Vísir - 28.11.1960, Síða 7
Mámidáginn 28. nóvember Í960 VISIB 9|
í Frakklandí:
Því var vel tekið af
frönskum almenningi.
Kommúnistum misheppnaðist að
gera sér áróðursmat úr „innrás“.
Margt hefur verið rætt og
ritað um bætta fransk-þýzka
sambúð og liefur dr. Adenauer
forsætisráðherra vestur-þýzka
sambandslýðveldisins beitt sér
fyrir, að þróunin beindist öll í
þá átt, og sjálfur tók hann svo
til orða, að betta „væri mikil-
vægasta stjórnmálalega þróun-
in eítir síðari heimsstyrjöld-
ina.*'
Eitt skrefarina til aukins
samstarfs telst vera samkomu-
lagið milli ríkisstjórna Frakk-
lands og Vestur-Þýzkalands, um
að herflokkar úr her V.Þ.
fengju skilyrði til þjálfunar og
æfinga í Frakklandi, og ekki
verður fram hjá því gengið, að
hér var vissulega mikil breyt-
ing i;omin til sögunnar, því að
þessar tvær þjóðir hafa oft
borist á banaspjót, og á þess-
ari öld tvívegis verið andstæð-
ingar í heimsstyrjöldum — og í
báðum óðu Þjóðverjar inn i
Frakkland , og í Frakklandi
hefur margur maðurinn og
konan engu gleymt, jafnve'
ekki styrjöldinni 1870—71, en
þá óðu Þjóðverjar fyrst inn í
Frakkland og sigruðu það. Nú
er einmitt nýlokið heræfingum
Þjóðverja í Frakklandi sem
hófust 3. þ.m. Þýzku herflokk-
arnir sem í þeirn tóku þátt eru
hinir fyrstu, sem til Frakk-
lands hafa komið eftir síðai i
heimsstyjöld, en þeir komu
sem bandamenn.
Þetta samstarf er fjand-
mönnum Norður-Atlantshafs-
bandalagsins þyrnir í auga. Og
hér gafst þeim tækifæri til að
hella eitri áróðurs í gömul sár
fronsku þjóðarinnar — til þess
að reyna að spilla þessu sam-
starfi hinna nýju tíma og reyna
að kveikja af nýju fjandskap
milli Þjóðverja og Frakka.
Sannleikurinn er og sá, að
ýmsu var spáð um hversu hér
mundi fara. Hvernig mundi
franska þjóðin taka þessari
,.nýju. þýzku innrás“, sem
kommúnistar svo kölluðu? —
Mundi koma til árekstra milli
þýzkra bennanna og franskrar
alþýðu? Á því var óspart alið.
að þess mætti vænta.
Nú er fyrsta reynslan fengin.
Kommúnistum mistókst að æsa
franskan almenning upp út at
„innrásinni". Þeim var kurteis-
lega tekið og engra öflugra
mótmæla hefur orðið vart. Um
það bera vitni fréttir frá Mour-
bragð.i viðræður við hermenn-
ina okkar. Þeim hefur jafnvel
verið boðið á þorpsdansleiki.
Allsstaðar hefur verið velvild
að mæta og allt gengið á-
íækstralaust."
Þessir þýzku hermenn, segir
í New York Times, „komu til
þjálfunar til þess að taka þátt
í að verja frelsi Frakklands, ef
með þarf. Það var ekki skotið
á þá af vélbyssum og fallbyss-
um — því að hér var um frið-
samlegt ferðalag að ræða en
ekki innrás — og þegar þeir
fóru inn yfir landið i fyrstu
morgunskímu voru það aðeins
fréttaljósmyndarar, sem skutu
á þá“ — og jafnvel í Moskvu-
útvarpinu var játað, „að sam-
komulagið um þýzkar heræf-
ingar í Frakklandi ætti enga
hliðstæðu í fransk-þýzkri sam-
búð.“
Tveir þýzkir og einn franskur
hermaður á skemmtigöngu í
Sissonne.
melon og Sissonne, á æfinga-
svæðinu.
Nokkur dæmi má nefna um
vinsamlega sambúð:
I Moui'melon messaði þýzkur
prestur yfir frönskum, hol-
lenzkum og þýzkum hermönn-
um.
í Rheims bar kommúnistísk-
ur bæjarfulltrúi fram ályktun
til að mótmæla því, að þýzkt
herlið fengi al stíga fæti á
franska grund. Aðeins 6 af 33
bæjarfultrúum fengust til að
greioa henni atkvæði. Tveir
hátu hjá.
Þýzkur hershöfðingi sagði í
viðtali við franskt blað:
„Það er alveg ótrúlegt hve
vel okkur hefur verið tekið
Franskt fólk byriar oft að fyrra
Orkuver —
Framh. af 1. síðu.
firði er um þessar mundir ekki
ýkjamikil umfram eðlilega
heimilisnotkun.
Erfiðleikar
Akureyringa.
Akureyringar fá rafmagn
frá Laxárvirkjuninni í Þing-
eyjarsýslu og hún framleiðir
nægjanlegt rafmagn þótt þurk-
ar séu. Það er aðeins í frostum
og snjókomu sem rennsli árinn-
ar minkar svo að vélar orku-
versins stöðvast að mestu eða
öllu. Þetta hefir þráfaldlega
skeð á undanförnum ámm og
einmitt þá helzt þegar verst
gegnir og þörfin er hvað mest
fyrir birtu og yl.
I Enda þótt ráðstafanir hafi nú
verið gerðar við upptök Laxár
sem eiga að fyrirbyggja þessi
óhöpp að mestu, treysta Akur-
eyringar ekki meir en svo á
raunhæfni þeirra aðgerða og
vilja vera við öliu búnir. Þess
vegna fengu þeir með síðustu
ferð Tröllafoss tvær 1 þúsund
kw dieselvélar, sem keyptar
hafa verið lítillega notaðar frá
Ameríku. Þá hefir Rafveita Ak-
ureyrar einnig fest kaup á
skemmu við Laufásgötu á Odd-
eyrartanga, þar sem vélarnar
verða settar niður. Er þegar
byrjað á niðursetningu þeirra
og annast Albert Sölvason járn-
smíðámeistari það starf.
Flutningstæki
úr Revkjavík.
Vélarnar kosta 27 þúsund;
steriingspund, auk tolla. Þær
eru mikil bákn og stærsti kass-
inn, sem með Tröllafossi kom,
vó rösklega 25 lestir. Urðu Ak-
ureyringar að fá tæki héðan úr
Reykjavík til að flytja kassann
frá skipshlið og út á Oddeyrar-
tanga. Vélarnar verða væntan-
lega teknar í notkun í næsta
mánuði og úr því teija Akur-
eyringar sig engu þurfa að
kvíða enda þótt krap stífli
Laxá og geri orkuverið norður
þar óvirkt.
Á ýmsum bæjum í Eyjafirði, I
sem'hafa litlar vatnsaflsstöðvar |
! til heimilisnotkunar, hefur borið
svo mjög á vatnsskoti, að til
vandræða horfir. Hafa bændur
reynt að auka vatnið með því
að.leiða saman læki hátt í hlíð-
um uppi, og mun þetta a.. m. k.
sums staðar hafa borið nokk-
urn árangur.
LÆKKAÐUR
KOSTNAÐUR
við heimilisrelístunnn er lakmark
flestra húsmæðra. — Em leiðm tii
að ná þessu marki, er að nota alltaf
LSJDVIG DAVID I KÖINilSIUISiA
KAFFIBÆTISVERKSMIÐ JA