Vísir - 16.09.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 16.09.1960, Blaðsíða 10
C 10 VÍSIR Föstudaginn 16. september 1960 VIVIAN STUART: NOTTIN et Ajáandi 8. — Fara heim? endurtók Lucy. — Æ-nei, Mary, mig langar ekki til að fara heim. Eg hugsa að ég mundi ekki kunna við mig í Englandi núna — ekkert að horfa fram til. Eg vil heldur vera hérna í húsinu, sem mér hefur liðið svo vel í. Eg vona að þú verðir hérna líka, væna mín. Við pabbi þinn vorum alltaf að vona að þú kæmir hingað og yröir hjá okkur þegar þú hefðir lokið náminu. Við höfðum hugsað ökkur að biðja þig um að koma í ár. John hlakkaði svo mikiö til að sjá þig aftur. Hann bar þá von í brjósti aö þú og Robert myntíuð.... að ykkur myndi koma vel saman. Hún horfði spyrjandi á Mary. — Robert? endurtók Mary. — Já — en.... — Hann er mesti ágætismaður, sagði Lucy. — Þeir voru óað- skiljanlegir, John og hann, þrátt fyrir aldursmuninn. Mér þætti vænt um að þú yrðir sérstaklega alúðleg við hann, Mary — vegna Johns — og vegna mín. — Eg skal gera það sem í mínu valdi stendur, sagði Mary og var forviða á ákefðinni í Lucy. — Heldurðu að þú ættir ekki að reyna að borða ofurlítið, Lucy? Miðdegisverðurinn er tilbúinn núna. Á ég að fara út og athuga hvaða matur það er, og reyna að finna eitthvað, sem getur freistað þín? — Já, gerðu það, sagði Lucy sinnuiaus. — Eg er ekki svöng. En kallaðu á kínversku konunna. Hún getur fundið eitthvað handa mér. — Hvað heitir hún? spurði Mary og losaði sig úr handa- bandinu við Lucy. — Hvern áttu við? Æ, kínverska konan? Eg veit það ekki. Eg man aldrei að þær eigi nokkur nöfn. Hún kemur er þú kallar „amah". Mary fór út í dyrnar og kallaði. Litla konan kínverska kom strax inn ganginn. — Já, missí? Mary bað hana um að færa Lucy svolítið af súpu og glóðaö brauð, og stúlkan labbaði út til að glóða brauðið. — Mig langar ekki í neitt, sagði Lucy önug. — Mér líður alltaf Ver þegar ég borða. — Hvaða bull! sagði Mary létt. — Þú verður að borða. Lofðu mér að iaga svæflana. Á ég að greiða þér? { — Það er kannske ekki vanþörf á því? — Nei, það er engin vanþörf á því. Meðan Mary var að greiða gljálaust, úfið hárið, sagði Lucy: ■— Þú mátt ekki láta hann -Robert bíða eftir þér í matinn, góða. — Það er engin hætta á því. Eg held að hann sé í símanum, svaraði Mary. — Eg heyrði til hans þegar hann kallaði á stúlk- una. Lucy hrökk við. — Síma? Hvern vill hann tala við í síma? — Hann er iíklega að reyna að ná i einhvern lækni frá Singa- pore. Eg sa.gði honum að ég vildi helzt að læknir liti á þig, en mér skildist á honum að hann vildi ekki sækja MacLean lækni. Hún sagði þetta eins og af tilviljun og án þess að leggja á- herzlu á það, en setti vel á sig hvernig Lucy brygðist við því. Stjúpa hennar bandaði frá sér. — Nei, ég vil ekki sjá Mae- hean, sagði hún með ákefð. Hún leit snöggt til Mary. — En hvernig stendur á að þú þekkir MacLean, Mary. Þú sem ert al- vel nýkomin hingað? — Eg fékk áð aka með honum hingað af flugvellinum í dag, svaraði Mary. — Símskeytið sem ég sendi frá Singapore komst ekki svo snemma til skilá, að Robert gæti komið og sótt mig. — Ókst þú af flugvellinum með MacLean lækni? Lucy horfði á hana — þetta gekk fram af henni. Mary lagði hárburstann á sinn stað. —Já, sagði hún. — Hann var einstaklega lipur og hjálpsamur. Mér féll ágætlega við hann. Lucy þagði langa stund. Loksins sagði hún: — Jæja, ég vona að hann reyni ekki að gera sér mat úr þessari ófyrirséöu við- kynningu við þig. Hann er.... Hún hikaði. — Já, hvað er hann? sagði Mary spyrjandi. Hann er enginn sómamaður, sagði Lucy. Nú kom stúlkan inn með bakan, sem hún setti á yfirsængina fyrir framan Lucy. Mary gekk að rúminu til að líta eftir hvort hún hefði fengið það, sem stúlkan hafði verið beðin um. — Allt í lagi, Mary, sagði Lucy og bandaði með hendinni. — Farðu nú inn og borðaðu með Robert. Þú mátt ekki láta hann bíða eftir þér. — Mér þætti vænt um að þú segðir mér hvers vegná þér fellur ekki við MacLean lækni.... byrjaði Mary. Lucy strauk ennið, höndin var skinin og nærri gagnsæ. — Hann er óþolandi að öliu leyti, svaraði hún. — Mary, ég er þreytt. Eg vil helzt ekki tala meira núna. Farðu nú, væna mín — ég vil helzt vera ein. — Eg skal fara ef þú lofar mér að borða þetta upp. — Já-já, sagði Lucy. — Gerðu það nú fyrir mig að fara, og vertu notaleg við hann Robert. — Vertu nú góð. Mary fór með semingi út úr herberginu. Hún hitti Robert á svölunum. — Eruð þér tilbúin til að borða? spurði hann. — Já. — Þá skulum við koma. Þessa leiðina! Hann tók í handlegg- inn á henni. MacLean lœknir. Borðstofan var — eins og öll hin herbergin sem Mary hafði séð — falleg og vel skipuð húsgögnum. Borðið var úr mahogni og silfurskálar og kristallsglös á því. Skál með undurfögrum blóm- um stóð á borðinu miðju, og mislit blóm flutu á vatninu í mund- laugunum. Mary settist, og kínverji í stroknum hvítum jakka kom og rétti Robert rjúkandi handklæði, sem hann þvoði hendurnar með áður en hann þurkaði sér á nýju handklæði sem þjónninn rétti honum. Mary fór að dæmi hans og Robert sagði brosandi: — Þetta er kínverskur siður, sem ég hef tekið upp hérna á heimilinu. Þjónninn bar fram fyrsta réttinn. Hvernig líður Lucy? spruði Robert, og tók sér franskbrauðssneið. — Eg held að henni líði skár, sagði Mary. — Við töluðum lengi saman, en svo varð hún þreytt — hún er ákaflega þollítil. Náðuð þér í lækni handa henni? Hann kinkaði kolli. Já, það er maður sem ég þekki mjög vel. Paul Everhard. En hann getur ekki komið i þessari viku. Hann lofaði að koma á þriðjudaginn. Mary tókst ekki að leyna vonbrigðunum yfir þessu. — Æ, það var slæmt. Eg hafði vonað aö það næðist í lækni fljótt. — Eruð þér svona áhyggjufull út af henni? spurði hann. — Já, sannast að segja er ég það. Hún borðar ekkert. Mér tókst að fá hana til að leyfa að komið yrði með mat inn til hennar í kvöld, en hún lét mig fara út undir eins og stúlkan var komin með hann, og ég er viss um að hún hefur beðið hana um að fara með hann út aftur. Mary andvarpaði. — Hún er svo hræðilega mögur og máttlaus, veslingurinn. Hún verður fyrir hvern mun að reyna að nærast eitthvað, ef hún vill fá heilsuna aftur. En það er erfitt fyrir mig að skipa henni. En hún hefði verið venjulegur sjúklingur á spítala, mundi ég kannske hafa R. Burroughs -“TARZAM — 3G53 A KVÖLDVOKUNNI — Svona, pabbi, vertu ekki svona leiðinlegur. Hjálpaðu mér með heimadæmin mín. Þá skal eg gera það sama fyrir barnabörnin þín. ★ Þrír sérfræðingar í eldflaug'- um, einn frá Bandaríkjunum, einn frá Bretlandi og einn frá Rússlandi, hittust einu sinni á alþjóðaráðstefnu um geimferð- ir. Sem þeir voru að tala um áhugamál sitt, sagði Banda- ríkjamaðurinn við ' Rússann: — Hvernig stendur á því, að maður les aldrei neitt um það, að eldflaugarskot hafi mis- heppnast hjá ykkur? — Það er vegna þess að tækniþróun hjá okkur er lengra á veg komin heldur en hjá ykkur, svaraði Rússinn og var heldur en ekki grobbinn. — Já, en góði maður, ætlarðu að telja okkur trú um, að ekki hafi einu sinni misheppnast eitt einasta tilraunaskot hjá ykkur. Eg er nú sjálfur sérfræðingur í þessum málum og eg veit .... Hérna greip Bretinn fram í fyrir honum og sagði: — Eg er hræddur um, að þú misskiljir hinn rússneska starfsbróður okkar. Það sem hann á við er það, að þeir í Rússlandi eru komnir miklu lengra í ritskoð- unartækni. * f Ottó frændi var í heimsókn og var að leika sér við litla frænda sinn á gólfinu. Til þess að gleðja strákinn hermdi hann eftir hundsgelti og gerði það mjög vel. Þá varð stráknum að orði: — En frændi þú ert alveg eins og reglulegur hundur? Þá sendi móðir hans honum strangt ávítunaraugnaráð og þá vildi stráksi gera bragarbót og sagði: — Eg meina sko ekki reglulegan hund, heldur falskan hund. ★ Það fór heldur illa fyrir manninum, sem ætlaði loksins að sýna konunni sinni hver væri húsbóndinn á heimilinu. Hann kom heim úr vinnunni og settist að matborðinu og þeg- ar hann sá pylsurnar, sem kona hans bar á borð fyrir hann, sagði harxn mjög valdsmanns- lega: — Af hverju eru pylsurnar rifnar? En kona hans svaraði um hæl: — Af forvitni, býst eg við. ~k £ Mennirnir fóru nú að | undirbúa brottförina. Þetta lagast allt saman sagði lög- regluforinginn. Eg þekki góða nágranan, er munu með ánægju taka Bobby í fóstur. Vertu kátur, sagði hann við Bobby. Þú getur komið og heimsótt mig hve- TWUS, KElUCTANTLY TViE TVX'O FEIE'JPS SIF A TE/AFOK.MCy FAKEVÆLL... nær sem þú villt og það var með trega sem hinir góðu vinir kvöddust. — Hvernig hafið þér það, frú Jóna? spurði kunningjakona, sem komin var í heimsókn. — Þakka þér fyrir. Eg hef það prýðilegt, og sama er um hana Ingu að segja og hún kemst mjög vel af, svaraði frú Jóna og var full af móðurlegu stolti. — Það er engin furða, hún talar svo mörg erlend tungumál, t. d. ensku, frönsku, þýzku, ítölsku og grísku. — Talar hún ekki líka esp- eranto? :— Auðvitað gerir hún það, og það sem meira ér, hún talar það alveg eins og iryifædd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.