Vísir - 18.03.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 18.03.1961, Blaðsíða 7
Laugardagmn 18. marz*1961 *■ . V t SIJft 7 JENNIFER AMESj 'amica- 43 geri ráð fyrir að þér farið undir eins og þér hafið borðað, er rétt- ast að ég kveðji yður strax. — Mér liggur ekkert á. Eg er i fríi núna og hef ekkert að gera. Mér datt í hug að við Janet gætum farið í Æjó aftur — dáhtið • seinna. — Eg held að hún hafi ekki gott af að fara í sjó aftur, núna í þessum mikla hita, sagði læknirinn. — Sem læknir verð ég að banna henni það. Hún hefur ekki verið vel hraust síðan hún kom hingað, og ég ræð henni eindregið til að hvíla sig eftir að hún hefur borðað. I — Ágæt hugmynd. Mann syfjar oft eftir svona morgunbað. Ef J>ér hafið ekkert á móti því ætla ég að fá mér blund i legubekk eða einhverju þvílíku, meðan ég bíð eftir henni. Janet sá að augun í Kurtz urðu svört af reiði. — Það fer vafalaust miklu betur run yður á gistihúsinu, hr. Clinton. Og við kærum okkur ekki sérlega mikið um að hafa gesti. Eg vil að ungfrú Wood hvíli sig fram yfir miðjan dag, svo að það er ekki til neins 'fýrir yður að biða eftir henni.... Hann iærði sig út að dyrunum. — Við Janet getum komið okkur saman um það, dr. Kurtz.... En munduð þér ekki vilja gera svo vel að sýna mér lækninga- stofuna meðan Janet hvílir sig? Mig langar til að skrifa grein um hana. — Eg kæri mig ekkert um auglýsingar í neinni mynd, svaraði hann stutt. Svo hélt hann áfram í öðru tón: — Þakka yöur fyrir áhugan, hr. Clinton. En þáð væri þýðingarlaust fyrir okkur báða að eyða tímanum í að sýna yður húsakynnin héma. Þess vegna ætla ég að kveðja yður. Hann hneigöi sig og fór út. j — Það er ekki að sjá að ég sé aufúsugestur á þessum bletti hnattarins, sagði Ferdy og brosti. En það var áhyggjnsvipur á honum. — Þér ættuð að íará i gistihúsið. Hann var reiður, sagði Janet.l — Það gerir ekkert til. Nú ætla ég að finna mér átyllu til að verða kyrr, þó hljóðið sé ekki gott í gamla drumbmum. En fyrst nú nú að fá sér matarbita. Janet hringdi. — Eg held nú samt að það sé réttast að þér farið Ferdy, sagði hún lágt. — Skipun er skipun, svaraði hann og brosti. — Kannske mat- urinn blási mér einhver góðri hugmynd i brjóst. En það var ekki maturinn, sem gaf honum átyilu til að verða kyrr. Heldur veðrið. Meðan þau voru að borða gerði hellirigningu. — Ætli við fáum ekki ofsarok? sagði Ferdy vongóður. Stærstu regndröparnir sem Janet hafði nokkumtima séð, skullu á rúðunum. Tvær stúlkur hlupu til og lokuðu gluggimum, og innan skamms varð kæfandi hiti inni. Allt í einu fann Janet að Ferdy studdi hendinni á handarbakið á henni. — Ekki að láta hugfallast, Janet, ságði hann. Sortinn er alltaf dimmastur þegar óveðrið er að skella á. Það er hversdagslega sagt, en satt. Og fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eg get ekki j komist burt í svona veðri. Eg má ekki gleyma gigtinni i mér. Hann hló. Janet horfði á hann. Frá hans sjónarmiði var þetta allt ævin- ±ýr, en frá hennar beisk alvara. Hún hafði alltaf verið hrædd við Kurtz, en í dag var hún veik af hræðslu.... Hvað ætlaði hann að gera? Hvað var í bígerð hjá honum? — Farið þér upp og hvilið yður ef þér viljið, Janet, sagði Ferdy. — Hugsið þér ekkert um mig. Eg dimda eitthvað á meðan. — Já, mig langar til að leggja mig, sagði Janet. — En er yður alvara, að ætla að verða kyrr héma? Henni þótti það bæði mið- ur og var huggun að því. Hún f-cr upp í herbergiö sitt og horfði á rignihguna fossa úr loftinu. Hún var veik af angist. Dyrnar voru cpnaðsr og inn kom Kurtz og lokaði á eftir sér. — Hafið þér beðiö þennan drjóla um að hanga héma? spurði hann með lágri, ógnandi röddu. — Alls ekki, sagði hún. — Þér eruð ekki að ijúga að mér? — Eg lýg ekki, dr. Kurtz, svaraði hún kuldalega. — Hvað vill hann hmgað? — Kannske það sem hann sagði. Kannske leiðist honum og vill hafa einhvern að tala við. — Það held ég ekki. Hún hélt það ekki heldur. — Eg get ekki hugsað mér neina aðra ástæðu. — Eg get hugsað mér fjölda margar ástæður, sagði hann. — Það gæti hugsast að hann kæmi hingað vegna yðar. En þó er sagt að hann sé ástfanginn af ungfrú Wyman. Það gæti líka hugsast að hann hefði einhvem grun. Hver getur það verið, sem var að snuðra hér í húsinu í gærkvöldi. Var þessi drjóli hjá Wyman allt kvöldið? — Eg — ég man það ekki. — Ætli hann hafi ekki haft eitthvað að hugsa annarsstaðar, urraði hann. — Eins og þér höfðuð — á leiðinni hingað i gær- kvöld, þegar þér tókuð ekki eftir bílnum, sem fað.... Lawton fór í. Eg er að tala um þennan Brown-slána. Eg veit allt um ykkur. En hvað er það sem hinn drjólinn vill? Hún vissi það ekki og svaraði ekki. — Við verðum að losna við hann, hélt Kurtz áfram. Svo bætti hann við, hugsandi: — Eg hef ýmislegt að hugsa. Og kannske er vissast að hann verði kyr hérna. — Viljið þér að hann verði hérna? spurði hún undrandi. — Þá getur maður verið viss um að hann snuðri ekki hérna í kring á meðan. Jú, ég held að þér ættuð að ýta undir hann að j vera kyrr. Bjóðið þér honum í hádegisverð. Hann kinkaði kolli. — Hvers vegna? Hann fa.... Lawton kemur i dag. Hann verður eflaust kominn fyrir hádegisverð. — Já.. ..eða skömmu síðar.... Og nú getið þér eins vel sleppt þessu með hr. Lawton. Nú gerir það hvorki til eða frá, hugsa ég. — Hvað eigið þér við — ég skil yöur ekki? — Ekkert annað en það sem ég segi. Eu munið fyrst og- fremst að gegna þvi sem yður er skipað. Skiljið þér það? — Eg get ekki skilið hvers vegna.... — Þér eruð dóttir föður yðar, ungfrú Wood, og ef bér gerið ekki eins og ég segi yður, sendi ég hann beina leið í langelsiðj aftur — eð'a þangaö sem verra er. Hann tók málhvíld og sagði svo: — Auk þess voruð þér viðstödd þegar maðurinn dó í nótt. Það getur hugsast að við verðum bæði kærð fyrir mord. — Fyrir viorð! En maðurinn dó eðlilegum dauðdaga — i svæf- ingu! — Það eru ekki annara orð en okkur fyrir pvi, og ég er hrædd- ur um að í þessu tilfelli væri ekki tekið sérlega mikið mark á því sem ég segi. Og þegar það vitnast, að þér séuð dóttir föður yðar, er ég smeykur um að ekki verði tekið mikið mark á yðar orðum heldur. Nei, ungfrú Wood, yður er nauðugur einn kostur að gerast samherji okkar. Þér eruð orðin það, núna! Hann fór út og lokaði hurðinni hjóðlaust eftir sér. Janet starði á dymar. Hún skalf. Það stytti aldrei upp fyrri part dagsíns. Þegar hún kom niður hitti hún Ferdy, sem sat makindalega í hægindastól og var að lesa. — Ef þér hafið eitthvað aö hugsa skuluð þér ekki láta mig tefjg yður, sagði hann og brosti. Hún settist á bekkinn við gluggann, rétt hjá honum. En hún sagði ekki orö. Hvað gat hún sagt? Kurtz hafði sagt, að nú væri hún orðinn samherji þeirra! Hún var í þessum — glæpamanna- flokki! Af því að hún var dóttir föður sins var hún af sama sauðahúsi. Ferdy virtist skilja að hún væri ekki upplögð til að tala við Á KVðLDVÖKUNNI . . ..hiWlSÍI R. Burroughs -TARZAM 3762 tubSTKONS ONE CALLSg T0 HIS SUAKCtS. ‘TAKE THE ! riílSONEKS TOTHE CO/AF’OUNP’! ANNOUNCS Allir voru æstir og mjög spenntir þegar Hinn sterki isamt finmt hermönnum f-ínum koni íram ó sjónar- ASfcUrTLY THE SOUNf OP PfUJMS ECHOB^ THgOUSH- OUT THE VILLASE— sviðið. Konungurinn þló til j Tarzans. Af þessur.u iimm i mönnum ætla ég. að vélja | þann sem J>ér hæfm.uð -fást \ oezt dð Vvlja þann minnsta við. gvo bætti -hnnn- við tfeeti | — hcpn -yterðpr bér full lítilsvirðingu. Það er vist erfiður. Mackenzie datt út af bryggju við höfnina í New York og lög- regluþjónn stökk útbyrðis til að jbjarga honum. I — Þessi maður bjargaði lífi þínu, sagði frú Mackenzie. — Ætlarðu ekki að gefa honum dal? ! — Eg var hálfdauðuv þegar hann dró mig upp, tafsaði Mackenzie. — Gefðu honum hálfan dal. * j — Það er afmælisdagurinn minn í dag, Jeanie, hrópaði MacDonald með stóra hjartað. Skítt með alla sparsemi, gefðu kanarífuglinum eitt kom í við- bót. * Þetta er vélaöldin. Það eina, sem fólk gerir með höndunum er að klóra sér. ★ Tónlistarmaðurin var at- vinnulaus fór inn í skriflabúð. — Hversu mikið viljið þér gefa fyrir þetta horn? — Einn dal, sagði skriflasal- i inn eftir vandlega íhugun. — Hvað þá! sagði tónlistar- maðurinn hneykslaður. — Ná- grannarnir buðu mér miklu meira fyrir það! ★ Jasha Loeftitz, hljómlistar- maðurinn, var einu sinni boð- inn í glæsilegt „coctailboð“ — Takið þér sellóið yðar með yður, sagði frúin sem bauð. — Mér þykir fyirr því, en sellóið mitt drekkur ekki, sagði hljóðfæraleikarinn. ★ Litli drengurinn varð ákaf- lega hrifinn þegar mamma hans sagði honum að hárið á sér væri svona lifandi af rafmagni sem í því væri. — Hæ, hæ! sagöi Jiann. — Er- um við ekki furðuleg fjölskylda! Mamma hefir rafmagn í höfð- inu en amma hefir vind i mag- anum. ★ Presturinn var að gefa sam- an hörundsdökk hjón og þeg- ar hann sagði þessi orð ,;þú átt að elska, heiðra og hiýða“ greip brúðguminn fram í og sagði: — Lesið þér þetta aftur prest- ur góður, lesið þér það aftur svo að konan geti skilið -hversu hátíðlegt loforð hún gefur. Eg hefi verið kvæntur áður. ★ Eins og venjulega kom kon- an of seint og það. mjög seint. — Eg bið afsökunar fy.rir að koma svona seint, sagði hún við húsbóndann. — Góða mín, þér þurfið ekki að biðjast afsökunar. Þér getið aldrei komið of seirrt. Handknattlaiksm.. Framh. af 8. siðu. 9-iu haiu á .inagengt frá vinnu. .uunömv.i" Jvýri; frá komu hins sænska ^ðs í fyrra- rlag. I undirbúnin Móm ,eiga ,-æti -eftirtaldir ” ■• Úlfar Þérðacson, G-u 'íragns.son, .Ingi Eyvú.i' *'orkels- ,son, J.ón Ks'is./.k.rs.M.fi ;. Gylfi -JÍií^lmgreswi- J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.