Vísir - 16.09.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 16.09.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 16. september 1960 VÍSIR 3 * SJón er sögu ríkari * Venjulega heyrir maður aðeins minnst á tvo frambjóðendur þegar rætt er um yfirstandandi kosningar í Bandaríkjuniun, enda mun svo vera, að það eru aðallega tveir, sem bítast. Hérna sjáum við samt „þriðja hjól á vagni“ Hann heitir Henry Krajewski og er 44 ára gamall krár- eigandi í bænum Secaucus í New York fylki. Hann var áður svínabúseigandi og notar nú allar Ieiðir til að vekja á sér athygli. Þess vegna er það, að hann hefur kallað svinabúið sitt „Svínahöllina“. Áður fyrr þótti ferðalöngum mest í það varið að ganga á fjöll og fara sjálfir ýmsar erfiðar Ieiðir, og 'því erfiðari, því meira sport þótti það. Nú er því öðruvísi farið, því að nú hafa þæg- indin og flýtirinn mest að segja. Þess vegna er það aS ferða- garpar flykkjast nú í fjallalyftur, þar sem þær eru til, *g þess vegna er það einnig, að fjallalyftur eru settar upp á fleiri og fleiri stöðum. Þessi var sett upp í Mont Blanc, og er talin sú hæsta í heimi, — og það hefur nú sitt að segja. Það er ekkert nýnæmi lengur á þessum dögiun hernaðar og ófriðarástands, að sjá herskip og loftvarnarbyssur. Samt sakar ekki að minna á þessa hluti af og til, og þess vegna er það, að við birtum í dag mynd af Austur-þýzku strandvarnarskipi og loftvarnarbyssu. Margt vitlausara en þetta. Hér hefur framleiðandinn, sem raunar er sænskur, sett töluskífuna á símanum undir botn hans. Þetta apparat var sýnt á vörusýningu í DUsseldorf fyrir skömmu, og vakti nokkra athygli. En það má að sjálfsögðu deila um það endalaust, hvort mönnum finnst þetta þægiiegt — að þurfa að taka símann upp í hvert sinn og menn vilja velja sér númer, og hafa á honum cndaskipti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.