Vísir - 06.02.1961, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
Mánudaginn 6. febníar 1961
1
JENNlFER AMES:
ramica-
ARFURIKIM
10
Eg er viss um að lífið getur orðið yður mikils
vandræðaleg.
virði aftur.
— Skrítið að það skuii vera einmitt þér, sem segið þetta —
þár sem hafið rekið mig út ur paradís flónanna, sem ég var
farin að lifa í! sagði Sonja og stunsaði áfram.
Janet góndi eftir henni eins og flón. Hvað gekk eiginlega að
Sonju? Hvað var hún að tala um? Janet varð svo mikið um
þetta að hún ráfaði inn i reyksalinn eins og í þoku.
Það var fullt af fólki, eins og alltaf rétt fyrir miðdegisverðinn.
Hún sá Jason við annan endann á barnum. Hann var að tala við
einn manninn, sem hafði komið um borð á Bermuda. Meðan hún
stóð þarna hikandi leit hann upp og horfði á hana. Augu þeirra
mættust eitt augnablik. Svo kinkaði hann kolli og hélt áfram
að tala við manninn.
Þó hún væri farin að venjast afskiptaleysi hans síðustu dag-
ana, fannst henni líkast og hún hefði verið löðrunguð. Hún fann
að tárin vildu fá útrás og sneri sér undan og ætlaði út. En í
dyrunum-stöðvaði maður hana.
— Mér datt í hug hvort ég mætti bjóða yður glas, ungfrú Wood.
Mig langar til að tala við yður um dálítið mál.
Henni féll ekki við James Henderson, en eins og núna stóð
á varð hún fegin að tala við hvern sem vera skyldi.
— Já, þakka yður fyrir, sagði hún lágt.
— Ágætt! Eigum við að setjast héma? Hann ýtti fram stól
handa henni, þau settust og hann pantaði. — Eg hefði gjarnan
viljað sjá yður oftar, en sannast að segja á ég kunningja hérna
um borð og hann er einn og líður illa. Eg sit lengstum hjá hon-
um í klefanum.
— Mér finnst óskiljanlegt að nokkur skuli geta verið sjóveikur
í svona veðri, sagði hún.
— Nei, það er ekki sjóveiki. Hann var veikur þegar hann fór
frá Englandi og ferðin virðist hafa farið illa með hann.
— Er hann kannske í klefa nr. 11 — við kleíann minn? spurði
Janet.
Hann leit snöggt á hana. — Þekkið þér hann?
— Nei.... mér var sagt'að það væri sjúklingur þar.
Enn einu sinni fann hún þennan hroll fara um sig, eins og
það leggðist i hana að hætta væri yfirvofandi. Hún mundi þegar
hún hafði villst inn í klefann hans, og að hún hafði séð skamm-
byssuna.
Nú varð stutt þögn meðan þjónninn setti glösin á borðið.
— Mig langar til að tala við yður um eignina yðar, sagði hann.
— Eg hugsa að ég hafi góðar fréttir að segja yður.
— Já, einmitt! sagði hún og rétti úr sér.
— Já, ég minntist á að ég hefði áhuga á að kaupa fasteign.
Svo er mál með vexti að kunningi minn á stóra eign við Salthöfn,
skammt frá eigninni yðar. Eg náði í hann með loftskeytasam-
bandi í dag, og spurði hvort hann hefði áhuga á að kaupa eign-
ína yðar. Hann sagðist vita hvar hún væri. Þar eru mýrar allt
í kring, svo að hún er ekki mikils virði, en af því að eignin liggur
upp að eign hans, ætlaði hann að athuga málið. Þér munuð að
ég nefni 400—500 pund sem hæsta verð. En ég fékk hann til að
hækka sig upp í 750 pund. Það er ekki sem verst, finnst yður
það. Það borgar hæði fríiö yðar og gefur yður dálítið í afgang
þegar þér komið til Englands aftur.
Hún svaraði engu og þess vegna hélt hann áfram: -— Eg álít
að það væri mjög hyggiiegt af yður að ganga að þessu boði undir-
eins. Þér vitið hvernig þeir eru þessir kaupsýslumenn. Einn dag-
Inn eru þeir ákaíir, en annan hafa þeir engan áhuga á málinu.
•Vinur minn er sjálfsagt engin undantekning í því tilliti. Það er
þess vegna sem ég fékk hann til að fela mér málið. Eg vissi að;
yður mundi þykja vænt um það. Svo getið þér notið fríið í ró
og næði á eftir. Það eina sem við þurfum að gera er að skrifa
þetta á blað og setja nöfnin okkar undir það.
Aftur kom gleiðgosabrost á andlitið, eins og hann væri að leika
jólasvein, og aftur fór hrollur um hana a'lla.
Hvað hafði liún við þessi 750 pund að gera? Hún gat ekki keypt
hlutdeild í verzlun Cecile fyrir þau. Og hún hafði alls ekki ætlast
til að þessi ferð yrði einskonar sumarfrí. Jú, í nokkra daga hafði
henni fundist....
— Jæja, hvað segið þér um þetta? Það vottaði fyrir óþolin-
mæði í rödd hans. |
— Eg vil helzt ekki þurfa að taka ákvörðun um þetta í flýti,
sagði hún hægt. — Og ekki undir neinum kringumstæðum fyrr
en ég hef talað við hr. Jeberson.
— En góða ungfrú, það er heimska að sleppa svona tækifæri!
Eg hef skýrt yður frá, að vini mínum getur auðveldlega snúist
hugur, og hvar standið þér þá? Eg sagði yður að staðurinn er
á miðju mýraköldusvæðinu. Og auk þess er sagður draugagangur
þar. Þér fáið aldrei kaupanda sem borgar þetta verð. í
— Kannske ekki, sagði hún. — En mér er ekkert gagn að 750
pundum, hr. Henderson. Mér nægja ekki minna en tvö þúsund
pund. Já, pað er það allra minnsta!
| Hann starði forviða á hana. — Þér vitið ekki um hvað þér
, eruð að tala. Ef heilbrigð skynsemi er i yður....
Nú var hún veruiega reið. Framkoma hans var ekki aðeins
lubbaleg, hún var blátt áfram ógnandi. Eg á að minnsta kosti
svo mikla heilbrigða skynsemi að ég gana ekki út í að selja fyrr
en ég hef kynnt mér hvers virði eignin er. Eg þarf tvö þúsund
pund.
—Eruð þér að reyna að leika á mig? spurði hann. Andlitið var
orðið ljótt og drungalegt. Og svo hreytti hann út úr sér:
— Hvernig vitið þér að þetta er eign yðar og að þér hafið leyfi
til að selja hana?
Hún varð svo forviða að hún fór að stama:
— Eg.... ég.... náttúruega veit ég það! Móðir mín fékk hana
eftir föður minn. Og þegar hún dó erfði ég hana.
Svo hélt hún áfram og reyndi að bæla niðri í sér reiðina: — Það
var hugulsemi af yður að sýna mér og málefnum mínum áhuga^
en það er engin þörf á því: Eins og ég sagði yður vil ég ekki
afráða neitt fyrr en ég hef talað við hr. Jeberson. Þakka yður
fyrir hressinguna....
Hún stóð upp og gekk út að dyrunum. Hún var sjóðandi af
vonsku. Hún hlakkaði til að komast út og láta .hafgoluna kæla
sig. Hún gekk út að borðstokknum og stóð þar. Þetta. var hræði-
legur maður. Hánn hafði blátt áfram ha.ft í hótunum við hana,
og — hvað hafði hann meint með því að spyrja hana hvort hún
hefði heimild til áð selja eignina?
Það var farið að rökkva — blásvart hitabeltismyrkur. Henni
sýndist tunglið stærra en hún hafði nokkumtíma séð það áður,
það sveimaði eins og tröllaukið glóaldin. Á morgun mundi hún
verða komin á land, en hún gladdist ekki af þeirri tilhugsun. Nei,
í rauninni sárkveið hún fyrir að yfirgefa skiþið, þó henni hefði
liðið illa um borð síðustu dagana. Þó að hún og Jason töluðu
ekki saman fékk hún samt að sjá hann við og við, en þegar
þau færu í land mundi hún kannske aldrei sjá hann framar.
Hún vissi ekki hvort það var samtalið við Henderson, sem
hafði gert hana svo hrædda og auma, eða það var það að henni
fannst þetta kvöld svo óeðiilega fallegt. Og fallegt til að njóta
þess ein síns.liðs. Allt í einu datt henni í hug að réttast væri
að fara niður í klefa og taka saman dótið sitt. Hún háfði snúið
sér frá borðstokknum þegar hún sá langan skugga falla á þil-
farið. Og í sömu svifum stóð Jason hjá henni.
Hún sagði ekkert og hann þagði líka um sinn. Þau stóðu og
horfðu hvort á annað í mjúku, gagnsæju myrkinu.
— Við förum í land á morgun. Mig langar til að þú drekkir
skilnaðarskál með mér, sagði hann loksins.
— Það var fallega hugsað, en ég var að drekka glas rétt áðan.
Hún talaöi rólega, kuldalega, og óskaði innilega að hann grun-
aði ekki hvernig henni væri innanbrjósts.
CCx
A
KVfiLDVÖKUNHI
ms „ imiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiÉH
R. Burroughs
TARZAN
1730
v ■■ ■
/ ------* V ;>*•■»
BUT HE WAS SUPT7EWLY AM3LSHEP’ &Y THE SA\ASE
STEEL-THEVÆF PiSUgE OP 7VIE JUWSLE LDeC’! 1
'f Stone' var sannfærðúr 'um
að óvinir hans væru farnir
út úr hellinum og beygði sig
því niðúr tii að taka upp hið
dýrmæta afsalsbréf. En fyrr
en varði kom apamaðuripn
aðsvífandi eins og þruma úr
heiðsláru lofti og henti sér
á Stone.
Tveir Irar höfðu gengið á
land í Ameríku og tekið sér
herbergi í gistihúsi við sjóinn.
Þeim til mestu furðu réðust á
þá mýflugur, en þau skorkvik-
indi voru þeim nýjung.
Þeir slökktu ljósin og skriðu
undir lökin. Larry gægðist út
rétt í þeim svifum er eldfluga
sveif inn um glugagnn.
— Þetta ef gagnslaust
Micky, stundi hann. — Þær
eru komnar aftur og- hafa með
sér skriðljós til þess að- finna
okkur.
★
Sjúkrabílsmaðurinn (við
Mike Duffey, sem datt út um
glugga á fjórðu hæð).
— Hérna, drekkið þér þenn-
an vatnssopa.
Mike (reiður): — Og hvað
langt á eg að detta til þess að
eg fái sopa af viskíi?
★
Presturinn: — Mac Carthy,
hvers vegna berjist þér ekki á
móti drykkjulönguninni? Þegar
þér freistist ættuð þér að hugsa
til konunnar yðar heima.
Mac Carthy (hugsandi).
— Þegar þorstinn. kemur yfir
mig kann ég’ ekki að hræðast!
★
Bjarni; — Þetta. eru undar-
legir sokkar, sem þú hefir á fót-
unum, Pétur. Annar er rauður
en hinn er græp... -
,. Pétur-: Ja- en. það- undar-
legasta við það er, að eg hefi
annað par heima, sem er alVeg
eins.
★
— Hann hélt beint að mark-
inú, sagði stjórnmálamaðurinn.
— Hann leit hvorki til hægri
né vinstri, en hélt áfram, því
hann var rekinh áfram í á-
kveðnum tilgangi. Hvorki vin-
• % - f
ur né óvinur gat tafið hann eða
hrakið hann af leið sinni. Þeir,
sem urðu í vegi fyrir honum,
höfðu sjálfir skaðann af því.
Hvað mundúð þið kalla slíkan
mann?
— Bílstjöra á leigubíl, hróp-
aði einhver í salnum.
★
Húseigandinn: — Skilið
þessu öllu aftur og leggið það
á hliðarborðið, heyrið þér það?
Innbrotsþjófurinn: — Drott-
inn minn, húsbóndi, ekki allt,
það væri ekki sanngjarnt.
Helmingurinn af því er úr
næsta .húsi!
' 'k
— Lýsið þér fyrir dómurunum
hvernig’ stigarnir liggja í hús-
inu, sagði lögfræðingurinn við
gamlan Svía, sem hafði verið
vitni að glæp.
Gamli maðurinn var ruglað-
ur og klóraði sér í höfðinu svo
sem eina mínútu áður en hann
reyndi að, svar.a.
— Þér viljið vita hvernig
stigarnir liggja? endurtók
hann.
-— Já, gerið svo-vel að segja
hvernig' stigarnir liggja.
Vitnið gerði nú tilraun til
að lýsa þessu. ■,
— Jæja sagði, ,það, — þegai'
maður er uppi, liggja þeir nið-
ur, en þegar maður er niðri,
liggja þeir upp. ” ■