Vísir - 28.11.1960, Page 11

Vísir - 28.11.1960, Page 11
'T Mánttdaginn 28. nóvember 1960 VlSIB 11 Abalmanntal <i Islandi áril 1960 tekil 1. des. Fyrsta mamital hér á laitdi tekiö 1703. Fimmtudaginn 1. desember 1960 fer fram aðalmanntal um allt land, og er fcað hið 21. í röð slíkra manntala hérlendis. Fyrsta manntalið var tekið árið 1703 að tilhlutan þeirra Áma Magnússonar og Páls Víáalíns. Er það með allra fyrstu manntölum — í nútíma- skilningi þess orðs — sem tekið hefur verið, og það var á ferð- inni heilli öld áður en flest fyrstu manntöl annarra landa voru tekin. Tilgangnr aðalmanntals. Tilgangur aðalmanntalanna, sem að jafnaði hafa verið tekin 10. hvert ár, er allt annar en tilgangur hinna svo nefndu ársmanntala, sem prestar og basjárstjórar tóku, þar til Þjóð- skráin tók við þessu hlutverki þeirra árið 1953. Með hinum árlegu manntölum presta og bæjarstjóra var aflað upplýs- inga um nöfn og heimili borg- aranna og um fáein önnur at- riði, sem nauðsynleg voru, vegna skattlagningar og ann- arrar stjórnsýslu. í þessum ár- legu gögnum eru hins vegar engar upplýsingar um margt, sem miklu máli skiptir að fá vitneskju um, svo sem um stærð og samsetningu heimila og fjölskyldna, atvinnu og menntun fólks, um húsakost þjóðarinnar o. fl. Um allt slikt er aflað upplýsinga með töku sérstaks manntals 10. hvert ár. Tílhögun manntalsskráningar. Þátttaka almennings. Bæjarstjórnir sjá um fram- kvæmd manntalsins í kaup- stöðum, en annars staðar sókn- arprestar með aðstoð oddvita og hreppstjóra. Manntalsstjóri hvers umdæmis, þ. e. hlutað- eigandi bæjarstjóri eða sókn- arprestur, skipar teljara, sem á manntalsdegi hinn 1. desem- ber fara í öll hús umdæmisins og skrá upplýsingar um alla einstaklinga, bæði þá, sem heimilisfastir eru í viðkomandi húsum, og þá, sem eiga lög- heimili annars staðar en stadd- ir eru í umdæminu á mann- .talsdegi. Um lgið skrá teljarar upplýsingar um hvert hús og íbúðir þess. Teljarastarfið er trúnaðarstarf, sem enginn get- ur skorazt undan, sem til þess er hæfur. Með hliðsjón af mik- ilvægi teljarastarfsins. og því, að það er innt af hendi á einttm degi tíunda hvert ár, er vohazt til þess, að menn telji það ekki' eftir að vera kvaddir til að gegna þessu starfi. Ahnenningur getur létt starf teljaianna á ýmsan hátt, t.- -d. með því að kynna sér, hvað um er spurt, og hafa tiltæk svör við spurningum manntalseyðu- blaðsins. Þá er það og mjög áríðandi, að húsráðendur sjái um, að allir sem hafast við í hásnæði þeirra séu teknir á skrá. Eitt af því, sem mestu skiptir í sambandi við aðai- manntalið, er að enginn skrán- ingarskyldur einstaklingur falli undan skráningu. Þeir, sem ekki eru heima, þegar teljara ber að garði, eru beðnír að skilja eftir hjá hús- ráðanda £ða öðrum heimilis- manni blað með öllum þeim upplýsingum um sjálfan sig, sem rita skal á manntals- skýrsluna. Það, sem spurt er v.m. Á manntalsskýrsluna skal rita nafn og hjúskaparstétt, fæðingarsíað, trúféiag og rík- isborgararétt. Enn fremur upp- lýsingar um fjölskyldutengsl innan heimilis og um heimilin sem slík. Allar konur, ógiftar, giftar og áður giftar, tilgreini hve mörg börn þær hafa alið (lifandi fædd), og allar giftar konur, sem eru samvistum við mann sinn, tilgreini á sama hátt hve mörg börn þær hafi alið i núverandi hjónabandi. Enn fremur tilgreina þær giftingar- ár. Þá eru upplýsingar um at- vinnu og aðra tekjuuppsprettu fólks, en þær eru einn mikil- vægasti þáttur manntalsins. Upplýsingarnar eiga að miðast við vikuna 20.—26. nóvember. (síðasta heila vikan fyrir mann- talsdag), en auk þess á að skýra frá atvinnu í júlí og marz 1960. Ætlunin er að fá ekki að- ’ eins mynd af störfum manna vikuna fyrir manntalsdag, held- ur einnig á tveim öðrum tím- um ársins, aðallega til að leiða í ljós árstíðarbreytingar í at- vinnustarfseminni og þátttöku barna og unglinga í henni, en hún er nú orðin mjög mikil. Hefur eklri áður verið spurt um ; þetta víð töku manntals. —j Upplýsa skal atvinnu allra, barna og fullorðinna, og þeir, sem viniia aðeins hluta fuiis- -■( starfstíraá, skulu gera grein;-, fyrir atvinnu sinni jafnt og hinir. Ilúsmæður, sem stundg j átvinnu utan heimijjs, geriÁ ‘ grein fyrir henni; og:þ>að þótj j um sé að ræða smávægis. stör£;, Þeir, setn stuiula fleira err eift "étarf samtímis, eiga aðeins að lilgreiná eitt þeirra —i^þaS, sém 'mestu ífiáli 'ákiþtir. '■ ';ó ■ Atvinnan skal fyrst og fremst gefin til kynna með því að rita nafn og tegund fyrirtækis eða stofnunar, sem unnið er hjá. Þá skal upplýsa, hvort um er að læða atvinnurekanda eða launþega, ásamt nánar tiltekn- um viðbótarupplýsingum. Enn fremur upplýsist tegund starís í viðkomandi fyrirtæki eða stofnun, þ.e. hvers eðlis starfið er. Kemui' þetta stundum fram í starfsheiti manna, og nægir þá að tilgi-eina það, en oft þarf viðbótarskýringu til þess að fullnægjandi sé. Ekki er t.d. nóg að tilfæra „verkamaður“, heldur t.d. „verkamaður við upp- og útskipun“, „verkamað- ur við götugerð“ o. s. frv. Ekki „skrifstofumaður“, heldur t.d. „bókari“, „gjaldkeri“ o. s. frv, Ekki „sjómaður“, heldur „há- seti“, „bátsmaður“, „matsveinn“ o. s. frv. Sama gildir um fjölda- mörg önnur starfsheiti. Þá er spurt um nám og tek- in próf. Þeir, sem nú eru við framhaldsnám, skýri frá því. Þéir, sem lokið hafa einhverju framhaldsnámi, skýri frá hæsta almennu prófi. Loks skal skýra frá öllum prófum í sér- greinum, ef um þau er að ræða. Á bakhlið manntalseyðu- blaðsins skal loks skrá upplýs- ingar um húsið og íbúðir þess. Hér er með öðrum orðum á ferðinni ekki aðeins manntal, heldur einnig hústal, sem tekur þó aðeins til mannabústaða. Heilbrigðir fætur eru undirstaða vellíðunar. — Látið þýzku Berkenstork skóinnleggin lækna fætur yðar. Skóinnleggstofan Vífilsg. 2 Opið alla virka daga frá kl. 2—4.30. dt SKIPAUTGCKÐ RIKISINS Baídur fer til Hellissands, Hvámmsfjarðar og Gils- .fjarðarhafna á morgun.. Vörumóttáka í dag. 'ý'l: 12 tegujuUr-'' g ... fjölb^pyttir litir. 1 - ju >ú ■.' /f; yuí SpaHsjóðurmn „PUNDIÐ" við Klapparstíg. Ávaxtar sparifé með hæstu innlánsvöxtum. Opið daglega frá kl. 10,30—12 og 5—6,30. Pantanir óskast sóttar ,V, sem fyrst. t: Höfum nú fyrirliggjandi nokkrar samlagningavélai? af hinni alkunnu gerð, EVEREST. Handvélarnar eru mjög ódýrar. 8x9 Cr. — 4.864.00 10 x 11 Cr. — 5.632.00 , ! Vélar þessar eru sérlega hentugar fyrir verzlanir og afgreiðslur, og eru i senn mjög snotrar, liprar og handhægar. &J&L£4l SKREFSTOFUVELAR Laugavegi 11, sími 18380 — 24202. Ljóstæknifélag íslands: FIJIMDIIR verður líaldinn þriðjudaginn 29. nóvember 1960 f Húsmæðrakennaraskóla íslands, Háuhlíð 9, og hefstj kl. 20,30. FUND AREFNI: ■ Lýsing og Ijóstækni í heimilum Fulltrúum frá Húsmæðrakennaraskóla íslands og nemendasambandi hans er sérstaklega boðið á fundinn. — Tilhögun fundarins verður: 1. Tvejr fulltrúar húsmæðra leggja spurningari . ’ ; fyi'ir þrjá sérfræðinga. -) ' 2. Kaffihlé. ' 3. Fundarmenn mega sénda inn skriflegar spurn-* ,v yýingai'eða táka þátt í frjálsum umræðum. .. .... ''J ■: y:> • . I úppþaii .fpndarins'mun íormaður félagsins, Stein- ■'í: ígtímúiý Jéijsspn, rajfmagnsstjóri, ávarpa fundinn. - r -Tákið'-ínfcS^ykkiir géstil Nýir félagar eru velkomnir! ;—:—Stjórnin. S^rfnir eru: Skúli;. Norðdahl,.sarkitekt. :j GísJi Jónsson, verkfræðinguiy Gísli Sigurðsson, raf virk j ameistari.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.