Vísir - 29.04.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 29.04.1961, Blaðsíða 3
Laugardagrnn 29. april 1961 VtSTH diilnti Mark kommúnista er aö ná völdum í Laos, Suður-Víetnam og Cambodia. Hætian mest í S.V., þar sam 8000 vopn- að:Ir skæruliðar ætla með hryðjuverkum a5 hindra endurkjör Biams forseta. í fréttum frá VVashington af viðræðum Kennedys forseta og Macmillans forsætisráðherra hefur komið fram, að þe*r hafa meiri áhyggjur af ástandi og liorfum í Suður-Vietnam en í Laos. Alkunnugt er, að mikill fjöldi kommúnsta frá Norður-Vietnam hefur laumast inn í landið til að spilla innanlandsfriðinum og hafa þeir unnið þar hin verstu hermdarverk. Morð eru daglegir viðburðir. f fréttum frá Tokio segir, að Viet Cong skæruliðar kommún- ista auki stöðugt hermdarverka starfsemi sína í þeim tilgangi að reyna að h'ndra, að Ngo Dinh Diem forseti verði endur- kjörinn, en hann gefur kost á sér til endurkjörs fyrir næsta 5 ára tímabil í kosn- ingum, en kosningar fóru fram í gær og sigraði hann. I 8000 skæruliðar. Talið var, að vopnaðir skæru- liðar Viet Cong séu 8000 og væru þelr staðráðnir i, áð koma í veg fyrir endurkjör hans. Meðal þessara skæruliða er „fimmta hei'deildin“, sem' átti að hverfa til Norður-Vietnam eftir Genf- ársamkomulagi, 1954, kommún- istar, sem síðan hafa laumast inn í landið, og sjálfboðaliðar kommúnista í S.-Vietnam. — Verkamenn (coolies), sem skikkaðir hafa verið til starfa i hjálparsveitum, flytja vopn til skæruliða frá NorðurlVietnam. Viet Cong kommúnistar hafa áform í huga, segir í Tokiofrétt- inni, um að valda sprengingum á kjörstöðum, og gera árásir á þá, ræna atkvæðakössum, hrjá og jafnvel myrða þá, sem starfa á kjörstöðunum. Þessi áfor mis- heppnuðust. ' Suður-Vietnam hefðu þeir vald á strandlengju, em veit að Fil- lipseyjum að austan og Malaja- skaga og Indonesiu að sunnan 1—- og frá Kina væri þá fengin opin leið alla leið til suður- strandar Suður-Vietnam. | Núverandi erfiðleikar í þess- um hluta heims eiga rætur að I rekja til 1954, er Franska Indo- kina gliðnaði sundur, eftir fall franska virkisins Dien-Bien- Phu. Norður-Vietnam sem nær að Kína er stjórnað af komm- únistum. N.-V. er orðið höfuð- stöðu í baráttunni til þess að tryggja kommúnistum yfirráð í Laos, Suður-Vietnam og Cam- bodia. 15 m'lljónir manna í S.-V. íbúatala _' Suður-Vietnam er 15 milljónir, en Laos aðeins 2,5 milljónir. Bæði varnalega * og stjórnmálalega, segir í fréttum frá Washington, er mikilvægt, að kommúnistar náði ekki yfir- ráðum í Suður-Vietnam. Næðu þeir völdum þar mundu milljón- ir manna í Cambodia og fleiri Asíulöndum fara að íhuga, hvort það hafi verið hyggilegt af þeim að treysta á vestrænu þjóðirnar. I ; Hernaðarlega mikilvægt land. í fréttum frá Washingtön segir, að Suður-Vietnam sé enn mikilvægara land hernaðarlega en Laos. — Laos á ekki land, 1959. að sjó, en ef kommúnistar næðu Ofbeldis- og ' hry'ðjuverk kommúnistiskra skæruliða í Suður-Vietnam byrjuðu í árslok Talið er, að þeir liafi á ár- inu 1969 myrt "um 3000 mean, sem hollir voru lýð- ræð<'sstjórninni. Álika marg- ir kommúnistar eru sagðir hafa fallið í bardögum við hersveitir Diems. Og nú í seinustu viku fyrir forseta- kjör voru fram'n 15 pólitísk morð i aðeins einu héraði. Kommúnistar hafa ekki enn. náð markinu í Suður-Vietnam, en öllum er nú Ijóst hver hætta er á ferðum. Bandaríkjastjórn sá fyrir hættuna og' hefur sent j þangað marga hernaðarráðu- jnauta til þess að- aðstoða við þjálfun hersveita Diems, m. a. í skæruhernaði. Á undangengn- ^um árum nemur hernaðarlegur stuðningur Bandaríkjanna við Suður-Vietnam 500. milljónum dollara og efnahagsaðstoðin við S.-V. nemur 1300 milljónum dollara. Hefur sú aðstoð sætt gagnrýni. y Samkvæmt seinustu fréttum eru yfirráð. Diems örugg i höf- uðborginni, Saigon, og öðrum stærri bæjum, en kommúnistar hafa náð allmörgum sveitahér- uðum á sitt vald. *> Seinustu fréttir frá Saigon herma, að Diem forseti hafi lýst yfir að hann þurfi' 30.000 manna l*'ð til stuðn- ings hersveitum sínmn í bar- áttunni gegn andstæðingiun sínum. Þá fréttist frá Washingtön, að Bandaríkjastjórn ætlaði að vcita Suður-Vietnam auk- inn hernaðarlcgan stuðning, en ekk: sagt í hverju sá stuðningur yrði fólginn. Kunnugt er af fyrri frctt- rnn, að þeir hafa haft mikinn viðbúnað á Kyrrabafi að und- anförnu til að veita skjóta hjálp, ef um hana værv. beð- ið. Flugvélaskip v*ru sentl suður á bóghrn og tiindur- spillar og voru eigi langt frá ströndum Suður-Vietnam, er síðast fréttist. f forsetakjörinu neyttu 85% kosningarréttar af um 7 milljónum kjósenda. Brezkir fréttaritarar £ Genf segja frá 'því, að í hádegisverð- arboði mcð fulltrúum Vcstur- veldanna á kjarnorknvopnaráð- stefnunni hafi Tsarapkin full- trúi Sovétríkjanna fært í tal þá hættu, að ef tillögur Vestur- veldanna um eftjrlit næðu fram að ganga, gætu erlendir njósn- arar lcikið lausum hala i Sovét- ríkjunum. , j 0-jæja,“ sagði þá Ormsby- Gore, fulltrúi Breta þarna, „við (þ. e. Bretar) höfum. annars náð í nokkra njósnara Sovét- ríkjanna alveg nýlega.“ Brosti Tsarapkin þá þurr- lega, en svaraði engu. Öðrum var skemmt og þótti Ormsbye*- Gore hafa stungið óþægilega upp í hann. ( Eins og kunnugt er voru menn allbjartsýnir um árang- ur af ráðstefnunni, rétt áður en hún hófst af nýju, en fyrsta daginn flutti Tsarapkin ræðu, sem gerði þær vonir að engu, að fljótlega myndi nást sam- komulag. • / 1 í' Bláa — Bandisdagiiriiiii Snnnndagurinn 30. apríl 1961 Visthælið Víðincs. Sívrkið starlVscmi Bláa — Bandsin§ «‘4 kaupið mcrki dagsins \ Rc.vkvíkingai' Hainiirðingar Keflvíkingar Mcrftf tlagsists Bláa svalan gefur yður kost á að styrkja starfsemi Bláa-bandsins. Verð 10 krónur. XrÆ Ei þór viljið styrkja starfsemi Bláa-bands- ins með penmgagjöf í tilefni dags- íns, þá vmsamlega hrmgið í síma 16373 og scnt verður til yðar. Flókagata 29 og 31. Lúðrasveit Reykjavíkur spilar í tilefni dagsins kl. 3 (sunnud.) á Austurvelli. Afgreiðsla merkja verður í Varðarhúsinu við Kalkofnsveg (norður dyr) frá kl. 10 árdegis, (sunnud.) Sími 18833. vV.-.W-VrfVVrt,hVrtVWW.VW,W*^,WVVbWWV.VVVW vwwwwu .W.%%W.WAVWVWV«iVáV.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.