Vísir - 27.07.1960, Page 9

Vísir - 27.07.1960, Page 9
Miðvikudaginn 27. júlí 1960 V I S I R JJ Há!fleiðarar“ valda bylt m í rafeindatækni. ú iúeinwnt úrm,f*. Ekki alls fyrir löngu sást liraðfieyg bandarísk orrustu- þota heíja sig til flugs frá flugvelli í Los Angeles £ Kalí- forníu og hverfa út yfir Kyrra- iiaf á nokkrum sekúndum. Hún hækkaði flugið ört, þar til hún var komin upp í strat- óshvolfið, en þá tók hún strikið og þsut beint áfram hraðar en ihljóðið og réðst á sprengjuflug- vél „óvinarins“. Þotan hentist fram og aftur og tók snöggar dýfur til þess að bjarga sér undan ímyndaðri skothríð sprengjuflugvélarinnar, en tókst að lokum að hæfa hana :með þremur fjarstýrðum skeyt- xim. Síðan sneri hún við og tók .stefnu heim á leið til flugvall- arins og var lent þar nokkrum mínútum síðar. Á allri þessari flugferð hafði ■engin mannleg hönd snert stýrisútbúnað þotunnar. — IMinnstu hreyfingum hennar var stjórnað af smágerðum raf- eindatækjum, sem komið var fyrir í litlum, svörtum öskjum í vélinni. Þessar svörtu öskjur ■voru tengdar stýrisútbúnaðin- um og stjórnuðu honum með meiri nákvæmni en nokkur flugmaður gæti gert. f tækjun- um eru örlítil tæki á stærð við lirísgrjón, sem kölluð eru „transistorar“, og eru þeir ein tegund „hálfleiðara". Þessir fransistorar skipta þúsundum, og er þeim raðað hlið við hlið í óskjurnar. Það voru þeir, sem stjórnuðu þotunni. Maðurinn á myndinni er að virða fyrir sér krystallað germ- aníum. Hann er starfsmaður lijá Westinghouse, en það fyrir- tæki hefur fundið upp nýja að- ferð við framleiðslu þeirra. Það er álit sumra að síðar megi framleiða hálfleiðara algjörlega í vélum. Framfarir á tíu árum. Um hálfleiðara yfirleitt er það að segja, að þei'r eru svo litlir, að nú er hægt að búa til miklu smágerðari, léttari og öruggari rafeindatæki en hægt var fyrir 10 árum. Þá voru hálfleiðarar enn aðeins for- vitnileg fyrirbæri og leyndar- dómar þeirra lítt þekktir og rannsóknir þeirra á byrjunar- stigi. Nú eru þeir framleiddir í milljónatali á hverjum mán- uði og notaðir til margra hluta, allt frá flugskeytum til út- varpstækja á stærð við arm- bandsúr. En hvað eru eiginlega þessir hálfleiðarar? Þeir eru örlítil tæki, sem gegna nokkurnveg- inn sama hlutverki og lamp- armr í útvarpstækjum og öðr- um rafeindatækjum. Augljóst er, að að því stefnir, að hálf- leiðarar leysi radíólampana af hólmi í margskonar rafeinda- tækjum. Radíólampar og hálfleiðarar eiga það sarnmerkt, að þeir brevta riðstraum í rakstraum, en á því byggist starfsemi fjöl- margra rafeindatækja, allt frá sjónvarpstækjum til reiknivéla eða „rafeindaheila“. Þurfa lítið — þola mikið. Hálfleiðararnir framkvæma hinsvegar þetta starf á miklu eirtfaldari og auðveldari hátt en radíólamparnir. Auk þess ganga þeir fyrir langtum minni orku en radíólamparnir og þola vel miklar hitabreytingar og titr- ing, sem eyðileggur radíólampa á fáeinum mínútum. ,,Hálfleiðarar“ draga nafn an eiginleika þeirra efna, sem eru uppistaða þeirra. Þau líkjast málmum, en leiða ekki raf- straum eins vel og þeir, og eru þess vegna kölluð einu nafni hálfleiðarar. Af slíkum efnum má riefna sílíkon og germaní- um, en það síðarnefnda líkist blýi eða zinki í útliti. Þegar þessi efni eru algjör- lega hrein, leiða þau alis ekki rafstraum. Ef örlítið magn af ,,óhreinindum“ — einn á móti milljón — er blandað saman við hau, leiða þau rafstraum, en aðeins í aðra áttina. Erfið blönduframlciðsla. Arsenik er meðal þeirra „ó— |hreininda“, sern mikið eru not- juð við framleiðslu slíkra hálf- leiðara. Einstefnustraumurinn er eitt aðaleinkenni bæði radíólamp- anna og hálfleiðaranna. Má líkja þeim báðum við ,,lokur“ í einföldustu mynd, sem hleypa straumnum áfram í aðra átt- ina, en hindra, að hann geti farið i öfuga átt. Það er ótrúlega erfitt að framleiða slíkar blöndur. Clyde Rochester sem ritar um vísindi í bandariska tímaritið „Science : Digest“, hefur einhvers staðar lýst því þannig: „Það er ekki vandalaust verk að blanda ein- um hluta af arseniki saman við „Hálfleiðarar“ eru tæki sem gegna svipuð hlutverki og lampar í útvarpstækjum, og er gert ráð fyrir því að beir muni útrýma þeim innan tíðar. Þeir eru notaðir allt frá sjónvarpstækjum til reiknivéla og eru framleiddir milljónum saman á mánuði hverjum. hústæki, er ganga fyrir rak- straum, sem breytt hefur verið • úr riðstraum með hjálpa trans- istora á stærð við litla fingur manns. Ennfremur eru notaðir hálfieiðarar í sjónvarpstæki, er ganga fyrir rafgeymum. En þetta er aðeins byrjunin. Nýlega var opnuð í San Francisco sjálfvirk verksmiðja, er var eingöngu stjórnað af smágerðu rafmagnskerfi, þar sem hálfleiðarar voru notaðir. Allt var kerfið ekki stærra um sig en fjórir bókaskápar, en það stjórnaði vélum, sem fram- kvæmdu hárnákvæma málm- smíði 20 sinnum hraðar en hægt hefði verið að gera í sam- bærilegum vélum undir stjórn manna. Það er álit margra, að slíkar rafeindavélasamstæður muni gjörbreyta allri véltækni næstu ári.n. Segja verkfræðingar og visindamenn, að þá fyrst hefj- ist hin raunverulega gullöld rafeindanna. | milljón hluta af hreinu germ- aníum. Það er eins og að blanda l einni teskeið af salti í sex tank- bíla af súpu.“ Á öðrum stað , gefur sami maður þessa sam- líkingu: „ — — eða ímyndið ykkur 1,8 metra háan vegg úr hvítum múrsteinum, sem nær frá SanFrancisco til Los Ang- eles. Takið síðan einn rauðan múrstein og blandið honum einhvern veginn saman við hina steinana, þannig að þeir verði allir nákvæmlega eins á htinn. Það er þetta, sem fram- leiðendur hálfleiðara verða að gera til þess að búa til nothæfa vörii.“ Þúsund í fingurbjörg. Þegar efnablandan er tilbúin, er hún skorin í örsmá stykki, sem síðan er raðað niður, svo þau myndi það, sem kallað er „hálfleiðara-díóður“, og gegna þær sama hlutverki og radíó- lampar. Orðið ,,díóða“ merkir tæki, sem breytir riðstraum í rakstraum. Þegar framleiðsla þeirra hófst fyrir nokkrum ár- um, var hálfleiðara-díóðan ör- lítið stykki af hálfleiðara- blöndu. innsiglað í lítið gler- hylki, sem var eins og eldspýta í þvermál og % cm. langt. Með nýrri og betri tækni er nú hægt að framleiða smágerðari hálf- leiðara, og eru þeir margir svo litlir nú. að eitt þúsund þeirra myndi komast fyrir í fingur- björg. Radíólampar hafa nú þegar vikið fyrir hálfleiðurum á þeim sviðum rafeindatækninn- ar, sem örast þróast. svo sem í stýrisútbúnaði flugskeyta og herflugvéla. En hálfleiðararnir eiga þó eftir að valda enn stórkostlegri byltingu í verzlun og iðnaði. Þegar er hafin bygging raf- eindaheila á stærð við venju- legt skrifborð, og til þess eru notaðir hálfleiðarar, en ekki radíólampar. Alger sjálfvirkni. Ennfremur verður þess ekki langl að bíða, að hægt verði að kaupa rninni verkfæri og eld- „Ég kann vel við stórbruna." Fyrir skömmu var 19 ára gamall V.-Þjóðverji dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir íkveikjur. Hafði hann brennt til grunna margar sögufrægar byggingar í heimaborg sinni, Liineburg. Ungi maðurinn, sem heitir Herbert Radermacher, byrjaði íkveikjuferil sinn 14 ára gam- all. Við yfirheyrsluna lýsti hann yfir því að sér geðjaðist bezt að reglulegum stórbruna. Hann hafði einnig brennt nokkrar byggingar fyrir v.-þýzka hern- um. Ástæðuna fyrir því, sagði hann vera þá, að herinn hefði hafnað honum sem sjálfboða- liða. Hjúskaparhátíð haltfm áriega. Hjúskaparmarkaður er ár- lega haldinn í Ecaussines í Belgíu — hinn seinasti um hvítasunnuna í vor. Þetta heitir annars „hjú- skaparhátíð“ og piltar og stúlkur koma frá öllum landshornum í von um, að krækja sér í ævifélaga. Þetta er sem sagt rammasta alvara og þeir og þær skipta hundruðum, sem koma á hjúskaparhátíðina, beinlínis ofannefndra erinda. Hér getum við fengið samanburð á stærð „hálfleiðara“ og mannshandarinnar. Fyrir nokkrum dögum gerð- ist það, að maður nokkur sem vann með jarðýtu við gröft á Langcy við New York, rak skóflublað vélarinnar í blikk- kassa. í kassanum reyndust vera 70.000 dollarar. Verið getur að finnandinn eignist féð, en það 'er hans, lögum samkvgmit, éf jenginn getur sannað ejgnarrétt. sinn á því innan þriggja ára. „Það er bezt að fara aftur að, vinna,“ sagði Mr. Fox, en svo heitir maðurinn. „Eg er þegar búinn að missa hálfan dag.“

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.