Vísir - 25.11.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 25.11.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar liálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Föstudaginn 25. nóvember 1960 Eyjabátar fá góB- an sí'darafta. Frá fréttaritara Vísis. — Nokkrir bátar komu mcð góð- an síldarafla til Vestmannaeyja í gær. Aflahæsti báturinn var Snæ- fugl með 500 mál, en næstir honum voru Víðir II 400 mál, Gjafar 250, Reynir 250, Hug- inn 200 mál. Aðrir voru með minna. M.b. Helgi Helgason er í dag að lesta síld í Vestmannaeyja- höfn til útflutnings. Það er Vig- fús friðjónsson frá Siglufirði sem kaupir síldina og flytur út. Nokkuð af afla Vestmanna- eyjabáta fer í frystingu til beitu. ____ Tiilögur Norstads sæta gagnrýni. Tillögum Norstads yfirhers- höfðingja á þingmannafundi Norður-Atlantshafsbandalags- ins um, að það búi herafla sinn Jtjarnorkusopnum, er tekið með jjagnrýni, á Bretlandi og víðar. Blöð benda á, að mikilvæg- ast af öllu sé, að ekki fái fleir.i þjóðir kjarnorkuvopn til um- ráða' en nú, og jafnframt að hraðað verði samkomulagi um afnám slíkra vopna. Þetta kem ur fram í Scotsman Daily Her- ald og fleiri blöðum. Stórfyrirtæki stofna aEúmiðnað Tvö félög, annað brezkt hitt bandarískt, áforma að stofna alúmiðnað í Ástralíu og Nýja, Sjálandi. Yrði vavið til þessa 100 millj. stpd. Ekki er hægt að ráðast í framkvæmdir nema að fengnu leyfi stjórna Bretlands og Bandaríkjanna til yfirfærslu nauðsynlegs fjármagns. Félögin eru Consolidated Zinc Co London og Kaiser al- úmfélagið í Bandaríkjunum. Teljast félögin hvort um sig til stórfyrirtækja Menn brosa, en það er ekki vist, að öllum sé hlátur í huga. Myndin er frá Bonn og sýnir bandarísku ráðherrana Dillon (lengst til vinstri) og Anderson (2. frá hægri) ræða við Aden- auer (lengst til hægri). Bandaríkjamenn gátu ekki fengið Þjóðverja til að fallast á að taka þátt í kostnaði af dvöl setuliðsins bandaríska í Þýzkalandi. Hópur fólks húsnæðislaus eftir eldsvoða í nótt. Sex manns slasaðist við að bjarga sér út. í nótt varð eldsvoði í íbúðar- bragga ■' Laugarneshverfi. Tal- ið er að íbúðin hafi eyðilagst, en flestir þeirra sem í íbúðinni bjuggu, meiddust við að bjarga sér út. Eldsvoði þessi varð í bragga nr. 38 í Laugarneshverfi, og er talið sennilegast að kviknað hafi út frá olíukyndingartæki sem var í bragganum, en í kringum það var eldurinn magnaðastur þegar slökkvilið- ið kom á vettvang. Þarna var um að ræða stór- an íbúðarbragga, sem hólfað- ur var í þrjár íbúðir. í þeim Lá við stórslysi í morgun: Þrír varnarliðsmenn í eld- gildru á Reykjanessbraut. VarÖ aÖ sprengja upp huröir til aö ná þeim út. Þrír varnarliðsmenn lágu innikróaðir í eldgildru á Tteykjaneshraut í morgun, þeg- ar bíll á suðurleið kom að Kúa- gerði um hálf tíu leytið. Sjónarvottur lýsir atburðin- nm svo: Varnarliðsbíllinn VL 3307 lá á hvolfi á vegarkantin- um. Þrir ungir menn sátu -klemmdir í bílnum og benzínið 3rann í stríðum straumum um- hverfis bílinn. Auðheyrt var að mennirnir voru að reyna að brjótast út, en gátu enga björg sér veitt. Söfnuðust þarna sam- an margir bílar og með aðstoð tækja tókst að sprengja hurð- irnar og bjarga mönnunum. — Sögðust þeir vera ómeiddir og gátu gengið i bíl lögreglustjór- ans, Björns Ingvarssonar, sem var á leið til Keflavíkur. hlutanum, sem eldurinn kom upp bjó Ingimundur Pétursson ásamt konu sinni og fimm börnum. Voru þau háttuð þeg- ar kviknaði í bragganum, en hjón sem voru á ferli úti á götu, sáu reyk leggja upp um þak braggans og gerðu. þá að- vart, þar eð þeim varð ljóst að þarna var um eldsvoða að ræða. Hjónin í íbúðinni ætluðu að forða sér út um dyrnar, en komust ekki þá leið vegna þess hve eldurinn var þá magnað- ur orðinn og hvað mestur í ná- munda við dyrnar. Greip Ingi- mundur þá til þess ráðs að brjósta rúðu í glugga og út um gluggann bjargaðist fólkið. — Meiddist Ingimundur sjálfur eitthvað á hendi og öll börnin skárust lítilsháttar eða hrufl- uðust, en einna mest meiddist yngsta barnið, 4 ára drengur, sem varpað var fyrst út um glugeann og enginn til að taka á móti honum. Aðeins konan ein slaon ómeidd. Hin sex voru flutt í Slysvarðstofuna til að- gerðar og athugunar, en meiðsli þeiri'a voru ekki talin mikU né alvarleg. Klukkan var 20 mínútur yfir miðnætti þegar slökkviliðio var kvatt. á vettvang. Var eldur þá mikill í þeim hluta bragg- ans, sem Ingimundur og fjöl- skvlda hans bjó í, en læsti sig auk þess í næstu íbúð, og er vafasamt talið að þær tvær jibúðir verði íbúðarhæfar eftir- leiðis. Útvarpsum- ræöa í kvöld. í kvöld fara fram útvarpsum- ræður um tillögu til þingsálykt- unar um landhelgismálið. Um- ræðurnar fara fram samkvæmt ósk stjórnarflokkanna, en i stjórnarandstöðuflokkarnir lýstu sig samþykka umræðunni. Útvarp frá Alþingi hefst kl. 20.00. Hver þingflokkur fær til umráða þrjá stundarfjói'ðimga, sem skiptast í tvær umræðurð 25 og 20 mín. Röð flokkanna verður þessi; Framsóknarflokk- ur, Alþýðubandalag, Sjálfstæð- isflokkur og Alþýðuflokkur. I Ræðumaður Sjálfstæðís- flokksins vei'ður Bjarni Bene- diktsson dómsmálaráðherra. Dagskrárlok verða um kl. 23.00. Kona meiðist á Lönguhlíð. Um klukkan hálf-átta í gær- kvöldi, þegar kona nokkur var að ganga suður Lönguhlíð norð- an Miklubrantar, kom maður hlaupandi á eftir henni og rakst á hana af svo miklu afli, að kon- an féll við. Maðurinn staðnæmdist sem snöggvast og spurði konuna, hvort hún hefði meiðst, en hún var þá svo miður sín eftir bylt- una, að hún mátti ekki mæla. Fór maðurinn leiðar sinnar. er hún svaraði ekki, en konan komst heim við illan leik. Heima kom í Ijós, að konan var mikið marin á ökla og öxl, en auk þess hafði hún meiðst á höfði. Hefur hún nú beðið Vísi að koma þeirri orðsendingu á framfæri, að maðurinn hafi tal af henni — ef þetta kemur fyr- ir hans augu — og hringi í síma 2-31-92. Afii BÚR-togara undanfarið. Togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur hafa landað afla sínum til vinnslu í Reyfejavík að undanförnu sem hér segir: Bv. Skúli Magnússon þann 27. október, 226 lestum af karfa af Nýfundnalandsmiðum. Bv. Pétur Halldórsson þann 1. þ. m. 138 lestum af blönduðum ís- fiski, sem veiddur var á heima- miðum. Bv. Þormóður goði þann 12. þ. m. 120 lestum af karfa, sem veiddur var á Nýfundna- landsmiðum. Bv. Þorsteinn Ing- ólfsson þann 19. þ. m. 161 tonni af karfa og þorski af Græn- |landsmiðum. Bv. Þorkell máni þann 22. þ. m. 222 tonnum af karfa og þorski, sem skipið- Ifékk við Grænland. — Þann 22. sl. seldi bv. Skúli Magnús- ^sno afla sinn, 108.7 lestir í Bremerhaven fyrir 81.900 þýzk mörk. Þrír smyglarar dæmdir. Eínn þeirra dæmdur í 29 þús. kr. sekt. Við komu m.s. Gullfoss hing- að til Reykjavíkur frá iitlönd-1 um síðari liluta septembermán- aðar s.l. fundu tollverðir tals- verðan smyglvarning í skipinu. j Það sem tollverðirnir fundu voru 10 þús. rakvélablöð, 4 tylf. j augnalitir, 12 dúsin augnabrúna litir, 13 tylftir varalitir og auk þess 18 tylftir Hi-Fi-varalitur, 6j augnabrúnapenslar, 5 cream j Puff-fyllingar og 5 Pankake( Make Up. Einn skipverjanna á m.s.' Gullfossi játaði, við rannsókn málsins, að hann væri eigandi varnings þessa. Nýlega féll dómur í saka- dómi Reykjavíkur í smyglmáli skipverjans og var hann dæmd- ur í 29 þúsund króna sekt, auk þess sem varan var gerð upp- tæk. Þá var einnig í sakadómi Reykjavíkur nýlega kveðinn upp dómur yfir tveimur ung- um piltum fyrir smygl, sem þeir voru staðnir að. Voru piltarnir báðir skip- verjar á skipi í millilandasigl- ingum og voru teknir er þeir voru að smygla talsverðu magni af nylonsokkum á leiðinni frá skipshlið í land. Annar piltanna hlaut 3 þús. króna sekt, hinn 1600 kr. sekt og var varningurinn gerður upptækur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.