Vísir


Vísir - 21.02.1961, Qupperneq 10

Vísir - 21.02.1961, Qupperneq 10
10 VISIR Þriðjudaginn 21. febrúar 1961 JENNIFER AMES: amica- •>•> liúsið í Falmouth. Þrælarnir myrtu frú Palrner, húsmóðurina þar eftir að hún hafði sjálf myrt þrjá eiginmenn sína, og síðan getur eiiginn haldist við þar. Ekki nokkur mannsekja. Duppíarnir hafa húsið. Þér getið séð Rose Hall núna. Gríðarstórt hús, en það er galtómt. — Æ.... Janet var staðráðin i að láta þennan þvæting ekki lrafa áhrif á sig. En hún gat ekki neitað að þetta hafði áhrif á hána samt, því að maðurinn var svo alvarlegur. Hún mundi að þáð var altalað líka, að draugagangur væri i Taman House. En enginn maöur með fullu viti mundi setja slíkt fyrir sig, ef hann hafði hug á að kaupa húsði. Þau héldu áfram er þau höfðu snætt nestið og loks hálfsofn- aði Janet í bílnum. Allt í einu hrökk hún upp. Það var iikast og sprenging hefði orðið, bíllinn hristist og riðaði og það var krafta- verk að bilstjórinn skyldi ekki missa hann út af veginum og íram af brekkubrúninni. '— Það sprakk á einu hjólinu, sagði hann. — Já, mér datt í hug að það væri eitthvað þvi líkt, sagði hún þurrlega. Hún hafði orðið hrædd. — Eg verð að gera við varahjólið, ungfrú. — Er ekki varahjólið í lagi? — Varahjólið sprakk í gær. — Og ætlið þér að segja mér, að þér hafið ekki gert við það? En Charles brosti bara og yppti öxlum. Janet átti eftir að fræðast um, að innfæddir á Jamaica eru irijög vingjarnlegir en ákaflega latir. Þeir vilja alltaf fresta því til morguns sem þeir eiga að gera í dag. Miðdegissólin var brennandi heit og Janet settist í skugga undir páima. Klukkan var bráðum orðin fjögur. Og þeim mundi seinka tilfinnanlega vegna bilunarinnar. Janet var að hugsa um að taka bók upp úr töskunni sinni og lesa, til þess að eyða bið- inni, en þá kom stór bifreið í Ijós á vegarbeygjunni. Bill Charles stóð því sem næst á miðjum veginum og stóri bíllinn varð að nema staðar. Janet sá að Jason og Heather sátu í aftursætinu. Bílstjórinn í Wyman-bílnum bölvaði Charlie og bíl hans, sem var fyrir. En Jason kom út úr bilnum og fór til Janet. — Halló, sagði hann. — Er bilað hjá ykkur? Hann var í hvítum hitabeltisfötum og virtist hærri og grann- ari en hann var í raun og veru. Það virtist liggja vel á honum. En það lá ekki vel á Janet. — Það sprakk hjá okkur. — Hvaða vandræði. En varahjólið þá? — Það sprakk í gær. — Kannske þú viljir aka áfram með okkur? Heather hefur áreiðanlega gaman af því. Ef þú bíður hérna öllu lengur verður orðið dimmt þegar þú kemur til Salthafnar. — Þökk fyrir — en ég ætla heldur að bíða.... Eg get ekki séð að það skipti máli hvort dimmt verður orðið eða ekki. — Það er alltaf betra að koma í skimu, sagði hann. — Þú manst að ég ráðlagði þér að koma alls ekki, en þú varst’þrá og vildir ekki hlusta á það. Samt ætla é g nú að biðja þig um ao' fara ekki í Taman House í myrkri. Ef hann hefði ekki notað orðið „þrá“ hefði hún kannske viljað hluta á hann o g taka mark á honum. — Ertu að hugsa um duppíana? sagöi hún. — Ef þú heldur' að ég taki mark á slíkum þvættingi.... Bara að það væri ekki nema þeir, sem é g held að þú þyrftir að óttast, sagði hann rólega og nú brosti hann ekki. Janet fannst allt í einu á sér að Jason vissi meira en hann hafði sagt — meira en hann vildi viðurkenna. Þessi tilfinning var svo sterk að hún var í þann veginn að beygja odd af oflæti sínu og spyrja hann hvað hann ætti við, en þá kom Heather til þeirra. — Hæ, sagði hún — það voruð þér sem é g heilsaði á dans- gólfinu í gærkvöldi! Janet kinkaði kolli. — Já, og þér minntust á að þér ætluðuð til Salthafnar. — Já, ég er á leiðinni þangað, en það vildi svo illa til að það sprakk hjá okkur. — Bílstjórarnir okkar nota alltaf verstu bílana sína handa túristum, sagði Heather og hló. Það var einhver lítilsvirðing í því hvernig hún sagði „túristi". — Fólk getur ekki að því gert þó það sé túristar, sagöi hún. — Ekki geta allir verið svo heppnir að eiga heima hérna. — Nei, vitanlega ekki. En þegar maður er hérna verður maður að sætta sig við að vera prettaður, við og við. — Eg var einmitt a ð stinga upp á því við Janet að hún héldi áfram með okkur, sagði Jason. — Hún verður að komast til Salt- hafnar. — Og vera hjá þessum k'ynlega aústurríska lækni? spurði Heather. — IJei, auðvitað sftla ég ekki að búá hjá honum. Eg verð í gistihúsinu. En það vill svo til að ég á Taman House. — Þér verðið auðvitað að verða okkur samferða, eins og Jason stakk upp á. — Þakka yður fyrir, ungfrú Wyman, en ég ætla að bíða hérna þangað til bilstjórinn hefur komið hjólinu í lag. Það getur ekki orðið langt þangað til. — Þér viljið þá heldur bíða. Jæja, þú skulum við halda áfram, Jason. Við höfum lofað að fá okkur glas hjá Buchanan kl. sex. Eg vona að við hittumst í Salthöfn, ungfrú.... ungfrú.... — Wood. Janet Wood. — Ungfi-ú Wood, vitanlega. Eg er svoddan klaufi að muna nöfn, og maður hittir, alltaf svo margt nýtt fólk um þetta leyti árs. —Svo marga túrista, áttu við, hugsaði Janet beisk rneð sér. — Þér verðið endilega að koma til okkár, sagði Heather. — Verið þér sælar.... Hún sneri frá og gekk aö bílnum. Charlie og hinn bílstjórinn höfðu mjakað bilaða bílnum þannig að hinn komst fram hjá. Jason stóð enn hjá Janet. — Hlustaðu nú á mig, Janet, sagði hann. — Ef eitthvað leiðin- legt kemur fyrir, ef þú þarft á hjálp að halda, þá mundu að ég er vinur þinn ennþá. — Það er fallega mælt, en ég get ekki hugsað mér að ég þurfi á vináttu þinni að halda. — Það veit enginn, sagði hann alvarlegur. — Það leggst í mig að þú þurfir þess. Og tilboð mitt er gert af heilum hug, Janet, jafnvel þó þú viijir ekki trúa því. Vertu nú sæl. Hann fór og settist í bílinn við hliðina á Heather. Bíllinn rann af stað og hvarf von bráðar í rykskýi. Loksins var Fordinn kominn í lag aftur og þau gátu haldið áfram. Undir sólarlag komu þaú ofan af fjallinu og niður að sjónum. Hún sat eins og íjötruð. Sólin var eins og gífurlegur eldhnöttur og himinn í kring eins og rósavefur guils og roða. Hafið var eins og regnbogaklæði — gull, rautt, purpuri, dimm- blátt og ljósgrænt. Það dimmdi fljótt, eins og alltaf í hitabeltinu. Þegar þau komu til Salthafnar var myrkrið eins og þétt silfurgrátt tjald. — Hvað eigum við að gera, ungfrú? Aka til gistihússins. Það er skammt fyrir utan Salthöfn. — Nei, sagði hún. — Eg ætla fyrst að aka til Taman House. Veistu hvar það er? — Taman House. Ætlið þér til Taman House? Hann stöðvaði bílinn á miðjum veginum. — Víst ætla ég þangað. Eg hélt að þú vissir hvert ég ætlaði. — Ármaðurinn sagði að þér ætluðuð til Salthafnar. Og ég hélt að þér munduð fara beint í gistilrúsið. — Eg ætla í gistihúsið á eftir. En ég vil fara til Taman House fyrst. Veistu hvar það er? Hann benti á tanga, sem gekk fram í sjóinn. KVÖLDVÖKUNNI i‘s si'S - R. Burroughs —TARZAN— 3743 ]»„: Svo lögðu þremenningarnir af stað og vikum saman ^ héldu þeir áfram göngu sinni um þéttan frumskóg- inn, í hita og svælgu. Þeim SLOWLY THEy APVANCEP, /V\ILE AFTEK. TOKTUK.EF MILE, UNTIL— O-q.5360 sóttist ferðin seint, en þar . kom að Bob hrópaði. p.tta- SO» COOIC SUPFENLV CKIEF 1 OUT IN ALAKM,"LOOld OUK WATEE. IS ALVOST GONEÍ sleginn. Vatnið okkar er á þrotum. Hann var dæmdur til dauða fyirr landráð og átti að skjót- ast. Síðan var hann látinn ganga 3 mílur á staðinn, þar sem átti að skjóta hann. Það rigndi gríðarlega. Fanginn var ergilegur og sagði í vonzku við formann aftökuflokksins: — Hvers vegna á að labba alla þessa leið í rignirigu? — Nei, hlustið þið á hann, sagði formaður. — Þú getur orðið hér eftir, en við eigurn eftir að ganga alla leið til baka. ★ Hún hafði Íe'sið aðeins eina bók á ævi sinni og hún var j „Vesalingarnir", eftir Victor Hugo. Svo fóru þau hjónin á | hljómleika og þá var hún viss um að skeggjaður maður, sem sat álengdar frá þeim, líktist I höfundi bókarinnar. Hann líktist áreiðanlega myndinni, sem var utári á bókinni. — Sjáðu góði, sagði hún og tók í ermi bónda síns. — Þarna er Victor Hugo. — Victor Hugo er daúður, stagði hann ákveðinn. — Nei, alls ekki, sagði hún og vildi ekki' láta sig. — Eg sá hann hreyfa sig rétt í þessu. ★ Læknirinn varð undrandi er sjúklingurinn raknaði við úr dauðadái. — Þér virtust vera dáinn, ! stagði læknirinn. | — Dáinn? spurði hann. — O nei. Eg vissi að eg var ■ ekki dauður. Fæturnir á mér j voru eins • og í s og eg var svangur. — Hverju breytir það? — Jæja, læknir, ef eg væri í himnaríki myndi Sankti Pét- ur ekki láta mig svelta. Og ef fætur mínir væru ískaldir, þá myndi eg ekki vera í Víti. 'k Maður einn komst framhjá ritara Oscars Hammerstein og inn til hans. Þessa hugmynd hafði hann fengið: — Eg ætla að leika nokkuð á leiksviðinu, sem mun vekja eft- irtekt um allan heim. Þér getið auglýst það fyrirfram og selt aðganginn á 100 dali stykkið. og hér er uppástunga mín: — Ef þér viljið leggja inn á banka 50.000 dali til ágóða fyr- ir konuna mína, skal eg ganga inn á leiksviðið í augsýn allra og fyrirfara mér. — Já, þetta er undursamlegt, svaraði Hammerstein. — En ef þér verðið kallaður fram á eft- ir, hvað ætlið þér þá að gera. * Fín jarðarför var haldin yfir konu þeirri, sem .hafði kúgað bónda sinn, því nær ært krakk- ana sína, rifizt við nágrannana við hvert tækifæri og gért kött og hund heimilisins taugaveikl- að með hávaða sínum og látum. Þegar kistan var látin síga niður í gröfina hófst mikið þrumuveðuf, blessun prestsins heyrðist ekki fyrir blossandi eldingu og á eftir kom mikil þruma. — Jæja, sagði einn af syrgj- endunum. — Hún er komin þangað. Það ber ekki á öðru.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.