Vísir - 01.03.1961, Side 9

Vísir - 01.03.1961, Side 9
Miðjýkudaginn 1. marz 1961 VISIC Litla-Hraun í’Vamh. af 4. síðu. um starfað með vistmönnum fyrir jólin að ýmis konar föndri sem cinkum hefur verið miðað við jó'agjafir til ættingja þeirra og vina. Hér hefur oftast verið unnið af litlum efnum, en af því meiri áhuga og mætti nefna dæmi um lofsverðan árangur. Mikill skilningur og þakklæti. Á sunnudögum heldur hann einstöku sinnum samkomur með„ föngunum og aðstoðar þá söngfólk úr söfnuðinum á Sel- fossi og margir ágætir söng- og tónlistarmenn úr söfnuðum í Reykjavík hafa verið vistmönn um kærkomnir gestir á slíkum samkomum. Eg hefði ekki trú- að því að óreyndu, að vistmenn á Litla-Hrauni mættu þessari lofsverðu viðleitni Kyvíks af eins miklum skilningi og með svo miklu þakklæti og raun ber vitni um. Það er ekki úr vegi að nefna eitt lítið dæmi, er varpar nokkru Ijósi á þessa starfsemi Kyvíks þar neðra og þann starfsgrundvöll, sem óneitan- lega er fyrir hendi þar í þessum efnum. Gæzlumönnum bar sam an um, að ákveðinn vistmaður tæki öðrum fram í erfiðri sam- búð um flest, sem miður mátti fara. Kyvík fékk þ ían unga mann til að taka þ í föndri þeirra. Hann va ð kömmum tíma hreinn m-;s í að búa til öskjur úr kuðu m, skelj- um og smásteinum fjörunni. Hann gekk ur>r' ; ■ arfi sínu, varði til þess önu stundum, árangurinn varð eftir því og öskjurnar urðu hin b-zta verzl- unarvara og ffáfu . meistaran- um“ töluvert í ^ðre h^nd, enda kappkostaði hann ■'era þær sem beztar úr varð’. Það þarf ekki að nrðlengja að á skömmum tíma 'r'’rð þessi piltur ekki með bnim beztu heldur allra viðf°1f,r'asti og meðgjörlegasti vistmáðurinn og öilum öðrum t;i fivri.rmvndar og það fór ekki hfá H»rí ið hann hafði holl oe góð áf,rií á vmsa félaga sína. örf”ði há +ii dáða. en „starfsgrundveUn-i-.n“ var því miður harla iéleo-ur á Litla- Hrauni og skilninour „vald- stjórnarinnar" eneinn Fangelsispresturinn vildi kynnast Litla-Hrauni, en .... í fyrrasumar dvaldist hér á landi um tíma mjög þekktur bandarískur fangelsisprestur og leiðtogi á vegum Hvítasunnu- manna, Harry Warwick að nafni. Hann fiutti erindi bæði í Keflavík og Reykjavík og mun einn af fulltrúum sakadómara hafa verið meðal fjölmargra á- heyrenda hans í höfuðstaðnum. Mun víst aldrei hafa verið flutt jafn athyglisvert erindi um fanga og fangavist, hér á landi, eins og þessi reyndi bandaríski maður gerði. Maður sá, er var túlkur á fyrirlestrum War- wick hér, sagði mér, að hann hefði óskað að fá tækifæri til að skreppa austur að Litla- Hrauni og kynnast starfsem- inni þar, en aðstandendur Vinnuhælisins dregið úr því, og hann hefði horfið héðan af landi burt við svo búið. Þetta verður þeim skiljanlegt, sem eitthvað eru kunnugir þar eystra. ★ Nú stendur til að byggja upp fangelsiskerfi landsins frá grunni. Við skulum vona að vel takist og engum manni í þessu landi er líklega betur treyst- andi til að hafa forustu í þeim efnum en Bjarna Benediktssyni núverandi dómsmálaráðherra. Sú upnbygging mun að sjálf- sögðu taka'nokkurn tíma. en á meðan held ég að ætti að leggja vinnuhælið á Litla-Hrauni al- gjörlega niður í þeirri óhæfu mvnd sem það nú er rekið og starfrækja þar innilokunar- fangelsi, í orði og á borði í stað- inn fvrir Skólavörðustíg 9 í Reykjavík. — St. Þ. Frá Húsnæðismálastjóm: Mem hagi byggingum sínum í samræmi við samþykktir ef þeír hyggja á láit frá sjóðnum. Töluverð brögð eru að því, að húsbyggjendur, spm ekki leggja inn umsóknir um lán frá húsnæðismálastjóm fyrr en byggingar þeirra eru nokkuð á veg komnar, eða orðnar fok- heldar, hafa ekki gætt þess í upphafi að byggja íbúðir sínar innan þeirra stærðarmarka, er sett hafa verið í reglum um út- hlutun lána frá húsnæðismála- stjóra. Reglur þessar voru settar með reglugerð nr. 160/1957, breytt með reglum nr. 73/1960 og gilda um allar íbúðir, sem byrjað var á eftir 1. júní 1958. . Þar sem enn virðist nokkuð skorta á að úsbyggjendur kynni sér þessar reglur, er öllum, er hér eftir ætla sér að hefja bygg- ingu íbúðar og sækja um lán- frá húsnæðismálastjóra, bent á að kynna sér vandlega þessar reglur, en þær fást sérprentað- ar á skrifstofu Húsnæðismála- stofnunar ríkisins, Laugavegi 24, auk þess sem þær liggija frammi hjá öllum bygginga- nefndum í kaupstöðum og kaup túnum og fylgja umsóknareyðu- blöðum þeim, er stofnunin læt- ur lánsumsækjendum í té. Koinmújiistafundur - Framh. af 2. síðu. ir einum rómi: Þvílík ósvifní. Breta. Við gerðum þetta í sam- ræmi við úrskurð AJþjóðadóm- stólsins. Þess vegna breytir síðasta atriði samkomulagsins við Breta engu fyrir okkur íslendinga. Hún er aðeins yfirlýsing og stað festing okkr í því að við mun- um eftir sem áður fara að al- þjóðalögum við útfærslu land- helgi og grunnlína. Við höfum heldur ekki efni á því frekar en aðrar þjóðir eða einstakling- ar að ata hjartans mál okkar og lífshagsmunamál með því að brjóta lög og afneita réttar- hugmyndum. Myndin hér að ofan er frá Vestur-Þýzkalandi og yfirskrift hennar er: Ár vinnufriðarins, er þar átt við árið 1959 og sýnir næsti dálkur i myndinni að það ár hafa verið verkföll við að- eins 55 atvinnufyrirtæki, 21,648 manns hafa verið þátttakendur í þessum verkföllum og 67,825 vinnudagar hafa tapazt. I stóra rammanum er sýnt hvernig þetta ástand í atvinnu- niálum Vestur-Þýzkalands hef- ur verið á nokkrum undanförn um árum og er það þannig: Vegna verkfalla: 1955 tapaðir vinnud. 846.647 1956 — — 263.884 1957 — — 2,385,965 1958 — — 782.123 1959 — — 67,825 Aflahæsti togari Bretlands. Hull togarinn „Prince Char- lés“ varð aflahæsti togari Bret- lands 1960 með 39,603 kitta hgildarafla (2,515 tonn), skip- stjóri hans er Bernhard Whar- am en eigendur skipsins eru St. Andrews félagið í Hull. Fishing News sem skýrir frá þessu, bæt- ir því við að þetta sé ánægjuleg afmælisgjöf fyrir Sir Fred Parkes (stofnanda félagsins) sem hafi orðið 80 ára 14. jan. sl. skömmu eftir að skipið landaði lokatúr ársins 10. jan. Annar aflahæsti togarinn varð „Falstaff“ eig. Hellyer í Hull, skipstj. Norman Lont- horp með 38,787 kitt (2,463 tonn) en hann var aflahæstur 1959. Northella frá J. Marr & Son í Fleetwood varð þriðji í röðinni með 36,822 kitt (2,338 tonn). Fishing News skýrir frá því, í þessu sambandi að Parkes fé- lögin hafi einnig átt aflahæsta skipið í Bologne, annað afla- hæsta skipið í Lowesstoft og aflasöluhæsta skipið í Fleet- wood, en það var ,,SSAFA“ er seldi á árinu samtals fyrir 100.600 stpd., skipstjóri á því skipi heitir Jim Betty og hefir Starfað hjá Boston Deepse í 30 ár. UMSER AU5SENHANDEL UALBJAHR 19 ÓO IN MRD.DM EINFUHR AUSFUHR Myndin hér að ofan sýnir inn flutning og útflutning Vestur- Þýzkalands fyrra árshelming 1960 í milljöi’ðum marka. Ein- fuhr — innflutningur fyrri árs- helming 1960 varð 20,6 millj- arðar marka og Ausfuhr = út- flutningur 22,9 mrd.Dm. En það er 25,2% og 20,9% hærra heldur en á sama tíma árið áð- ur, en þá var innflutningurinn 16.5 Mrd.Dm. og útflutningur- inn 19,0 milljarðar marka eins og myndin sýnir. í bandarískum fregnum er sagt nánara frá fjárhagsaSstoð þeirri, sem Júgóslavíu er veitt til endurskipulagningar og um- bóta á sviði gjaldeyrismála og utanríkisviðskipta (sbr. fyrri frétt). í tilkynningu utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna segir, að þáttur Bandaríkjanna í þessari aðstoð sé að lána um það bil 100 millj. dollara. Þá mun Al- þjóða gjaldeyrissjóðurinn sjá Júgóslavíu fyrir 75 millj. doll. í gjaldmiðli ýmissa þjóða, sem sjóðurinn ræður yfir, og ýmis lönd, Bretland, Austurríki, ít- alia, Frakkland, Holland og Svissland og þýzkir einkabank- ar lána 100 millj. dollara. Gert er ráð fyrir gengi þann- ig, að 750 dinarar jafngildi doll- ar, og að nýtt innflutningstolla- kerfi komi til sögunnar í þeim tilgangi að gera viðskipti frjáls- ari. — í Júgóslaviu er nú marg- falt gengi og fer eftir því hvaða vörutegundir um er að ræða hvaða gengið er notað. Nú verður aðeins eitt gengi. í tilkynningu utanríkisráðu- neytisins segir, að þessar um- bætur muni greiða fyrir utan- ríkisverzlun Júgoslavíu og greiðsluaðstöðu og tengja Júgó- slavíu nánara alþjóðaviðskipt- um. — Samkomulagsumleitan- ir um þessi mál hafa staðið í 8 undangengna mánuði. Norskar veiðair- færaverksmiðjur eru að byrja að nota vélar, til framiéiðslu á hnútalausum netjum. í Noregi eru 20 veið-! arfæraverksmiðjur og nam söluverðmæti framleiðslu þéirra 1960 samtals um 50 milljJ Nkr. (266 millj. ísl. kr.) og um 8% (21,3 miHj. ísl. kr.) af þeirri upphæð var selt til út- flutnings. Nokkrir norsku ! fiskibátanna er fóru til vestur-Afríku til fiskveiða, eru nú hættir fisk- veiðum þar, en hafa verið sett- ir í vöruflutninga. Fiskveiðarn- ar verða hafnar að nýju er veiðitímabilið byrjar á ný í maí mánuði, en bátarnir hafa talið það gefa betri tekjur að grípa til farmflutninganna á milli aðal veiðitímabila. í finnska verzlunar- skipaflotanum I voru þann 1. nóv. 1960 alls 518 skip, samtals 758.000 brt. að stærð. Af þessum skipum voru 219 gufuskip, 208 mótorskip og 91 seglskip. Réttindakröfur til vélstjóra á mótorvélskipum við fisk- veiðar í Noregi hafa verið lækaðar með lagasamþykkt. Er það gert til þess að lækka út- geaðarkostnað báta af stærðinni um 100 fet. Var áður krafist 3 véllærðra manna á bátum er höfðu yfir 120 hestafla vélar. en þau takmörk hafa nú verið færð upp að 300 hestöflum. Þrjú tankskip hlaðin olíu og benzíni, lentu öll saman í árekstri fyrir skömmu í höfninni í Istanbul (Tyrklandi) og urðu samstund is stórfelldar sprengingar í þeim. Allt hafnarsvæðið varð^ umlukið eldslogum og var um tíma útlit fyrir að mikil mann- virki við höfnina yrðu eldinum að bráð. Áður en tókst að yfir- buga eldinn höfðu 50 manns látið lifið. Frá Haifa liefur verið tilkynnt,. að ríkisstjórn Liberíu, hol- lenzka skipabyggingarstöðin Verolme og israelskt skipa- byggingafélag hafi sameigin- lega stofnað fyrirtækið „Liber- ian National Shipþing Co.“ Fé- lagið hefur fyrst um sinn tekið á leigu skip til málmflutninga frá Liberíu, og evrópiskum og amerískum höfnum, en Verol- me á að byggja tvö skip um 40.000 tonn DW, hvort til þess ara flutning í framtíðinni. Skip geta nú siglt allan sólarhringinn .um Pan- ama-skurðinn. Það eru liðin 45 ár síðan siglingar um hann hófust, en núna fyrst er talið að tekizt hafi að fá nægilega ör- ugt Ijósakerfi á erfiðustu sigl- ingabeygjum skurðarins, að mögulegt sé að hleypa skipum stanzlaust í gegn. Þessar ráð- stafanir spara skipum um 15 klukkustundir í siglingatíma. Tæki sem getur „séð“ í gegn um 30 cm. þykkt stál er nýlega komið á markað í Bandaríkjunum. Röntgen-tæki þetta, sem hefur 8 milljón elek- tronvolta aflgjafa, er talið verða sérstaklega hagkvæmt til þess að sannprófa mótstöðu- möguleika ýmissa málmteg- unda.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.