Vísir - 09.11.1960, Side 4

Vísir - 09.11.1960, Side 4
VÍSIR 1 Þeir, §em annast eldhússtörfin--- tjcta baöi$ hannittyjuutn í haffiselskap. Það hefur löngum þótt bregða við hér á lándi, að karlmenn væru ekkert ginkeyptir fyrir heimilisstörf, og oft hefur mað- ur heyrt eiginkonur kvarta yfir því, að það sé hreinasti ógern- ingur að fá eiginmanninn til að hjálpa þeim nokkurn skapaðan hlut heima fyrir. Einn og einn eiginmaður, sem er sérstaklega hjálpsamur og góður við konuna sína — helzt að hann sé nýgiftur — dýfir annað slagið hendinni í vaskinn til að hjálpa til við uppþvottinn, og þá er það venjulegast með hangandi hendi. Sjálfur passa eg mig vél á því að læsa öllum dyrum áður, en eg set á mig svuntuna, og sting mér heldur út um gluggann, en að láta kunningj- ana sjá mig þannig á mig kom- inn. Upphitun og uppþvottur. Hvað skeður svo, ef konan þarf að vera fjarverandi í Iiokkra daga? Venjulega blessast það svona einhvern veginn. Maður kaupir sér bara niðursuðu, eða soðínn mat einhvers staðar, og hitar svo upp heima hjá sér. Upp- þvott er hægt að spara sér furðanlega, með því að éta bara alltaf af sama diskinum. Svo tekur maður sig til daginn áður en konan kemur aftur heim, og mokar út. En nú skal þetta allt saman breytast til batnaðar. Nú hafa konurnar tekið sig til og gert áætlun langt fram í tímann, til hagsbóta fyrir næstv kvenkynslóð. í framtíðinn' verður vonandi ekkert eins dæmi að sjá eiginmanninn me? svuntu í eldhúsinu, við að skipta um rýju á króanum barnaherberginu, með hausinr í inni í bökunarofni, eða stand andi við þvottabalann í vaska- húsinu. Borðuðu með beztu Iyst. Eg frétti nefnilega af því, að ungir strákar í Gagnfræðadeild Miðbæjarskólans eru látnir læra matreiðslu o. fl. viðkom- andi heimilisstörfum, og þess vegna brá eg mér þangað nið- ureftir og leit inn í eina kennslu- stund þar niðri í kjallara. Strákarnir voru búnir að elda matinn, þegar eg kom, og sátu nú allir við borð, ásamt kennslukonunni, Sigurlaugu Jónasdóttur, og borðuðu fram- leiðsluna af beztu lyst. Strákarnir voru allir hinir kátustu og tóku heimsókn minni hið bezta. Allir sátu þeir hinir prúðustu við matborðið — með svuntur framan á sér — gerðu að gamni sínu, kölluðu hver annan þvottakonu, hús- móður, þjón, bakara eða kokk. Prýðilegir nemendur. „Hvaða matur var hjá ykkur í dag, strákar?“ spurði eg. Svona " að fara að, þegar sjáða skal fisk og elda graut. „Soðin ýsa og grjónagraut- ur,“ kölluðu margir í kór. „Og hvað eruð þið að borða núna?“ „Ábæti,“ sagði einn þeirra. „Þetta er grænmetissalat, með gulrótum, hvítkáli og gul- rófum, lagt í ediksósu með sykri,“ sagði Sigurlaug. „Hvernig taka strákarnir því að vera í matreiðslu?" „Þeir virðast hafa gaman af því, og eru prýðilegir nemend- ur.“ „Er þetta ekki algjör ný- lunda hér, að kenna drengjum húsmóðurstörf?“ „Þetta hefur verið gert í Það er ekki annað að sjá en að maturinn bragðist vel, eftir svipnum á „gestunum“ að dæma. Miðvikudaginn 9. nóvember 1960 Kokkurinn eys grautnum á diska. Líklega hefur hann fengið lánaða svuntu hjá mömmu sinni. nokkur ár, svo að eg viti til. Eg hefi sjálf kennt þeim í sex vet- ur. Og það gefst ágætlega.“ Nauðsynlegt fyrir karlmenn. „Það má nú sjá minna af á- nægjusvipnum. Hvað eru þetta gamlir strákar?“ „Þeir eru flestir 14 ára. Þetta er einn bekkur úr gagnfræða- deild Miðbæjarskólans, og þeir fá þessa kennslu hálfan vetur- inn.“ „Svona til að geta bjargað sér í neyð — og hjálpað eigin- konunni síðar meir?“ „Já: .Það er alveg ágætt fyrir karlmenn áð geta annað helztu heimilisstörfum, því að oft get- ur staðið svo á, að þeir þurfi þess nauðsynlega.“ ,,Já, eg vildi bara að eg hefði lært eitthvað þessu líkt, þegar eg var í skóla. Þáð eina, sem eg kann til matartilbúnings, er að sjöða égg'. Það er svo éinfalt af því að maður þarf ekki ann- að en að stinga í þau með gafli til að vitá hvort þau eru orðirt linsoðin.“ Þvottavélin brýtur ...... „Hmm. Og' svo er nú líka á- gætt að geta þvegið upp ílátin á eftir . . . .“ „Já, það er alveg nauðsyn- legt að læra það. Eg' hefi reynt það tvisvar, og í bæði skiptin hefur þvottavélin brotið leir- tauið meira og minna. Kannske að hún sé bara eitthvað biluð.“ „Eg mætti víst ekki bjóða yður að bragða á eggjukökum? Bakari: Eru þær ekki orðnar nógu ,,hevaðar“?“ Bakarinn þaut að ofninum og' tók út plötuna með aldeilis lystilegum, ljósbrúnum og „lekkrum" eggjakökum. — „Gjörið þér svo vel ....“ „Takk. Takk, — kærlega. Nei, nei, bara eina.“ Og eg stakk kökunni upp í mig, smjattaði og sleikti út um báðum megin. „Nei, mikið ansi eru þær góð- ar .... hle . ••>.-. hle .... hletta elu beltu kökul, hlem é hef hmakkah í lengli thlíma. Kannske dálítið hleigal . ...“ Nei annars. Eg er bara að plata. Kökurnar voru alls ekk- ert seigar, heldur hreinasta fyr- irtak. og eg vilai bara að eg gæti bakað svona fíriar kökur. Þá mundi eg bjóða öllum mín- um. kunningjum í kaffiseískap. Karlsson. Heisenberg prófar kenningu sína. Werner Heisenberg, eiun fremsti eðlisfræðingurinn á sviði teoretiskrar eðlisfræði, hefur tilkynnt að verið sé að undirbúa stærðfræðilegar til- raunir, sem eiga að staðfesta eða afsanna kenningar hans um uppruna efnisins og þróun þess. Fyrir tveimur árum sagðist Heisenberg hafa reiknað út formúlu fyrir lögmálum efn- isins og vakti sú tilkynning mikla athygli og eftirvæntingu. Ef kenning hans reynist rétt færð út eiga menn margfalt auðveldara með að skilja eðli óg eiginleika efnisins en áður. Heisenberg er Þjóðverji og hlaut á sínum tima Nobels- verðlaunin fyrir afrek sín á sviði eðlisfræðinnar. Odd Martcnsi Læknir merki eftir sár og voru með skrámur, sjálfsagt eftir bar- daga innbyrðis milli karlkyns- ins um tíma þann, þegar þeir eru að para sig með urtun- Um. Þeir voru ca. 1% metri á Iengd og á litinn eins og svart- litaður norskur fjarðaselur. Þarna voru 6—8 selir græn- ílekkóttir, sem hvalveiðimenn- ífnir kölluðu Weddell-sel, mjög fállegir, með skrautlegan pels. eijHefðirðu nú átt konu eða kær- tfstu, þá var hér ágætt tækifæri 3 á livalvpiöiim. til að láta í té skinn í pels- | kápu,“ hugsaði ég — en selirn-. ir fengu að lifa í friði fyrir okk ur. Tveir ca. 3ja metra langir selir, sem nefndir eru sjóleo- pardar, voru mjög aðgangs- frekir. Þeir bitu í bátkjölinn og þa.ð brakaði í honum. Eg varð að nota riffilinn við þá. Haus- inn og skinnið hafnaði á mmja- safninu í Bergen. Einu sinni sá ég sel, sem nefndur er „sjó- fellinn“, gífurlega stór selur, með stóra blöðru á nefinu. Pilt- arnir og ég köstuðum snjóbolt- ' um í hann og líka steinum. Hann varð leiður á þessum leik og velti sér í snjónum. Hann hvesti á móti okkur og rumdi óhuggnanlega og myndi eflaust ekki hafa verið hjartanlegur að hafa félagsskap við. En á landi var hann ótrúlega kloss- aður. Selurinn á enga fépdum þai'na í íshafinu, ísbjörn er þar ekki eins og kunnugt er, og er það orsök þess, hve þeir eru spakir. í „gamla daga“ er sagt að mjög mikið hafi verið af einni seltegund, sem hafði dýr- mætan feld, en hið verðmæta skinn hans varð honum að bana þarna við Suður-Shet- land. Þilfarið, þar ,sem bein og kjöt var látið, var venjulega í blóð- baði. En eftir að spikið og tung an hafði verið skorið burtu voru innvflinn látin vaða fyrir borð. Fvrst var höfuðið tekið af, neðri parturinn fyrst og svo sjálft „andlitið", sem var lúut- að í stykki með sög, sem drifin var með gufuafli og svo fór það í pressukatlana. Einu sinni datt heili úi’ bláhval lieill á þil- farið, ég tók hann uop og lagði hann á handarbakið. Hér var hin líkamlega undirstaða. sem framleiddi hugsun og hið and- lega líf fyrir skepnu, sem vóg aús 100—150 lestir. Heilinn í venjulegum manni v?»ur 1 kg., en Hklega hefm' heiUnn úr þ°ssn b’áhveH veaið ''úm 2 kgr. Eg skar h'Ung af emni lífnúls-i æði"mi af bessa’U sö">u ske.nnu og nofnð' ég það fv i" belti ut- an un mig. svo b’óðæðar hvals c.— i þvi sómasamlegar að st— fj <il. KvHt.ð nokkurt vir fiörlegt sam+al í salnum um það, af hvaða dýraflokki hvalurinn væri kominn. Eg, nvgræðing- Framh. á 9. síðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.