Vísir - 25.01.1961, Qupperneq 12
Skkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
LátiS hann færa yður fréttir og annað
leatrarefni heim — án fyrirhafnar af
Sími 1-1G-60.
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Miðvikudaginn 25. janúar 1961
Enn ein mynd frá liungursneyðinni í Kongó. Horfur eru nú heldur hatnandi og hermdu fréttir
uun s.l. helgi, að dagleg dánartala hefði lækkáð úr 200 í 100. — Þar sem hungursneyðin er
mest, í Kasai, eru 150,000 manna, algerlega slyppar og snauðar. Mikillar lijálpar er 'þörf áfram,
a. m. k. fram á suinar.
Var bjargað meðvit-
undarlausum úr eldi.
Eldur í Drápuhlíð 5 í nótt.
í nótt munaði engu að mað-
ur hér í Reykjavík kafnaði í
reyk eða brynni inni. Var hann
itluttur meðvitundarlaus í slysa-
varðstofuna, þar sem hann
gisti í nótt, en í dag átti að
Heggja hann inn í sjúkraliús.
Þetta er sjómaður, sem hefur
herbergi á leigu í rishæð húss-
ins númer 5 við Drápuhlíð. —
Hafði hann komið einhvern
ííma fyrri hluta nætur heim, en
síðan er ekki vitað hvað gerzt
hefur fyrr en elds verður vart
S herbergi sjómannsins klukk-
an hálf þrjú í nótt. Réðist son-
ur húsráðanda þá inn í herberg-
ið, en í því var þá þegar mik-
ill eldur og enn meiri reykur.
Fann hann sjómanninn þá liggj-
andi meðvitundarlausan á fleti
sínu og bar hann út. Var slökkvi
liði og sjúkraliði strax gert að-
vart og maðurinn fluttur í slysa-
varðstofuna. Þegar Vísir átti
tal við yfirlækni hennar í morg-
un var líðan sijómannsins enn
slæm, en hann var þó koxninn
til meðvitundar og ekki talinn
Brennuvargur
dæmdur í Bonn.
Dómstóll í Bonn hefir dæmt
Ibrennuvarg einn í fimm ára
ffangelsi.
Maður þessi, um sextugt,
Botho von Steegen kveikti í
Beethoven-safninu, sém er í
húsi því, sem tónskáldið fædd-
ist í, á sl. vori, og eyðilögðust
Þá handiit áf tónverkum o. fl„
sem virt var á 160.000 mörk.
framar í lífshættu. En hann
hafði andað að sér miklum reyk
og taldi læknirinn nauðsynlegt
að flytja hann í sjúkrahús.
Af starfi slökkviliðsins er
það að segja að því tókst fljót-
lega að kæfa eldinn, en bruna-
skemmdir urðu miklar í her-
berginu og mun flest af eigum
leigjandans hafa eyðilagst af
eldi eða þá skemmst til muna
af eldi og reyk. Að öðru leyti
tókst að hefta frekari útbreiðslu
eldsins í húsinu,
Mestar líkur eru taldar á að
kviknað hafi í út frá vindlingi,
en þó er það enn ekki að fullu
rannsakað.
Sinfénían við
í gærkvöldi hélt Sinfóníu-
hljómsveit Islands tónleika í
Þjóðleikhúsinu, og var það
athyglisvert, að þrátt fyrir
veikindin, sem ganga í bænuni,
mátti heita húsfyllir á tónleik-
unurn.
Hljómsveitin lék að þessu
sinni sjöunda sinfóníu Beeth-
ovens og síðan tvö pólsk tón-
verk, sem ekki hafa heyrzt hér
áður, eftir Karlowics og Palest-
er, og leyndi sér ekki, að vel
lætur hinum snjalla stjórnanda
Bohdan Wodiczko að túlka verk
landa sinna. Var honum og
hljómsveit vel fagnað.
Fyrsti boðskapur Kennedys
í næstu viku.
Fjallar um þjóðarkag og horfur og
fluttur þjó^þinginu.
í frétt frá Washington segir,
að John F. Kennedy forseti
muni flytja þjóðþinginu fyrsta
skipskap um hjóðarhagi og
horfur í næstu viku.
Pierre Salinger, blaðafull-
trúi forsetans, sem skýrði frá
þessu, kvað boðskapinn ekki
mundu fjalía um ákveðnar til-
lögur, — fosetinn mundi senda
þjóðþinginu annan baðskap um
þær síðar. Salinger sagði, að
Kennedy mundi flytja boðskap
sinn persónulega.
Þá sagði Salinger, að forsetinn
mundi ekki leggja frám nýtt
fjárlagafrumvarp, en leggja til
hins vegar, að ýmsar breyting-
ar verði gerðar á frumvarpi því,
sem Eisenhower lagði fyrir
þjóðþingið.
Yerkfalli víðast af-
létt í gær.
Margir reru í gærkvöldi.
Verkfalli sjómanna, sem í j Verkfalli hefur enn ekki ver-
fiestum verstöðvum liefur stað- ið aflýst i Reykjavík, Hafnar-
ið frá 15. janúar var víðast af- firði og Akranesi. Verða fund-
létt að Ioknum fundum í sjó-^ir að líkindum haldnir í sjó-
mannafélögum í gærkveldi. — mannafélögum í þessum bæjum
Rcðrar hófust til dæmis frá ver- |í kvöld. Austfirðingar hafa held
•stöðvum við Snæfellsnes og vjða ur ekki tekið afstöðu til samn-
af Norðurlandi. Vestfirðingar ingsins. Að því er Vísi var sím-
og Húsvíkingar hættu verkfall-' að frá Eskifirði í morgun hefur
inu á sunnudagskvöld og hófust | fundur ekki verið haldinn í
róðrar að nýju á mánudag. Ró- sjómannafélginu þar, en verður
ið var frá Sandgerði, Keflavíkjað líkindum haldinn í kvöld. —
og Grindavík í gær.
Fimm komu
lír útilegu.
Enginn síldveiðibátur var
úti í nótt vegna storms.
Fimm útilegubátar frá Eski-
firði komu með afla þangað í
gær eftir viku útlegu við Suður-
ströndina. Hólmanes var með
38 lestir, Katrín 30, Vattarnes
5, Seley 40 og Guðrún Þorkels-
dóttir 55.
Helga frá Reykjavík kom úr
útilegu í gær með um 35 lestir.
ÚtiÍegubátar fráReykjavíkgetajaflýst verkfalli og stöðva því
ekki róið aftur fyrr en verk- báta ísfirðinga. Eins og skýrt
er frá á öðrum stað í blaðinu er
ekki róið frá Vestmannaeyjum
m. a. vegna verkfalls landverka-
fólks.
Eskifjarðarbátar eru allir á úti-
legu og kornu allir inn í gær-
kvöldi, Talsverðrar óánægju
gætir með samningana hjá sjó-
mönnum á Austfjörðum, sem
eru á útilegúbátum.
Frá Hellissandi fóru bátar í
róður í gær. Gáfu þeir útgerðar-
mönnum frest til 1. febrúar að
semja um ýmsar smákröfur sem
þeir hafa borið fram. m. a. fata-
peninga, en sú krafa var felld
niður hjá samninganefnd sjó-
manna gegn hækkun á afla-
prósentu. í Ólafsvík er eftir að
semja um ýmsar sérkröfur.
Frá ísafirði er ekki róið enn,
Sjómenn samþykktu s.l. sunnu-
dag að aflýsa verkfalli en vél-
stjórar á ísafirði hafa enn ekki
fallinu hefur verið aflýst.
Trillur frá Akranesi afla mjög
vel frá einni til tvær lestir í
róðri.
Þjófur handtekinn á
Akureyri.
Óvísf uin tvo breniiuvarga.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Akureyrarlögreglunni hefur
tekizt að liafa hendur í hári
þjófs sem játað hefur á sig þrjú
innbrot á Akureyri í haust og
vetur.
Síðasta innbrotið og það
mesta, sem náungi þessi framdi,
var í rakarastofu Sigtryggs og
Jóns við Ráðhústorg fyrir hálfri
annarri viku. Þar hafði hann
spennt upp glugga á bakhlið
hússins og síðan tæmt allar
skúffur fyrirtækisins þar sem
peningarnir voru geymdir. Alls
telur þjófurinn sig hafa í þeirri
ferð haft tæpar 6 þúsund krón-
HUSNÆÐI
400 m2 húsnæði óskast til leigu sem næst núðbænmn.
Upplýsingar hjá
Hagblaðiuu VÍSI
ur upp úr krafsinu, en þeim
peningum hafi hann síðan eytt
að langmestu leyti.
Áður d vetur, eða þann 28.
nóvember s.l. brauzt þessi sami
þjófur inn í Hraðfrystihús Ak-
ureyringa, en ekki tókst honum
að næla sér þar í peninga, því
þeir voru þar engir til staðar.
Hins vegar hirti hann þar
nokkra muni.
Loks hefur maðurinn játað á
sig þriðja innbrotið, sem fram-
ið var um áþekkt leyti í Efna-
gerð Akureyrar, en þaðan stal
hann fáeinum krónum í skipti-
mynt.
Piltur sá sem valdur er að
þessum innbrotum er tvítugur
að aldri og hafði hann fyrir
nokkrum árum komizt í kast við
lögregluna.
Þá hafði Akueryrarlögreglan
sterkan grun á að heybruninn,
sem varð í nágrenni Akureyrar
fyrir nokkrum dögum, hafi ver-
ið af mannavöldum. Nýlega
hafa tveir drengir báðir 9 ára
gamlir játað að vera valdir að
iikveikjunni.