Vísir - 04.02.1961, Side 1
Sl. árg.
IP
. Laugardaginn 4. febrúar 1961
29. tbl.
Hér á landi eru nú staddir 10 bandarískir háskólastúdentar, frá Colgate College í New York.
Munu þeir allir leggja stund á hagfræði, og hafa þeir hér viðdvöl þangað til á morgun, er þeir
fara til Noregs, en þar munu þeir hlýða á fyrirlestra í hagfræði í Osló og Bergen, það sem eftir
er kennsluársins. Stúdentarnir komu á miðvikudag, og hafa þeir síðan hlýtt á nokkra fyrir-
lestra. M.a. hlýddu þeir á dr. Jóhannes Nordal er þeir hehnsóttu Seðlabankann, og þeir Jónas
Haralz og Davíð Ólafsson héldu fyrir þá fyrirlestra í húsakynnum Iðnaðarmálastofnunarinnar.
Á hádegi í gær snæddu þeir hjá rektor Háskólans, próf. Ármanni Snævar. í dag átti að fara
með þá í kynnisferð um nágrennið og sennilega til Krýsuvíkur. Með þeim er á myndinni próf.
Stoning, frá sama skóla.
Vestmannaeyingar senn kjötlausir
en nng af brennivíni og mjólk.
Viðskipti í lágmarkí - telst til tíðsnda,
komi menn í vefnaðarvörubúð.
fPtítjsht'ikn sentlir 99,her-
frœöiny** tk staðinn-
Ófremdarástand í Vest-
mannaeyjum eykst með hverj-
«m degi, er líður. í verkalýðs-
félaginu er allt við það sarna og
engar líkur eru taldar á þvi, að
verkfallmu ljúki nú um helgina
og má því búast við að enn auk
izt á vandræðin. Hefst þannig
amiar mánuður verkfallsins.
Flutningar á sjó til Eyja
liggja allir niðri, nema flutn-
ingar á mjólk. Sömuleiðis má
fá áfengi flutt í pósti, og er
þetta eini flutningurinn sem
leyfður er. Hins vegar annast
Flugfélag íslands sína vöru-
flutninga þá daga sem flogið
er, enda eru það aðeins fastir
starfsmenn félagsins sem um
móttöku varanna sjá.
Hins vegar ber nú á þvi að
faríð sé að skorta vörur, og er
þegar svo komið, að kjötbirgðir
Vestmannaeyinga eru að ganga
til þurrðar. Afurðasala SÍS hef
ur komið sér upp allstórri
frystigeymslu, en það segir
samt lítið, þegar allir flutning-
ar hætta. Mun bærinn verða
kjötlaus eftir fáeina daga.
Á þeim tímum, er ekki ríkir
•verkfall í Eyjum, kemur hátt á
annað þúsund manna þangað til
starfa um bjargræðistímann.
Hefur þetta í för með sér mikla
verzlun, auk annarrar athafna-
semi í bænum. Nú hefur hins
vegar enginn komið, ef frá eru
taldir 25 Færeyingar. Það er
því ekki aðeins hjá sjósóknur-
um og þeim er að fiskvinnslu
starfa, sem að þrengir, heldur
er nú verzlun öll þar á staðnum.
í algeru lágmarki. Hefur frétta
ritari Vísis þar á staðnum tjáð
blaðinu, að það teljist nú til
tíðinda ef maður sjáist inni í
vefnaðaryöruverzlun. Önnur
kaup, svo sem matarkaup hafa
einnig dregizt saman, svo sem
sjá má af því, að mjólkursala
háiði þegar fyrir nokkru siðan
dregizt mjög saman, eða allt til
helminga.
Dagsbrún mun hafa sent einn
af sendimönnum sínum til Vest
mannaeyja nú eftir miðbik vik-
unnar, Guðmund J. Guðmunds
son, og mun hann eiga að
stappa stáiinu í verkamenn, og
sjá um að þeir slái engu af kröf
um sínum, en þær eru 25%
kauphækkun.
Sfldarbátsr Vestmaina-
eyinga allir kallaðir heim
Samþykkt ú boöa til verkfalbins meÖ
umdeildri atkvæðagreiðslu.
Er Vísir hafði tal af fréttarit-
ara sínum í Vestmannaeyjum
síðdegis í gær, hafði hann þá
sögu að segja, að fulltrúaráð
Vélstjóra þar á staðniun hefði
með mjög umdeildri atkvæða-
greiðslu samþykkt samúðai—
verkfall. Munu því allir síldar-
bátar Vestmannaeyinga, sem að
undanförnu hafa verið við Faxa
flóa, 6 talsins, verða kallaðir
heim, og má segja, að þar með
séu sjósóknurum •' Vestmanna-
eyjum allar bjargir bannaðar.
Atkvæðagreiðslan fór fram á
Léðað á míkta
síid í Eyjafirði.
Frá fréttaritara Vísis,
Akureyri í gær.
í fyrradag var lóðað á miklar
síldartorfur í Akureyrarpolli
og Eyjafirði, en síldin stóð svo
djúpt að ekki tókst að kasta á
hana.
Samkvæmt lóðningunni voru
þessar torfur 10 faðma þykkar
og mörg hundruð faðmar á
lengd.
Tveir bátar hafa stundað síld
veiði á Akureyrarpolli að und-
anförnu, Garðar og Björgvin og
hafa í febrúarmánuði fengið
700 mál síldar samanlagt,
Togarinn Sléttbakur kom í
morgun til Akureyrar með um
80 lestir fiskjar, mest þorsk.
Fóru um 60 lestir í frystingu,
en hitt í skreið. Fleiri togarar
eru væntanlegir um og eftir
helgina.
fundi hjá fulltrúaráðinu, og
voru þar mættir 9 menn. Var
samþykkt með 6 atkvæðum
gegn 2 að boða til samúðai-verk
falls. Einn sat hjá. Hins vegar
mælir svo fyrir í lögum um
verkfallsboðun, að til þurfi að
koma % hlutar atkvæða, og er
greinilegt, að þarna hafa verið
fundin upp ný stærðfræðileg.
rök.
Munu þeir sem að samþykkt-
inni stóðu ekki telja að taka
þurfi til greina 9. manninn á
fundinum, þar eð hann hafi
setið hjá. Þannig fær samþykkt
in % atkvæða. Hvort slíkt telst
löglega að farið, skal ekki lagð-
ur frekari dómur á hér
Janúar
hlýr.
Samkvæmt upplýsingmn,
sem Vísir féltk hjá Veðurstof
unni í gær var jamiarmán-
tiður fremur hlýr.
Meðalhiti í Reykjavík var
1.6 stig, en í meðal árferði er
hann 0.6 stig.
Úrkoman var 82 mm og er
það nálægt meðallagi, Kald-
ast var hér í Reykjavík —
9.6 stig, en heitast 8.3. Sól-
skin var í 39 klst.
Á Akureyri var meðalhit-
inn 0.0 stig, en í meðal ár-
ferði er hann 2.5 stig.
Úrkoma var þar 58 mm og
er það nokkru meira en í
meðal árferði (42 mm).
Mestu kornkaup sögunnar
vegna haílæris í Kína.
Þviugunarfyrlrkomulag kommúnista á sviði
landbúitaðar leiðir til samdráttar.
Alþýðustjórnin kínverska
hefur samið við stjórnina í
Kanada uni kaup á korni fyrir
um 21 milljón sterlingspunda.
Er hér um að ræða kaup á
ýmsum korntegundum, aðallega
hveiti og byggi.
Þetta munu vera einhver
mestu, ef ekki mestu viðskipti
sem erlent ríki hefur gert við
Kanada með einum og sömu
samningum. Kornmagn það,
sem samningarnir gera ráð fyr-
ir, er um % milljón lesta.
Áður hafði kommúnista-
stjórnin kínverska samið um
kaup á álíka magni hveitis í
Ástralíu, — hálfri milljón
lesta — fyrir svipaða upphæð.
Hafa kínverskir kommún-
istar því orðið áð kaupa eina
milljón lesta af korni í
tveimur ofannefndum. lönd-
um fyrir upphæð, sem svar-
ar til lja milljóna sterlings-
pund — eða ca. 4.3 milljarða
króna.
Það hefur verið mikið skrif-
að um það að undanförnu,
hvort matvælaskorturinn í
r. . .Frh, á 2. síðu.