Vísir - 25.11.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 25.11.1960, Blaðsíða 7
Fcvstudaginn 25. nóvember 1960 VISIB Magni Guðmundsson hagfr.: Um bankavexti og bankafjölgun. Fj-rir nálega níu árum skrif- aði ég blaðagrein í tilefni þess. að tveir nýir bankar höfðu byrjað göngu sina. Leyfði óg mér að vara við fjölgun lána- stofnana, er leiða myndi tii togstreitu um takmarkað sparifé landsmanna, og taldi betur ráðið að brjóta blað i bók og steypa þrem starfandi ríkisbönkum saman í eina virka heild. Greinin virðist hafa verið orð i tíma talað, því að mjög hefir stefnt í þa átt, sem get- um var að leitt. Lánastofnun- um fjölgar stöðugt. Þegar bændur, útvegsmenn og iðn- rekendur höfðu öðlazt sinn sérstaka banka; vildu kaup- menn að sjálfsögðu tryggja sína hagsmuni og komu á fót Verzlunarsparisjóði, síðar banka. Samvinnumenn biðu ekki boðanna og settu á lagg-1 irnar Samvinnusparisjóð. Síð-; an heldur skriðan áfram. Görnlu bankarnir reisa eitt | útbú eftir annað til þess að bæta keppniaðstöðu sína, Laugavegurinn hefir fengið viðurnefnið Bankastræti. Nýirj aðiljar tilkynna með stuttuj millibil áform sín um að stofna banka. Hannibal Valdimars-1 son vill verkaiýðsbanka fyrir1 Alþýðubandalagið. Gunnar. Thoroddsen vill borgarbanku! fyrir Reykjavík. Drög eru lögð að tröllaukinni sparisjóðs- byggingu í Hafnarfirði, sem; væntanlega á að hýsa bæjar-! banka fyrir þann kaupstað. Þá heyrast raddir um fjórðungs- eða héraðabanka. Ekkert virð- ist því beinlínis til hindrunar, að hver og einn, sem hefir fjárráð, taki að reka sinn einkabanka, og má raunar sjá í auglýsingum dagblaða, að við höfum þegar nokkra slíka. Hér á eftir verður vikið nokkru nánar að orsökum þessarrar óvenjulegu þenslu, áhrif.um hennar á efnahagslíf- ið og "hugsanlegri leið til þess að færa málin á ný í betra horf. Reynt verður að þjappa efninu saman eftir föngum.. Hvernig einn banki kallar í. annan. Auðvitað er unnt að bolla- leggja óendanlega um ástæð- ur þenslunnar. Upphafið má líklega rekja ti'i þess, að lána- stofnanir fyrir landbúnað og sjávarútveg voru gerðar sjálf- stæðar í stað þess að vera skipulagðar sem deildir innan þjóðbankans. Þetta ýtti undir kröfur annarra atvinnugreina um samskonar hlunnindi sér til handa. Síðan kom einn hagsmunalíópurinn af öðrum. Ymis öfl voru þarna að verki, stundum valdabrall stjórn- málamanns, stundum einskær metnaður fleiri eða færri að- iljn. Úrn eitt geta skoðanir tæp- lega vérið .skiptar: Ör fjölgun lániastofnana og innbyrðis V-öxtur . er því, aðeins mögu-1 l.eguj'... að þeim sé leyft að hagnast vel á 'starfsemi sinni. Vóivtir útlána- og gjöld fyrir, þjónustu verða að vera rými- leg. Tvíeint hlutverk starfseminnar. Hagskýrslur sýna, að árleg- ur gróði banka hefir numið verulegum fjárhæðum. Á tím- um verðbólgu er ekki um slíkt að sakast, ef fénu er kippt úr umferð. Öðru máli gegnir, ef það er notað til .útþenslu, enda eru verkanir þá hinar sömu og hverrar annarrar ó- tímabærrar eyðslu: Aukin spenna á vöru- og vinnumark- aði. Nauðsynlegt er að gera sér ljóst, að lánastofnanir aimennt eru ekki aðeins „verzlanir með fjármagn“. Eitt megin verk- efni þeii'ra í nútíma þjóðfélagi er að hafa stöðvandi áhrif á verðlag og skapa efnahagslegt jafnvægi, en sú skylda getur stangast á við gróðasjónar- miðið. Orsakasambantl milli hárra vaxta og útþenslu bankanna. Það er kunn staðreynd úr viðskiptaheiminum að sam- keppni, tekur á sig breytt form, þegar verði vöiu eða þjónustu er haldið uppi með samkomu- lagi framleiðenda eða lögskip- un. Ef þetta verð er sett svo hátt, að bað tryggi ríflegan hagnað, bætast ný fyrirtæki í hópinn, og hin eldri færa út kvíarnár. Markaður hvers og eins rýrist þá, afköst verða undir optimum, og gróði dvín; framleiðslukostnaður á ein- ingu hækkar, með því að rekstrarkostnaður dreifist á minna vörumagn. og fyrirtæk - in neyta nú 'allra bragða til þess að bæta afkomu sína með aukinni sölu. Þegar þau mega ekki lækka verðið í þvi skym, grípa þau til hverskonar ráða annarra: Varan er auglýst eft- ir megni, urr.búðir hennar eru skreyttar, afborgunarkjör eru veitt, allskyns þ.jónusta er lát- in í té án endurgialds o. s. frv. Þetta væri allt gott og blessað, ef eitt fyrirtæki ætti í hlut, en au herða öll sóknina. Útkom- m verður því sú ein, að rekstr - ■rkostnaður og einingarkostn- ’.ður vörunnar vex enn, og /erður þá ekki hjá því komizt >.ð hækka verðið. Neytendur 'ru skattlagðir til bess að borga sölustyrjöld milli framleiðenda. Þetta er það, sem gerzt hef- r í stórum dráttum á peninga- ’arkaði okkar undanfarin ár, enda þótt í lítið eitt breyttu formi sé. Vextir eru ákveðnir slíkir, að rekstur lánastofnana er víst gróðavegur. Nýir bank- ar spretta upp, og hinir eldri ‘jölga útbúum. Þegar sparifé landsmanna dreifist á of marg- ar hendur, taka einstakir bankar að líða fjármagnsskort. Hver og einn reynir að treysta aðstöðu sína eftir getu, og kapphlaupið um viðskiptavin- ma, í þessu dæmi sparifjár- eigendur, hefst: Nýtízkuleg- um afgreiðslusölum með öllum þægindum er komið upp, jafn- vel stórbyggingu, sem getur1 boðið fyrirtækjum og stofnun- um húsnæði rheð góðum kjör- um; útbú,- sem an/iast marg-1 háttaða fyrirgreiðslu, eru stofnsett í fjærliggjandi bæj- arhlutum, jafnvel íbúðahverf- um, úrvals starfsfólk er fengið með yfirboðum (t. d. greiðslu þrettán mánaða kaups á ári)J og svo má lengi telja. Með því að allir bankarnir taka þátt í kapphlaupinu, er nettc-árang- ur hvers og eins lítill eða eng- inn, nema hækkun rekstrar- kostnaðar, sem um það er lýk - ur og í einu formi eða öðru er velt yfir á neytendur. Vandamálið er hinsvegar ekki leyst. Fjármagnsskortur hinna einstöku banka er ó- breyttur, því að sparifé lands- manna í heild hefir ekki vaxið við að skiptast á fleiri hendur. Til þess að auka það er rejmt að færa innlánsvexti og þai með útlánsvexti upp að enn hærra marki. Þá opnast mögu- leiki þess, að ný bankaskriða fari af stað, að sagan endur- taki sig og vítahringur mynd- ist. Atvinnuvegirnir eru næmir fyrir vaxtabreytingum. Nú er að sjálfsögðu mikill munrir á hækkun vörutegund- ar og hækkun bankavaxta. Hin siðarnefnda varðar svo að segju hverja einustu atvinnugrein í landinu og getur haft hinar víð- tækustu afleiðingar. i Stökkbreyting innláns- og út- lánsvaxta, sem gerð var snemma ársins, er að mínum dómi væg- ast sagt hæpin ráðstöfun. Eng- in sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því, að hún hafi verið nauðsynleg, aðeins líkindi og getspeki um væntanlegar verk- anir hennar. Sagt var, að 9—10% innláns- vextir myndu laða fjármagn á svörtum markaði til bankanna. Það er ósennilegt, þegar slíkt fé er leigt fyrir minnst 20% og oftar 40—60% p. a., eins og á allra vitorði er. í raun réttri er lítið eða ekkert beint sambnd eða hlutfall milli bankavaxta annars vegar og svarts lánsfjár hins vegar. Þetta seinna er verð- bólgufyrirbæri, sem speglar trú almennings á gjaldmiðlinum. Hinir 11—12%. útlánsvextir átt.u að sögn að draga úr vafa- samri og óþarfri fjárfestingu. Að þeir hefðu einmitt slík áhrif, var þó næsta mikil bjartsýni, þegar þess er gætt, hve lánsfjár- vöntunin er áköf og hve svarti markaðurinn blómgast fjörlega, þrátt fyrir svimháa vexti hans. Augljóst mátti vera, að ráðstöf- unín myndi fyrst og fremst bitna á þeim atvinnugreinum, er sízt skyldi, þ. e. útflutnings- framleiðslunni, sem verður að keppa á erlendum mörkuðum og þolir ekki kostnaðarauka. Annars er vaxtabreyting sem slík óhentug og frekar úrelt kontról-aðferð. Hringl með vexti veldur röskun og óþæg- indum fyrir allan rekstur og er raunar ekki á neinn hátt traustvekjandi. Völ er margra ráða annarra til þess að ná settu marki. Centralisation sparifjár. Það er skoðun mín, að leysa rnætti í dag öll lánsfjárvanda-i mál atvinnuveganna, sem eru aðkallandi, ef sparifé lands- manna væri nægi'lega „central- iserað“. Tvístrun sparifijár, fremur en skortur þess, veldur erfiðleikum, og þessir erfiðleik- ar munu vaxa, en ekki minnka, ef svo heldur áfram sem horf- ir um fjölgun lánastofnana. Að minnsta kosti einn gam- alreyndur bankamaður, Jón Árnason, hefur lýst fylgi sínu við þá hugmynd, að ríkisbönk- unum að með'töldum Fram- kvæmdabanka verði slegið sam- an. Slíkt er að minni hyggju ekki aðeins æskilegt, heldur nauðsynlegt í okkar ofurfá- menna landi. Auðvitað verða skoðanir skiptar um fram- kvæmda-atriði, en mér virð- ist, að þetta ætti að gerast með þeim hætti, að núverandi bank- ar starfi sem deildir innan við- skiptabanka L. L, er þannig te’i:i landbúnaðardeild, útvegs- deild, iðnaðardeild og verzlun- ardeild. Mælir þá margt með því, að deildarformenn, banka- stjórar, verði valdir af stéttar- sambandi viðkomandi atvinnu- greinar, fremur en af stjórn- málaflokkunum, og' aðeins til fjögurra eða sex ára. Útgáfu- deild L. í., seðlabankinn, skyldi starfa í takmörkuðum tengsl- um við ríkisstjórnináj yfirmað- ur; aðalbankastjóri, íjörinri af Alþingi til lengri tíma. Bankinn ætti að hafa undir höndum alla lánasjóði hins op- inbera, hlaupareikninga ríkis og- stofnana þess, lögboðna hundr- aðshluta innstæðna í öllum. sparisjóðum og innlánsdeildum. og verulegan hluta tryggingar- fjár. Hvað mun vinnast við slíka tilhögun? (1) Sparnaður í rekstri, er nemur gífurlegum fjárhæðum. Óþörf samkeppnis-bankaútbú. hér í borginni og í kaupstöðum myndu leggjast niður. Dýrmæt- ur starfskraftur mun losna tiL framleiðslunnar. (2) Mögulegt verður að- tryggja stofnat^innuvegpnum nægilegt lánsfé til þess tíma og með þeim vöxtum, sem þörf er. (3) Stjórn fjármagns í um- ferð í því skyni að hefta verð- sveiflur mun verða eins sam- hæfð og alger og verða má. Rvik, 21./11. ’60. Magni Guðmundsson. Aths. Vísir tekur þessa grein til birtingar, enda bótt hún. túlki ekki að öllu leyti skoðanir blaðsins. — Ritsj. Gervisólskin í skammdeginu Nýjun@ í lýslngu og skreytingu heimiia. Eins og kunnugt er, starfaríslendingar séu næmari fyrir hér á vegum Rannsóknarráðs. sálrænum áhrifum sólarljóss en flestar aðrar þjóðir. Hann telur, að með blómum og vel gerðri raflýsingu megi gera ís- ríkisins sérfræðingur á sviði byggingarmála, Mr. Davison að nafni. Starf hans hefur. aðal- lega verið fólgið í því að kanna j lenzk heimili ennþá ánægju- leiðir til að byggja megi hér legri en þau eru nú. sem hagkvæmastar íbúðir án þess að kostnaður verði rhéiri en nauðsyn krefur. Mr. Davison hefur þó látið aðra þætti byggingarmála til sín taka. Einkum hefur sérstaða íslendinga varðandi stuttan sól- argangt á vetrum og skort á sólskini vakið áhuga hans á lýsing'u í íslenzkum heimilum. Því hefur hann komið á fót nefnd manna til að vera hon- um t.il ráðuneytis um lýsingu í um. I; Til að kanna þetta af’ eigin raun, hefur hann látið skreyta gluggaútskot í íbúð sinnj með hinum fjölbreytilegustu plönt- um og komið þar fyrir góðri lýsingu. Ringelberg hefur komið plöntunum fyrh', en Að- alsteinn Guðjohnsen réði til- högun lýsingarinnar. Meðal plantnanna má sjá orkídéur, sem próf. Dungal hefur ræktað. Engum, sem sér þessa skreyt- heimilum. í henni eiga sæti j ingu, dylst, að með ljósum og þessir menn: , blómum er hægt að færa sól- Prófessor Níels D.ungal, dr. j bjarta náttúruna inn í heimilin Björn Jónsson, læknir, ErJing- ; á löngum skammdegiskvöld- ur Guðmu.ndsson, verkfræðing- ur, dr. Sigurður Sigurðsson, landlæknir og Aðalsteinn Guð- johnsen, verkfræðingur. Nefn.in hefur fjallað um stærð og fyrirkomulág giugga í íbúðum, einkum um lífeðlis- fræðileg og sálfræðileg' áhrif þeirra. Hún hefuf einnig rætt um fyrirkomulag raflýsingar og æskilega birtu á ýmsum stöðum í heimilinu. Sérstök ástæða hefur verið talin til að gera heimilin líf- legri, bjartai'i og hlýlegri á veturna en nú er almennt gert. Einkar áhrifarík aðferð til að mynda slikt umhverfi er að koma ýmsum plöntum og blóm- um fyrir á viðeigandi stöðum og vanda mjög lýsingu á þeim. Góð lýsing á plöntunum veld- ur bæði því, að þær þrífast bet- ur, og að þær gefa heimilinu frískan og líflegan blæ, færa férskleik og grózku náttúrunn- ar inn á heimilið, ef svo mætti segja. ■ Mr. Davisön hefur þá 'ti’ú, að 'iar^am 12 tegundir, fjölbreyttir litir. Nærfatnaður karlmanna og drengja fyrirliggjandi. LH.MULLER

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.