Vísir - 07.10.1960, Side 3

Vísir - 07.10.1960, Side 3
Föstudaginn 7. október 1960 VÍSIR ufftn oc nHMt Karlakórsförin: Ágætar viðtökur á fyrsta samsöngnum. Menn voru dálítið óstyrkir á undan, en þa5 fór af. Fréttaritari Vísis með Karla- kór Reykjavíkur í vesturförinni hefir sent Vísi eftirfarandi. Sterling Hotel, Wilkes Barre, 4. okt. ’60. Karlakórinn hélt sinn fyrsta samsöng hér í gærkveldi, og éf dæma má eftir undirtektum áheyrenda, þá tókst hann vel. Þeir klöppuðu mikið og lengi Og á eftir gerðu nokkrir sér ómak í búningsherbergi og alla leið á hótelið, þar sem kórinn býr, til að láta í ljós ánægju sína í orðum og þakka fyrir. Bærinn er á stærð við Rvík, er í kolahéruðum Pennsylvaníu- fylkis, og í mjög fögru um- hverf. Hann er hreinlegur, enda er námuvinnslan sífellt að drag- ast saman, setur ekki lengur svip á umhverfið. Salurinn, sem kórinn söng í, tekur 1450 manns í sæti, og hann var fullsetinn. Hljómburður var þar góður og allar aðstæður á sviðinu hinar beztu, Því verður víst ekki neit- að, að piltarnir voru dálítið ó- styrkir svona á undan fyrstu eldrauninni, en þess gætti lítið í söngnum, og hvarf eins og dögg fyrir sólu við hinar ágætu undirtektir. Öllum einsöngvur- um vár vel tekið, og lögum Guðm. Jónssonar ekki sízt. í morgun kom dómur um kórinn í einu árdegisblaðinu: Kórinn fékk góða dóma fyrir góða raddbeitingu, nákvæmni óg samræmi. Aftur var nokkuð s'ett út á lagavalið og» heldur þyngslalegan flutning á sumum lögum. Ferðin vestur gekk silalega, því flugvélin var á eftir áætlun og fékk mótvind. Á laugardags- kvöldið hélt íslendingafélagið í New York mikið samsæti kórn- um til heiðurs, en þar var einn- ig mikið af öðrum gestum, svo sem Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðh. og frú, Thor Thors ambassador og frú, sendinefnd íslands á Allsherjarþingi S.Þ., Hannes Kjartansson ræðismað- ur og frú o. fl. Form. félagsins, frú Guðrún Miller, stjórnaði hófinu og bauð kórinn velkominn, en ávörp til hans fluttu Thor Thors, mennta- málaráðh. og Hannes Kjartans- son ræðismaður. Fararstjóri K. R. , Gísli Guðmundsson, þakkaði fyrir hönd kórsins hið rausnar- lega boð og árnaðaróskirnar og áfhenti íslendingafél. í New York mingjagrip, áletraða hval- tönn á fæti, og sæmdi formann félagsins heiðurspeningi kórs- ins. Samsætið var mjög fjöl- mennt og mikil glaðværð. ’ Á sunnudag skoðaði kórinn New Yórk-borg, en þar er tíú inikið um að -vera vegna þings S. Þ. óg allra-þeirra stórmenna, j sem það sækja, ekki sízt Krús- évs. Lögreglulið borgarinnar hefur mikið annríki og er svo hundruðum skiptir á varðstöðu umhverfis byggingar S.Þ. og næsta nágrenni. Ókyrð er í al- menningi vegna hinna hörðu á- taka, en flestu er sjónvarpað og fylgjast því allir vel með. Hinar hörðu ræður Krúsévs hafa sérstaklega vakið óhug. Kosningahiti fer vaxandi og flestum ber saman um, að vart megi á milli sjá hvor vinnur, Nixon eða Kennedy. Fólk er Stutt rabb — Hvers konar fígúrur eru þetta í myndunum? spyrjum vér, er vér komum inn á sýn- ingu Sveins Björnssonar í skál- anum. — Ja, ég get ekki gert að þessu, þetta er eins og í klett- unum í kring um Krýsuvík og Kleifarvatn, þegar ég kem þang að. Eg veit ekki hvað skal segja, er það þarna. eða er það ekki? Kemur þetta aftur, sem ég sá forðum daga, þegar ég var ungur drengur norður á Langanesi. Eða — er það til, sem sagt hefur verið, að ein- hver vinni í gegnum mann? Eg veit þetta ekki svo gjörla. En, eitt veit ég, ég get ekkí að því gert, að ég mála. — Já, en ég hef alltaf málað eins og ég hef viljað. Ekki til að vera upp á móti guði og mönnum, en ég hef ekki getað látið að öðru en löngun minni. — Hefurðu fengið einhverja viðurkenningu? Frh. á 11. s. Sýningin í Bogasalnum. Þessa daga sýnir frú Sólveig Eggerz Pétursdóttir vatnslita- myndir í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Frúin sýnir landslags- myndir og myndir af húsum hér í bænum. Það er yfirleitt lipur teikning í myndunum og stundum hressilega gróf, sér- staklega í húsamyndunum, þar hefur frúin verið fundvíst á skemmtileg motiv og stemmn- ingar. Landslagsmyndirnar eru síðri! Þær eru lausari í uppbygg ingu og sumstaðar skortir á í lit svo að forgrunnur og bak- grunnur tengjast ekki nægilega saman. I Myndir málaðar með ljósum dekkandi vatnslit á dökkan pappír eru hættuspil ef forð- ast á yfirborðslegan sætleika. I Felix. orðið uppgefið á skoðanakönn- unum og það vill engu svara lengur og spekingar og spámenn eru í vandræðum. Frá Wilkes Barre heldur kór- inn suður til Wilmington í Dela- warefylki og síðan vestur á bóg- inn. Heilsufar er í bezta lagi og allir senda kveðjur. G. Sýning Sveins Björnssonar í Listamannaskáianum. Guðmundur Jónsson, söngvari. Myndin tekin í Kaliforníu. ' Það mun hafa verið árið 1954 að Sveinn Björnsson hafði fyrstu málverkasýningu sína í Listamannaskálanum, en nú hefur hann opnað fjórðu sýn- inguna þar. Þess mun hafa ver- ið getið nýlega, að alls hafi hann haft 10 sýningar á þess- um 6 árum og átti að vera til marks um dugnað hans. Þessar tölur geta þó sýnt allt annað en þeim er ætlað. Hraðvirkni getur verið góð, ef vissar að- stæður leyfa, en hroðvirknin vill fylgja henni eins og stall- ( systir, ef ekki er farið með gát. j Það þarf ótrúlega þjálfun og j andlegt atgerfi til þess að vera virtuos. Sýningar Sveins hafa vakið mikla athygli. Hann hefur hlot- ið mikið lof og sagt hefur ver- :ið, að svo virðist, sem hann væri að ná fullum tökum á list- inni og setjast á hinn æðri bekk. Blöðin hafa öðru hverju flutt viðtöl við hann um lífið og listina, en slíkur heiður fell- ur í fárra hlu. Ýmislegt óskylt hefur líka komið til greina. T. d. hafa Halamið verið þekktari fyrir annað en það, að þar væru málaðar myndir og náinn skyld leiki við ágæta listakonu hef- ur líka verið gott innlegg. Slíkt og annað svipað getur verið góð sölutækni um skeið, en þó bjarnargreiði, nema annað og meira ■ komi til, því verkin sjálf vilja gjarnan tala og hafa síðasta orðið; þau eru aðalat- riðið. Á fyrri sýningum hefur Sveinn nær einvörðungu sýnt landslagsmyndir og sjávar- myndir. Hvað sem líður skoð- unum ýmissa ungra listamanna og annarra á landslagslistinni, þá er ekki nema eðlilegt að hún hafi verið og sé enn iðkuð hér á landi. Enginn skortur er á margbreyttum viðfangsefnum í þeirri grein. Þegar við nefn- um ýmsa fagra staði og sér- kennilega þá koma okkur í hug nöfn okkar ágætustu lista- manna og er eðlilegt, því svo náið er sambandið. Ungir lista- menn á þessu sviði geta ekki gengið fram hjá þeirri list- menningu; sem hér hefur orðið til, enda þótt þeir fari að sjálf- sögðu sínar eigin leiðir og túlki sín persónulegu viðhorf. Landslagsmyndir Sveins hafa borið það með sér, að hann sé hraðvirkur, en því miður hef- ur hroðvirknin verið nærstödd og áleit.in, þótt góðir kunningj- ar hafi fengið hann til að trúa því, að hún væri víðs fjarri. Rétt er og sanngjarnt að gera ekki of miklar kröfur til ungra og óráðinna á hinni erf- iðu listabraut, að hlú frekar að Framh. á bls. 10. Bókmenntir á sama verði ng bjnrglas. 'útgáfan 25 ára — hefur gefið út 3250 bækur. Byrjaði með yfirdrætti — skrifstofan í graf- hýsi — skjalaskáparnir 2 tómar grafir. Kápuklæddar bækur í vasa- bókarbroti þykja orðið sjálf- sagðar og býsna eftirsóttar í flestum löndum, því að flestar eru þær orðnar mjög þokkaleg- ar að frágangi, en aðalkostur- inn er sá, hve ódýrar þær eru. Þó er ekki nema aldarfjórðung- ur síðan útgáfa slíkra bóka hófst í stórum stíl, sem sé með Penguin-bókunum ensku, og Penguin-forlagið minnist um þessar mundir 25 ára afmælis- ins t. d. með því að gefa út 25 valdar Penguin-, Pelican- og Puffin-bækur, en svo nefnast bækur forlagsins, sem kunnugt er, og hafa komið út um 3250 alls á þessum 25 árum. Ekki var spáð fallega fyrir Allen Lane, þegar hann réðst í að stofna þetta fyrirtæki fyrir aldarfjórðungi. Hann var bylt- ingásinnaður og blankur, byrj- aði fyrirtækið með „yfirdrætti“, eins og hann orðaði það sjálfur, og fyrstu húsakynnin, sem fyrir tækið hafði, var grafhvelfing kirkju, sem hætt var að. nota sem slíka, og fyrir skjalaskáp notaði útgefandinn tvær tómar grafir. En fyrirtækið blessaðist betur en fyrir var spáð, og tal- ið er, að kápurnar á seldum Penguin-bókum myndu þekja mikinn hluta Bretlandseyja, ef breitt væri úr þeim yfir landið. Útgefandinn hefur verið aðlað- ur fyrir þetta starf sitt og heitir nú Sir Allen Lane, og nú er ekki lengur öreigabragurinn á honum, hann ekur í dýrasta ká- dilják, býr ýmist í stórhýsi skammt frá skrifstofum forlags- ins í Harmondsworth, Sussex eða í 300 dagslátta býli í Berk- shire, eða bráðum í villu, sem hann á í smíðum suður á Spáni. Hann flakkar heimshornanna milli, og maður gæti vel trúað því, að þoturnar, sem sjást út um skrifstofugluggann hans, væru reiðubúnar til að snúast að hans vild. Veggirnir í skrif- stofu hans eru þaktir málverk- um eftir nútímameistara, því að forstjórinn hefur fyrir sið að leggja 1000 pund á ári í listaverkasjóð sinn. Nýlega var haft viðtal við Sir Allen, og þá sagði hann m. a.: Eg byrjaði að vinna sem skrifstofudrengur í bókaútgáf- unni The Bodley Head, sem frændi minn átti. Svo, þegar ég fékk þessa hugmynd, að fara að gefa út óbundnar bækur í vasabókarbroti, gekk maður ixndir manns hönd að fá mig ofan af þessu, þar eð þetta væri fjarstæða. Áður höfðu slíkar bækur vérið gefnar út, en frá- gangur allur verið mjög óvand- aður. Það, sem kveikti í mér hvötina til að fara að gefa út þessar ódýru bækur, var að mér rann til rifja sú staðreynd, hversu sáralítil sala var í góð- um bókum. Það mátti heita hreinasta heppni, ef bók seldist í 5 þús. eintökum. Mig langaði til að fólk gæti labbað sig inn í bókabúð líkt og það gerir í Woolworth-búð, þar sem félitlir menn geta keypt sér ótrúlega marga fyrir sáralítinn pening. Mér fannst liggja í augum uppi, að allir gætu orðið vel lesnir og víkkað sjóndeildarhring sinn, ef hægt væri að bjóða þeim góðar bókmenntir fyrir sama verð og eitt bjórglas kostar. Fyrsta Penguin-bókin var endurprentuð á skáldsögunni „Poet’s Pub“ eftir Eric Link- later. Nú á 25 ára afmæli út- gáfunnar eru bækurnar orðn- ar 3250. Það eru allar greinir bókmennta, skáldsögur, ævi- sögur, sagnfræði, fornfræði, vísindi, heimspeki, og skiptast nálega til helminga í endur- prentanir og frumútgáfur. Með- al þeirra, sem komu út á þessu ári, er ný ensk þýðing á Njáls sögu. „Eg er í rauninni enginn bókaormur,“ segir Sir Álden Lane. „En ég hef heldur aldrei haft að markmiði að græða fyrst og fremst. Eg byrjaði á'yf- irdrætti og hef haldið áfram að lifa á yfirdrætti meira eða minna. U

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.