Vísir


Vísir - 19.11.1960, Qupperneq 1

Vísir - 19.11.1960, Qupperneq 1
q t\ I V *•. árg. Laugárdaginn 19. nóvember 1960 263. tbl. Landsbankanum slegnir allir bátar Jóns Kr. Fóru á rúmar 6 milljónir króna. Hliðsnes siegið ábúandanum. í gær fór fram uppboð á eign upi þrotabús Jóns Kr. Gxmnars sonar útgerðarmanns í Hafnar- firði. Seld var fiskverkunarstöð í Hafnarfirði fyrir 2 milljónir króna, vélskipið Haförn á 4,2 millj., m.b. Blíðfari á 1.5 millj- ónir og m.b. Haraldur á 340. þús. kr. Allar þessar eignir voru slegnar Landsbanka Is- lands. Jörðin Hliðsnes var sleg- in ábúandanum, Ingva Brynj- ólfssyni á 155.000 kr. og íbúð- arhúsið Nes á söinu jörð Kára B. Helgasyni fyrir 45 bús. kr. Auk þess var jarðarparturinn Oddakot um 2 ha. einnig boð- inn upp. Það ríkti nokkur eftirvænt- ing er menn söfnuðust saman um borð í m.s Haförn GK 321, Kampmann myndar stjórn. Viggo Kampmann hefur mj’ndað nýja stjórn í Dan- mörku, Var þetta tilkynnt síðdegis í gær. 17 ráðherrar sitja í stjórn- inni og er það sami fjöldi og áð- ur. Jafnaðarmenn eiga nú 12 ráðherra, en radikalar 5 í stað 4 áður. Nokkrar breytingar voru gerðar samfara stjórnarmynd- uninni og eru þær helztu, að Grænlandsmálaráðuneytið verð ur nú sérstakt ráðuneyti. þar sem skipið lá við bryggju í Hafnarfirði. Aftur á bátaþil- fari þyrptust menn i kring um uppboðshaldarann Jón Finns- son fulltrúa, er hann las upp- boðsskilmála og tilkynnti um á- hvílandi veðskuldir á skipinu er námu samtals kr. 6.447.200, en auk þess voru áætlaðar aðr- ar skuldir milli 800—900 þús. krónur Fyrsta boð kom frá Birni Ólafs, er bauð fyrir Lands bankann og bauð hann 3 mjllj. Stóð það boð skamma hríð þvi Guðmundur Guðmundsson bætti við 500 þúsund fyrir Lýsi og Mjöl h.f. Björn hækkaði boð sitt í 3.7 millj. króna óg nú varð löng þögn og Jón Finnsson skimaði í kringum sig og spurði hvað hefði orðið af Guðmundi, því enginn annar v.iðstaddur á- ræddi að bjóða í kapp við Björn Ólafs. Nú heyrðist kvíslað að lítið væri boðið í þetta ágæta skip, sem kom í vor úr klössun og leit vel út í alla staði. Með því voru boðnar tvær nætur og bátur. Guðmundur var nú kom- inn aftur og bauð fjórar millj., en það stóð ekki lengi því Björn hækkaði sitt boð í 4.2 milljónir. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir af hálfu Jóns Fiims- sonar að bjóða kom ekkert boð og skipið var slegið Landsbank- anum fyrir 4.2 milljónir króna. Það var heldur ekkert kapp í mönnum að bjóða í bátana Blíðfara og Harald. Blíðfari var þó í þokkalegasta standi þó Framh. á 7. síðu. „Afrakstur“ á árinu: ir vib akstur 231. fSlærri 1580 árekstrar farar- tækja frá áramótum. Um daginn héldu menn í London, að maður nokkur ætl- aði að ráða sér bana með því að stökkva af Tower-brúnuí gömlu. Maðurinn klifraði upp eftir henni og kallaði, að hann ætlaði að stökkva, en svo lét liann sér nægja að fara úr föt- umun og fleygja þeim í Tham- es. Loks náði lögreglan honum niður, þegar hann stóð á nær- buxunum einum. Þess ber að geta, að maðurinn hafði gin- flösku með sér í ferðina og saup á við og við, meðan hann afklæddist. Gjaldeyrfsskortur hjá Indverjum. Indland hefir orðið að skera niður innflutning sinn á neyzlu- vörum. Gjaldeyrisvandræði valda þessu, og hefir fyrst verið ráð- izt í að banna innflutning á whisky, úrum, bómullarvörum og þar fram eftir götunum. Fjöldi árekstra bifreiða og annarra farartækjá í Reykjavík og næsta umhveríi nemur um 1580 frá síðustu áramótum. Á sama tíma í fyrra var á- rekstrafjöldinn lítið eitt meiri, eða rétt innan við 1600. t því jsambandi ber að geta þess að í fyrra, einkum í fj'rrasumar, voru aðstæður til aksturs miklu verri en nú sökum rigningar- veðráttu. Þess í stað vegur það nokkuð á móti að bifreiðum hef- ur fjölgað talsvert í Reykjavík frá fyrra ári. Og þeim mun fleiri sem bílarnir eru, eykst árekstrahættan að sama skapi. Umferðardeild rannsóknar- lögreglunnar hefur tjáð Vísi að á þessu ári hafi verið ó- venju mikið um slys, og þ. á m. mörg stórslys, í sambandi við umferð og árekstra. Dauða- slys af völdum umferðar hafa þó ekki orðið nema tvö í Reykjavik, bæði í þessurn mán- uði. Þriðja banaslysið varð í nágrenni Reykjavíkur (Kópa- vogi) fyrir skemmstu. Samkvæmt bókum lögregl- unnar hefur 231 maður veríð kærður fyrir grun um ölvun við akstur í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur frá síðustu ára- mótum og til dagsins i gær. Til samanburðar má geta þess að sama dag í fyrra höfðu 253 ökumenn verið kærðir fyrir sömu sakir, en 276 á öllu sl.l ári. Engin kaup- hækkun! Vegna blaðafregna um 10% kauphækkun í ríkisprentsmiðj- an Gutenberg þykir rétt að skýra frá því, að hinn 15. þ. m. var forstjóra prentsmiðjunnar tilkynnt, að ríkisstjórnin gæti ekki fallist á umrædda kaup- hækkun og telji heimild skorta til sh'krar ákvörðunar án sam- þykkis ráðherra. — (Frétt frá Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, 18. nóv. 1960.) Sögulegar æfingar Breta í V.-Þýzkalandi. lírafisf 19 miiBj. kr. skaðabéta. Hinn 1. ágúst s.l. hófust her- æfingar brezka liðsins i Vestur- Þýzkalandi og stóðu 10 vikur. Þær urðu sögulegar, sem kunn- ugt er, vegna þess m. a. að sex hermenn biðu bana, en 125 meiddust, og því um kennt, að heræfingarnar hafi verið fram- kvæmdar með ofurkappi. Það hefur verið staðfest nú á Bretlandi, að 35 menn, borgara- legra stétta, hlutu meiðsli, — og munu allir þessir menn vera Þjóðverjar. Komið hafa fram' 1800 skaðabótakröfur. sem nema alls 185.000 ster- lingspundum, þar af 100,000 fj'rir skemmdir á þjóðveg- um. Búist er við miklum umræð- um um þessi mál á þingi, en gremja var ríkjandi fyrir út af því manntjóni, sem Bretar sjálf- ir urðu fyrir. Ógnarsterkur rakettuhreyfill á að koma gesmflugvél á 6500 km. hraða. Xeéði 2150 imts. hraðss t fyrstu iih'etteu líit eírefjnslu. Ilaraldur og Blíðfari í Slippnum. Þar voru þeir seldir „í því ástandi, sem þeir nú eru í 1 Rakcttuflugvél r.f gerðinni X-15, sem send mun verða út í geiminn að ári með mann við stjórn, hefir verið reynd með nýjum hreyfli. Og hreyfillinn, sem um er að ræða, er hvorki meira né minna en sá öflugasti, sem nokkru sinni hefir verið smíð- aður fyrir flugvél. Þegar flug- vélin var prófuð með honum fyrri hluta vikunnar, var hann látinn ganga með minnsta hraða, sem hægt er, og auk þess voru lendingarhemlar flugvélarinnar á, en samt fór hún upp í 78,000 feta hæð og náði 2450 km. hraða á aðeins áta minútna flugferð. Þessi nýi hreyfill, sem kall- aður er XLR-99, framleiðir 57,000 punda þrýsting, og er næstum fjórum sinnum sterk- ari en sá, XLR-11, sem notað- ur hefir verið i flugvélina áð- ur, til dæmis þegar hún var , notuð til að setja hraða- og hæðarmet, sem eru um 3700 km. hraði og 40 km. hæð. Gert er ráð fyrir, að nýi hreyfilíinn getið komið flu.gvélinni á 6500 km. hraða á klukkustund og • allt að 160 km. hæð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.