Vísir - 16.01.1961, Blaðsíða 9
M£ruiáaginn 16. janúar 1961
VtSIR
Félagið Vernd.
Erfndiskafli eftir dr. Gunnbug Þór&arsoi.
(Eftirfarandi erindiskafli, er
höfundur flutti nýlega í út-
varpsþættinum „Um daginn og
veginn“, er birtur hér að ósk
þeirra, sem standa að samtök-
unum „Vemd“, enda hefur tæp
lega verið vakin verðug athygli
á starfsemi þessa félags, sem
vafalaust á eftir að láta mikið
gott af sér leiða.)
Það mun vera í vaxandi mæli
álit sálfræðinga að vinátta og
kærleikur sé eitt mikilvægasta
veganesti, sem foreldrar geti lát
ið bömum sínum í té og sumir
leita orsaka þess að menn mis-
stíga sig á lífsbrautinni til bess,
að beir hafi ekki fengið þá
Mýju, sem þeim var nauðsvnleg
á bamsaldri.
Samtökin Vernd.
Fyrir tæpum tveimur árum
voru stofnuð samtök hér í bæn
um til hjálpar þeim mönnum,
sem komizt hafa í kast v.ið lög-
in og þióðfélagið. Samtök þessi
heita Vernd og voru það áhusa
menn um fangelsismál, samtök
kvenna og ýmsir aðrir aðilar,
sem stóðu að stofnun þessara
samtaka og er starfssvið þeirra
algjörlega bundið við þá þióð-
félagsborgara, sem hlot.ið hafa
refsidóm eða sætt ákæru og við
það miðað að stuðla að þvi að
þ.eir vinni aftur traust samfé-
lagsins.
En þá er einn megin-tilgang-
ur samtakana, að taka að sér
eftirlit með fólki, sem hlotið
hefur skilorðsbundinn dóm eða
ákæru á er frestað. — Er hér
um mjög brýn verkefni að
ræða, því það er mikill ábyrgð-
arhluti að senda óharðnaða ung
linga eða unga menn í fangelsi
innan um harðsvíraða og marg
dæmda ógæfumenn — og því
miður er það svo hjá okkur að
miklar líkur eru til þess að slík-
ir menn komi lakari menn til
baka að betrunarvistinni lok-
inni. — Er það ærið íhugunar-
efni, sem ekki skal farið nánar
út í að þessu sinni. "*
Samtökin Vernd lé*u það
vera sitt fyrsta verk að hafa
jólafagnað fyrir þessa menn og
aðra, sem hér eru meira og
minna húsvilltir á götum bæj-
arins og hafa sumir hverjir ekki
haldið jól inni á heimili árum
saman. — Og á s.l. hausti hófu
samtökin starfrækslu heimilis
fyrir fyrrverandi fanga hér í
bænum. Samtökin hafa útveg-
að þessum mönnum vinnu og
fylgzt með þeim síðan.
Dómsmálastjórn landsins hlýt
ur að vera fengur að starfi
slíkra samtaka og má vænta
þess að gott samstarf takist.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem mér hefur tekizt að afla,
hafa samtökin þegar aðstoðað
marga menn, sem hlotið hafa
fleiri en einn refsidóm, en enn-
þá hafa þau ekki getað hafið
þann þátt stárfsins, sem lýtur
að hjálp við þá, sem hljóta sinn
fyrsta refsidóm eða sæta fyrstu
ákæru og eru sem sagt byrj-
endur á afbrotabrautinni, en
þess verður væntanlega ekki
langt að bíða að sá þáttur starfs
ins geti einnig hafizt. I
Á aðfangadagskvöld s.l. höfðu
samtökin aftur jólafagnað. —
Þess má geta Reykvíkingum til
verðugs lofs, að hið nýstofnaða
B'i-h á i1 «
|aioar aögijr
☆☆☆ EFTIR VERLJS ☆☆☆
Sagan af Oscar Hammerstein 2.
) Einhver mesti áhugamaður
um söng- og leiklist í Bandríkj-
unum var Oscar Hammerstein
2., sem starfaði við leikhús þar
vestra um 40 ára skeið og lagði
af mörkiun mikið starf í þágu
söngleikja. Ljóð þau, sem hann
samdi fyrir ýmsa söngleiki,
hafa borizt um heim allan og
vakið hvarvetna ánægju og
gleði þeirra, sem kynnzt hafa.
-------Óscar fæddist 1895, og
var hann þriðja kynslóð leik-
húsættar, sem hafði getið sér
hið bezta orð á Broadway. Afi
hans, Oscar Hammersiein 1.,
var frægur um öll Bandaríkin
og raunar allan leiklistarheim-
inn, því að hann átti óperuna
á Manhattan, sem þekkt var um
allan heim. Faðir Oscars 2.,
William Hammerstein, var
þekktur leikstjóri og sama máli
gegndi um Arthur, föðurbróð-
ur hans. — — — En þótf
Hammerstein-fjölskyldan stæði
báðum fótum í leikhúsheimin*
um, hlaut Oscar ekki uppeldz
sitt í slíku mnhverfi. Þegar
hann hafði aldur til, var hann
sejndur 'í Co 1 unibia - h áskólan n
í New York og þar lauk hann
BA-prófi árið 1916. Þá var hann
ekki cnn farinn að hugsa um
að gera starf við leikhús að ein*
um ríkasta þætti ævi sinnar0
Bókmenntasaga
Framh. af 3. síðu.
þennan merka brautryðjanda á
sviði leiklistarinnar. Ætla mætti
þó að hann og verk hans ættu
heima í íslenzkri bókmennta-
sögu, ef allt væri með felldu.
Nokkm' af þeim fáu íslenzku
leikritum, sem sýnd hafa verið
í Þjóðleikhúsinu eru nefnd, en
önnur ekki — er þar um eins
ko.nar úrval að ræða? — að
minnsta kosti verður slíkur
sp.arnaður að teljast furðulegur.'
Síðast er svo langt mál um Agn- J
ar Þórðarson, sem ekki köm
I
fram sem leikritaskáld fyrr en
eftir lok þess tímabils, sem á-
grip þetta fjallar um, og að
lokum eru nokkur orð um fram-
tíð leiklistarinnar hér á landi
Þetta eru aðeins lauslegar at-
hugasemdir við lestur þessarar
bókmenntasögu, en til þess að
gera efninu fyllri skil hefði
þurft meira rúm en hér er fyr-
ir hendi. Það hefur ekki orðið
hjá því komizt, að fara allhörð-
um orðum um vinnubrögð höf-
undarins, hlutdrægni hans í vali
höfunda og yfirborðslega dóma.
En þeim mönnum er meiri vandi
á höndum en öðrum, sem taka
sér fyrir hendur að skrifa fyrir
skólaæskuna, og mega því bú-
a$t við harðari dómum. Nokkur
afsökun er höf. það að vísu, að
hann kveðst í formála hafa not-
ið góðrar aðstoðar nafngreindra
merkismanna við endanlegan
frágang handritsins, en slíkt
verður aðeins til að dreifa á-
byrgðinni og vekja furðu
margra lesenda á því, að slík
aðstoð skyldi þá ekki koma að
betra haldi en raun varð á.
Að lokum skal svo endurtekin
sú krafa til nefndar þeirrar,
sem sér um val á þeim kennslu-
bókum, sem Rikisútgáfa náms-
bóka gefur út, að hún gangist
nú þegar fyrir því, að samin
verði fullnægjandi bókmennta-
saga handa framhaldsskólum,
þar sem tryggt sé, að fullrar
sanngirni verði gætt. Það má
vel vera, að vissar klíkur telji
sig ánægðar með þetta verk,
enda hefur þess orðið vart á
ýmsan hátt, að hér séu sterk
póhtísk öfl ,að verki, sem hafa
það á stefnuskrá sinni, að flokka
íslenzka rithöfunda í sauði og
hafra, eftir þvi hvort þeir eru
innundir hjá kommúnistum
eða ekki, þess hefur m. a. mjög
gætt í úthlutun launa til lista-
manna, eins og alþjóð er nóg-
samlega kunnugt, og það er auð-
vitað sjálfgefið að þessi sömu
öfl reyni að nota skólakerfi
landsins í hinum sama tilgangi.
Það getur þvi varla verið ó-
sanngjöm. krafa til Ríkisútgáf-
unnar og formanns hennar sér
í lagi, að staðið sé vel á verði,
og bætt hið allra fyrsta úr þeim
mistökiun, sem hér hafa orðið.
Z.
2) Því er þó ekki að neita,
að Oscar tók nokkurn þátt í
leikstarfi á skólaárum sínum
og hafði gaman af. Hann lék
meðal annars í leikfélagi stú-
denta við háskólann, og síðasta
árið, sem hann var við nám,
samdi hann meira að segja leik
og ljóð fyrir félagið, og loks
var hann sjálfur í aðalhlutverk-
inu. Þó bar lítið á hæfileikum
hans enn.----------Þegar Oscar
hafði náð BA-prófinu, hélt hann
áfram námi sínu og sneri sér
að lögfræði. Lauk hann prófi í
þeirri grein og starfaði síðan
í eitt ár í lögfræðiskrifstofu.
Virtust þá engar líkur til, að
hann mundi feta i fótspor feðra
sinna. Meðan hann starfaði í
lögfræðiskrifstofunni, tók hann
engan þátt í leikstarfi áhuga-
manna eins og í skóla.---------
Loks var svo komið snemma á
árinu 1918, að hann komst að
þeirri niðurstöðu, að hanu
ætlaði að helga sig leikhús*
starfi Hann leitaði þá ráðat
hjá föðurbróður símun, Arthur,
sem hafði forgöngu um svið-
setningu margra leikrita. Art*
huri fannst Oscar nú vera far>
inn að vitkast og bauðst til að
hann vildi læra starfið al*
mennilega.
3) Oscar afréð að þiggja gott
boð föðurbróður síns, og þar
með gerðist hann einskonar
handverksmaður leiklistarinn-
ar. Hann afréð að læra öll störf,
sem vinna þyrfti og vann þá
til dæmis sem leiktjaldamálari,
leiksviðsstarfsmaður og raf-
virki. Loks var hann látinn
setja léttan gamanleik á svið,
en sjálfur skrifaði hann ekk-
ert, enda var það skilyrði af
hálfu föðurbróður hans. — —
— Síðla árs 1919 taldi Oscar
sig orðinn nægilega þroskaðan
til að semja leik. Þetta varð
fjögurra þátta verk, sem gefið
var nafnið „Ljósið“. Vestra cr
venjan, að leikrit sé prófuð
annars staðar en á Broadway.
Ef vel gengur annars staðar,
er leiðin opin til Broadway.1
Ljósið kviknaði aldrei á Broad-
way, en Oscar lét ekki hugfall-
ast heldur ákvað að læra af
ósigriniun. ---------í stað þess
að Icggja árar í bát tók hann
einmitt til óspilltra málanna og
samdi næst þrjá söngleiki a®
öllu leyti, samdi Ijóðin hvað þá
annað. Þannig fór fyrir þess*
um leikjum, að þeir gengu allir
vel og varð af þeim góður
hagnaður og var þó ekkert sér*
staklega í þá varið. En þeir
færðu óyggjandi sönnur á, að
Hammerstein bjó yfir hæíi-
leikum, sem fóru jafnt og þétt
í vöxt. (Frh.). i