Vísir - 07.10.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 07.10.1960, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Föstudaginn 7. október 1960 VIVIAN STUART: NÓTTIBí er Ájáemdi 26. aS vera ástæða til að draga þessar ályktanir, þó að ég vilji ekki trúa slúðursögunum um hann og þó að ég sé honum þakklát íyrir það sem hann hefur gert fyrir Lucy og mig. Og svo er þetta mál, sem aðeins kemur mér við. — Nei, það er það ekki, sagði Robert. — Þú ert stjúpdóttii Lucy og það sem þú gerir kemur henni líka við. í augnablikinu er hún ekki fær um að fylgjast með þvi sem gerist, og þess vegna verð ég að gera það í hennar stað. Hún hefur áhyggjur af vináttu þinni og MacLeans — hún heldur að þú sért ástfangin af honum, svo að ég segi það eins og það er. Það er óhæfilegt ástand þetta. að Lucy liggi hérna í sjúkrahúsinu og MacLean standi bak við allt og noti sér aðstöðu sína. i Mary varð að leggja að sér svo að hún sleppti sér ekki. Hún svaraði enn rólega: — Eg skal ekki gera neitt, sem Lucy þarf að taka sér nærri, ég lofa því. En nú er bezt að ég fari inn til henn- ar. Eg hef vörð og það er óafsakanlegt að láta hana vera eina lengi i einu. — Jæja, sagði hann stutt og fór. ; i ! Lucy fylgist með. Mary horfði á eftir honum er hann þrammaði langstígur fram ganginn. Henni var þungt í hug er hún fór inn til Lucy aftur. Hún hafði gert sitt ítrasta til vináttu þeirra MacLeans yrði að- eins sú, sem við átti milli læknis og hjúkrunarkonu, en það var ; enginn hægðarleikur. Siðustu dagana hafði hún gert sér far um að forðast hann sem mest og stundum tekið eftir að furða nokkur var í svip hans, og jafnvel að honum finndist sér gert rangt til. Hann var afar kurteis í allri framkomu við hana, og gerði sér jafnvel ómak til að sýna henni hæversku, en hann hafði ekki gert sér far um að endurnýja það vinarþel, sem hún hafði fundiö að var að vaxa milli þeirra eftir kvöldið, sem þau voru saman hjá Grant — kannske var ástæðan sú að hann fann, að hún reyndi að draga sig í hlé. En Mary fann það ofurvel sjálf, að hún ein átti sökina. Og hana tók það sárt. Stjúpa hennar mókti þegar hún kom inn aftur. Mary horfði á blundandi andlitið og fór aö velta því fyrir sér, hvort Lucy væri jafn kvíðandi út af MacLean og Robert vildi vera láta. Hún hafði gerbreytzt í öllu látbragði gagnvart honum. í fyrstu hafði hún verið fumandi og vandræðaleg, en nú leyndi hún því ekki, að hún dáðist að honum og bar fullt traust til hans. Hún hafði sagt honum frá bréfinu, sem hún hafði sent spítala- nefndinni, og þegar hann þakkaði henni fyrir það, sagði hún í ótvíræðri hreinskilni: — Það var það minnsta sem ég gat gert,' <pg vildi að þú vissir að ég hefði gert það. . Mary andvarpaði og settist við saumaskapinn sinn. , . Lucy svaf vært í tvo tíma og vaknaði hress og brosandi. — Nú hef ég sofið vel, sagði hún. — Eg mun hafa verið orðin dálítið þreytt á heimsókn Roberts, en ég hafði nú gaman af henni samt. í hvert skipti sem ég hló rifjaðist upp fyrir mér gamanið sem við áttum saman,.John, Robert og ég. Ó, Mary, ég .sakna Johns hverja einustu mínútu, þessa endalausu daga. Hún hnyklaði brúnirnar. — Stundum er ég að hugsa um hvort hann hafi skilið hve heitt ég elska hann, sagði hún hátíðlega. — Robert þótti líka vænt uin hann, skilurðu — eins og.... eins og syni. Og hann var svo góður við mig nóttina sem John var myrtur — hann var hjá mér þegar þeir komu með fréttina — hann hafði setið yfir einhverjum reikningum inn hjá sér, og það hefur verið ein- hverskonar hugboð sem réði því að hann skyldi koma inn til mín þegar mér lá mest á. Eg skal aldrei gleyma hve nærgætinn hann Robert hefur verið við mig — hann er yndislegur og góður drengur, Mary. Hún reyndi að brosa. — Góður drengur. Alan drap á dyr, hann var á stofugangi. Lucy heilsaði honum innilega. Hann sagði meðan hann var að gæta að slagæðinni á henni. — Jæja, frú Gordon, nú hugsa ég að maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af yður lengur. Nú þurfið þér ekki annað en nógan svefn og algera ró í fáeina daga enn, og svo eruð þér orðin gallhraust. Lucy brosti glettnislega. — Hvað róna snertir, læknir, skuluð þér ekki hafa neinar áhyggjur, læknir. Hún stjúpdóttir mín er svoddan harðstjóri og skipar mér fyrir. Alan brosti. — Kannske yður langi til að losna við hana í dag? — Það væri heillaráð, sagði Lucy. — En hvernig eigum við að fara að því? — Þannig er mál með vexti.... Hann leit ekki á Mary meðan hann sagði þetta: — Eg þarf að fara í Malajahverfi eftir há- degið og var að detta í hug hvort ég gæti ekki fengið hjúkrunar- konuna yðar til að koma með mér. Hann sneri sér að Mary með sama svipnum sem hún haföi séð á honum stundum áður, samblandi af hrifningu og feimni. — En í alvöru, Mary, langar þig til að koma með mér? Tse Liang hjúkruarkona getur haft gát á sjúklingnum okkar, og ég hugsa að þú hefðir gaman af að líta kringum þig hérna í sveitinni. Við komum aftur áður en dimmir. Eg sé um að við höfum lög- regluvörð. Mary hikaði og horfði á Lucy. Ef stjúpa hennar var í raun og veru hrædd um að hún yrði ástfangin af lækninum, mundi hún vafalaust finna einhverja átyllu til að hafa Mary hjá sér. En Lucy var hrifin af þessari uppástungu. — Hún hefur ekki nema gott af því — er það ekki Mary? Hugsaðu ekkert um mig. — Farðu bara — þú hefur gott af að koma svolitið út. Þú hefur lagt langtum of mikið á þig. — Þú hefur hvergi komið, sagði Alan áfjáður. — Og nú er hálfur mánuður síðan þú komst hingað. Það er mál til komið að þú fáir að líta kringum þig. — Þökk fyrir, ég víl gjarnan koma. — Ágætt! sagði hann og brosti eins og unglingur. Þegar hann var farinn sneri Mary sér að Lucy og sagði: — Ertu alveg viss um að þér líki að ég fari þessa ferð? Að ég fari með MacLean yfirlækni? Lucy tók í.höndina á henni. — Elskan mín, mér likar ágæt- lega við hann Alan þipn. — Æ.'heyrðu, Lucy. Hann er ekki Alan „minn“, sagði Mary. Lucy hló. — Ekki það? Eg held að hann sé það. Æ, ég veit að þú heldur að ég hafi legið hérna eins og skynlaus skepna og ekki tekið eftir neinu, en ég hef tekið eftir hvernig veslings pilturinn lítur á þig hvenær sem þú kemur inn í stofuna. Og þú sjálf? Augun í þér ljóma ins og stjörnur, elskan mín. Reyndu ekki að segja mér að þú hafir orðið svona hrifin af tilhugsuninni um að fá að sjá Malajaþorp! — Eg hélt að þér félli þetta ekki, sagði Mary efins. — Að mér litist vel á hann, á ég við. — Nei, eiginlega vonaði ég að þú yrðir ástfangin af Robert, sagði Lucy. — Það hefði farið svo vel á því. En nú leist þér ekki á hann, og ég vil fyrir hvern mun að þú verðir hamingjusöm, væna mín. Mary þagði og hugsaði til þess sem Robert hafði sagt fyrir skömmu. Það samrýmdist ekki sem bezt. — En hvað heldurðu um ungfrú Bloor? spurði Mary loksins. A KVÖLDVÖKUNNI — Það er bezt fyrir yður, sagði læknirinn, — að hætta að reykja, drekka, leika golf, og fara mjög snemma að hátta. — Já, þetta er það bezta fyr- ir mig, en eg á það ekki skilið. Hvað er það næst bezta? ★ — Heyrðu Nonni minn, geðj- ast þér ekki að nýju fóstrunni þinni? — Nei, mamma. Mig langar til að toga í hárið á henni og bita hana á hálsinn, eins og pabbi gerir. ★ Þau áttu í hjónaskilnaðar- máli. Og Mary Lieblich fékk leyti til að hafa hundinn þeirra, en eiginmaðurinn mátti koma í heimsókn til hans. ★ í Vestur-Þýzkalandi fékk Ulrich Dreger tilkynningu frá skattstjórninin að hann ætti að koma í skrifstofuna og gera grein fyrir sínu máli. Faðir hans lét hann í barnavagn og var honum ekið til skattstof- unnar. Þar fékk hann spýtu- brjóstsykur og var sendur heim. Hann var ekki nema fjögra ára að aldri. ★ Sumar mæður eru svo gam- aldags, að þær muna eftir fyrsta kossi bónda síns. En svo eiga þær dætur, sem geta ekki mun- að nafnið á fyrsta bónda sínum. R. Burroughs — TARZAIXI — 3671 APTEK THE MATIVCS HA[7 WITW[7K:aWN( TAEZAN IN- SP’ECTEP THEIK. PKIZE. HEKE WAS A VEKITASLE STOCKF’ILE of ivoey- UNTOLP wealth! ifa* T. CtMlo Þegar svertingjarnir voru1 farnir burtu fór hann að J skoða bílabeinið og sá að þar voru samankomnar miklar birgðir af þessu dýr- mæta efni. Geysileg verð- mæti. Hann gat ekki gefið sér tíma til að hugsa meira um það í svipinn heldur hraðaði sér brott, því nú heyrði hann öskur í pardus- dýri sem var að ráðast á mann og hann heyrði í sömu andrá skelfingaóp. — Það var hvítur maður sem enga björg gat sér veitt. Sýning Sveins — Framh. af 3. síðu. veikum gróðri en uppræta hann. En allt hefur sín tak- mörk Vetrardvöl á akademíi og námsferð til Ítalíu gerir líka kröfur til árangurs og betri vinnu. Það hlýtur því að koma nokkuð á óvart, að þessi sýn- ing Sveins skuli jafnvel vera enn lakari en þær fyrri. Hann hefur nú fundið upp nýtt til- brigði, að setja stórar fígúrur, sem eiga að tákna huldufólk, ■ inn í þokukennt, dimmt lands- lag, sem aðeins er bakgrunn- ur Þessar fígúrur eru ekki skemmtilega eða fallega ljótar, heldur leiðinlega ljótar og rök- in fyrir tilveru þeh’ra i mál- verkinu ekki finnanleg. Máske hefur þetta átt að vera í svip- uðu formi og þær myndir, sem börn gera, en þær hafa nær alltaf einhvern sérstæðan sjarma, sem fullorðnir geta ekki náð, þau teikna og mála með innlifun og án allrar til- gerðar. Hér er þessU snúið við. Flestar landslagsmyndirnar eru einkennilegur listagrautur, þar sem ekki vottar fyrir þeii’ri formbyggingu, sem slíkar myndir geta ekki án verið, en þó væri strax bót í máli, ef samkomulag litanna væri eitt- hvað betra en raun ber vitni. Stallsysturnar tvær hafa verið of áleitnar. Sveinn hefur látið blaða- mann hafa það eftir sér, að til- gangur sinn væri „að beizla ednfaldleikann“. Það getur ver- ið ágætt, en þó ekki nema að sá rétti einfaldleiki sé valinn. Felix.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.