Vísir - 17.05.1961, Page 11
MiBvikudaginn 17. maí 1961
ylsiR
11
Greinésrgerð frá meirihluta
kjörnefndar þings L.I.V.
Vegna villandi fréttar-í dag-
blaSinu Vísi, mánudaginn 8.
maí 1961 um þing Landssam-
bands íslenzkra verzlunar-
manna, sem formaður L.Í.V.
'f<egir í Þjóðviljanum 9. maí sl.
að sé rétt, álítum við undirrit-
aðir, sem mynduðum meirihluta
kjörnefndar 3. þings L.I.V.
okkur skylt að skýra frá eftir-
farandi:
1. Um kjör varaformanns og
stjórnar.
Á 3. þingi L.Í.V. varð ágrein-
ingur um menn og málefni.
Þingkjörinn meirihluti kjör-
nefndar gekk frá einróma sam-
þykktum tillögum um væntan-
legan formann og stjórn L.Í.V.
fyrir næsta kjörtímabil, eftir
að minnihluti nefndarinnar,
undir forystu Sverris Her-
mannssonar, íormanns L.Í.V.
neitaði að ræða um nokkrar
breytingar á stjórn samtakanna
með því að ganga af fundi þeg-
ar í upphafi fyrsta fundar
kjörnefndar.
Er nefndin hafði lokið störf-
um, var formanni hennar, Guð-
mundi H. Garðarssyni, falið að
lýsa tillögum kjörnefndar til
þingsins, en þær voru sem hér
segir:
Ingvar N. Pálsson, formaður.
Gunnlaugur J. Briem, Einar
Birnir, Ásgeir Hallsson, Reyn-
ir Eyjólfsson.
Varamenn; Árni Ragnarsson,
Sigurður Steinsson, Gísli Ein-
arsson, Sigurður Óskarsson.
Minnihluti nefndarinnar bar
síðar á þinginu fram tillögu,
flutta af Sverri Hermannssyni,
um að Sverrir Hermannsson
skyldi vera formaður. Hlaut
hann 31 atkvæði við kosningu,
en Ingvar N. Pálsson, starfs-
maður lífeyrissjóðs verzlunar-
manna 27 atkvæði. Einn seðill
var auður.
í aðalstjórn varð aðeins ein
breyting á tillögum meirihluta
kjörnefndar við atkvæða-
greiðslu.
í varastjórn stillti minnihlut-
inn (Sv. H.) fram eftirfarandi
mönnum:
Björgúlfi Sigurðssyni (komm
únisti). Örlygur Hálfdánarson
(framsóknarmaður). Sigurður
Guðmundsson og Gísli Gíslason.
2. Ilverjir hugðnst
kljúfa L.Í.V.?
Skrif Vísis um klofning
L.Í.V. hvað undirritaða áhrær-
ir eru algérlega úr lausu lofti
gripin, og stangast við staðreynd
ir þar sem á þinginu fóru fram
lýðræðislegar kosningar í einu
og öllu.
Undirritaðir vilja benda á
rökfærsluskortinn í frásögn
biaðsins, þar sem segir: ,,Guðm.
H. Garðarsson gerði tilraun til
að kljúfa samtökin.“
í þessum orðum felst, að ef
tillaga meirihluta kjörnefndar,
sem umræddum manni var fal-
ið að túlka, hefðu náð fram að
ganga, þá leit heimildarmaður
(starfsmaður Vísis) svo á, að
samtökin væru klofin, en það
er ekki unnt að skilja öðruvísi
en á þann veg, að stuðnings-
menn núverandi formanns (Sv.
H.) mundu hafa sagt sig úr
samtökunum, þar sem þeir
hefðu ekki viljað una þeim úr-
slitum að verða í minnihluta.
í lýðræðislegum félagssam-
tökum telst það ekki ámælisvert
þótt gerðar séu tillögur um
breytingar á hverjir skipi for-
mennsku eða stjórn, jafnvel
þótt þeir hafi setið í stjórn frá
upphafi.
3. Persónuleg ummæli.
Skrif blaðsins um afskipti
Þorsteins Péturssonar af málefn
um verzlunarmanna eru mjög
ómakleg. Þorsteinn Pétursson
var einn af aðalhvatamönnum
þess, að verzlunarfólk gengi í
Alþýðusamband íslands. Á 2.
þingi L.Í.V. 1959, var hann
framsögumaður um tillögu þess
efnis. Hlaut hún samþykki
þingsins með yfirgnæfandi
meirihluta.
4. V.R. og L.Í.V.
Tillaga kom fram á þinginu
frá fulltrúum utan af landi um
það, að á næsta A.S.Í.-þingi;
skyldu fulltrúahlutföll milli
V.R. og annara félaga vera 45%
4rá V.R., en 55% utan af landi.
í V.R. eru um 70% alls verzlun-
arfólks, í L.Í.V., en 30% utan
af landi. Tillagan var felld.
Um hug verzlunarfólks í
Reykjavík til landssamtakanna
vísast að öðru leyti til ræðu
formonns Verzlunarmannafé-
lags Reykjavíkur, Guðmundar
H. Garðarssonar, þar sem hann
m. a. lýsti því sérstaklega yfir,
að reykvískjt verzlunarfólk
myndi styðja kosna stjórn
L.Í.V. í hagsmunamálm stétt-
arinnar.
Guðm. H. Garðarsson.
Helgi Guðbrandsson.
Kristján Ragnarsson.
Einar Birnir.
Blaðið hefur borið þessa
athugasemd undir Sverri Her-
mannsson formann Landssam-
bands íslenzkra verzlunar-
manna. Kvaðst hann ekki kjósa
að eiga orðastað um þessi mál
á opinberum vettvangi.
Hins vegar skorar hann á
form. V.R. að gangast fyrir al-
mennum félagsfundi um málið.
Ilcvkjavíkui'móíið:
Fram vann Val, 5:1.
Það má segja, að knattspyrn-
an setji alltaf svolítinn svip á
bæjarbraginn á sumrin. Ungir
sem ^aldnir hópast á knatt-
spyrnuvellina, og í gærkvöldi
var það engin undanteknig,
þrátt fyrir hráslagalegt veður,
þegar Fram og Valur mættust
á Melavellinum.
, Leikurinn var þó nokkuð
skemmtilegur. Framarar voru
mjög hreyfanlegir, og spil
þeirra allt fremur létt og leik-
andi, en árangurinn af getu
þeirra var sigurinn í leiknum.
Fyrsta markið gerði Guð-
mundur Óskarsson, en þeir
virtust vera í sVipaðri aðstöðu
að skora hann og Dagbjartur,
en sem sagt Guðm. nýtti tæki-
færið, eftir að markmaður Vals
var kominn út úr markinu.
Ekki löngu síðar fá Framarar
dæmda aukaspyrnu, rétt utan
vítateigs Vals. Guðjón spyrnti
þarna laglegum knetti, sem fór
beint í stöng, og hrökk boltinn
síðan til Grétars, sem skaut í
mark. 2:0 fyrir Fram, og lauk
þannig hálfleiknum. Þess má
geta að hinn þekkti, fyrrum
landsliðsmaður, Halldór Hall-
dórsson, hóf að leika með Val,
en meiddist og varð að yfirgefa
völlinn. Þetta hafði þó nokkur
áhrif á leik öftustu varnarinn-
ar.
í byrjun hálfleiks fékk Valur
gott marktækifæri, en það var
eins og boltinn vildi ekki í
mark. Dansaði þá knötturinn
við marklínuna, og gott ef ekki,
að einn Framari hafi ekki svo
mikið við að setjast á knöttinn,
en að lokum bjargaði Geir
markvörður þessari sóknarlotu
Vals. Þriðja mark Fram skor-
aði Dagbjartur. Þarna átti
Gunnlaugur að hlaupa út á
móti, hann hefði ef til vill get-
að orðið á undan að knettin-
um, áður en Dagbjartur næði
að skjóta. Fallegasta og um leið
tekniskasta markið skoraði
Guðmundur með góðum skalla.
Nú kom loks að því að Valur
kæmist á blað. Þeir fengu
dæma aukaspyrnuna á vítateigs
línu, og skoraði Björgvin Dan.
beint úr henni. Hefðu Framar-
ar ekki átt að geta „lokað“
markinu? Síðasta markið skor-
aði svo Guðmundur, en hann
lék inn í markið, svo að segja
með knöttinn.
Valsliðið fann sig ekki, sem
skyldi, og var framlínan einum
of sundurlaus. Beztir í liði Vals,
voru enn sem fyrr Ormar og
Árni.
Ég held að geta Fram hafi
komið svolítið á óvart, því lið
Vals er alls ekki lélegt, aftur
á móti var lið Fram gott. Beztir
af Frömurum voru í framlín-
-i
unni þeir: Grétar, Dagbjartur
og Guðmundur, og í vörninni
þeir Rúnar og Birgir, einnig
Geir. Það væri ekki úr vegi að
fara fram á meira af svona
knattspyrnu.
stb.
Fimm börn biðu bana í elds-
voða í borginni Saginaw í Mich-
igan-fylki á Iaugardag.
Skóggrhögg er mikið í. fylk-
inu og þekkist varla, að íbúðar-
hús sé smíðuð úr öðru en timbri,
sem fuðrar olt upp á skömm-
um tíma, eins og í þetta sinn.
Móðir barnanna gat bjargað
sér og tveim barnanna.
Danir líkja
eftir oss.
Einkaskeyti til Vísis.
K.höfn í gær.
Landhelgisbrot eru orðin
svo tíð við vesturströnd Jót-
lands, að til vandræða hefir
horft, þar sem eftirlitsskipin
tvö, sem þar hafa verið á
verði, hafa ekki liaft við að
bægja landhelgisbrjótum frá
eða færa þá til hafnar. Leiðir
þetta til þess, að Danir ætla
nú að nota sér rcynslu ann-
arra þjóða, m. a. íslendinga,
og verður Katalina-flugbátur
hafður skipunum til aðstoðar.
Vona menn, að hún skjótif
veiðiþjófum hæfilegan skelk
í bringu.
III
H VI LDARSTO LLI N N
er bezfi hvíldarstóllinn ó
heimsmarkadnum.
Það má stilla hann í þá
stöðu, sem hverjum hontar
bezt, en auk þess nota
hann sem venjulegan ruggu-
stól.
3 + 1 SKÚIASON & JÓN5SON 5F
Síðumúla 23 Laugaveg 62 Sími 36>303'
Rússar lækka olíuverð
til ad mí viðskiptuwn frtk
vestrœnuwn tÞlíufélöguwn.
Brezk blöð skýra frá því, að
það valdi miklum áhyggjum,
að Rússar hafa lækkað verð á
olíum og benzíni, til hnekkis
bandarískum og brezkum olíu-
hringum.
Eru Rússar þegar búnir að
ná fótfestu í ýmsum löndum.
í sérstakri skýrslu um þetta,
sem birt hefur verið í Wash-
ington, segir að Rússar séu að
leggja miklar olíuleiðslur, að
„mörkum Vestur-Evrópu“, sem
eigi að verða fullgerðar 1963,
og auk þess séu lagðar æ fleiri
olíuleiðslur frá olíulindasvæð-
um til olíuútflutningshafna við
Eystrasalt og Svartahaf.
Jarðolíu selja Rússar á 1
dollar tunnuna við Svartahaf
og síauka söluna, enda sams
konar olía frá Austurlöndum
nær seld á 2 dollara 79 cents
tunnan. í skýrslunni segir og:
„ísland fær nú nær allt sem
það þarfnast af olíum og ben-
zíni frá Sovétríkjunum og Finn
landi, 95% af því, sem það
þarfnast — og samkvæmt ný-
gerðum viðskiptasamningum
við Danmörku munu Danir
kaupa alla olíu, sem þeir þarfn-
ast til iðnaðarþarfa, frá Sov-
étríkjunum.“
Þannig leggja Rússar undir
sig, segir í brezku blaði, öll
olíuviðskipti í hverju landinu
á fætur öðru, sem áður skiptu
eingöngu við félöög, sem starfa
með brezku, bandarísku, hol-
lenzku og frönsku fjármagni.
Eftirlitsnefndin með vopna-
hléi í Laos er nú komin þangað.
Er hún tekin til starfa.
Sendinefndir á Laosráðstefn-
una í Genf eru á leið þangað.
Bretar, Bandaríkjamenn og
Frakkar búa sig undir þátttöku,
en Bandaríkjamenn vilja þó
staðfestingu á, að raunverulega
sé komið á vopnahlé
Þeir cru kátir og leika sér eins og rétt er og sjálfsagt mcð
stráka á þeirra aldri. Þarna hafa þeir komist í gamalt
flugvélaflak og þykjast flúga um loftin blá. Kannskc verða
þeir einhverntíma „alvöruflugmenn“ en vonandi verður
flugvélin þeirra þá í betra lagi. J