflutningi verkafólks tii Vestur-Þýskalands frá þeim landssvæðum Evrópu, þar sem atvinnuleysi er tilfinnanlegt. Landið hefur þörf f.yrir hálfa milljón verkamanna til viðbót- Þjóðbankinn hefur varað at- vinnurekendur við keppni um það vinnuafl, sem býðst, með því að yfirbjóða hverjir aðra, og fara yíir gildandi vinnu- taxta, en 7 milljónir verka- manna hafa fengið nokkra kauphækkun á undanförnum 3 mánuðum — .með þeirri fyrir- sjáanlegu afleiðingu, að verð- lagshækkun hefur komið í kjöl- farið, og hér er augljóslega hætta á ferðum. Minnihluta- ílokkar leggja að Adenauer að hækka markið i hlutfalli við dollar til að kæla „efnahagsvél- ina, sem hafi hitnað um of“. Sótt er fastast eftir verka-, mönnum frá Ítalíu. í lok síð-í ustu viku voru komnir 50.000 ítalskir verkamenn til V.-Þ. frá í janúar, — — en 100.000 alls munu koma frá Ítalíu á árinu. Stjórnin vonast til að verða bú- in að ná í 200.000 ítali í árslok 1961. — Ráðningarstofur hafa einnig verið opnaðar í Madrid og Aþenu og fyrstu verkamenn- irnir frá þessum löndum eru að byrja að koma. Einnig gera Vestur-Þjóðverja sér vonir um verkamenn frá Tyrklandi. — Áformað er að verkamenn sam- markaðslandanna geti leitað at- vinnu innan vébanda þeirra án sérstaks vinnuleyfis. Kemur það sér vel fyrir Ítalíu, sem hefur 1.5 milljón atvinnuleys- ingja. Ólíklegt er þó, að full- nægt verði þörf fyrir sérþjálf- aða verkamenn til iðnaðarstarfa með innflutningi frá öðrum löndum. V.-Þjóðv. eru líka farn ir að finna til samkeppni frá Bretum á erlendum vinnumark I aði, en þeir reyna einnig að krækja í faglærða verkamenn. „INIorðmenn vitlausari en allir aðrir — en ú sÉietamttileyri hútt• Grein í léttum tón í Observer. Stefnan sent mun sígra. Þegar gengi krónunnar var breytt 1950, fylgdu þeirri ráðstöfun fljótlega miklar launahækkanir, samkvæmt hækkun vísitölu framfærslu- kostnaðar. Þegar vinstri stjórnin felldi raunverulegt gildi krónunnar 1958, með yfirfærslugjöldunum og gjaldeyrissköttunum, var lögboðin 5% hækkun grunn- kaups. Fáir munu nú treysta sér til að halda því fram, að þessar launahækkanir hafi reynst raunverulegar kjara- bætur. Þær leiddu fljótlega til mikilla víxlhækkana kaupgjalds og verðlags, svo að launþegar voru engu bet- ur staddir að nokkrum mán- uðum liðnum, nema síður væri. Launþegar fundu þetta bezt sjálfir, og smám saman opnuðust augu æ fleiri manna fyrir því, að þessi skrúfa hlyti að leiða til öng- þveitis. Um það leyti sem vinstri stjórn- in gaf upp öndina, var það orðin almenn ósk bæði launa- stéttanna og margra annara, að einhver önnur leið yrði reynd, einhver ráð fundin til þess að koma í veg fyrir hinar sífelldu víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Núverandi ríkisstjórn og stuðningsflokkum hennar var ljóst, að stefnubeyting var þjóðinni efnahagsleg lífsnauðsyn. Stjórnin sá, að áframhaldandi víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds myndu leiða til hruns. Meiri hluti þjóðarinnar sá þetta líka, og þar á meðal allur þorri Framsóknarmanna, þótt foringjalið flokksins hafi heldur kosið að fylgja niðurrifsöflum kommúnista. Stefna ríkisstjórnarinnar er þannig í samræmi við vilja mikils meirihluta þjóðai--' innar — og mun því sigra. ) „Allar þjóðir eru vitlausar, en Norðmenn eru vitlausastir allra, — en á elskulegri hátt“, segir Arthur. Koester rithöf- undur í hinu kunna brezka blaði Observer. Hin norska vitfirring, segir hann keraur hvergi fram á sér- kennilegri hátt en í „tilbeiðslu þeirra á snjó og sjó“. — Það sé allt of lítið sagt með því, að taka þannig til oi'ða að þeim geðjist að því að fara á skíð- um eða stunda skernmtiságl- ingar — þeir lifa til að stunda þetta. Sannanir fyrir, að þessar skoðanir á vissum hliðum norsks sálarlífs séu réttar, kveðst Koestler hafa fundið í Skíðasafninu, þar sem séu skíð.i frá fimm öldum fyrir Krist, í víkingaskipunum og Kon-Tik- flekanum, þessu fljótandi lík- kistuloki, sem Thor Heyerdahl og félagar han.s komust á yfir Kyrrahaf. Koestler verður einrig tíð- rætt um norska list og norska stúdenta og telur þá þann flokk manna í landinu, sem mestra forréttinda njóti — næst á eft- ir skáldum og listamönnum. Þeir, þ. e. stúdentarnir, líti IMYJA BIO: Meyjaskemman. Þýzka kvikmyndin Meyja- skemman, eft.ir hinni frægu ó- perettu Franz Schuberts, verðuú sýnd í allra síðasta sinn í kvöld. Með henni hefur áður verið mælt hér í blaðinu, og því ó- þarft að fjölyrða um kosti henn- ar, en myndin er í stuttu máli fyrsta flokks. vanalega á ástalífið sem heil- br.igða frjáls-þróttastarfsemi, sem eigi að sitja fyrir öllu — nema skíðaíþróttinni, en samt hafi flestir norskir stúdentar „fast samband" og kvongist ^ snemma, annaðhvort með til-, lit.i til þæginda, eða af því — að von sé á barni. AÐALFUNDUR SAM- YINNUSAMTAKANNA, í fyrradag stóð hér í Reykja- vík fundur sambands samvinnu- félaga á Norðurlöndum, Nord- isk Andelsforbund og Nordisk. Andels-Eksport: Slíkir fundir hafa verið haldnir til skiptis um Norðurlönd, en síðast var hann haldinn hér 1955. Fulltrúar að þessu sinni voru 42, frá Svíþjóð, Danmörku, Nor- egi og Finnlandi, auk forystu- manna íslenzku samvinnusam- takanna. — Stjórn samtakanna skipa nú Svíarnir Carl Albert Anderson, formaður, Harry Hjalmarson og Carl Lindskog, Finnarnir Uuno Takki og Paa- vo V.iding, Norðmaðurinn Rolf Semmingsen, Danirnir Poul Nyboe Andersen og Ebbe Gro- es og af hálfu íslenzku sam- vinnusamtakanna Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS. Á fundinum voru rædd hin sameiginlegu mál hinna ýmsu de.ilda samvinnusamtakanna og gerð grein fvrir rekstri og af- komu s.l. ár. Að loknum fundinum í gær sátu fulltrúar hádegisverðar- boð viðskiptamálaráðherra í ráðherrabústanum við Tjarnar- götu og síðdegis í fyrradag voru þeir ásamt öðrum gestum fund- arins boðnár til for.setahjón- anna. Föstudaginn 1. júlí 1960 Þegar stóru skipin koma. Það fer nú að líða að því, að stóru skemmtiferðaskipin komi í sumarheimsóknir með mikinn fjölda ferðamanna, eins og get- ið var í frétt hér í blaðinu nú i vikunni. Því miður hafa þeir, sem með skipunum koma, mjög i stutta viðdvöl hér, einn eða í mesta lagi tvo daga. Þyrfti því að gera enn meira en gert er til þess að þetta fólk hafi skammr- ar dvalar sem bezt not. Allmargt af fólkinu, sem ferðast á stóru skipunum, er farið að reskjast, jafnvel orðið mjög gamalt sumt, og hyggur ekki á langferðalög, en skoðar sig um i bænum. Hitt fer í hinar venjulegu bílferðir, sem skiplagðar eru fyrir það til Þingvalla og fleiri kunnra staða. Væri nú ekki unnt að gera öllu þessu fólki skamma viðdvöl enn ánægjulegri, með því að bjóða upp á fleira en gert er? Það, sem til greina gæti komið. Athugum fyrst hvað unnt væri meira en gert er nú fyrir þá, sem halda kyrru fyrir í bæn- um. Margt af þessu fólki skoðar sig um í bænum, fer í búðir, á söfnin o.s. frv. En í stórum hóp- um mun jafnan vera allmargt fólk, sem kann að óska eftir að komast í kynni við fólk og fá tækifæri til að líta inn á islenzkt heimili. Ég slæ því fram til at- hugunar, hvort ekki væri unnt að skipuleggja slíka kynningu, þannig að fólk hér, sem hefur skilyrði til og vill taka á móti gestum í síðdegistedrykkju til dæmis, gefi sig fram, yrði i þetta ráðist, við þá sem veita ferða- mönnum móttöku, en jafnframt yrði svo athugað á skipsfjöl hverj ir kynnu að óska eftir slíkri kynningu. Það væri ekki vanda- laust að skipuleggja þetta og sjá um þetta, svo vel færi, en vafalaust hægt og gæti orðið vinsælt, ef rétt væri að farið, en það er höfuðatriði — ella verr farið en heima setið. Svo eru það hinir — Svo eru það hinir, sem vilja kynnast fegurð landsins og taka þvi þátt í ferðum til Þingvalla, Geysis og Gullfoss, austur að Sogi og í Hveragerði, en þetta munu vera helztu staðirnir, sem heimsóttir eru. Ég hefi áður minnst á það, að vel mætti skipu- leggja aðrar ferðir en til fyrr- greindra staða, ov benti m.a. á bílferð fyrir Hvalíjörð, um Geld- ingadraga i Skorradal, en í Borgarfjarðarhéraði gæti margt komið til greina. Ferðamennirn- ir hafa að sjálfsögðu mismun- andi áhugamál, sumir kynnu að óska eftir að kynnast nútíma stórbúi og væri því tilvalið að fara að Hvanneyri, ýmsar konur kynnu að óska eftir að koma i stað þar sem rekinn er hús- mæðraskóli, og þá væri Varma- land staðurinn, og svo eru þeir mörgu staðir í héraðinu sem hafa upp á mikla náttúrufegurð að bjóða. Haga mætti ferðum svo, að Akraborg væri fengin til að flytja ferðafólkið frá Akra- nesi beint að skipsfjöl. Hvað sem segja má um þessa tillögu eða aðrar, sem fram kunna að koma, mun vart verða um það deilt, að það tími kominn til að bjóða ferðafólkinu, sem með stóru skipunum kemur, að velja um fleira en gert hefur verið á liðn um áratugum. — 1.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.