Vísir - 17.10.1960, Qupperneq 9
ðfrðl tötídíiío Jj r, - ami -'i
Mánudaginn 17. október 1960
VISIR
9
Frá Grænlandi
Framh. af 3. síðu.
Grænlandi og landið þar í
grennd betur fallið til land-
búnaðar en önnur héruð
landsins. Þar var og mesta
stórbýli á Grænlandi til forna
og talið að fjósið eitt á bisk-
upssetrinu hafi rúmað 75—100
kýr. Enn sér fyrir mjög greini-
legum rústum hins forna bisk-
upsseturs og útihúsa þess.
Mér hefur verið tjáð að það
hafi verið danski presturinn og
trúboðinn Hans Egede, sem átt
hafi frumkvæði að því að Eski-
móar á Grænlandi hófu land-
búnað, en fram til þess tíma
lifðu þeir einvörðungu á veið-
um til lands og sjávar. Það var
og að tilhlutan síra Hans
Egede að fyrstu tilraunir voru
gerðar, bæði með garðrækt og
nautgriparækt, á fyrri helm-
ingi 18. aldar í Grænlandi.
Norskur bóndi
í Görðum.
En nokrum áratugum seinna
hefst búskapur í Görðum með
kvikfjárrækt og frá þeim tíma
má segja að þar hafi landbún-
aður staðið með öllu meiri
blóma en annars staðar í Græn-
landi. Fyrsti bóndinn, sem þar
settist að var Norðmaður, And-
ers Olsen að nafni. í Görðum
er minnismerki um hann og
þar búa fjölmargir afkomend-
ur hans í dag .
Anders Olsen kom til Græn-
lands 1740, en fluttist til Garða
1780 og þar lézt hann í hárril
elli sex árum síðar. Sagt var
að honum hafi litist betur á sig I
í Görðum en annars staðar og1
talið þar vera búsældarlegast af
öllum þeim stöðum, sem hann
hafði séð i Grænlandi. Um
fjölda ára voru Garðar eini
staðurinn á Grænlandi þar sem
kvikfjárrækt var stunduð, ef
frá eru talin helztu kauptún
þar sem embættismenn Græn-'
landsstjórnar höfðu eina og
eina kú eða geit til mjólkur.1
Frá því er Anders Olsen leið
hafa Garðar verið ein helzta
landbúnaðarstöð í Grænlandi,
og einkum hafa bændur lagt
stund á sauðfjárrækt, en hafa
einnig nokkra hesta, kýr,
hænsni og gæsir.
Maður sendur
til íslands.
Þótt landbúnaður hafi verið
stundaður í Görðum um hart-
nær tveggja alda skeið, var það
samt ekki fyrr en um og eftir
síðustu aldamót að fyrst var
farið að ræða um það fyrir al-'
vöru að koma landbúnaði á
laggirnar í Grænlandi svo um
munaði. Og þá skeður það
skemmtilega i þessu öllu sam-
an, en það er hlutdeild íslands í
grænlenzkum landbúnaði. Hlut-
ur íslendinga er þar miklu’
stærri en flesta grunar, og það
í fleiru en einu tilliti.
í fyrsta lagi má nefna það,
að danska stjórnin sendi nokkru
eftir síðustu aldamót mann til
íslands til að kynna sér fjár-j
rækt með það fyrir augum að
hann leiðbeindi síðar græn-'
lenzkum fjárbændum. Þessi
maður hét Lindemand Walsöe.
Hann kom til íslands 1914, ferð-
aðist víðsvegar uhj landið og
kynnti sér allt hið helzta er að
fjárrækt og hirðingu sauðfjár
laut. Þegar hann kom til Dan-
merkur aftur lagði hann það til
við ríkisstjórnina að keyptur
yrði íslenzkur sauðíjárstofn og
sendur til Grænlands. Horfið
var að þessu ráði og Lindemand
Walsöe sendur að nýju til ís-j
lands árið eftir, í það sinn í
fjárkaupaskyni. Féð keypti j
hann á Norðurlandi, aðallega í
Húnavatns- og Skagafjarðar-
sýslum, því hugmyndin var að
skipa því út í norðlenzkri höfn
og flytja þaðan beint til Græn-i
lands. Ails keypti Walsöe hátt
á 2. hundrað fjár á Norður-
landi, en þegar átti að fara að
reka það til skips, rak svc mik-'
inn ís upp að norðanverðu land-
lenzkan Jörystumann á sviði
búnaðarmála til að fara til
Grænlands, ferðast þar um og
kanna og kynna sér búnaðar-
háttu landsmanna. Skyldi hann
síðan gefa stjórninni skýrslu
um ferð sína og gera tillögur til
úrbóta. Sýnir þetta meðal ann-
ars hve mikið traust stjórnin
bar til íslendinga, en mikið
mun einnig hafa ráðið um, hve
landkostir íslands þóttu líkjast
þeim grænlenzku. Maðurinn,
sem valinn var til þessarar far-
ar var Sigurður Sigurðsson bún-
aðarmálastjóri. Fór hann oftar
en einu sinni til Grænlands og
samdi ýtarlega og greinargóða
skýrslu um ferð sína og gerði
jafnframt ýmsar tillögur, er
hann taldi liorfa til bóta. Þessi
lenzkum veiðimönnum var í
nöp við það, og það svo mjög að
þeir eltu rollurnar og skutu
þær. Ástæðan var sú, að það
legði svo mikinn óþef af kind-
unum að selirnir þyldu hann
ekki og flýðu firðina.
Grænlendingar eiga íslenzk-
um meira að þakka en kindur
einar og kennslu í fjármennsku
og matargerð. Hestaeign þeirra
er af íslenzkum stofni, og fyrstu
hestarnir héðan fluttir þangað
samtímis sauðfénu. Áður hafði
tilraun verið gerð með að
flytja þangað norska hesta, en
þeir gátu ekki bjargað sér í
grænlenzkum högum og dóu úr
fóðurskorti. íslenzku hrossin
hafa aftur á móti gefið góða
raun og reynzt Grænlending-
um hinn mesti happafengur. —
Þegar fyrsta tilraunin með
þennan innflutning gafst vel
voru fleiri hross flutt héðan til
Grænlands, og við þau stuttu
Strandaður ísjaki í Eiríksfirði. Þarna voru íslendingarnir ferjaðir í land á róðrarbátum og
þaðan gengu þeir yfir til Garða.
inu að skipaferðir tepptust.
Varð því að reka féð suður
heiðar og koma því á skipsfjöl
í Reykjavík. Þaðan var það
sent til Grænlands og gengu
þeir fiutningar að óskum.
Þetta sauðfé sem Walsöe
keypti og flutti til Grænlands
árið 1915 er frumstofninn að
fjáreign Grænlendinga í dag og
afkomendur þessara íslenzku
frumbyggja sáum við bæði í
Brattahlíð og Görðum.
Islendingar ráðnir
til Grænlands.
Með þessu er á engan hátt
lokið þætti íslands í landbún-
aðarmálum Grænlands. Það er
eitt með öðru að íslenzkur
maður, Sigurður Stefánsson að
nafni var ráðinn til Grænlands
til að hirða féð sem hér var
keypt, og síðan til að kenna
Grænlendingum fjármennsku.
Sigurður dvaldist árum saman
í Grænlandi, en hve lengi er
mér ekki kunnugt um.
Nokkru eftir að Sigurður fór
til Grænlands, fór þangað einn-
ig íslenzk stúlka, Rannveig Lín-
dal að nafni, til að kenna græn-
lenzkum húsmæðrum og heima-
sætum matreiðslu úr kinda-
kjöti og sláturafurðum. Jafn-
framt kenndi hún vefnað og
hannyrðir ýmsar. Dvaldi hún
vestra um tveggja ára skeið
og var talið að henni hafi orð-
ið mikið ágengt í kennslustarfi
sínu.
Enn er þætti íslands í land-
búnaðarmálum Grænlands ekki
lokið. Grænlandsstjórn réð ís-
skýrsla Sigurðar er ,jafnframt
landbúnaðarsaga Grænlands.
Endurbyggð Brattahlíðar
íslendingum að þakka.
Ég tel lítinn vafa á því að
það megi þakka hinum ís-
lenzka fjárstofni sem fluttur
var til Grænlands fyrir tæpri
hálfri öld, að Brattahlíð — bær
Eiríks rauða — skuli ‘hafa
byggst á nýjan leik. Fyrir 40
árum bjó þar engin sála, bær-
inn var í auðn. En þegar fjár-
stofninn íslenzki var fluttur til
Grænlands, töldu menn að
Brattahlíð væri góð sauðfjár-
jörð og reistu þar bú með ís-
.enzku.n ijárstofni. Nú er kom-
ið þar eins konar landbúnað-
arþoip, nicð nokkuð á 2. hundr-
að íbúum og þar sem íbúarnir
eiga raunverulega tilveru sína
íslandi að þakka. Mikið til
sömu sögu hafa Garðabændur
að segja, enda þótt þar hafi
byggð verið í samfellt nær
tvær aldir. Uppgangur Garða-
bænda hófst fyrir alvöru þeg-
ar þeir fengu íslenzka féð og
Sigurður búnaðarmálastjóri
segir frá því sem dæmi, að einn
bóndinn þar hafi fengið 3 kind-
ur héðan árið sem þær voru
fluttar frá íslandi, en 20 árum
síðar höfðu þær ávaxtað sig
svo, að þær voru orðnar 600
talsins.
Óþefurinn
dauðasök.
Ekki kunnu allir Græníend-
ingar jafnt að meta íslenzka
sauðféð til að byrja með. Græn*
kynni, sem ég hafði af Græn-j
lendingum virtist fara vel á rheð
þeim og hestunum. Bæði í
Brattahlíð og Görðum virðist
hestanotkun ve.ra mikil, ekki
einungis til reiðar heldur og
einnig til" dráttar og áburðar.
★ I
Ég hef hér að framan skrif-j
að nokkuð um þátt íslendinga
í grænlenzkum landbúnaði í
sambandi við Garðaför okkar
íslendinga þann 8. ágúst s.lJ
Mér fannst að ekki yrði kom-
izt hjá því að minnast á jafn
veigamikið atrið i í samskipt-
um íslands og Grænlands þeg-
I ar komið var á höfuðsetur land-
1 búnaðarins í Grænlandi. En
hér skal ekki orðlengt um það
frekar.
Heillandi
land.
Þegar ég hélt frá Görðum
og labbaði upp brekkuna í átt-
ina til Eiríksfjarðar fannst mér
að þangað vildi ég aftur koma,
dvelja þar og kynnast landinu
og fólkinu. Þetta er einn af
þeim stöðum í veröldinni sem
hefur seiðmögnuð áhrif á hug
manns, heilla mann í gegnum
vingjarnlegheit, náttúrufegurð
og „sjarma“, sem ekki er auð-
velt að tjá með orðum.
Uppi á brekkubrúninni horfir
maður í síðasta sinn yfir þessa
einmana en fögru byggð og
hverfur að svo búnu aftur
norður til Eiríljsfjarðar og ís-
borganna þar. Báturinn var
kominn til að sækja okkur.
Smákænur fóru með farþeg-
ana milli lands og skips og nú
var ekki lengur eftir neinu að
bíða. Innan fárra klukkustunda
var áætlað að hópurinn yrði
lagður af stað til flugs og allur.
hraðinn hafður á.
Furðulegur
farkostur.
Sólin skein í heiði þessa dag-
stund, blæjalogn var á og him-
inn og jörð, ísborgir og mann-
fólk speglaðist í haffletinum.
Ungur Grænlendingur lék list-
ir sínar á kajak allt í kringum
skipið. Hann var hvítklæddur
og farkosturinn líka.
Það eru annars undarleg skip
þessir kajakar. Þetta eru 5
metra langar fleytur með einni
tvíþlaðaðri ár, sem ræðarinn
dýfir í vatnið til skiptis. Samt
nær hann ótrúlegum hraða, því
báturinn er örmjór og vel til
þess fallinn að kljúfa vatns-
skorpuna. En hann er líka að
sama skapi óstöðugur og valt-
ur. Það þarf bæði lag og mikla
æfingu til að róa kajak svo vel
farþ því þeir sem óvanir eru
hvolfa fljótlega undir sér og
geta þá enga björg sér veitt af
sjálfsdáðum. En það er eins og
þetta farartæki sé samgróið
Eskimóunum. Þeir byrja strax
að æfa sig á því í bernsku, velta
bátnum undir sér og rétta hann
við til skiptis. Þeir stinga hval-
beinshnöppum upp í nasahol-
urnar og bíta fast saman vör-
unum svo sjór fari ekki í vit
þeirra á meðan þeir eru í kafi.
Og fullorðnir fara þeir allra
sinna ferða á kajökum í gegn-
um úfinn sjó, brim og boða og
láta engar aðstæður aftra sér..
Mér hefur verið sagt að það sé
hrífandi og stórkostleg sjón að
sjá Eskimóa í kajak í óveðri og
stórsjó berjast hatrammri bar-
áttu við náttúruöflin — og bera
sigur úr býtum.
Við kveðjum kajakræðara og
aðra Einarsfirðinga, sem fylgt
hafa okkur meðan fært var og
þurrt land undir -fótum. Vél
skipsins okkar fer í fullan gang
og það skríður af stað inn; á
milli þéttra sólglitrandi ísborg-
anna, áleiðis til Stokkaness. v
Sálarlíf mót-
að af hættum.
Það er friður og ró yfir þess-
um mikla og djúpa firði í dag.
En þó er maður á þessari ferð
í kallfæri við dauðann. Ekkert
má út af bera til að skipið sigli-
ekki á ísjaka. Og hvað skeður
þá?
í dag er hættan lítil því logn-
ið getur ekki verið meira, sól-
in ekki bjartari og hafið ekki
gagnsærra. En í þoku, öldu-
gangi og dimmviðri getur allt
skeð. Þess vegna hlýtur hugar-
heimur Grænlendinganna að
mótast af erfiðum aðstæðum og
miklum hættum. Og hann hef-
ur vigsulega gert það. Þeir eiga
sinn eigin hugarheim, hjátrú,
hindurvitni og loks sina eigin
sköpunarsögu alveg eins og
aðrar þjóðir, hvort sem þær eru
frumstæðar eða mettar af menn
ingu og lærdómi.
Jörðin datt.
Sköpunarsaga Eskimóa er til
enn í dag, enda þótt hún hafi
alveg eins og goðatx-ú og Val-
hallarkenning íslendinga til
forna, oi-ðið að þoka fyrir sex
daga sköpun Jehova. „Það var
Framh. á 11. síiiu.
. i