Vísir - 16.02.1961, Síða 7

Vísir - 16.02.1961, Síða 7
Fimmtudaginn 16. febrúar 1961 VISIE 7 'É JENNIFER AMEB: 18 En meðal annara orða, vissuð þér að Sir John Marcourt Graham var héma? — Víst gerði ég það, hann kom með sama skipi og ég. Eg — mér fellur mjög vel við hann. — Það er sagt að allt flói í peningum, þar sem hann er nærri, sagði hann. — Einhver hvislaði að mér að hann ætlaði að leggja stórfé i skemmtiferðagistihús héma. En hvar? Það veit enginn ennþá. — Sir John var eitthvað að tala um Salthöfn, einhvtersstaðar nálægt eigninni minni, muldraði hún. Hún iðraðist strax eftir að hafa sagt þetta. Kannske var hún að ljósta upp leyndar- niáli? En hún mundi ekki til að Sir John hefði beðið hana að hafa ekki orð á þessu. Hann blístraðL — Segið þér það? Það er svei mér frétt! — Þér megið ekki sétja það á prent, flýtti hún sér að segja — Sir John vill kannske siður að það verði hljóðbært. Hann hló. — Nei, vitanlega skal ég ekki prenta það.... Svo bætti hann við. — Það ætti að geta gert Taman House yðar verðmæta eign. Bara ef þér getið losnað við austurriska læknir- inn. Hún sagði honum frá fasteignasalanum, sem hafði sagt að dr. Kurtz mundi ef til vill vilja kaupa eignina. Hann spurði hvað íasteigr.asalinn héti, og það kom vandræðasvipur á hann þegar hann heyrði nafnið. — Hankin — Hankin? Eg hef aldrei heyrt hann neíndan. Hún gat ekki stillt sig um að svara: — Mig minnir að þér segðust þekkja alia hérna i Kingston. — Eg geri það, en samt veit ég ekki hver Hankin er. — Þér vissuð ekki heldur hver málaflutningsmaðunnn minn var. Hann horfði hugsandi á hana. — Og hafið þér komist að því? — Eg hef komist að þvi að hann er ekki heima. En Hankin.... þama kemur hann þá! Hankin var kominn að barnum og horfði á borðið þeirra. Hún sá hann koma, svo stansaði hann allt í einu og sneri við, eins og hann hefði gleymt einhverju. Hann hvarf út. Ferdy hafði litið við. — Hvað varð af honum? — Hann fór út aftur. Hann hlýtur að hafa gleymt emhverju. Hann kemur vist bráðum aftur. Ferdy gerði enga athugasemd við það, en sagði: — Þér eruð þá staðráðin i því ennþá að selja eignina? — Já, en ég er að hugsa um að fara til Salthöfn og tala við austurríska lækninn sjálf. — Það verður enginn hægðarleikur að ná tali af honum. Öll skipti við hann fara um hendur einskonar ráðsmanns hans, sem heitir Lawton. Digur raumur á sextugsaldri. — Herra Hankin minntist á hann. — Hann er eiginlega ráðgáta. Enginn veit neitt um hann. Og það verður ekki hægt að hafa neitt upp úr honum. Eg hef gott lag á að láta flók leysa frá skjóðunni — það er nauösynlegt i mínu starfi — en hann er þegjandalegasti drumburinn, sem ég hef átt við. Þó maður eyði i hann heilli viskiflösku á einu kvöldi, og það hef ég gert, hefst ekki nokkurt orð upp úr honum. Eg veit sem sagt ekkert um hann, og úr því að ég veit það ekki þá veit það enginn, það fullvissa ég yður um. En ég gizka a aö hann sé fyrrverandi skipstjóri, eða eitthvað þess háttar. Hann iieíur þetta vaggandi göngulag, sem leiðir af sjómennskunni. Hann er vafalaust ekki ónýtur að hafa til að hjálpa sér ef í harðbakka slær. En sem andstæðingur er hann liklega ekki lamb að leika sér við. Eg held að hann sé erfiður andstæðingur, ef ekki bein- línis hættulegur. Hún sagði dræmt: — Eg hef heyrt þetta orö, „hættulegur“, svo oft í dag. Það mun vera mikið notað hér um slóðir. Það var meir að segja einn, sem sagöi að þér væruð hættulegur. Hann virtist hróöugur. — Er það satt? Það mun vera vegna þess að máttur pennans er ennþá meiri en sverðsins, en það er heldur ekki mikils virði nú á dögum. Það sem gildir er hvort penninn er máttugari en kjarnorkusprengjan.... Hann hallaði sér fram og hélt áfram: — En eitt skuluð þér gera yður ljóst, ungfrú Wood: Það er margt hérna á þessari litlu friðsamlegu eyju, sem er virkilega hættulegt. Og hættulegra vegna þess, að maður á svo erfitt með að ímynda sér að hryðjuverk og ofbeldi geti átt sér stað á þessari falegu eyju. En hér er hvorttveggja til. Hitabeltisloftslagið er óhollt bæði fyrir siðferðisnugmyndir manna og tilfinningar þeirra. Hann þagnaði. — Eigum við að íara inn og borða? sagði hann svo. Það er stór sýning i nætur- klúbbnum Glass Bucket í kvöld. Eg ætla að bjóða yður þangað. Hún Ieit kringum sig. — Skyldi hr. Mankin ekki ætla að koma? Nú sá hún aftur þetta kynlega bros. — Eg geri varla ráð fyrir því. Það leggst í mig að hann hafi séð aö ég sat héma hjá yður. — Hvers vegna skyldi hann snúa frá þess vegna? — Máttur pennans, eins og ég sagði, og.... þessi staðreynd, að í raun og vem þekki ég hverja mannskepnu hérna, sagði hann. Brúðurin er hvítklædd, sagði þului'inn. — Það er tákn um hamingju hennar því að gift- ingardagúrinn er gleðidagur í lífi hennar. — Og hvers vegna eru karl- menn svartklæddir? spurði ein- hver. ★ Þó að undarlegt kunni að virðást munu margir rithöfund- ar kalla það tímabil, sem við nú lifum „rómantískt“. Það er vitanlega af því, að aldrei hafa biöðin haft eins opinskáan á- huga fyrir hjartans málum frægra manna eins og nú upp á síðkastið. Það var margmennt í Glass Bucket um kvöldið. Janet og Ferdy höfðu fyrst snætt miðdegisverð i ró og næði. Og á eftir höfðu þau drukkið kaffi á pallinum út að fjörunni til að njóta kvöld- golunnar. Nú var klukkan kringum 23 og þau sátu viö eitt smá- borðið og horgðu á dansgólfið, sem jafnframt var leiksvið. — Hér eiga innfæddir að sýna i kvöld, sagði Ferdy. — Og þá er alltaf fullt hérn?, Það er ekki orðið álioið ennþá, en bráðum koma heilar torfur af fólki. Það er einstaklega viðkunnanlegt hérna, sagöi hún, en hún var að hugsa um hvort Jason mundi korna. Jason og sú ljóshærða. — Er yður alvara að ætla aö fara til Taman House, sagði hann? — Er nokkur staður þarna i Salthöfn, sem hægt er að gista á? spurði hún. — Já, einn: Tropical. En það er lélegur staður, því eins og þér vitið hefur Salthöfn ekki „uppgötvast“ ennþá. — Eg get sjálísagt vel gist þar. — Kannske við hittumst þar. Hann sagði þetta líkást og af tilviljun, en hafði ekki augun af henni. — Ætlið þér þangað líka? — Já, ég ætla þangað. Og svo bætti hann við, hrósandi: — Úr því að þér farið þangað —er það ekki sjálfsagt? Hún vildi gjaman trúa að það væri þess vegna, því aö það var gaman ef þessi skritni blaðamaður var svona hugfanginn af henni. En hún gat ekki trúað, að það væri hennar vegna, sem hann gerði hér ferð þangað. Hinsvegar grunaði hana, að þessi c-rð, sem hún hafði sagt um sir John og Salthöfn, mundi kannske ýta undir hann að fara þangað til að snuðra. Það var einkennileg tilviljun að einmitt í þessum svifum komu Sir John, frú Heathson og Sonja inn í næturklúbbinn. Sonja var í nýjum kvöldkjól úr útsaumuðu líni. Hún var mjög falleg núna. Hún var miklu fjörugri og sælli en Janet hafði nokkurntíma séð hana. En rétt á eftir kom Sonja auga á Janet, sem gat ekki komist hjá að sjá, að lífsgleöi hennar dvínaði í sömu svipan. Janet minntist kvöldsins um borð, þegar Sonja hafði beinlínis ráðist á hana. Hver gat ástæðan verið? Augnabliki síðar hafði hún gleymt Sonju og ráðgátunum við- vikjandi henni. Hún kom allt í einu auga á Jason, sem sat við lítið borð með gullfallegu stúlkunni með silfurhárið. — Vitið þér hver. þessi ljóshærða stúlka þarna er? Hún gat ómögulega stillt sig um að spyrja Fei'dy. — Hvort ég veit hver hún er? Það lá við að hann horfði fjand- samlega á hana. — Eruð.þér að gantast aö mér? — Nei.... langt frá þvi. Mér finnst hún svo einstaklega lag- leg.... — Afsakiö þér, sagði hann svo. — Eg varð bara svo hissa á búar tárist nú yfir því skáld- lega ævintýri, sem þeir sjá að er í bígerð. Hvert kvöld, þegar tjaldið er fallið, géta menn séð ekkju-. manninn Rex Harrison og Tinu Onassis saman í Storkklúbbn- um eða einhverjum öðrum tízkustað. Tina flutti sem sé til Bandaríkjanna eftir að hún skildi við Onassis. Þau sitja þa^’na yfir kampavínsglasi og eru ánægð. ★ Stjórnmálamaður við rit- stjóra: — Sagði blað yðar um mig að eg væri lygari og hrak- menni? Ritstjórinn: — Nei það gerði ekki. Stjórnmálamaðurinn: — Jæja, það var eitthvert blað hér í bænum, sem gerði það. Ritstjórinn: — Það getur hafa verið eitthvert annað blað hérna neðar í götunni. Við birt- um aldrei gamlar fréttir. Tafl- og bridge- klúbburiim Úrslit x tvímenningskeppni í I. flokki: Stigr 1. Benóný M. — Magnús O. 949 2. Reynir — Tryggvi .... 921 3. Björn — Jónas ...... 929 4. Bjarnleifur — Karl .... 912: 5. Ásgeir — Böðvar .... 909 6. Guðlaugur — Tryggvi 898 7. Ingi — Jörgen....... 895 8. Guðmundur — Vilberg 833- R. Burroughs — TARZAIM 4739 *FWUW ME* INTEK,- KDFTEf ONE OE THE STKANSEte.S,"5UT PO YOD ICKjqWTHE jjmslE ÍVÉLLÍ Eg vildi dveldir hér sagði Töm. gjaman að þúi nokkra daga, Apamaðurinn | brosti og þakkaði gott boð. Hér hentar. mér ekki . að vera. Það er bezt fyrir mig að hverfa aftur til frum- skógarins. Fyrirgefið, sagði annar ókunni maðurinn, en þekkið þér frumskóginn ve.l? : i: t 8. umferð í sveitakeppni meistaraflokks: Sóphus vann Aðalstein . . 62:52: Bernharð v. Ragnar ... . 55:41 Svavar v. Reimar . 68:39 Jón M. v. Jón Stef. ... . 89:31 Ingólfur v. Hákon . 77:44 Fyrir síðustu umferð sveita- keppninnar í meistaraflokki er staðan þá þessi: Stig 1. Bernharð .... 27 2. Svavar .... 23 3. Jón Magnússon .. .... 22 4. Ragnar' .... 20 5. Jón Stefánsson .. .... 15 ' 6. Reimar .... 15 7. Aðalsteinn .... 14 8. Ingólfur .... 1? 9. Sóphus .... 11 ÍÖ. Hákon **

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.