Vísir


Vísir - 17.10.1960, Qupperneq 4

Vísir - 17.10.1960, Qupperneq 4
VÍSIR ' Y i .aarssböifSBAÍ Mánudaginn 17. október 1960 Bækur Menningarsjóðs Myndskreytt viðhafnarut- gáfa af Passíusálíiiunum. Ritsafn Theodóru Thoroddsen meó formala 09 æviatriðum eftir próf. Sig. Nordal — og 15 — 20 bækur aÓrar. líókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur færzt mjög í aukana síðustu ár- in um alla bókaútgáfu, svo að nú má telja hana í hópi stærstu útgáfufyrirtækja landsins. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá Gils Guðmunds- syni framkvæmdarstjóra Menn- ingarsjóðs mun bókaútgáfa fyr- irtækisins á þessu ári verða nokkuð áþekk og í fyrra, en þó sennilega tæplega eins mikil. Þá gaf Menningarsþjóður og Þjóðvinafélagið út rúmlega 20 bækur, í ár verða þær líklega aðeins innan við þá tölu. Það sem af er árinu hefur fyrirtækið sent 5 bækur á markaðinn. Þrjár þeirra eru í svokölluðum smábókaflokki Menningarsjóðs, en þar eiga að koma ýmis smærri rit, bók- menntalegs eðlis, innlend og er- lend, gömul og ný. Er í ráði að ár hvert komi 3—4 bækur út í þeim flokki og hefur Hannes Pétursson skáld verið ráðinn ritstjóri þessa bókaflokks. Bækurnar sem út eru komnar eru Samdrykkjan eftir Platon í þýðingu Steingríms Thor- steinson, Trumban og lútan, þýðingar úr ljóðum Eskimóa, svertingja og Kínverja, sem Halldóra B. Björnsson hefur gert, og þriðja bókin lieitir Skiptar skoðanir, en það er rit- deila sem þeir Einar Kvaran og próf. Sigurður Nordal áttu í fyrir allmörgum árum um bók- menntir og lífsskoðanir. í haust koma svo tvær bækur enn í þessum sama flokki. Er það annarsvegar skáldsagan „Ham- skipti“ eftir Franz Kafka í þýð- ingu Hannesar Péturssonar og „Sólarsýn", úrval úr Ijóðum síra Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla. Hann var í röð merk- ari skálda íslenzkra á 17. öld, en kvæði hans tiltölulega lítið kunn almenningi nema þá helzt fyrir kvæðið „Hvað er fegra en sólarsýn“, sem margir ýmist kannast við eða kunna. Fyrir utan „smábækurnar“ hefur Menningarsjóður sent frá sér tvær aðrar bækur það sem af er árin. Önnur þeirra er seinna bindi ritgerðasafns Barða Guðmundssonar þjóð- skjalavarðar. Nefnist það „Uppruni Islendinga“. Fyrra foindið hét „Höfundur Njálu“ og kom út fyrir tveim árum. Með þessu er útgáfu á ritgerðasafni Barða heitins lokið. Hin bókin er skáldsaga eftir Stefán Júlí- Usson og heitir „Sólarhringur11. Þá er komið að þeim bókun- Um, sem eru ekki en komnar á markað, en eiga að koma út fyrir jólin. Ein hin stærsta þeirra og tvímælalaust í röð þeirra merkustu er ritsafn frú Theodóru Thoroddsen sem próf. Sigurður Nordal gefur út og skrifar ítarlegan formála að, þar sem hann m. a. rekur ævi- feril frú Theodóru. Þetta verð- ur stór bók, um 400 síður og þar birt flest það sem Theodóra lét eftir sig prentað og óprent- að, svo sem þulur, þjóðsögur, vísur og kvæði, smásögur, rit- gerðir og bernskuminningar. Sumt hefur aldrei verið prent- að áður og þ. á m. bernsku- minningar hennar. Önnur bók, sem vekja mun verðskuldaða athygli, er við- hafnarútgáfa á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Er hún gefin út í tilefni af því að nú mun vera um það bil 300 ár frá því að hann lauk við að yrkja Passíumálana. Bókin verður í stóru broti með heil- síðuteikningum — 50 að tölu — sem listakonan Barbara Árna- son hefir gert og þykja hin feg- urstu listaverk. í sambandi við þetta verða gefin út Passíu- sálmalögin gömlu, sem Sigurð- ur tónskáld Þórðarson hefur safnað. Verður í hvívetna mjög til þessarar útgáfu vandað. „Sendibréf frá Sandströnd“ heitir skáldsaga, sem kemur út eftir Stefán Jónsson rithöfund og kennara. Það er fyrsta langa skáldsagan frá hans hendi sem ætluð er fullorðnum til lestrar. Menningarsjóður hefur byrj- að á bókaflokki, sem ætlaður er til að kynna samtímahöf- unda, og eru þegar komnar út tvær bækur í honum. í ár kem- ur sú þriðja, en það eru fimm langar smásögur eftir Guðm. G. Hagalín rithöfund og nefnist „Mannleg náttúra“ eftir einni sögunni, sem í bókinni eru. Eftir Ólaf Þorvaldsson þing- hússvörð og fræðimann kemur út bók um hreindýr á Islandi. Það er saga hreindýranna frá því er þau voru flutt til lands- ins á 18. öld og allt fram á þennan dag. Jafnframt eru þar ýmsar sögur um hreindýr og hreindýraveiðar hér á landi á þessu tímabili. Bókin verður með mörgum myndum. í haust kemur út endurút- gáfa á þrem fyrstu ljóðabókum Jakobs J. Smára skálds, en það eru Kaldavermsl, Handan storms og strauma og Undir sól að sjá. Þær voru upphaflega gefnar út í litlum eintakafjölda, en hinsvegar eftirsóttar mjög af ljóðavinum. Þær koma allar í einni bók. íslenzkum jarðvegur heitir fræðileg bók um þetta efni, sem dr. Björn Jóhannesson hefur samið. Þetta verður 10 arka bók með miklu af myndum og ís- lenzku jarðvegskorti. í bókaflokknum Lönd og lýð- ir hafa þegar komið út 12 bindi. í haust er von á 13. bókinni, sem fjallar um Þýzkaland, Austurríki og Sviss. Einar Ás- mundsson hrl. hefur samið hana. Auk framangreindra bóka gefur fyrirtækið út Almanakið 1 Framh. á 11. síðu. Vanti þá veljiö yður saumavél, ■ *■ A ELNA-Supermatk er hægt að sauma algjörlega sjálfvirkt ★ allan venjulegan sanm, Ijæði þunn efni og þykk. ★ hnappagölu og festa á tölur og smellur. ★ stoppa allan fatnað jafn sokka sem annað. ★ perlusaum og snúrubróderí. ★ margskonar zig-zag saum, rúllaða, falda og flatsaum. ★ allskonar skrautsaum jafnt með einni nál sem tveimur. ★ þrenns konar húllsaum, ★ fellingasaum (bísalek), varpsaum og bótasaum. ★ blindsaum o. m. fl. Á ELNA-velunum er 5 ára ábyrgð, nema á mótor, sem er eitt ár. ELNA-vélin fæst með afborgimarskilmálum. ELNA er saumavélin, sem allir þurfa að eignast. HeHdverzlun Árna Jónssonar h.f. Aðalstræti 7 — Reykjavík. Símar 15805 — 15524 — 16586.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.