Vísir - 17.05.1961, Blaðsíða 6
6
VÍSIR
Miðvikudaginn 17. maí 1961
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson og Gunnar G. Schram.
Ritstjómarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar
skrifstofur að Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Félagsprentsmiðjan h.f. — Edda h.f.
Nazistaþjónkun kommúnista.
Það þykir ekki kurteisi, Jjegar ókunnugir eða gestkom-
andi nefna snöru í hengds manns húsi. Erfiðara er að gefa
því nafn, þegar heimamenn sjálfir fara að tala um snöruna,
og hlýtur annað tveggja að vera, að þeir eru montnir af
lienni eða eru svo samvizkuliprir, að þeir eru með öllu
búnir að gleyma henni. Hún truflar ekki svefnfrið þeirra.
Þannig hefir farið fyrir kotnmúnistum undanfarið, að
þeir hafa hvað eftir annað verið að nefna snöruna i húsi
sjálfra sín, mannanna, sem hafa í rauninni verið marg-
liengdir fyrir allra augum á undanförnum árum og ára-
tugum. I síðasta mánuði héldu kommúnistar til dæmis upp
á það, að þá voru liðin 20 ár frá því að lierstjórn Breta
hér á landi bannaði Þjóðviljann og handtók að auki þrjá
starfsmönnum blaðsins og flutti til Bretlands, þar sem þeir
sátu í fangelsi um skeið. En líklega liefir Þjóðviljinn verið
þeirrar skoðunar, að menn væru almennt búnir að gleyma
því, hver ástæðan var fyrir handtökunni og útgáfubanninu
á Þjóðviljamun.
Hún var nefnilega sú, að Þjóðviljinn hafði gerzt mál-
gagn þeirrar stefnu, sem Einar Olgeirsson segir nú, að
sé að rísa á ný í heiminum — hér eins og annars staðar.
Já, Einar Olgeirsson var helzti penni nazista hér á landi
um þær mundir, og það kom meðal annars fram í því, að
hann og blað hans börðust af alefli gegn því, að hægt væri
að koma hér upp vigstöðvum, sem unnt væri að beina
gegn nazistmn. Það var þessi ákafa barátta Einars Olgeirs-
sonar og félaga hans fyrir nazista gegn Bretum, sem leiddi
til handtöku þeirra félaga.
Eða dettur noklcrum manni í hug, að þeir hefðu verið
leknir og fluttir úr landi, ef þeir hefðu verið stuðnings-
menn og bandamenn Breta í baráttunni við nazista? Nei,
nazistastuðningur íslenzkra kommúnista, meðan Hitler og
Stalin voru vinir, er snaran, sem kommúnistar hafa verið
að nefna að undanfömu. Eða þora kommúnistar að rifja
upp baráttu sína á fyrstu mánuðum styrjaldarinnar og þó
einkmn eftir að Bretar voru komnir hingað?
Það er áreiðanlegt, að Einar Olgeirsson og aðrir kom-
múnistar geta haldið áfram að fá geðbilunarköst til dauða-
dags — það breytir ekki þeirri óþægilegu staðreynd, að
þeir einir stóðu með nazismanum hér á landi meðan Hitler
og Stalin voru vinir.
Hrekkir kommúnista.
Þegar menn virða fyrir sér viðmót kommúnista til
Framsóknarmanna, koma mönnum í hug ýmis spakmæli.
Til dæmis mættu Framsóknarmenn nú minnast þess að
illt er að eiga þræl að einkavin, og einnig mætti þeim koma
í hug, að illt er að eggja ofstopamanninn. Nú er nefnilega
svo komið, að þegar kommúnistar ætla að hleypa af stað
næstu verkfallsskriðu, hefjast þeir handa i bæ, sem lengi
hefir verið eitt helzta virki Framsóknarflokksins hér á
landi — Húsavík.
Framsóloiarforingjarnir hafa vafalaust talið, að þeir
mundu verða „stikk-frí“ að þessu leyti í hinum liættulega
leik kommúnista — ekki mundi verða ráðizt að þeim, fyrri
en önnur vígi hefðu verið unnin. En enginn er annars
bróðir í leik, segja kommúnistar og nú er kominn tími til
þess, að Framsóknarmenn sýni, hversu heilir þeir eru í
fullyrðingum sínum um stuðning við verkalýðinn. Nóg
hafa þeir talað um hauðsynina á að bæta kjör vinnandi
manna, og nú er rétt að þeir sýni, hvort þeim er alvara,
eða hvort um venjulega Framsóknar hræsni er að ræða.
Líklega er nú komið að tímamótum — Framsóknar-
menn verða að segja af eða á um algera samstöðu með
kommúnistum eða taka upp þjóðliollari stefnu í efnahags-
málunum.
VEGIR
OG
VEGLEYSER
EFTIR
Víðförla
Eftir kalt vor er græni litur-
inn nú búinn að ná fullum
tökum á túnum, að minnsta
kosti hér sunnanlands. Heyrst
hefur að krían sé þegar komin
til að athuga Tjarnarhólm-
ann, skólabörn eru byrjuð á
leiðöngrum sínum til gos-
drykkja- og sælgætiskaupa ut-
an Reykjavíkur og vegamála-
stjóri keppist við að auglýsa
lokaða vegi vegna aurbleytu.
Það virðist því kominn tími til
fyrir mig að fara á stjá á ný,
eftir afstaðna vetrarhvíld.
Aurbleyta í vegum er svo
sem ekkert nýtt fyrirbæri hér
á landi en sjaldan mun hún hafa
reynst erfiðari en nú í vor. í
fullar 2 vikur mátti heita að
allir vegir út frá Akureyri væru
lokaðir af þeim sökum og víða
annarstaðar hafa vegir verið
lokaðir um stundarsakir eða
háðir takmörkunum í öxul-
þunga. Nú hefur vorið verið
yfirleitt þurrt og því finnst
manni þetta dálítið undarlegt.
Hvað hefði orðið ef gengið
hefðu rigningar. Einhverjar
ákveðnar orsakir hljóta að vera
fyrir þessu enda er þeirra ekki
lengi að leita og þær eru fleiri
en ein.
Fyrsta orsökin er sú að nú á
allra síðustu árum hafa komið
til sögunnar þyngri og burðar
meiri flutningatæki en áður
þekktust og blautir vegir þola
þau ekki. Aðal ástæðan fyrir
því að Norðurlandsvegur var
lokaður svona lengi var að síð-
ast í apríl fór um hann lest af
þungum flutningabílum, sem
plægði upp veginn í Öxnadal á
um 10-15 km. kafla og skemmdi
hann víðar. Þessir stóru vagnar
vega allt að 15 tonn, fullhlaðnir,
og það má vera traust undir-
staða, er þolir slíkt. Eg hefi
örugga vitneskju fyrir því að
eigendur þessara ökutækja eru
of skeytingalausir um að sýna
hófsemi í hleðslu, þegar vegir
eru varasamir, eða hlýða sett-
um fyrirmælum um öxulþunga.
Eg talaði við mann norður á
Sauðárkróki um daginn, sem
var þessum málum kunnugur.
Hann sagðist vona að vegurinn
yfir Siglufjarðarskarð yrði ekki
opnaður um sinn því ef það
væri gert of snemma myndu
þessir þungu vagnar plægja
upp alla vegi í Skagafirði. Ein-
um ökuþór mætti eg nýverið
skammt frá Reykjavík, á leið
norður. Er hann frétti að það
væru eftirlitsmenn upp á Kjal-
arnesi, sem vigtuðu alla stóra
vagna, varð hann að snúa við
því hann var með að minnsta
kosti 2 tonn framyfir leyfilegan
þunga að eigin sögn. Það er erf-
itt að kljást við kollótta, segir
máltækið.
Önnur ástæða fyrir þessu á-
standi er sú að að íslenzkir
vegir eru yfirleitt ekki fram-
ræstir og þvi hvílir á þeim
vatn, sem gerir þá gljúpa. Það
má segja að þetta sé ekki óeðli-
legt með gamla vegi, sem voru
gerðir að mestu með handafli
og af vanefnum. En því miður
er ástandið ekki gott á hinum
nýlögðu vegum. Sumstaðar er
þannig frá þeim gengið að þeir
mynda uppistöður, sem hækkar
í unz rennur yfir veginn. Á
öðrum stöðum er svo illa geng-
ið frá köntum að úr þeim renn-
ur unz ræsi stíflast og allt fer á
flot. Eg skil ekki í því hve mik-
ill mismunur er á vegalagn-
ingu og frágangi vega í hinum
ýmsu landshlutum. Mér skilst
að það séu haldin námskeið
fyrir vegaverkstjóra og brýn
fyrir þeim að fara eftir ákveðn-
Sáning slök
í Sovét.
Ekki gengur landbúnaður-
inn í Rússlandi enn vel, ef
trúa má ummælum blaðsins
Sovetskaya Rossija, þrátt
fyrir ávítur og eftirrekstur
sjálfs Krúsévs. Búið er að sá
í 70,8 millj. ekra, sem er að
eins 36,5% af öllu ræktan-
legu landi, og þetta er að
auki um 2 millj. ekrum
minna en sáð hafði verið í
á sama tíma í fyrra.
Fyrsta líflát
frá 1719.
Tveir Bandaríkjamenn voru
liengdir fyrir morð á Bahama-
eyjum á þriðjudaginn.
Menn þessir voru á flótta
undan lögreglu Bandaríkjanna
og strönduðu báti sínum á
Bahamaeyjum. Skömmu síðar
bar að bát og myrtu þeir félagar
eigandann en flýðu á bátnum
til Kúbu, sem framseldi þá yfir-
völdum eyjanna. Eru þetta
fyrstu hvítu mennimir, sem
teknir eru af lífi þar, síðan sjó-
ræningjum var stökkt af þessum
slóðum 1719.
um reglum og fyrirmælum en
það virðist ganga erfiðlega að
kristna suma þeirra.
Enn er ótalin ef til vill veiga-
mesta ástæðan fyrir ýmsu ó-
fremdarástandi í vegamálum
hér, sú að vegir og brýr eru
hafðar fyrir kosningabeitu. Að
þeim ófögnuði mun eg víkja
síðar.
Nýja brúin yfir Ytri-Rangá
er hið vandaðasta mannvirki
og allur frágangur þar hinn
bezti. Þökk sé þeim, sem þar
sögðu fyrir verkum.
Víðförli.
BERGMÁL
Umferð.
Umíerð, timarit Bindindisfé-
lags ökumanna um umferðarmál
hefur legið niðri um árs bil, en
hefur nú aftur hafið göngu, og
er vonandi, að engin stöðvun
verði á útkomu ritsins framveg-
is, því að það gegnir þörfu hlut-
verki og þyrfti að vera útbreytt
og koma út reglulega.
1 ritinu er skýrt frá því, að
Bindindisfélag ökumanna hafi
nú opnað skrifstofu á ný, og er
hún í húsinu nr. 133 við Lauga-
veg, á sömu hæð og hinar nýju
bindindistryggingar eru til húsa.
Eru þarna ákjósanleg vinnuskil-
yrði.
Almennt starf BFÖ,
sem umferðarfélags hefur ver
ið með minna móti, segir í rit-
inu, af ýmsum orsökum, aðal-
lega vegna starfs miðstjórnar i
sambandi við tryggingamálin, en
nú mun aftur hefjast hið al-
menna starf BFÖ fyrir bindindi
og bættri umferð.
Deildir.
„Sjúkdómar og þreyta eru auð
vitað ekki einu orsakir umferð-
arslysa. Áfengi gegnir t. d. þar
miklu og örlagariku hlutverki.
Skapgerðarveilur manna, van-
þroski æskunnar hafa valdið
mýmörgum dauðaslysum. Samt
er það svo, að nærri í hvert
skipti svikur æðri heilastarfsemi
ökumannsins, vitundin verður
sljó og óskýr. Oft eru orsakir
þessa einnig óþekktar. Lögregla
og dómstólar standa oft and-
spænis torleystum gátum. Mik-
ilvægur og haldkvæmur vísinda-
legur árangur hefur þó fengist
við það, að sýnt hefur verið
fram á, að sjúkdómar eru mjög
oft orsök umferðarslysa. Lækna
vísindin geta með áframhald-
andi greiningu slysaorsaka stuðl
að að sivaxandi öryggi í um-
ferð“.