Vísir - 29.04.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 29.04.1961, Blaðsíða 6
6 Vf SIB Laugardaginn 29. apríl 1961 WÍBI WL D A GBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, 12 blaðsíður alla daga. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson og Gunnar G. Schram. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar * y skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8 30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9.00—18,00. Afgreiðsla: íngólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. KIRKJA DG TRUMAL: Fermlngar. Síldveiðar ai vetrarfagi. Það lieí'ði þólt liin mcsta firra, ef því hefði verið spáð fyrir fáeinum árum, að sá timi kæmi, þegar siunum út- gerðarmönnum kæmi ekki til hugar að nota háta sína til að sækjast eftir þorski og ýsu á vetrarvertíð liér við suð- vesturströndina. Þó er það nú orðið, að n'okkur skip hai'a ekki sinnt venjulegum veiðum i vetur heldur sótzt eftir síldinni og sumuni jafnvel geng'ið prýðilega eftir að veður fóru að stillast. Það hefir löngum verið skoðun sjómanna, að sild rnundi vera mikil her við Iandið suðvestanvcrt allan veturinn. Vandinn hefir hinsvegar verið að ná til hennar, en nú cru viðhorfin gerbreytt að þessu leyti. Fjölmörg skip eru húin fullkomnustu tækjum sem fáanleg eru tii að finna sildina á verulegu dypi, og veiðarfærunum hefir einnig verið breytt í samræmi við kröfur sjómanna, svo að [jieir geta seilzt dýpra eftir síldinhi en áður var unnt. Heknetin eru ekki lengur í tízku, því að nú nota menn sömu nætur og sjálfsagðar þykja að sumarlagi fyrir norðan og austan. Hel'ir það ckki aðeins í för með sér sparnað i veiðárfæra- kaupum heldur eru jxui og miklu slórtækari en reknetin. Það er að sjálfsögðii mjög mikilvægt, að gengið hefir verið úr skugga uin, að svo mikla sild sé að fá á Jæssum tíma árs hér suðvestanlands, og vonaudi revnist hún árviss. En annað er eftir, ekki síður inikilvægt en að finna hana, og Jiað er að húa hana svo í hendur kaupenda, að hún gefi þjóðinni sein mestan arð í erlendum gjaldeyri. Það er neyð- arúrræði að setja hana í bræðslu, og við verðum að kosta kapps um að koma upp nokkrum iðnaði til að nýta jietta hráeim á þann hátt, að hann gefi meira í aðra hönd en nú. Þjoðviíjinn segir sögu. í fvrradag segir Þjóðviljinn [>á sögu, að ]>ann dag liaí'i 20 ár verið liðin frá }>ví að Bretar bönnuðu hlaðið, en slarfsmenn ritstjórnar Iilaðsins voru handteknir og fluttir úr landi, þar scm j>eir voru hafðir i lialdi um jjriggja mánaða skeið. Blaðið geypar mikið um, að jjetta hafi verið cinskonar upphaf sóknar og sigurgöngu komnuinista hér, land og lýð til hlessunar! Skal ósagt látið um hlessunina, sem þjóðin Jiefir hlotið af kommúnislum, en rétt er að mimiast aðdrag- anda jiess alburðar, scm Þjóðviljinn ver allri forustugrein sinni til að minna á. Þannig stóð nefnilega á, að Þjóðviljinn lial’ði ]>á um nokkurt skeið verið eina málgagn nazista og Hitlers hér á landi. Blöð nazista höfðu lognazt út af fyrir löngu, en Þjóðviljinn harðist eins og hetja i'yrir Hitler og stcl'nu hans, og það var um síðir sú harátta, sem Iciddi til aðgerða Breta. Þá hét ]>ád nefnilcga ..landráðavinna", ef menn iinnu eittlivað fyrir Breta, en jafnskjóít og Hitler hafði sent herskaru sína gcgn Sovéiríkjuniún hreytlist tónninn. Þá var sama vinna nel'nd „landvarnavinna", og kommúnislar lolsuligu haiia eins mikið og jieir höl'ðu hneykslasl og ham- azt áður gegii sömu l'rámkvæindum Breta. Hyers vegna segir Þjóðvil-jimv .ekki alla söguna, úr ]>ví að luinn ier a annað hórð á slúfana? F.ru kommúnistar eitl- hvað hræddir yið íortíð sina í jiessu máli? Svari hver fvrir siö. Á þessum dögum er verið aðj ferma Reykjavíkurbörn. Kall- að var það einnig að sta'ðfesta. Það er gott nafn, að staðfesta. , Barnið staðfestir þá það já, sem foreldrar gáfu áður í heilagri skírn, og kvað á um,.að barnið ætti að tilheyra hinum kross- festa og' upprisna Jesú Kristi. — og barninu eru kennd fræði Lúthers hin minni, hið sígilda kjarnaverk hans. -— Það er upp. frætt um sannindi trúarinnar. — Þvi er sýnt, hvar þeirra sann inda er að leita. Þannig voru börnin staðfest í kirkju Krists, og þannig eru þau enn staðfesl í orði Guðs, — og Guðs orð á einnig' að staðfestast í hjarta þeirra. I Það eru fyrirmæli Krists, sem liggja til grundvallar fyrir þessari skipan, síðari hluti skírnarboðtinánnnar: Skírið þá | til nafns Föðurins, Sonarins og hins heilaga Anda — óg Kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður Hvort tveggja j ber að gera, að skíra — og að kenna, uppfræða í sannindúm trúarinnar. Á grundvelli þessarar skip- unar, bauð valdhafinn ekki að- eins að skíra, heldur skyldi sá sem skirður var hljóta ifæöslu, svo að hann staðfestist í sinni trú og gæti staðfest hana sjálf- ur með því að gjalda henni já- kvæði í orði og verki. Nú eru menn teknir að spyrja: Er þettá ekki bara vani? Er þetta ekki bara siður? Jú, þetla er siður. Er ekki gott að eiga góða rótgróna siði, sem allir lúta, og fagran vana? Það má hugleiða, hvers vegna þetta er siður. Hvað meinti valdhafinn kristni, sem kom fram með þennan sið? Hann rneinti einfaldlega það sama eins og fræðslukerfið meinar, þegar það eru lög og siður og vani, að láta börnin læra að lesa og skrifa, — þegar löggjafinn fyrirskipar, að ung- menni skuli eiga þess kost, öll jafnt, að fá' ahnenna upp- fræðslu um þau atriði mörg, er talið er að nauðsynlegt sé, að hver maður viti, — :þá æfingu til munns og handar, sem sjáif- sagt sé, að allir fái á ungum aldri, ef maðurinn eigi að ná foreldra þeirra, þv iað einnig eðlilegum andlegum þroska. Þvi er þessi siður kominn, að fyrir því var engin vissa, að öll börn, sem skírð hafa verið ung, væru uppfrædd um ineginat- riði kristmnar trúar. Það þótti ekki. hlýða, að menn bæru krist ið nafn og vissu ekki neitt um kristna trú. Eins og margur myndi enn í dag vera ólæs, ef ekki væri löggjöf, þannig myndu mörg börn fara mjög á mis við uppfræðslu í kristinni trú. þeim lærdómi og siðum, ef ekki væri undirbúningur ferrn- ingar. Hverju barni, sem foreldrar hafa borið til skírnar, skal kennt um trúná, réttindi og skyldur þess, sem skírður er. Síðan á það þess kost að játa því, að það vilji vera Guðsbarn. Hafi uppfræðslan borið tilætl- aðan árangur, þá er það ung- iingnum fagnaðarstund er hann játast Kristi í heyranda hljóði við sérstaka athöfn, er við það miðast. Sá, sem lét skíra barn sitt, hefir gróðursett sína ungu jurt í akri Kristninnar. Þar á hún að lifa, nærast og dafna. — Sá, sem sjálfur hefur þroskast í þeim jarðvegi og gert sér nokkra grein fyrir hvers virði trúin er af eigin reynslu sinni, á ekki heitari ósk börnum sín- um til handa, en að þau mættu njóta sömu gæða — þó i ríkara mæli og sannari, heilli afstöðu. Það, sam hann vilt, er að barnið hans fái sjálft að þekkja og reyna náð Guðs, — staðfest- ast í orði hans og lær'a þar líís- vísdóm. Flestir foreldrar hlaklca til þeirrar stundar, að sjá barn sitt blessað við altari Guðs. Fyr. ir þennan blessaða sið. sem er svo rótgróinn og almennur að hann leiðir fólkið undantekn- ingarlítið til þessarar;athafnai, hafa margir hlotið þá andans gjöf, sem enzt hefir ævilangt og aldrei var aftur frá þeim tekin. Blessun fermingarinnar nær ekki aðeins til fermingar- barnanna, hún nær einnig til foreldra þeirra, því að einnig' þeirra hjörtu eru bljúg á þess- ari stund, og hún breiðist yfir .heimilið, alla fjölskylduna. | Þegar fermingarundirbúning'- ur nær tilgangi sínum, leiðir hann barnið að Guðs orði kenn- ir því að hafa það um hönd og' styrkir bænalíf þess, — kennir, hvar þá handleiðslu er að fá, sem heitir kristin trú, kennir nokkuð um sögn kristninnar, og kennir aðalatriði trúar og’ siðgæðis. I Og þótt fræðsla í öllu þessu kynni að verða lítil, af allir væru látnir íara hver sina leið, þá er það ekki nema það sama og verða mynai, um alla fræðsiu. •— Það er engin trygg- ing fyrir því, að læsir foreldrar j kenni börnum sínum að lesa, ef enginn skiptir sér af, þótt þeir rnættu vita, hvað mikils virði j það er að geta lesið. Slíkt má ekki vera tilviljun háð, Því síður rná það vera tilvilj- un háð Iivort æskan fær tæki- 1 færi til að kynnast því máleíni | og taka afstöðu til þess, sem mikilvægast er og skiptir tím- anlega og eilífa velferð'. Það var tiiboð Guðs. Kristin þjóð sér því svo um, að allir skuli j þekkja gjöf trúarinnar, náðar- gjöf Guðs, sem er eilíft líf í Jesú Kristi, Drottni vorum, —- og fá tækifæri til þess að gjalda þeirri gjöf jáyrði sínu af heil- um hug. Stúdentar fordæma eldri stúdenta. Samband þýzkra stúdenta v’.ll losna við fyrrverandi naz- ista úr embættum í V.-Þýzka- landi_ Hefir fréttaþjónusta sam- bandsins sett fram kröfu um þetta í sambandi við Eiclimann- réttarhöldin, og fordæmt af- stöðu stúdenta á tímum Hitlers. Þess má geta, að i sambandi þýzkra stúdenta eru 200.000 meðlimir. Manmíðarsterl. i KartH’m&atmubærinn í 70. siein. Hæli Blaa bándsins liaia nú verið starl’rækt uni nokk- t'rra ára skc>ö ine.ð góóuni árangri. Þó ler j>\í vilanlega fjarri, að seð sé fýrir endann á starfi saintakanna, jjvi að verkeinin eru ærin. Þess vegna leita ]>au nú til alnieiinúigs biðja liann liðs í [jcssari erfiðu haráttu. Vonandi verða [jeir margir, sem bera merki samtakanna á morgun og sýna [jannig sainúð sína í verki. N. k. sunnudag verður Kardi- mommubærinn sýndur í 70. sinni í Þjóðleikhúsinu. 43 þús. leikhúsgestir háfa þá séð sýn- inguna og mun láta nærri að Vi þjöðarinnar hafi þá géð leik- i inn. Ekkert Ieikrit fyrr né síð- ar hefur þá hlotið slíka aðsókn hér'á landi og í engu leikhúsi hafa sýningar orðið jafnmargar á þessu leikriti og hér. Ákveðið er að hafa 4 sýningar énnþá á leiknum en fleiri geta þær ekki orðið vegna aima í leikliúsinu á næstunni, en þær eru vegna Sígaunabarónsins og hátíð- arsýningar, sem verður haldin í tilefni af komu Ólaís Noregs- konungs 1 júní nk. Leikhúsgestum er ráðlagt að íryggja sér aðgöngumiða í tíma, því færri munu fá miða en vilja eftir aðsókninni að dæma að undanförnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.