Vísir - 16.07.1960, Síða 4

Vísir - 16.07.1960, Síða 4
Á v I s I II Laugardaginn 16. júlí 1960 W&SIWL j' Ð A G B L A Ð Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vislr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rltitjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. P,00—18.00. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Harmsagan í Tíbet. „Erlent yfirlit“ nefnist þáttur í Tímanum, sem aðalritstjóri blaðsins sér um. Þar var sl. fimmtudag sagt nokkuð frá meðferð kínverskra komm- únista á Tíbetbúum. Svo sem kunnugt er hafa Kín- verjar innlimað Tíbet í kín- verska ríkið. Var það gert 1 með svikum og ofbeldi, eins ] og annars staðar þar sem ! kommúnistar hafa svipt þjóðir sjálfstæði; og eins og margar aðrar þjóðir, sem þau örlög hafa hlotið, reyndu Tíbetbúar, og reyna enn, að veita mótspyrnu. Er sú saga flestum kunn af heimsfrétt- unum og því óþarft að rekja hana hér. Enn er þessi litla þjóð að reyna að rísa gegn 1 ofureflinu og daglega verða einhverjir af vöskustu son- um hennar grimmdaræði kommúnismans að bráð, en sumir flýja úr landi. ÖIl andspyrna er barin niður með grimmilegustu að- ferðum, aftökum og pynd- ' ingum, eins og í Ungverja- landi og alls staðar þar sem fólkið hefur reynt að vernda þjóðerni sitt og menningu fyrir villimennsku kommún- ismans. Kommúnistar hafa þarna, eins og æfinlega þegar þeir eru að uppræta þjóðerni og menningu smáríkja, haldið því fram, að engin átök eigi sér stað. Þeir segja að í Tí- bet hafi ekkert verið gert annað en það sem „þjóðin“ sjálf vildi. Allar fregnir um ofbeldi og aftökur séu upp- spuni úr „óvinum sósíalism- ans“. Alþjóðasamtök lögfræðinga fólu sérstakri nefnd að safna upplýsingum um ástandið í Tíbet, og áttu í henni sæti lögfræðingar frá óháðum löndum í Asíu og Afríku. Nefndarmenn gátu auðvitað ekki fengið leyfi til að fara um Tíbet, fremur en aðrir útlendingar, því að komm- únistar kæra sig ekki um að heimurinn fái fregnir frá hlutlausum sjónarvottum um það sem þar fer fram. En nefndinni tókst þó að afla sér upplýsinga, sem hún taldi að mætti treysta. Að sögn ritstjóra Tímans ber skýrsla nefndarinnar það með sér, „að fullkomin ógn- arstjórn hefur ríkt í Tíbet síðan Kínverjar brutust þar til endanlegra yfirráða í fyrra“. Sú fullyrðing komm- únista, að þeir hafi frelsað Tíbetbúa undan oki ein- hverra innlendra kúgara er að sögn nefndarinnar helber uppspuni, og telur hún að landsmenn hafi unað mjög vel hag sínum, meðan þeir fengu að vera í friði, þótt stjórnafhættir hafi að ýmsu leyti verið frumstæðir. En það er venja kommúnista þegar þeir eru að undiroka þjóðir og svipta þær sjálf- stæði, að þykjast vera að frelsa þær frá einhverri ann- arri kúgun. KIRKJA DG TRUMAL: Eftir þínu orði. Þeir eru alls sta&ar eíns. Eitt af því sem kommúnistar reyna fyrst að brjóta niður, þar sem þeir ná yfirráðum, er trú landsmanna og þjóð- legir siðir. Því næst er það ; tungan og sagan. Nota þeir ■ til þess allar tiltækar að- ferðir, m. a. að taka öll fræðslumál í sínar hendur og útrýma innlendum l menntamönnum, sem ekki vilja ganga þeim á hönd. Fólk er flutt náuðugt úr átt- högum sínum, sumt til Rúss- 1 lands eða Síberíu og Rússar látnir setjast að á eignum þess í staðinn, sbr. Eystra- saltsíöndin. Kínverskir kommúnistar hafa ekkert gert í þessu efni ann- að en það, sem lærimeistarar þeirra í Rússlandi hafa kennt þeim með fordæmi sínu. Það er t. d. alveg eftir rússneskri fyrinnynd, að þeir taka börn írá Tíbet og flytja þau til Kína, og ef svo heldur á- fram mun sú ályktun lög- fræðinganefndarinnar reyn- ast rétt, að tíbezka þjóðin verði drukknuð í hinu kín- verska mannhafi eftir nokkra áratugi. Ritstjóri Tímans segir réttilega, að Tíbet megi vera „alvarleg aðvörun um það, hverriig fer fyrir smáþjóðum, er lenda undir hrammi hins kínverska kommúnisma“. En „kínverskur kommúnismi“ er ekkert öðruvísi en annar kommúnismi. Kínverjar fylgja meira að segja mjög nákvæmlega hinum fræði- legu forskriftum. Og það mætti ritstjóri Tímans jafn- framt athuga, að þjónusta við kommúnista, hvar sem er, leiðir ávallt til ógæfu fyr- ir þá sem þeim þjóna og þjóð þeirra. Allir kannast við Genesaret- vatnið, Hörpuvatn, og vita að það er í Gyðingalandi, ísrael, og hið helga fljót, áin Jórdan rennur í það og úr því. En ekki er víst,' að allir hafi gert sér grein fyrir, að við íslendingar eigum stöðuvatn, sem minnir töluvert á Genesaretvatnið. Það er Þingvallavatn. Vötnin eru viðlíka stór og bæði sem dem- antar síns lands 1 tilkomumik- illi umgerð nakinnar fegurðar bláfcalla. Genesaretvatnið er mjög fiskisælt. Margar tegundir á- gætra matfiska veiðast í vatn- inu. Fiskimennirnir leggja frá landi síðla kvelds með net sín og koma jafnan með afla að landiárla morguns. En auðvitað getur veiði brugðizt þar eins og annars staðar. Enginn fiskimað- ur þar reynir að leggja net sín á sólbjörtum degi. Það er von- laust með öllu. Á morgun heyrum við í kirkj- unum mikla sögu, sem gerðist eitt sinn við þetta fagra stöðu- vatn. Fiskimennirnir í tveimur bátum höfðu verið úti á vatn- inu alla nóttina og ekki orðið varir. Þeir voru komnir að landi með tóma báta.Þeir höfðu ei'f- iði án erindis. Við landsteinana var annar bátanria notaður sem predikun- arstóll. Meistarinn, Jesús 'frá Nazaraet, var í bátnum og tal- aði til mannfjöldans, sem sat og stóð á vatnsbakkanum, í fjör- unni og uppi í grasinu. Enginn veit hvernig ræðan hans var. En eftir þessa útiguðsþjón- ustu bauð hann fiskimönnunum að leggja frá landi og leggja net sín til fiskidráttar. Kunn- áttumennirnir, sjómennirnir einir vissu, að slíkt var méð öllu tilgangslaust, og boð smiðsins var barnalegt í mesta lagi, byggðist á ókunnugleika á starf- inu. Þó sagði forustumaður þeirra: Eftir þínu orði, herra. — Og þeir lokuðu inni mikla mergð fiskjar, þótt sólbjartur dagur væri, og drekkhlóðu báða bátana. Þessi saga hefur um aldur haft mikil áhrif á vöxt og við- gang kristinnar kirkju og út- breiðslu-trúarinnar, og hún hef- ur uppörfað margan kristinn mann, þegar illa virtist horfa og si/o var að sjá sem einskis ár- angurs væri að vænta af þrot- lausu erfiði hjá fiskimönnum Drottins. Það er. raun að koma að landi með tóman bát eftir erfiða sjó- ferð, þungbær reynsla, ef starf manns er með öllu árangurs- laust. Sagan kennir, hvernig komast má h;já slíkum mistök- um í lífinu: að hlusta eftir orð- um Drottins og fara að hans boði. — Ef starfið mótast af anda orða hans og er borið uppi af mætti þeirra, fer ekki hjá því, að starfið beri ávöxt, jafnvel við kvæma hann, uppsker blessun bæði í nútíð og framtíð ekki að vísu fyrst og fremst sem ytri á- vinning, heldur innri fullnægju og innri hamingju. Og starf mína gagnVart kirkju og- söfn- uði, — og. að breyta þannig, hvernig sem þér kunna að virð- ast málin horfa. Það er margsinnis sannað af reynslu, að þegar einhver hef- ur dirfskil til að hefjast handa fyrir hinum góða málstað, eftir Drottins orði hvort sem er til framtaks í ytri málum safnað- arins eða til líknarmála eða hans ber árangur fyrr eða síðar, annarra málefna, sem kristileg margfaldaðan af blessun Guðs, þótt ekki verði ávallt heimtuð daglaun að kveldi. í safnaðarlífinu er þetta eina rétta stefnuskráin: „Eftir þínu orði, herra,“ hvort sem um er að ræða starf prests eða safn- aðar. Oft er kvartað-yfir daufu og áhrifalitlu safnaðarlífi, og vafalaust oftast réttilega. Á því, skylda býður að leggja lið, þá reynast ítök kristindómsins hjá öllum almenningi miklu sterk- ari, en menn höfðu gert sér grein fyrir, og erfiðustu verk- efni leysast með auðveldu móti fyrir góð samtök. í fullri dirfsku og einurð ber oss að halda fram stefnuskrá vorrar trúar og bera fram til sem aflaga fer, verður ekki unn- sigurs bæði í einkalífi og söfn- in bót með gagnrýni einni, ásök-J uði, en leiðin til þess er að lúta unum og nöldri. Það, sem miður^ í auðmýkt og lotningu þeim er fer, er unnt að bæta. Þitt fram- hana gaf, og svara boði hans lag til þess er að segja: Eftir með orðum postulans: Eftir þínu orði, herra, geri ég skyldu þínu orði, herra. Dauphin og Caravelle sífellt vinsælli. Columbus h.f. kynnir nýjustu Renault-bifreiðarnar. Columbus h.f. býður upp á 109 þús. krónur. Renault verk- tvær af vinsælustu bifreiða- smiðjurnar framleiða daglega gerðum í heimi, Dauphin og 2000 Dauphin bifreiðar. Þær eru Caravelle frá Renault-verk- vinsælasta gerðin sem Renault- smiðjunum í Frakklandi. verksmiðjurnar framleiða Báðar Reinhard Lárusson forstjóri bifreiðarnar hafa orðið vinsæí- og Jean Garbin solustjóri Ren-|ar „sakir stílhreinleika, spar- ault-verksmiðjanna á Norður-^ neytni og hins heimsþekkta löndum sýndu blaðamönnum og „franska sjarma“, sagði Rein- nokrkum öðrum gestum þessar^hard Lárusson. Árið 1959 var bifreiðar og fluttu stutt ávörp útflutningur Renaultbifrieða um þær og verksmiðjurnar í 56% af öllum bifreiðaútflutn- boði sem haldið var d gær til i.ngi Frakka. kynningar. ---•---- í ávarpi sínu sagði sölustjór-l inn m. a. að sala þeirra til Bandaríkjanna hefði tvöfaldast 1958—1959, í Þýzkalandi meiral en þrefaldaðist, sömuleiðis í' Breltndi, og á Ítlíu sautjánfald- . tegundir sem innflutningur er aðist á sama tíma. Nú leggja^ leyfður á en ekki þorskur eða Renault-verksmiðjurnar mesta rauðspetta, sem hvorttveggja er áherzlu á útflutningsmarkaðinn háð takmörkunum. Það vekur og er sérhver bifreið að ein- nokkra athygli hér að fiskurinn Esbjerg — Framh. af 1. síðu. hverju leyti byggð með tilliti til aðstæðna í hverju viðskipta- landi fyrir’sig. í bifreiðunum, sem fluttar eru til íslands er tvöfaldur lofthreinsari á mót- ornum, sem hindrar algjörlega benzíustíflu. Dauphin, sem er fjögurra þau skilyrði, sem óMkust virðast manna, fjögurra dyra bifreið, til góðs árangurs. Hafir þú ekki þriggja eða fjögra gíra eftir ósk- reynt þetta, þá áttu a. m. k. völ' á að reyna það, og gerirðu það, muntu standa frammi fyrir nýrri staðreynd furðu lostinn um kaupenda, eyðir minnst 5.9 Mtrum á 100 km en mest hefur eyðslan reynzt við sérstaka prófun hérlendis 6.9 1. á 100 km. eins og Pétur. Því að sá, sem Caravelle er tveggja dyra sport- leitar Guðs vilja og vill verja|hifreið/lágbyggð og rennileg og lífi og kröftum til þess að -fram-j kostar 186 þús.kr. en Dauphin er fluttur til Danmerkur af bát- um frá Frederikssund. Er hér um að ræða fiskibáta en þar sem ekki borgar sig að gera út til veiða hafa þeir verið leigð- ir til flutninganna. Þorsk og rauðspretta hafa bátarnir svo flutt til Cuxhaven. Ef um beinar fisklandanir úr íslenzkum fiskiskipum með eigin afla væri að ræða myndi málið ef til vill horfa öðruvísi við. Að svo stöddu eru þessar landanir frjálsar og engin breyt- ing-þar á fyrirsjáanleg. Jensen. ;

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.