Vísir - 25.01.1961, Síða 7
Miðvikudaginn 25. janúar 1961
VlSIR
ALÞIIUGISTfÐIHIOI VfSJS
Alþýðubandalagið vildi draga
úr fjárfestingunni árið 1958.
Framsókn viltli spttvntt viö
neysEu luntlsntttnntt.
Fyrstu umræðu neðri deildar
Alþingis um bráðabirgðalög rik
isstjórnarinnar frá 5. janúar
lauk í gær. Eins og þingfréttir
bera með sér voru umræðumar
komnar langt út fyrir efnið og
orðnar að einskonar eldhúsdags
umræðum um efnahagsmál.
Einar Olgeirsson talaði fyrst-
ur í gær og hélt áfram þaðan,
sem frá var horfið í ræðu hans
við frestun umræðunnar í fyrra
dag.
Ræddi Ein.ar almennt um við-
skiptahalla þjóðarbúsins. Sagði
hann að þjóðin hefði getað kom
izt hjá honum með því að beina
viðskiptum sínum við jafnvirð-
iskaupalöndin í austurvegi.
En þrátt fyrir þessa reynslu
af hallaviðskiptum við frjálsa
markaðinn hefðu hagfræðingar
ríkisstjórnarinnar lagt að henni
að beina viðskiptum sínum enn
meira þangað með því að gefa
verzlunina fi'jálsa. Kvað Einar
fslendinga ekki hafa nokkra
tryggingu fyr.ir því að þeir geti
seit þangað fvrir jafnmikið og
þaðan er keypt. Það væri því
verið að bjóða viðskiptahallan-
um heim. Nákvæmur áætlun-
arbúskapur í utanríkisviðskipt-
um er nauðsynlegur, sagði Ein-
ar Olgeirsson.
Því ’næst ræddi hann um
fjárfestinguna og komst að hlið-
stæðri niðurstöðu og um utan-
ríkisviðskiptin að skipuleggja
yrði fjárfestinguna meira en
gert hefur verið. Ríkisvaldið
yrði að gera áætlanir um fjár-
íestingu landsmanna nokkur ár |
fram í tímann.
Um lánamál rikisins sagði
Einar: Það er ekki rétt hiá við-
skiptamálaráðherra að þjóðin
hafi ekki átt kost á erlendu
láni árið 1958. Við gátum þá |
fengið lán. Það var ekki verið,
að arðræna okkur, vextirnir
voru iágir. En viðskmtamála-
ráðherra og ýmsir aðrir voru
orðnir samdauna þeim hugsun-
arhætti sem i'íkir í A'þióða-
bankanum og hjá bandaríska
bankaauðvaldinu að ekkert
væri !án, sem ekki væri veitt
með 5% vöxtum
Það er senniieffa rétt að við
gátum ekki fengið lán á Ame-
ríku. en við ffátum fensið sott ■
3án, eðlileg !án. annars staðar.
Að lokinni j-feðu Einqr.s gerði
Evsteinn Jónsson stutta athuga
semd, sem að mestu levti
fólst í sDurningum til við-
ski nta mál a r áðherr a
Síðan tók Gvlfi Þ. Gíslason
. viðskintamálaráðherrn til máis.
Ráðherrann var tilnevddur
að endurtaka vmislegt af því
sem hann hafði sagt i fyrri ræð
um við þessar nmræður. bví að
.stjórnai'andstæðingar, sem til
.máls tóku gerðu sér far um að
snúa út úr ummælum hans og
beita hártogunum í málflutn-
ingi. Verður sá hluti ræðu
Gylfa ekki rakinn hér, en ráð-
herrann gaf mjög athyglisverð-
ar upplýsingar um stefnu
Framsóknar og kommúnista í
vinstri stjórninni.
Þegar efnahagsniálin voru
til luuræðu í stjórninni og
rætt var uni leiðir til að
draga úr verðbólgunni og
gjaldeyrishallanum, Iayði AI
þýðubandalagið til að dreg-
ið yrði úr fjárfestingunni en
Framsóknarmenn kusu held-
ur að dregið yrði úr neyzlu
landsmanna. Þess vegna
voru alþýðusamtökin beðin
um að gefa eftir nokkur vísi
tölustig.
Þetta sýnir að flokkarnir
skildu hvað var að gerast, sagði
ráðherrann, þótt þeir láti nú
eins og efnahagslifið þurfi
engra læknisaðgerða við. I
framhaldi af þessu saka svo
stjórnarandstæðingar ríkisstj.
um eindæma hörku og óbilgirni
er hún leyfir sér að draga lítil-
lega úr neyzlu og fjárfestingu
til að bæta efnahagsástandið.
Þó hefur rikissjt, ekki beitt sér
fyrir meiri samdrætti í neyzlu
og fjárfestingu, en nauðsynlegt
gat talizt.
Sem svar við spurningu Ey-
steins Jónssonar sagði ráðh. að
ríkisstj. myndi ef tök yrðu á
stofnsetja -samskonar lána-
breytingakerfi vegna landbún-
aðar og iðnaðar og yerið er að
setja upp til að styðja sjávar-
útveginn. En allir hljóta að
vera sarnmála um að sjávarút-
vegurinn þurfti að ganga fyrir
í þetta sinn, sagði viðskipta-
málaráðherra.
Þetta verður þó því aðeins
hægt að jafnvægi í peningamál
unum innanlands náist og
Seðlabankinn verði sterkari.
Þórarjnn Þórarinsson tók
næstur til máls.
Hann kvað vera til fleiri
leiðir til úrlausnar okkar efna-
hagslegu vandamálum, en þær
tvær, að draga úr neyzlu ann-
ars vegar og fjárfestingu hins
vegar.
Frjáíslyndir hagfræð.ingar,
sem nú glíma við efnahags-
vandamál Bandaríkjanna
leg#ja áherzlu á aukna fram-
leiðslu og útflutning.
Síðan spurði Þórarinn: Hvaða
erlendir íjármálamenn töldu
lánstraust okkar búið 1958. A
hvaða upplýsingum voru svör
þeirra byggð?
Viðskiptamálaráðherra tók
til máls og benti Þórarni á að
svörin við spurningu hans væri
hægt að fá hjá Evsteini 'Jóns-
syni þáv. fjármálaráðherra.
Hann hafði forystu um lán-
tökur í v-stjórninn.i. Honum
mistókst svo að taka varð lán,
sem bæði ég og hann vildum
ekki þurfa að taka aftur þótt í
boði væru.
Eysteinn fékk að gera ör-
stutta athugasemd við þetta,
annars. hafði hann talað þrisv-
ar í þessari umræðu.
Vildi hann ekki kannast við
að v-rstjórnin hefði tekið ein-
hver óeðlileg lán á sínum tíma.
Og það var ekkert erfiðara að
fá lán 1958 en oft áður.
Einar Olgeirsson talaði síð-
astur þingmanna við þessa um-
ræðu. Síðan var mál.ið samþ.
til 2. umr. og fjárhagsnefndar
og fundi slitið.
Dðgskrá Al-
Starfsemi Loftleiða 1960:
Farþegar á árinu 40.773,
aukningin nemur 15%.
Farþegar 1959 voru 34.498 - vöruflutningar
jukust m 15% og póstfl. um 25%.
Yfirlit hefir nú verið gert um
flutninga Loftleiða árið sem
leið, og kemur i ljós að veru-
leg aukning hefir orðið, miðað
við fyrra ár.
Loftleiðir fluttu 40.773 far-
þega frá 1960, en það er 5.575
farþegum fleira en árið 1959
og nemur aukningin 14.8%.
Vöruflutningarnir árið 1960
reyndust um 363 tonn og nem-
ur aukningin frá fyrra ári
15.2%. Póstflutningar jukust
einnig úr 32 í rúm 40 tonn.
Ferðafjöldinn var svipaður og
árið 1959, en vegna hins aukna
farþegarýmis Cloudmaster
flugvélanna tveggja, sem tekn-
ar voru í notkun á árinu, lækk-
aði heildartala sætanýtingar
lítið eitt, eða frá 70.4 í 65.3%.
Fjöldi floginna kílómetra var
svipaður og árið 1959.
Heildarniðurstöðurnar eru
hagstæðar og spáð góðu um
framtíðina.
Núverandi vetraráætlun lýk-
ur 31. marz nk., en á tímabil-
þingis í
inu frá 1. apríl til 31. okt. 1961
er gert ráð fyrir að haldið verði.
uppi 8 vikulegum ferðum fram»
og aftur milli Ameríku og Ev-
rópu. Flognar verða 8 ferðir á
viku fram og aftur milli Ham-
borgar, K.hafnar, Oslóar og:
Reykjavíkur, tvær ferðir milli.
Gautaborgar, Glasgow og:
Reykjavíkur, ein ferð milli
Reykjavíkur, Stafangurs, Am-
sterdam, London, Luxemborg-
ar og Helsingfors, og 8 ferðir í
viku milli Reykjavíkur og:
New York.
Gert er ráð fyrir að þrjár
Cloudmasterflugvélar verði:
notaðar til áætlunarferða þess-
ara, og ef svo fer sem að líkumi
lætur, að eftir 1. apríl verði.
eingöngu notaðar Cloudmaster-
flugvélar til áætlunarferða
J Loftleiða, þá er þar með lokið!
löngum og farsælum stafsferli.
Skymasterflugvélanna i þjón-
; ustu Loftleiða, sem hófst með>
fyrsta áætlunarlugi Iieklu tiJ:
Kaupmannahafnar 17. júní 1947'
Dagskrá Sameinaðs Alþingis
miðvikudaginn 25. jan. 1961, kl.
m> miðdegis:
1. Fyrirspurnir:
a. Framlag frá Bandaríkj.
b. Lán til framkvæmda.
c. Lán frá Bandaríkjunum.
2. Vaxtakjör atvinnuveganna,
þáltill. Hvernig ræða skuli.
3. Ákvæðisvinna, þáltill. —
Hvernig ræða skuli.
4. Varnir gegn landspjöllum
af völdum Dyrhólaóss, —
þáltill. Frh. einnar umr.
(Atkvgr. um ‘nefnd).
5. Veiði og' verkun steinbíts,
þáltill. Frh. einnar umr.
(Atkvgr. um nefnd).
6. Endurskoðun laga um vegi,
þáltill. Frh. einnar umr.
(Atkvgr. um nefnd).
7. Utanríkisráðuneyti íslands
og fulltrúar þess erlendis,
þáltill. Frh. einnar umr.
(Atkvgr. um nefnd).
8. Byggingarsjóðir, þáltill. —
Ein umr.
9. Jafnvægi í byggð landsins,
þáltill. Ein umr.
10. Iðnrekstur, þáltill. Ein umr.
11. Rannsókn fiskverð,s, þáltill.
Ein umr.
12. Leiðbeiningastarfsemi i nið-
ursuðuiðnaði, þáltill. Ein
umr.
13. Rannsókn á magni smásíld-
ar, þáltill. Ein umr.
14. Reiðvegir, þáltill. Ein umr.
15. Radíóviti á Sauðanesi, þál.-
till. Ein umr. j
16. Skattar námsmanna og bæt
ur samkv. almannatrygg-
ingalögum, þáltill. Ein umr.
17. Sjálfvirlc.simstöð í Borgar-
nesi-, þáltill, Ein umr.
18. Rafvæðing Norðaustur-
lands, þáltill. Ein.umr.
Hammarskjöld bað um
indverskt lið til Kongo.
Þrjú ríki hafa krafizt tafarlaust heim-
flutnings liðs síks.
Mikil fækkun í gæzluliði
Sameinuðu bjóðanna ■' Kongó
virðist framundan, nema lið
fáist í stað þess, scm krafist er
að flutt verði burt þaðe.u og
það jafnvel fyrir næstu mán-
aðamót.
Arabíska sambandslýöveldið
hefur alveg nýlega endurnýjað
kröfu í þessu efni, og nú hafa
Marokko og Indonesia einnig
ítrekað kröfur sínar um heim-
flutning herflokka sinna
Ekkert liggur fyrir opinber-
lega um hversu Dag Hammar-
skjöld hyggst leysa vandann og
hefur engin staðtesting íengist
á crðrómi um, að hann hafi
beðið um indverskt herlið í
stað þess, sem burt verður flutt.
Þá er engan veginn v'st um
undirtektir indversku stjórnar-
innar við slíkri beiðni.
Á næsta leiti —
Hættan á borgarastyrjöld í
Kongó er enn á næsta ieiti og
mikið rætt um, að allir aðilar
leitist við að efla herstvrk sinn,
TsiOmhe i Katanga, Mobuto í
Leopoldville og Gisenga, sem
stjórnar í nafni Lumumba í
Stanleyville. Er jafnvel sagt, að
Tsjombe sé að stafna útlend-
ingahersveit.
. ,v .. É : |
Vill Lumumba
til Lenpoldville.
Dag Iiammai'skjöld reynir
sem fyrr að beita áhrifum sín-
um til þess að aðilar ræðiSt við.
Forleikur að því væri, að
Lumumba yrði fluttur altur tií.
Leopoldville, og hefur D. H.
skrifað Kasavúbú og lagt til aðt
hann verði fluttur þangaðí
þegar.
Einnig hefur D. H. skrifacS
Gisenga, sem fer með völd í!
Stanleyville, og mótmælt ó-
mannúðlegri meðferð, sem tvít-
ir menn og fleiri hafa orðið aði
sæta þar nyrðra. »
Krúsév ©g Kennedy —
Framh. af 1. siðu.
þessum viðræðum opinberlega,
Orðrómur hefir þó komizt á.
kreik um það í Washington, að
Krúsév vilji nú sem fyrr fundt
æðstu manna, og að gerðar
verði tilraunir til að ná sam-
komulagi um almenna afvopn-
un svo fljótt sem við verður
komið á grundvelli fyrri til-
lagna hans.
Meðal þeirra, sem sátu fund-
inn með Kennedy, voru Dean
Rusk utanríkisráðherra, Ches-
ter Bowles aðstoðar-utanríkis-
ráðherra og George Bundy
ráðunautur Kennedys í örygg-
ismálum ríkisins. Ennfremur
hefir Kennedy rætt við æðstu
menn landvarnanna.
Talsmaður bandariska utan-
ríkisráðuneytisins sagði í gær,
áð stefna Bandaríkjastjórnar
væri að nota venjulegar diplo-
matiskar leiðir til þess að kanna
alla möguleika fyrir samkomu-
lagi um vandamálin.