Vísir - 28.11.1960, Blaðsíða 9
HDuaudaginn 28. nó ber 19 '
ftSIB
9
Geðvernd
Frh. af 3. síðu:
dveljast nokkrar stundir á degi
hverjum á sérstöku dagheimili
undir handleiðslu sérmenntaðs
starfsliðs. Þessi aðferð þykir
lánast vel víða erlendis. Sem
dæmi má nefna að í Kaup-
mannahöfn eru tvö slík dag-
heimili, annað við barnasál-
fræðistöð Hafnarskóia og hitt
við geðdeild barna á Ríkisspít-
alanum.
12% greindartregra
barna.
í þriðja lagi enu þau börn,
sem þurfa að dveljast á lækn-
ingahæli um lengri tíma. Þar
ræðir fyrst og fremst um börn,
sem haldin eru rótgróinni og
svæsinni hugsýki og hegðunar-
vandkvæðum. Á hælum þessum
er öll aðbúð og umhverfi miðuð
við það að sem fullkomnast
enduruppeldi og lækning megi
fara fram. Er starfslið vandlega
valið í þessu skyni.
í fjórða lagi má nefna sér-
skólana. Kennarar munu vita
gleggst hversu skórinn kreppir
í þessum efnum, Fyrst skulum
við líta á greindartregu börnin,
þau sem eru betur gefin en svo
að talin verði fávitar. Af þeim
er mikill fjöldi. Dr. Matthíasi
Jónassyni, sem manna bezt hef-
ir rannsakað þessi mál, telst svo
til að fjöldi þeirra muni vera
«m 12% alh'a skólaskyldra
bama. Hann segir orðrétt: „Ef
rniðað er við 18000 börn á
fræðsluskyldualdri, eru 2160
baraa —
þeirrn svo treg að miklum erf-
iðleikum veldur í námi. Það eru
til jafnaðar 270 börn í árgangi."
Manni getur ei annað en hros-
ið hugur við, að enn skuli ekk-
ert hafa verið gert fyrir þessi
börn, þrátt fyrir ítrekaðar á-
bendingar mætra manna. Hið
venjulega skólanám er þeim
oftast ofviða. Þeim er ofboðið
með ofmiklum kröfum og skiln-
ingsleysi og þau mega oft sæta
aðkasti.
Vísar veginn
til afbrota.
Þessi vanræksla vísar þeim
iðulega veginn til afbrota
og annarrar andfélagslegrar
hegðunar á unglingsárunum.
Eg veit ekki hvort menn hafa
gert sér nægilega ljóst að und-
irrót margra unglingaafbrota er
einmitt hér að finna. Auk þess-
ara barna eru önnur, sem þarfn-
ast sérstakrar aðstoðar í
kennslu. Þar má nefna þau les-
blindu, þau málhöltu og mörg
önnur eru í þessum flokki.
í fimmta lagi er rétt að minn-
ast á aðbúð fávita og örvita.
Nokkuð hefir þegar verið gert
í þeim efnum, en afar margs
er þó enn vant.
Þetta var óskalistinn. Og eins
og þið hafið heyrt, er hann ó-
hugnanlega langur. Það krefst
feiknarlegs átaks, samhugs og
þolgæðis að kippa þessum mál-
um í viðunanlegt horf. Auk
stofnananna, skólanna og ánn-
arra ráðstafana þarf talsvert
stóran hóp af sérmenntuðu
starfsliði: læknum, sálfræðing-
um, félagsfræðingum, hjúkrun-
arfólki, kennarum og fóstrum.
Við megum
ekki bíða.
Við megum ekki ímynda okk-
ur að hér dugi brjóstvitið eitt,
heilbrigð skynsemi, góðvild og
manngæzka. Það þarf þekkingu
til viðbótar. Langur tími mun
líða unz við sjáum allar þessar
hugsjónir rætast. En við því er
ekki að gera. Róm var ekki unn-
in á einum degi. En það réttlæt-
ir engan veginn að við höldum
að okkur höndum og biðum á-
tekta. Nú þegar er nauðsynlegt
að við lítum yfir verkefnalist-
ann og tökum að velja þau úr,
sem mest eru aðkallandi. Að
mínu viti eru það tvö þeirra sem
enga bið þola. Annars vegar, að
sjá öllum þeim börnum, sem
ekki geta notið venjulegi'ar
skólafræðslu, fyrir viðeigandi
fræðslu, hins vegar að komið
verði upp hið bráðasta vönduðu
hæli fyrir alvarlega hugsjúk
börn og börn sem haldin eru
rótgrónum hegðunarvandkvæð-
um.
Varðandi fyrra atriðið, skilst
mér að almenningur eigi kröfu
á hendur hinu opinbera' Fyrst
börn eru að lögum fræðslu-
skyld frá 7 ára aldri til 15 ára
og hið opinbera hefir tekizt á
hendur að sjá þeim fyrir
fræðslu, hlýtur að mega ætlast
til þess að sú fræðsla sé þannig
að hún nýtist barninu, en verði
því ekki til skaðsemdar. Ætti
varla að þurfa að fara um þetta
fleiri orðum, svo augljóst virðist
það vera. Vera má að gera megi
svipaðar kröfur á hendur hinu
opinbera varðandi heilsuhæli,
en þar virðist þó oft ríkja nokk-
uð önnur hefð. Sumar af hinum
þekktustu lækningastofnunum
okkar eru reistar fyrir sam-
skotafé félaga og einstaklinga,
sem barizt hafa ótrauðir fyrir
hugsjón sinni. Nægir þar að
nefna Vífilsstaði og Reykja-
lund.
Það sem
veigamest er.
Trúlegt er að margir séu
orðnir langþreyttir á söfnunar-
leiðöngrum, merkjasölu, happ-
drætti og öllu slíku, og sízt væri
það að undra. E. t. v. er þægi-
legra að hið opinbera seilist
þegjandi niður í vasa skatt-
greiðandans eftir fáeinum krón-
um. Eg veit ekki hvort er betra,
enda finnst mér það ekki skipta
máli. Hitt er aftur á móti öllu
veigameira, að við gerum upp
við okkur hvort við teljum okk-
ur ekki orðna þess umkomna
að veita börnum okkar viðun-
andi uppeldi. Og hvort við get-
um lengur réttlætt að láta þau
mál sitja á hákanum. Þegar á
allt er litið skiptir auðvitað
mestu máli að sú þjóð, sem upp
vex, verði hraust og heilbrigð
bæði á sál og líkama. Sé hún
það, er framtíð íslands borgið.
Sé hún það ekki, ja, —'að hvaða
gagni koma okkur þá allir okk-
ar togárar, verksmiðjur og önn-
ur atvinnutæki.
! Þá er að byrja á byrjuninni,
landar góðir, koma upp vönduðu
lækningahæli, og þegar það er
fengið ráðumst við á næsta
verkefni, unz síðasta áfanga ér
náð.
Forusta Bama-
verndarfélagsins.
Mér er nú sérstakt fagnaðar-
efni að geta lokið þessu spjalli
með því að bera ykkur góða
frétt. Læknipgaheimili það, sem
eg hefi farið svo mörgum orð-
um um, er ekki algjörlega loft-
kastali. Svo er mál með vexti,
að Barnaverndarfélag Reykja-
víkur hefir leyft mér að til-
kynna, að það hefir ákveðið að
leggja fram krafta sína máli
þessu til styrktar. Þar eignumst
við ótrauðan stuðningsmann,
því að eins og margir munu
vita, hefir þetta félag hrundið
mörgum góðum málum, börnum
til blessunar, góðan spöl áleiðis.
Það mun ætla að leggja á’itlega
fjárfúlgu í sjóð til stofnunar
lækningaheimilis fyrir andlega
sjúk börn. Væri nú ekki tilvalið
að fleiri félög legðu hönd á
plóginn og legðu fram nokkra
upphæð til viðbótar, svo að
hægt væri að fara dálítið mynd-
arlega af stað?
Sigurjón Björnsson.
Nýkomið
Gas og súrhylki
= HÉÐINN =
Vélaverzlun
simi 84260
Bækur Menningarsjúðs 1960
FÉLAGSBÆKUR
Félagsbækiir Bókaútgáfu Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins eru komnar út. — Félagsmenn í
Reykjavík eru góðfúslega beðnir að vitja bóka smna
í afgreiðsluna, f Iverfisgötu 21.
Auk Andvara, Aímanaks og bókar um Þýzkaland,
Austurríki og Sviss í flokknum „Lönd og lýðir (höf.
Einar Ásmundsson hrlm.), geta félagsmenn valið
tvær af eftirtöldum bókum:
1. Hreindýr á íslandi, eftir Ölaf Þci'valdsson.
2. Mannleg náttúra, sögur eftir Guðmund
Gíslason Hagalín.
3. Sendibréf frá Sandströnd, skáldsaga eftir
Steíán Tónsson.
4. Á Blálandshæðum, ferðabók frá Afríku eftir
Martin Johnson.
5. Jón Skállioltsrektor, ævisaga eftir Gunnar M.
Magnúss.
Árgjaldið er kr. 190.00 fyrír félagsbækurnar
óbundnar, kr. 280,00 í bandi.
AÐRAR ÚTGÁFUBÆKUR
Ritsafn Theodóru Thoroddsen. Dr. Sigurður Nor-
dal gaf út og ritar um skáldkonuna.
Otsöluverð kr. 225.00 í skmnlíki, 280.00 í skinn-
bandi.
Ævintýraleikir eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Mynd-
ir eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur.
Útsöluverð kr. 42.00 ób., 58.00 í bandi.
Sólarsýn, kvæði Bjarna Gizurarsonar í Þingmúla.
Jón M. Samsonarson gaf út.
Otsöluverð kr. 75.00 í bandi.
Hamskiptin, saga eftir Franz Kafka. Hannes Pét->
ursson þýddi.
Otsöluverð kr. 75.00 í bandi.
Félagsmenn fá þessar og eldri útgáfubækur for-
lagsins með 20—25% afslætti.
Komið í afgreiðsluna, Hverfisgötu 21,
og gerið góð kaup. j
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins