Vísir


Vísir - 15.03.1961, Qupperneq 10

Vísir - 15.03.1961, Qupperneq 10
10 VISIR Miðvikudaginn 15. marz 1961 JENNIFER AMES: amica- 41 Henni bl.öskraði hve létt henni veittist að ljúga. Til allrar hamingju virtist Kurtz taka þessa skýringu góða og gilda. — Já, það er rétt. Hann kom um borð í Bermuda ug hafði samband við yður, eins og hann hafði verið beðinn um. Eg vissi ekki að þér hittuð hann í Kingston. — Jú, í Glass Buckett. Hann — virtist mjög drukkinn. — Kannske hefur það verið þess vegna, sem hann var svo íausmáll að segja yður að hann ætlaði hingað. Eg þekki hvernig . Henderson drekkur, sagði hann fyrirlitlega. — Jæja, við eyðum timanum til ónýtis, hélt hann áfram. — Eg sagði að ég hefði verið að bíða eftir yöur. Þér verðið að aðstoða mig í nótt, úr því að Lawton fór. — Aðstoða yður? stamaði hún. — Hvernig? — í skurðstofunni. Eg verð að hafa einhvem til að halda lamp- aniun fyrir mig. Við höfum ekki rafljós hérna. — Éigið þér við að ég eigi að halda lampanum meðan þér skerið? — Þarf ég að endurtaka hvert orð sem ég segi? sagði hann önugur. — Þetta er ofur einfalt. Það þarf engar gáfur til þess, en annars held ég að þér hafið meira en ncg af þeim. Flýtið þér yður — ég hef lagt handklæði inn í herbergið yðar. Hún skoraðist ekki undan. Henni fannst óhugsandi að gera þaö. Hann hafði lampann í hendinni og hún elti hann upp stig- ann. Hann nam staðar við dyrnar hennar. — Setjið þér upp svuntu og þvoið yöur, sagði hann. — Og kom- ið svo að dyrunum innst í ganginum. . i Hún svaraði ekki en fór inn i herbergið sitt. Hún skalf frá hvirfli til ilja við tilhugsunina um það, sem í vændum var. Bara að faðir hennar hefði verið hérna! Bara að hún hefði ekki látið Jason fara! Hún horfði á fölt andlitið á sér í speglinum. Svo tók hún eftir hrúgu af vasaklútum á snyrtiborðinu. Hún vissi að þeir höfðu ekki legið þarna þegar hún fór að heiman í dag. Svo tók hún eftir blaði, sem hafði verið stungið undir klútana. Nokkur orð voru hripuð á það. „Fyrir alla muni — gerðu ekki neitt, sem gæti ergt Kurtz! Kem aftur á morgun. H. W.“ Faðir hennar — Hugh Wood. Það lá eitthvað bak við það, að hann hafði notað fangamarkið sitt. Bara að hann hefði verið heima í nótt! Bara að hún hefði getað aðvarað hann! Það gat orðið of seint á morgun. Henni datt ekki í hug að að trúa Kurtz fyrir neinu, þó sam- band hans og föður hennar væri svona náið. Hún fór í sloppinn sem hann hafði lagt á rúmið hennar. Hann var alltof stór, en hún bretti upp ermarnar og herti að beltinu. Hann hafði líka lagt þarna klút til aö binda hárið. Hún gekk inn ganginn og nam staðar við dyrnar sem hann hafði nefnt. Hún drap létt á dyr. Heyrði fótatak og svo var hurð- inni lokið upp. Það var Kurtz. — Komið þér inn. Eg byrja núna. Eg er búinn að svaúa hann. Stofan var lítil, en útbúin eins og venjuleg skurðstofa. Sá með- vitunarlausi lá á skurðborðinu. Hún gekk að og leit á hann. Andlitið var stórt og illmannlegt. — Já, hann er ekki beinlínis fríður. En kannske verður hann laglegri þegar ég hef dyttað að honum.... Lyftið þér lampanum, svo að birtan falli á andlitið. Hún gerði eins og hann sagði, en hann tók hníf af áhaldabakk- anum og fór að skera í andlitið. Hún fann hvernig hún kiknaði í hnjáliðunum. Hún gat ekki horft á þetta lengur. Hún lokaði aug- unum og einbeitti sér að því að halda lampanum kyrrum. Hún hafði ekki hugmynd um hve lengi hún stóð svona, en allt í einu heyrði hún Kurtz segja i angistarróm: — Hvað á ég að gera? Hann er dauður! En þetta er óhugsandi — hann getur ekki.... Henni fannst eins og martröð að horfa á Kurtz neita allra bragða til að lííga við manninn, sem lá endilangur á borðinu. En hann hreyfði sig ekki. Hann var hættur að anda. Lo!;s störðu þau hvort á annað, bæði náhvít og angistarfull. — Eg hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, tautaði Kurtz. — Hvað hefur eiginlega komið fyrir? Hann fékk ekki nema venju- legan svæfingarskammt. Hjartað hlýtur að hafa verið biiað. Það kemur fyrir að svona náungar, sem hafa lifað óvarlega, þola ekki svæfingu.... Svo hélt hann áfram eftir nokkra þögn: — Við verðum að reyna að losna við hann. En hvernig eigum við að fara að því? Það er of mikil áhætta að grafa hann, og báturinn kemur ekki aftur fyrr en eftir tvo daga. Bara að Lawton og Henderson hefði verið hérna! Þeir liefðu getað hjálpað mér. Þeir koma á morgun. Við verðum að bíða þangað til.... bara að enginn komi hingað.... Hann leit á hana og sagði hvasst: — Enginn má koma hingaö! Alls enginn! Skiljið þér það, ungfrú Wood? Hún þagði en kinkaði kolli. — Við erum öll riðin við þetta.... dauðsfall. Þér líka. Þér voruð viðstödd þegar það bar að. Þér aðstoðuðuð mig. Ef einhver uppsteytur verður út af þessu hvílir ábyrgðin á yður líka.... Það má ekki verða neitt veður út af þessu. — Nei, sagði hún. Hún var að hugsa til föður síns. Ef reki- stefna yrði út af því að maðurinn hefði dáið af svæfingu, mundi faðir hennar óhjákvæmilega flækjast í það mál, þó hann hefði verið fjarverandi. — Þér eruð óheimsk. Þér skiljið að við verðum að halda saman. Hvað svo sem upp á kann að koma. Hún kinkaði kolli aftur. En hún var sjúk af angist og örvænt- ingu. — Það er bezt að þér farið að hátta. Þér þolið ekki öllu meira en það sem þér hafið fengið í nótt. Eg skal ganga frá ölíu hérna. — Þökk fyrir, hvíslaði hún. Þegar hún kom frarn í ganginn og dyrnar höfðu lokast eftir henni, varð hún að halla sér upp að þilinu til þess að hníga ekki niður. Hún vissi ekki að maður stóð við hliðina á henni, fyrr en hann ávarpaði hana. — Hvað gengur á? Hefur eitthvað komið fyrir? spurði maður- inn hryssingslega. Þetta var sama ruddalega röddin, sem Janet hafði lreyrt um borð í „Caribbean“, röddin sem hún hafði heyrt tala við föður hennar, gegnum þilið er hún hleraði kvöldið áður. Greerman! — Hvað hefði átt að koma fyrir? sagði hún og reyndi að láta röddina heyrast sem rólegasta. — Reyndu ekki að leika á mig. Eg veit að eitthvað hefur komið fyrir. Þarna inni. Hann benti á skurðstofudymar. — Það var veriö að 'gera skurð-aðgerð, það er allt og sumt, sagði hún. — Hvað kom fyrir náungann, hvað varð að honum? — Ekkert.... ekki neitt. — Eg hlustaði við dyrnar sem snöggvast og heyrði ekki betur en.... Mér heyrðist hann segja, að einhver hefði hrokkið upp af.... Hún svaraði ekki. Hún gat ekki komið upp nokkru orði. — Nú, — hann hefur þá drepist? Mig furðar ekki á því. Það munaði minnstu að ég dræpist sjálfur. Þetta er hræðiiegur stað- ur. Og Lawton er farinn á bak og burt — er það ekki ? Hann hefur sjálfsagt forðað sér. Eg mundi hafa gert það líka, ef ekki væru þessar andskotans umbúðir á andlitinu á mér. — Hr. Lawton kemur aftur á morgun. Eg veit að hann kemur á morgun. — Sei-sei, nei, hann er áreiðanlega horfinn! Það hefur allt verði í uppnámi hérna síðan þeir fundu þenna drjóla hérna í kvöld. — Fundu þeir einhvern hérna í húsinu? spurði hún dræmt. — Hvern? — Eg hef ekki hugmynd um þaö. Þeir vissu heldur ekki sjálfir hver hann var, held ég. Kannske hafa þeir orðið hræddastir af því. En ég heyrði Kurtz æpa, að einhver hefði gramsað i skrif- - * fi KVÖLÐVÖKUNNI Menningarfélagið var að setja á stofn flokk, sem átti aðeins að vera í hreinar meyj- ar. Þá kom þangað inn ung stúlka og hélt á barni. — En frú, sagði forseti fé- lagsins. — Þetta er vitni um það, að þér eruð ekki hæf til þess að vera í þessum félags- skap. Hvernig gat yður dottið í hug að þér gætuð orðið félagi. — Eg hegðaði mér eins og flón, þegar þetta gerðist, sagði hún til skýringar. — Svo að eg hélt að eg gæti komist í félagið sem ein af hinum óforsjálu meyjum. ★ Það hefir gengið hræðilega illa fyrir honum pabba. Hann náði sér í verkamenn til þess að laga þakið á hæsnahúsinu og eftir að þeir fóru fauk þakið strax aftur. Hann varð svo reið- ur út af þessu, því að sumai’ hænurnar komust út og fóru heim til sín. ★ Síðastliðið sumar eyddi eg sumarleyfi mínu í fjallalandi í frægu suðrænu ríki. Þar var farið afskaplega vel með mig I hjá fólki því, sem eg var í kosti hjá. Þegar fór að líða að jólum jvarð mér hugsað til þeirra og : eg sendi þeim sína skóna hvoru. (Þegar eg kom þangað aftur þetta ár, sá eg að þau gengu bæði berfætt eins og áður. | — Fenguð þið ekki skóna frá mér? spurði eg. . | — Jú, sagði bóndinn. En þeir voru ekki góðir. Þér senduð engan leiðarvísir með þeim. Fetar — R. Burroughs —TARZAM— 3760 . "you STKANGEISS HAVE VVALK.E7 0N F0K5I77EN LANFysAiP the STKONG ONE. “thekefoke, •”*“ -i. you. WvUST SE FUN \SHBP--" "5UT WHY?Í'A$KEP’ FOCTOC SATES.WE WANTEC7 NO TKOUSLE. WE WEKE ONLY CUK.IOUS A50UT A TKlSE WHOSE WAKKIOKS P0SSESSE7 GKEAT, STKE NGT M.' $ Ókunnu menn, þið hafið *!• gengið á hinni forboðnu 4 jörð, sagði Hinn sterki, og verður þess vegna refsað. En hvers vegna? spurði doktor Bátes. Við ykkur 9 eru aðeins að leita ættbálki sem frægur er fyrir óvenj- lega líkamskrafta. Konung- THE KING SNEEKEK ."VEK.V WELL--X WILLSATISyyOUK CUKIOSITV 5UT IT MAV COST- you youk LivEsh7 urinn hló fyrirlitlega. For- vitni ykkar skal svalað, en það mun kosta ykkur lífið. Framh. af 4. síðu. — Fyrst fékk ég mér skrif- stofustarf hjá stórri vélsmiðju, en síðan bauðst mér vinna hjá jLoftleiðum í fyrravor og þá tók eg því. | — Hvað eruð þið margir ís- lendingarnir þarna hjá Loft- leiðum á flugvellinum fyrir jVestan? — Það er Bolli Gunnarsson, sem veitir forstöðu deild Loft- leiða á vellinum, Halldór Guð- mundsson, flugvirki, Erling' Aspelund og kona hans, Kol- brún, Olav Ellerup og ég. * Við þökkum Runólfi fyrir frásögnina, og óskum honum igóðrar ferðar vestur aftur, er jhann fer næstk. laugardag 18. þ. m. á. í. Leiðrétting. í frétt í blaðinu í gær, undir fyrirsögninni Gísli J. Johnsen heiðraður, er það á misskilningi byggt, að það hafi verið í fyrsta sinn, sem Félag ísl. stórkaup- 1 manna hefði kjörið heiðursfé- laga, er það sýndi G. J. J. þann sóma á áttræðisafmæli hans. Eftirtaldir menn hafa á liðnum tíma verið kjörnir heiðursfélag- ar Félags ísl. stórkaupmanna: Arent Claessen, Ólafur John- son, aGrðar Gíslason, HalÍgrím- ur Benediktsson, Carl Olsen og Eggert Kristjánsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.