Vísir - 06.02.1961, Blaðsíða 12

Vísir - 06.02.1961, Blaðsíða 12
■kkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látlt hann færa yður fréttir og annað iMtrarefni heim — án fyrirhafnar af Sími 1-16-60. wisin. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðlð ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Mánudaginn 6. febrúar 1961 100 þúsund tunnur af síld tll Akraness. Höfrungur II meö 19000 tn. af síld. Frá í'réttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Frá því síldveiðar hófust frá Akranesi í haust þar til í. gær iiiafa borizt á land hér 100 þús- und tunnur af sild. Er þetta xneira síldarmagn en áður hef- iur verið landað á Akranesi. í janúarmánuði var landað hér 30.200 tunnum. Búið er að salta í 24.000 tunnur og frysta mjög mikið magn. S'íldin hefur aiýtzt vel og tiltölulega lítið far- ið í bræðslu. Aflahæsti bátur- inn er Höfrungur 2., sem búinn <er að fá um 19 þúsund tunnur isíldar. í gær bárust til Akraness ■2800 tunnur. Er nú orðið langt að sækja síldina því bátarnirl voru við Eyijar, eða 18 til 20' sjómílur fré Stórhöfða. Engin veiði var í nótt. Höfrungur 2. og fleiri s'íldarbátar liggja í Vestmannaeyjum þar sem veð- ur er ekki tii veiða. Síldveiðum verður haldið á- fram enn um hríð. Enn er hér verkfall hjá sjómönnum. Leiftrétting á frétt. í Vísi á laugardag var birt frétt um það að Höfrungur 2. hefði valdið miklu tjóni á síld-. arnótum þriggja báta. á föstu- dagsnótt. Það var tekið fram í fréttinni að hún væri óstaðfest. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að fréttin var ekki frá fréttaritara Vísis á Akranesi. Til leiðréttingar skal þess og getið að Höfrungur 2 skemmdi nætur Böðvars frá Akranesi og Sæljóns frá Reykjavík. Skemmd á nót Böðvars var óveruleg og tók ekki nema um tvær klukka stundir að gera við hana, en Sæljón tafðist í þrjá daga, I Tveir rfrengir í sieðaferð Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Tveir drengir slösuðust mikið í sleðaferð á Akureyri í gær. Þeir voru báðir fluttir í sjúkra- hús og liggja þar nú. í gær var bjartviðri á Akur- eyri, snjór yfir öllu og 14 stiga frost. Þetta einstæða tækifæri notuðu börn S ríkum mæli til að fara á sleðum nið- ur brekkur víðsvegar í bænum. Á einum stað varð þetta orsök slyss. Voru þrír drengir að renna sér saman á sleða ofan af Byggðavegi og niður að Gefj- unarverksmiðjunni. Á þeirri leið fóru þeir yfirgötu og síðan gegnum breitt hlið. í einni ferð- inni lentu þeir á öðrum hlið- stólpanum og varð það til þess slasast mikið á Akureyri. | að tveir drengjanna slösuðust illa. Annar þeirra, " Sigurður Hjörleifsson úr Glerárhverfi hlaut opið fótbrot. Hinn dreng- urinn slasaðist einnig allmikið, en ekki var vitað nákvæmlega um meiðsli hans. Þeir voru báð- ir fluttir í sjúkrahús samstund- Hafís hefir ekki legið við Iand liér árum og áratugum saman, en þegar frost og stillur fara sainan um tíma, leggur voga og víkur í grennd við bæinn. Hér er mynd af Elliðarárvogi, tek- in í fyrradag, og sýnir hún, að vogurinn er lagður, næst- „svo langt sem augað eygir“. is. Þriðji drengurinn — sá þeirra sem sat fremstur á sleð- anum — slapp ómeiddur. Maöur brann inni í morgun Kviknaði í út frá vindlingi. Lífe 25 ára. Hið þekkta bandaríska tima- srit, Life, er 25 ára um þessar mnundir. í tilefni þess er blaðið að þessu sinni helmingi stærra •sn venjulega. Life er vel þekkt tímarit hér á landi, en það hefur verið selt hér um langt árabil. M. a. mun mörgum í fersku minni hinar sérstæðu fréttamyndir þess á stríðsárunum, en Life hefurl lengst af verið þekkt fyrir hina ágætu og sérstæðu ljósmyndara slína. í þessu afmælishefti er að ýmiskonar ávísana svikxmi hér eimi þeirra hafði fundið og tek finna margar g'reinar og mynd- í Reykjavík um þessar mmidir(ið ófrjálsri hendi. Tveir aðrir ir af atbuirðum sl. 25 ára, þ. á að því er rannsóknarlögreglan m. greinar um atburði úr stríð- hefur tjáð Vísi. Er þar jafnt lun inu, framfarir í vísindum, frétta ávísanafalsanir og ávisanasvik myndir af liðnum,. merkum at- að ræða, Mikil brögö að ávísanaföls- unum og ávísanasvikum. IMokkrir menn hafa verið hand- teknir siðustu dagana. Óvenjumikil brögð eru að'aðar ávísanir, úr hefti sem burðum, auk yfirlits yfir listir, tízku o. fl. Life er bæði gefið út í banda- Vísir skýrði frá því nýlega menn voru einnig lítilsháttar viðriðnir þetta mál. Það mun nú að fullu upplýst. í gær handtók lögreglan mann, sem stolið hafði ávísana iriskiri útgáfu, svo og alþjóðlegri, fyrir ávísanafalsanir. Höfðu sem m. a. er seld hér. 1 þeir gefið út milli 10 og 20 fals- að þrír menn hafi verið hand- hefti og var búinn að falsa úr teknir og settir í gæzluvarðhald því ávísun upp á nokkra fjár- hæð. Þá náði iannað að búa i fjðlrfa íbúða. iHittu ei*i( tbúöir i JkgölltMrtittt ttff slíttritttt. Borgarlæknirinn Reykjavík [ þeim fylgir ekki eldhús svo í- Siefur nýlega fengið samþykki búarnir verða að matselda í í- Iheilbrigðisnefndar bæjarins íil að leggja bann við notkun á- kveðins fjölda íbúða, samtals 22ja, sem hann nánar tilgreindi. Bann þetta nær frá þeim tíma er núverandi íbúar flytja úr íbúðunum, þar sem ekki þyk ir tiltækt að flytja fólkið úr þeim án þess að láta það hafa aðrar íbúðir í staðinn. Að því er borgarlæknir tjáði Vísi eru þessar íbúðir í kjöllur- uim og skúrum, sem ýmist er illa frá gengið, þannig að þær leka, að saggi er í þeim, að búðarherbergjunum sjálfum, eða þá sökum annarra ágalla. Þetta bann er gert til þess að gera eigendum íbúðanna í eitt skipti fyrir öll ljóst að þeim er ekici í framtíðinni heimilt að leigja íbúðirnar út né nota þær í því ásigkomulagi, sem þær eru nú í. Þá er það jafnframt gert til að firra væntanlega leigjendur vandræðum við að flytja inn í ónothæfar íbúðir, sem bærimi yrði síðan e. t. v. að hjálpa til að komast út aftur að skantmri stund liðinni. • lögreglan nýlega í tvo menn, er báðir höfðu gerzt brotlegir í áþekkum sökum. Hafði annar þeirra falsað ávís- un og selt; en hinn hafði feng'- ið að láni eitt ávísanaeyðublað og stolið öðru, en síðan ávísað á reikning bróður síns, sem staddur var erlendis. Hinsveg- ar skrifaði hann nafn sitt undir. Rannsóknarlögreglan hefur tjáð Vísi að til hennar hafi bor- izt mikill fjöldi af ávísunum, sem ekki hafi verið innstæða til fyrir í viðkomandi bönkum. í vissurn tilfellum er þar um menn að ræða, sem ekki eru neinir fátæklingar og eiga næga peninga þegar dómur vofir yfir þeim, en yfirleitt eru menn dæmdir bæðí í sektir fyr- ir slík tiltæki og eins til að greiða fjárupphæðina, seni þeir hafa ávísað. í niorgun brann maður inni í húsinu númer 36 við Freyju- götu. Þetta var Jóhannes Lofts- * son verzlunarmaður, 57 ára að aldri. Jóhannes bjó í herbergi í ris- hæð hússins og þar kviknaði eldurinn, sennilega út frá vind- lingi. Varð kona, sem býr þar i næsta herbergi, vör við reyk leggja út úr herbergi Jóhann- esar. Var það rétt um klukkan hálf níu í morgun. Fór hún þá inn í herbergið og sá að Jóhann es hafði oltið fram úr legu- bekk, sem hann svaf á, niður á gólfið, en hafði sængina undir sér. Logaði sængin og ennfrem- ur borð sem stóð fyrir framan legubekkinn. Mikill reykur var í herberginu. Konan sótti strax stúlku sér til hjálpar, sem einnig bjó í ris- hæðinni og báru þær vatn á eldinn, og fengu fljótlega slökkt hann. Jafnframt var þó símað á slökkvilið og sjúkrabíl. En Jóhannes var örendur og allmikið brunninn, þegar það kom á vettvang, Ekki brami annað í herberg- inu en það sem að framan grein ir og eitthvað af dóti, sem stað- ið hafi á borðinu. Talið er að Jóhannes heitinn hafi kveikt sér i vindlingi og út frá honum hafi svo kviknað í herberginu. Eysteinii Jónsson siasaðist á skíðum. Eysteinn Jónsson fyrrv. ráð- lierra varð fyrir því slysi að fótbrotna og liandleggsbrotna er hann var á skíðum í Skarð- mýrafjalli s.l. laugardag. Með Eysteini var Tómas Árnason lögfr. sem tókst að flytja hann yfir í Í.R. Skálann en þangað kom sjúkrabíll eftir Eysteini. Við rannsókn kom í ljós að báðar pípur á öðrum fæti voru brotnar og annar handleggur- inn. Eysteinn liggur á Land- spítalanum og líður vel eftir atvikum. í Bandankin senda lækna og matvæli til Yenten. Þar lagði stórbruni 600 hús í rúst og 3000 eru heimilislausir. Samkvæmt frétt frá Washing- ton í gær, eru 6 bandarískir herlæknar nú komnir til Hod- eida við Rauðahaf, þar sem 3000 menn eru heimilislausir eftir stórbruna, sem lagði 600 hús í rústir 20.janúar s.I. — Hodeida er í Yemen á Arabíuskaga. Bandaríkjaherinn hefur einn- ig sent þangað 3000 teppi, 150 smálestir af hveiti og 5 smá- lestir af þurrmjólk. Frekari aðstoð verður veitt eftir þörf- um á grundvelli aðstoðaráætl- unar Bandaríkjanna í þágu Yemen. Ofannefndar birgðir voru sendar loftleiðis frá birgðastöðvum Bandaríkjahers í Frakklandi, nema þurrmjólkin sem tekin var af birgðum sem Bandaríkin eiga í Alexandriu, Egyptalandi. Læknarnir fóru loftleiðis til Hodeida frá Ashmara í Eritreu | og eiga að hafa yfirumsjón með aðstoð i þágu sjukra og særðra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.