Vísir - 16.09.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 16.09.1960, Blaðsíða 1
 12 síður q t\ I y 12 síður 50. árg. Föstudaginn 16. september 1960 207. tbl. Portúgalar óttast m, ú ókyrrðin i Kongó geti breiÓst til Angola. Hafa aukið herlið sitt þar undanfarið, svo að lítið hefir borið á. Mákvssmar gætur baföar á þefm blökku- möstnum, sem kynnu að gerast foringjar uppreistar. Hér sjást þeir Kasavubu og Lumumba, meðan þeir voru enn vinir. Segist ekki hafa orðið var við Rán. Bedford neitar ákæru. Skotið var Ijóskúlum að togaranum og morsað til hans án árangurs. Réttarhöldunum í máli skip- stjórans á Wyre Mariner, Percy Bedford lauk ekki í gær og verð ur þeim haldið áfram í dag. Er- lendur Björnsson, bæjarfógeti á Seyðisfirði sagði við Vísi í morg un að hann byggist við því að dómur yrði kveðinn upp í mál- inu í dag. Skipstjórinn hefur neitað á- kærunni og segist ekki hafa orð ið var við gæzluflugvélina Rán 1 á umræddum degi; þann 7. júlí. og ekki farið inn fyrir 12 mílna J mörkin, sámkvæmt mælingum með Loran og Deccatækjum. Aðspurður sagðist hann aldrei hafa farið inn fyrir þriggja eða fjögurra mílna landhelgina þeg- ar þær voru í gildi. Bedford skipstjóri er fimmtugur að aldri og hefur veitt á íslandsmiðum nær eingöngu á svæði frá Vest- manna eyjum að Langanesi í 27 ár. Aðspurður kvaðst hann bera virðingu fyrir mælingum ís- lenzku varðskipanna en kvað það vera álit sitt að erfitt væri að gera nákvæmar staðar- ákvarðanir úr flugvél. Þá sag'ði Bedford, að hann hefði heldur látið togarann Lord Lloyd sökkva en fylgja Frarnh. á 2. síðu. Kunnu sérfræðingar Lúðvíks íslenzku ? Fáránleg rök kommúnista vegna álits norska hagfræðingsins. Kommúnistar og fylgifiskar þeirra meðal framsóknar- manna eru sárreiðir samvinnunefnd launþega fyrir að hafa fengið norskan hagfræðing til að segja álit sitt á efnahags- ráðstöfunum ríkistjórnarinnar. Eru bað helztu rök Þjóð- viljans í morgun, að þessi maður hafi ekki kuunað íslenzku!! Ýmsir hljóta því að spyrja, hvort þeir hafi kunnað íslenzku, sérfræðingarnir, sem vinstri stjórnin hans Lúðvíks Jóseps- sonar fékk á sínum tíma til að koraa til landsins. Hætt er við, að erfitt reynist að fá erlenda menn til að segja álit sitt á málefnum okkar hér, ef það er aðalskilyrði, að þeir kunni íslenzku. Það eru gildar ástæður fyrir því, að engar fréttir eru símaðar frá Angala, nýlendu Portúgala á vesturströnd Afríku — þar er algert fréttabann. Nýlendustjórn Portúgala tekst þó ekki að girða alveg fyrir, að frétt.ir berist úr land- Rússar reknir frá Tíhet. Kínversku yfirvöldin í Tíbet hafa skipað sovézkum tækni- fræðingum og ráðgjöfum að hafa sig á brott úr landinu. Þetta er haft eftir kaup- mönnum, sem eru nýkomnir frá Tíbet til Indlands. Er talið, að um 300 Rússar hafi yfirgefið Tíbet samkvæmt skyndilegri skipun frá Peking. Rússarnir voru upphaflega kallaðir til Tíbet til að aðstoða við „endur- reisn“ Tíbetríkis eftir síðustu uppreistartilraun andkommún- ista. Frakkar drepa 92 skæruii&a. Franskar hersveitir liafa átt í fimm daga viðureign við serk- neska uppreistarmenn í Aures- fjöllum. Segir franska herstjórnin, að barizt hafi verið af mikilli hörku, enda hafi endalokin orðið sú, að 92 uppreistarmenn ■’ voru felldir, fimm teknir hönd- i um oa 20 menn að auki, sem I j grunaðir voru um að veita þeim I aðstoð. inu, því að þrátt fyrir strangt landamæraeftirlit komast menn yfir til næstu landa. Fréttamað ur frá United Press, sem starf- andi er í Kóngó, hefur rætt við blökkumann, sem kominn er fyrir skömmu frá Angola. Seg.ir fréttamaðurinn, að Portúgalar hafi veitt svertingj- um enn minni réttindi en aðr- ar nýlenduþjóðir, svo að ný- lendubúar eigi þess vegna erf- iðara með að ,,vakna“. Menntun er einnig mun minni en t. d. í Kongó, en þar urðu það e.inmitt hinir menntaðri svertingjar, er tóku upp merkið gegn nýlendu- veldi Belga. Þrátt fyrir þetta örlar á þjóð- ernsbaráttu í nýlendunni, en Portugalar eru fljótir.að komá-st að því, ef e.inhver slík[,hreyfih;g er uppi. Handtaka þéir jafnóð- um þá, sem upp kemsf um, að j hvetja til þess, að frelsiskröfur séu settar fram. Þessum mönn- | um er síðan komið fyrir á af- skekktum stöðum, þar sem nán- ar gætur eru á þeim hafðar, þótt ekki sé hægt að segja, að um fangabúðir sé að ræða. En Portúgalar telja ekki, að þessar ráðstafanir nægi einar, því að jafnframt hafa þeir flutt aukið herlið til ný- lendunnar, svo að þar mun nú ekki vera færri menn en 25,000. 7 • \ Baltika, rússneska skemmtiferðaskipið, sem Krúsév fer með vestur um haf, fór á sunnudag um Ermarsund. Myndin var þá tekin úr flugvél. Glundroðinn eykst í Kongó: Boðað til þingfundar - þinghús umkringt. IJlvarpið boðaði til skyndi- fnndar i morgun. íslendingar * unnu Ira. Islendingar unnu úrvalslið frá Cork á írlandi með fjórum mörkum gegn tveimur í gær. Skilyrði á leikvelli voru slæm. Það hafði nýlega rignt og völlurinn var linur og blautur. Ellert Schram og Jak-j ob Jakobsson voru beztu mennj liðsins. I í morgun boðaði útvarpið í Leopoldville til skyndifundar þingsins til að hlýða á boðskap æðsta manns ríkisins. Ekki var þess getið, hver væri æðsti maður ríkisins, en þessi tilkynning kemur illa heim við þá tilkynningu Mobutos ofursta, að hann hefði svift þingmenn umboði og sett ráðherra alla af, auk forseta landsins. Hersveiiir voru látnar slá hring um þinghúsið í Leopold- ville í morgun, og komu her- menn í veg fyrir, að menn kæm- ust inn í það. Er talið. að það hafi verið gert samkvæmt fyrir- skipunum Mobutos. í fyrri fregnum sagði -svo: Erfitt er að gera sér grein fyrir því, hve hefir imdirtökin í Kongó, en ekki er komin kyrrð á þar. Lumumba var í gær sýnt banatilræði, en hermenn frá Ghana skutu honum undan, svo að menn úr Kongóhernum náðu ekki til hans. Er óljóst, hvar Lumumba er nú niður- kominn, en fregnir herma, að menn Mobutos hafi flutt hann heim til hans og gæti hans þar. Sendiráð Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja eiga að vera á brott úr Kongó í kvöld, að því er Mobuto fyrir- skipaði í fyrradag, en -í gær voru sendiráðin opin eins og áður og enginn maður sýndi.á sér farársnið. .Virðast völd Mc- butos þvf engan veginn éins trygg og hann vill vera íáta..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.