Vísir - 31.08.1960, Síða 10
V í S I B
Miðvikudaginn 31. ágúst 1960
11
H. WOGAN:
ÁSTARSAGA
30
stað. Forest Tor var hæsti tindur lágra krítarfjalla og ása sem
; Það var orðið talsvert áliðið þegar Jill og Dulcie komust af
lágu að bænum á einn veginn. Þangað fór fólk í tómstundum
sínum, og áætlunarbíll hélt uppi ferðum úr miðbænum upp að
Jitlu veitingahúsi undir tindinum.
, Þær hittu nokkrar konur sem þær þekktu og Dulcie sagði þeim
ítarlega frá því, sem þær systurnar ætluðust fyrir.
! „Við ætlum að ganga alveg upp á topp, ef Jili kemst þá svo
langt,“ sagði hún.
Svo keypti hún súkkulaði hjá frú Griford í söluturninum við
yeitingaskálann, er þær voru komnar út úr vagninum. Frú
Griford var mjög forvitin kona, og í bænum gerðust ekkert svo,
að hún frétti það ekki.
„En hvað var gaman að sjá yður aftur, frú Grange,“ sagði hún
og pírði á hana augunum.... Þér eruð orðin svo hraustleg eftir
slysið — já, auðvitað hef ég frétt um það. Einhver sagði mér aö
þér væruð flutt heim til hennar móður yðar aftur, en það getur
ekki verið satt?“
Jill varð því miður að hrella frúna með því, að hún byggi
áfram með manninum sínum.
i’ „Og hvert ætlið þið að'ganga í þessu dásamlega veðri?“
! „Við ætlrnn bara að fá okkur hreint loft,“ tók Dulcie fram í.
„Við höfum hugsað okkur að ganga á Forest Tor.“
„Æ — það er langt. En fallegur staður," sagði fríi Griford.
„Það er gaman að sjá systur, sem þykir jafn vænt hvorri um aðra
og ykkur — ég óska ykkur góðrar skemmtunar." Frú Griford
kinkaði kolli og kvaddi.
: ,pE, þessi kjaftakerling," tautaði Dulcie er þær voru komnar
npp á stíginn að fjallinu. „Leiddu mig, Jill, þar er talsvert tor-
fært hérna.“
Það munaði minnstu að Jill hefði ljóstað upp leyndarmáli sínu,
en hún afréð að þegja enn, til þess að eiga hægar með að kom-
ast að hvað í Dulcie bjó. Það yrði auðveldara ef hún vissi ekki
toetur en að hún væri blind....
i Nú verðum við að fara að klifra, Jill,“ sagði Dulcie eftir nokkra
fStund.
„Erum við komnar að vegamótunum?" spurði Jill nokkru síðar.
Hún varð hissa á þvi sjálf hve eðlilega hún talaði — hún sá
götuna skiptast fyrir framan þær. Önnur gatan lá beint upp á
Forest Tor, en hin sveigðist fram á þverhnýpi og upp að krítar-
námunni til vinstri handar.
„Alveg rétt,“ sagði Dulcie glaðlega, „nú beygjum við til vinstri."
i „En leiðin til Forest Tor liggur beint áfram....“
„Nei, þú hefur gleymt leiðinni, Jill. Komdu nú!“
Jil fann skelfinguna læðast um sig og fékk mikinn hjartslátt.
Haturseldur brann úr augum Dulcie, andlit hennar var miskunn-
arlaust og harðneskjulegt, algerlega andstætt hinum þýða og
glaðlega málrómi hennar. Þær voru aleinar þarna, og mundu
líklega ekki mæta nokkurri mannsekju, því að þetta var virkur
dagur. Hún hafði verið öðruvísi á svipinn meðan þær voru innan
um fólk, til dæmis meðan þær voru að tala við frú Griford. Jill
datt allt i einu í hug hve áfjáð Dulcie hafði verið í að segja
öllum sem þær hittu, hvert þær ætluðu. Lá eitthvað bak við
þessar ítarlegu skýringar hennar? Hvað hafði hún í huga?
Jill horfði upp brattann. Þetta var ekki leiðin til Forest Tor,
hún gat séð gildu strengina kringum hengiflugið við krítarnám-
una. Bæjarstjórnin hafði látið setja þá þarna fyrir mörgum árum
og sett upp auglýsingar til að vara fólk við slysahættu.
Dulcie tók fast um úlfliðinn á henni og dró hana á eftir sér.
Jill hlýddi ósjálfrátt, það var líkast og hún væri rekin áfram af
einhverjum illum anda. Hvorug þeirra sagði orð, en andardráttur
þeirra heyrðist í kyrrðinni. Lausagrjót losnaði undan fótum
þeirra, gatan var tröllslega og mjórri.
„Ertu viss um að við séum á réttri leið, Dulcie?" sagði Jill eftir
nokkra stund. Röddin var hás og þreytuleg.
Hún stansaði hikandi, helzt hefði hún viljað snúa við og
hlaupa burt. Var þörf á að fá að vita.... Kannske. var óvissan
miskunnsamari en sannleikurinn?
Dulcie hló stutt. „Vitanlega, Jill. Vertu ekki að einni vitleysu
— eg þekki þetta eins og vasann minn. Við erum komnar upp á
litlu bríkina núna — þessa með bláklukkunum. manstu? Þú ættir
að sjá þær núna — eins og blátt klæði.“
Jill pírði augunum og leit yfir eyðilegt krítarbergið, þar sem
hvergi sást stingandi strá, snarbratta giljaskominga og snasir
með hengiflugi fyrir neðan. Nokkra metra fyrir framan hana var
djúpt gljúfur og gráhvítir hamrarnir lóðrétt niður. Niðri í botn-
inum var tjörn. Henni fannst vatnið stara á móti sér, eins og
ljótt auga....
Dulcie tók í hönd hennar og leiddi hana tæpar fram á brún-
ina. Ætlaði hún að láta hana hrapa fram af?
Jill skildi að líf hennar var i veði — skeifingin greip hana er
Dulcie ýtti henni út á brúnina....
„Nú skulum við hvíla okkur um stúhd,“ sagði hún hásróma.
„Við erum komin nærri því upp á tindinn og hér sér yfir bæinn
fyrir neðan okkur. Eg vildi óska að þú gætir séð þetta, Jill.
Sólin er orðin rauðleitari, núna undir kvöldið, það er ljós á
kirkjuturninum — ó, það er dásamlega fallegt hérna.“
En röddin var svo undarlega ókunnugleg og innantóm, þó að
hreimurinn væri mjúkur. Þegar við bættist andlitið á henni og
þetta tröllslega umhverfi með ginandi hengiflugum, var það lík-
ast svipmynd úr hrikaleik.
Blærinn, sem lék um þær, var mildur af sólinni. Ef Jill hefði
verið blind mundi hún hafa haldið að hún væri á bláklukku-
tónni, sem hún mundi svo vel eftir frá fyrri tíð.
„Eg er sjáandi,“ sagði hún hægt og greinilega.
Dulcie hló.
„Þú átt við að þú munir þetta — ég skil það vel, maður gleymir
ekki þessu útsýni. Áin er með gullslit, hún er eins og gullborði
þarna niðri á flötunum. Manstu eftir því?“
„Dulcie, hlustaðn á það sem ég segi — ég get séð,“ endur-
tók Jill með áherzlu.
Dulcie skeytti því engu. „Hvar er taskan mín?“ sagði hún létt,
„hárið á mér er sjálfsagt orðið úfið.... Eg var með töskuna
núna fyrir augnabliki — hvað getur hafa orðið af henni?“
Taska Dulcie lá við fætur hennar og hún tók hana upp meðan
hún var að segja þetta.
„Eg hlýt að hafa týnt henni,“ sagði hún ergileg, „reimin hefur
runnið út af öxlinni á mér án þess að ég tæki eftir. Þú verður
J að bíða hérna meðan ég leita að henni — ég skal ekki verða
lengi.“
Hún gekk nokkur skref burt, svo sneri hún við — stóð kyrr
með töskuna í hendinni og horfði á systur sína. Þarna var ekki
nema tómrúm við fætuma á henni, við brúnina á hengifluginu,
mild golan lék úr hárið á henni. Bláu augun horfðu beint fram
og hún hélt höndunum um hnén.
„Það er breiða af bláklukkum þarna beint fyrir framan þig,“
kallaði Dulcie, „ef þú seilist dálitið áfram — geturðu — tint
stóran vönd þangað til ég kem aftur....“
Svo sneri hún frá og hljóp en lausagrjótið valt undan fótmn
i hennar. Hún hljóp eins og allir árar vítis eltu hana.
| Jill sat kyrr og gat ekki hreyft legg eða lið. Nú vissi hún það —
systir hennar hataði hana svo, að hún ætlaði að fyrirfara henni.
Dulcie hafði horft á hana með morðingjaaugum.
Hún hafði ekki haft þrek til að hrinda henni fram af brún-
inni sjálf, en hafði skilið hana þarna eftir, blinda og ósjálf-
bjarga, að því er hún hélt.
Blind manneskja hefði verið dauðans matur þarna. Svona var
A
KVÖLDVOKUNNI
R. Burroughs
TARZAN -
3641
Einbeittur á svip tók
; Tprzan þ’egar að leita uppi
[ slóð drengsins og þess er
rændi honum. Hann hafði
ekki farið langt er hann
heyrði óp. Hann sá þá að
einn af innfæddu burðar-
mönnunum var að reyna að
kydrja yesalings drenginn.
Þrír hjúkrunarnemar læddust
inn gegnum hliðardyr á sjúkra-
húsinu. Og um sama leyti'voru
þrír lækna-kandídatar að læð-
ast út. Klukkan var tvö.
— Uss, uss, hafið ekki hátt,
hvísluðu hjúkrunarnemarnir.
— Við erum að laumast inn
eftir lokunartíma.
„Uss, uss, sjálfar, hvísluðu
þeir. — Við erum að laumast út
eftir lokunartíma.
*
Gamall fjallabúi og kona
hans er komu á járnbrautarstöð
sáu í fyrsta sinn á ævinni
langa lest af vögnum, ' sem
stóð þarna kyrr. Bóndinn leit at-
hugandi á eimvagninn og
hristi höfuðið.
| — Jæja, hvað heldurðu um
þetta pabbi? spurði gamla kon-
an.
I — Hún fer ekki af stað, svar-
aði hann óákveðinn. — Hún fer
aldrei af stað.
| Stöðvarvörðurinn veifaði
hendinni, bjallan hringdi, eim-
vagninn blés frá sér og lestin
hreyfðist, fyrst hægt, síðan hrað
ar. Hún var að hverfa í fjar-
lægð, þegar gamla konan spurði
kænlega:
| — Jæja, pabbi hvernig lizt
þér nú á hana?
I Gamli maðurinn hristi höf-
uðið enn ákafar en áður.
| — Hún stanzar aldrei, full-
yrti hann. — Hún sanzar aldrei.
★
Hún: — Og hvað værir þú
nú, ef ekki hefði verið fyrir
peningana mína?
Hann: — Eg væri pipar-
sveinn.
★
Góðviljuð kona tók að sér
að heimsækja fanga í stóru
f angelsi.
Einn daginn stóð hún frammi
^fyrir nýkomnum manni og
spurði'hann:
| — Og hvernig hefir það nú
gengið fyrir sig, að þér eruð
lentur á þessum stað?
— Góða frú, sagði hann til
skýringar, — það er bölvuð
jtalan 13 sem hefir orðið mér
jtil ógæfu.
— Talan 13? spurði frúin
undrandi, — hvernig getur það
verið?
— Jú, það er greinilegt góða
frú — dómarinn og 12 kvið-
dómendur.
★
Maðurinn með skeggið
mikla segir:
— Þegar eg var drengur var
eg mikill æringi. En það lag-
aðist með árunum.
★
Mamma: — Hvað er þetta!
Hefirðu nú aftur verið að fljúg-
ast á Jón? Góðir, litlir drengir
fljúgast ekki á.
Jón: — Já, eg veit það. Eg
hélt að hann væri góður, lítill
drengur, en eftir að eg var bú-
inn að berja hann einu sinni
vissi eg að hann var það ekki.
★
Yfirleitt þekkja 12 ára böi:n
7200 orð, en 14 ára börn þekkja
9 þúsund.