Vísir - 16.01.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 16.01.1961, Blaðsíða 1
12 síður q i\ I y 12 síður 51. árg. Mánudaginn. 16. janúar 1961 12. tbl. Verkfall hófst í nóii . ^ hjá báiasjómönnnm. Frá Noregi: Hagstæiasta ár síðan 1947. Frá fréttaritarar Vísis. Osló á laugardag. Norski fjármálaráðherrann, Petter Jakob Bjerve, hefir ný- lega lýst því yfir, að síðastliðið ár hafi verið það hagstæðasta í sögu norskra efnahagsmála síðan 1947. Sérstaklega hafi aukningin í þjóðarframleiðsl- unni verið athyglisverð, Neyzlan hefir einnig aukizt mikið á sl. ári, án þess að þetta hafi á nokkurn hátt komið fram í hækkuðu vöruverði. Það, sem sérstaklega hefir breytzt al- [menningi í hag á árinu er at- vinna, sem hefir aukizt, og all- ar líkur eru á því, að atvinnu- leysi í vetur verði mun minna en í fyrravetur. Arangurslaus 12 stunda sátta- fundur í nótt. Fundur boðaður aftur í kvöld. Verkfall hófst á miðnœtti s.l. nótt hjá bátasjómönnum í nœr öllum útgerðarbœjum á land- inu. Á morgun og til þess 20. þ. m. leggst vinna niður hjá sjómönnum í útgerðarbœjum, sem eftir' eru. Keflavík er eini útgerðarbœrinn á Suðurlandi, þar sem verkfall hefur ekki ver ið boðað enn. Sáttafundur var haldinn í gær og stóð hann frá kl. 5 e. h. til kl. 5 í morgun. Á fundinum var aðallega rætt um aukakröf- ur sjómanna en aflaprósentan látin liggja milli hluta. Fundir verða haldnir síðdegis í dag í samninganefndum, hvorri fyrir sig og í kvöld kl. 9 hefst svo sáttafundur aftur. Það vill svo til, að verkfalls- ins verður lítið vart í verstöðv- um eins og komið er. Ekki hef- Um 50,000 flóttamenn frá Kúbu eru * borginni Miami einni í Bandaríkjunum, og biða þeir þar þess dags, er land þeirra verður frjálst aftur. Margir þeirra æfa vonpaburð pg hér á 'mytedinní sést maður æfa sig t hnífakasti. Kúbuvinir í Banda- rikjunum hafa mótmælt þess- um æfingum. Ratsjárturn með 27 mönn- um hverfur í ofviðri. F«r úti fyrir ttusittr- strönd Mtunduríhjun n u - [ur verið hægt að róa síðustu j daga vikunnar vegna storma og , í dag hefði heldur ekki verið ' fært á sjó Sunnanlands. Útilegu bátarnir liggja allir i höfn. Verkfall hófst í nótt á eftir- töldum stöðum: Akureyri, Akra nesi, Hafnarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Eskifirði, Neskaup stað, Fáskrúðsfirði, Hornafirði Vestmannaeyjum, Þingeyri Hnífsdal, Hólmavík, Dalvík Grundafirði, Ólafsvík, Hellis sandi, Stykkishólmi, Stöðvar firði, Seyðisfirði og ÞorlákS' höfn. Á morgun hefst verkfall ! hjá ísfii’zkum sjómönnum. Þann 117. hefur verið boðað verkfall !í Bolungarvík, Patreksfirði og Matsveinafélaginu SSÍ. Þann 18. hefur verið boðað verkfall á Breiðdalsvík, Flateyri, Súg- ! andafirði, Reyðarfirði, Húsavík, |Reykjavík, Bíldudal. Þann 19. hefur verið boðað verkfall í [Súðavík og þann 20. í Sand-. gerði. í Keflavík hefur ekki verið boðað verkfall. Allar likur benda til, að í nótt hafi farizt 27 menn, sem voru í ratsjártumi um 80 mílur út af New York, Tuminn var f Um 25 metra hár frá yfirborði sjávar. Veðurskip í 12 mílna fjar- lægð fékk neyðarskeyti frá á- höfn turnsins, og 'hafði svo sam- Réðist inn al nauðga og reyndi fóstrunni. Rétt um miðnætti aðfaranótt sunnudagsirss kærði ung stúika til lögreglunnar líkamsárás á sig, þar sem hún var ein í 'íbúð að gæta harna. Stúlka þessi sem er innan við tvítugt býr í Hlíðunum. Hafði hún verið iengin í næsta hús að gæta barna á meðan húsráð- endur fóru út að skemmta sér. Laust fyrir miðnættið sagði stúlkan að barið hafi verið á útidyrahurðina. Fór hún fram og cpnaði, ón þá ruddist inn maður méS ’bárðástóran hatt og trefii eða tusk .! bundið um and- litið. Réðist hann strax á hana og reif af henni föt, en rétt á eftir heyrðist eitthvert hljóð utan dyra. Varð árásarmaður- inn þá hræddur og flýði. Stúlkan hljóp dauðskelkuð heim til sín og þaðan var hringt þegar í stað til lögregl- unnar. Farið va>. strax með stúlkuna í Slysavarðstofuna og komu þar ekki fram nein al- varleg meiðsl og sýnilegt að ekki hafði verið um nauðgun að ræða. Hinsvegar var hún með nokkra rauða bletti eftir átökin og eins og oð framan getur , fðt hennar illa rifin. band við hana i þrjá stundar- fjórðunga, en svo rofnaði það skyndilega. Þegar neyðarskeyt- ið barst var turninn farinn að svigna og bað áhöfnin um hjálp sem skjótast. Þegar flogið var yfir þar sem turninn átti að vera og varpað var niður ljós- blysum sást ekkert af honum. Hvassviðri var og sjógangur. Flugið: Ófært innanlands í morgun. Innanlandsflug liggur að mestu leyti niðri í dag vegna veðurs. Er Vísir spurðist fyrir um flugferðir í morgun, var aðeins útlit fyrir að hægt yrði að fljúga til Homafjarðar, af þeim stöðum sem annars hafði verið ráðgert að fljúga til. Ófært var til Akureyrar og Siglufjarðar. Sama var að segja um Vestmannaeyjar. Áætlað var flug til ísafjarðar, en iUa horfði í morgun með að hægt myndi að fljúga þangað. Utanlandsflug mun hins veg- : ar hafa verið óhindrað. Verkfailsfrestun synjað. Frá fréttaritara Vísis. Ólafsvík : morgun. — Verkfall hófst í morgun hjá Verkalýðsfélagi Jökli. Útgerð- armenn fóru fram á ao verk- fallinu yrði frestað a. m. k, til 18. b.m. en því var synjað. Hér hefur verið stormasamt, en bátarnir voru þó á sjó á föstudag í vondu veðri. Framleitt hefur verið í Bandaríkjunum sérstakt efni, sem gengur undir nafninu „Pluton“. Hér er um að ræða sérstaka tegund vefnaðar, sem þolir næstum livaða hita. sem er um að ræða. Bráðnu stáli hefur verið hellt á bað, en stál- ið storknar án þess að brenna sig ' gegn. Myndin sýnir, þeg- ar gaslogi er borinn að efninu, en hann kveikir ekki heldur í. Efmð má einnig nota til styrkt- ar í vefnaði af annúri gerð, þótt gert sé ráð fyrir að það inuni að mestu verða notað ó- mengað til einangrunar * ýms- um iðnaði, því að auk þess sem það brennur ekki, cr það líka slæmur hitaleiðari. Mörg hundruð þúsund kr. tjón af eldsvoða í nótt. Líkur til að um íkveikju hafi verið að ræða. f nótt brann vefnaðarvöru- verzlun hér í bænum og er tal- ið að þar hafi brunnið verð- mæti fyrir 700—800 þúsund kr. fyrir utan húsið sjálft sem er stórskemmt af eldi, ef ekki ónýtt. Það var um klukkan hálf- fimm í nótt að leigubílstjóri frá Bæjarleiðum var á ferð um Langholtsveginn og sá þá að eldur logaði í vefnaðarvöru- verzlun sem er I litlu húsi, númer 163 við Langholtsveg- inn. í bifreiðinni hjá leigubíl- stjóranum var talstöð og gegn- um hana gerði hann slökkvilið- inu aðvart þegar í stað. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði út um glugga hússins og var mikill eldur inni í því. Ekki var búið í húsinu og ekki annað í því en verzl- unin og vörur .sem henni til- heyrðu. Munu vörumar hafa eyðilagst að mestu eða öllu, en Frh. á 11. s. J i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.