Vísir - 17.05.1961, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu. — Sími 1-16-60.
nrlBiK.
Miðvikudaginn 17. maí 1961
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókcypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Sváfu þeir á veríiinum?
Kommar komu í stjórnarráðið iöngu
eftir brottför Dennisons.
Fimm slösuðust í gær.
Fjórir þeirra fluttir í sjúkrahús.
Róbert L. Dennison, flotafor-
ingi, yfirmaður flota Atlants-
hafsbandalagsins á N.-Atlants-
hafi, kom hingað til lands í gær.
Hafði verið skýrt frá því, að
hann mundi ræða við íslenzk
stjómarvöld í Stjórnarráðinu
síðdegis í gær, og gripu komm-
únistar tækifærið til að boða
til fundar á Lækjartorgi klukk-
an sex. Auglýstu þeir af venju-
legri rausn í hádegisútvarpinu
og hvöttu menn til að taka þátt
í „aðgerðunum“ eins og kom-
izt var að orði, en útvarpið
gleypti vitanlega allt eins og
venjulega, þegar kommúnistar
þurfa að koma einhverju á
framfæri.
Nokkur mannfjöldi var á
Bæjarbruni -
Framh. af 1. síðu.
sem flýtti sér allt hvað það
mátti að komast út og mátti
ekki tæpara standa að mann-
björg yrði. Engan heimilis-
manna sakaði samt. Innan-
stokksmunir brunnu allir inni,
en eitthvað lítilsháttar bjarg-
aðist af fatnaði sem fólkið
greip með sér um leið og það
fór út. Meðal þess sem brann
var verðmætt gamallt bóka-
safn.
Bærinn í Stóradal var gamall
og reisulegur torfbær með
burstum og timburstafni, einn
hinn fegursti bær sinnar teg-
undar sem enn var í notkuri á
Norðurlandi. Brann hann til
ösku á um það bil einni klukku
stund
Fólk af nærliggjandi bæjum
sá eldsvoðann og þusti þangað
margmenni úr nágrenninu, en
fékk ekki aðgert og engu
bjargað. Vestangola var á, en
annars meinhægt veður.
Ekki er vitað um eldsupptök
en gizkað á að eldurinn hafi
kviknað í eldhúsinu.
Sú fregn barst til landsins frá
Hamborg í gær, að Jhann Þ.
Jósefsson, fyrrum alþingismað-
ur og ráðherra, hefði andazt í
sjúkrahúi þar í fyrrinótt.
Jóhann var áratugum aman
landsþekktur athafnamaður og
þingmaður. Hann var fæddur
í Vestmannaeyjum 17. júní
1886 og varð því 75 ára á síð-
asta ári. Fór hann á sjóinn sem
unglingur, enda þekktist ekki
annað í Eyjum þá, en sneri sér
síðan að útgerð og verzlun. Varð
Lækjartorgi í fyllingu tímans,
en mest var þar um menn, sem
stöldruðu aðeins við af for-
vitni á leið heim úr vinnu. Varð
fundur kommúnista heldur
aumur, og að auki fóru þeir
fýluför í st,jórnarráðið með á-
lyktunina, sem samin hafði
verið fyrirfram í herbúðum við
Skólavörðustíg, því að Denni.-
son hafði komið fyrr um dag-
inn en ráðgert var og farinn
fyrir löngu, þegar kommúnistar
knúðu dyra.
Á Lækjartorgi voru komm-
únistar líka minntir á afrek hús
bænda þeirra í Ungverjalandi,
því að ungverskur fáni blakti
þar á stöng.
Dennison flotaforingi sat
veizlu utanríkisráðherra í ráð-
herrabústaðnum við Tjarnar-
götu i gærkveldi.
Magnús Ástmarsson
forstjóri Gutenbergs.
Magnús Ástmarsson hefur
verið skipaður forstjóri ríkis-
prentsmiðjunnar Gutenberg
frá 1. júní n.k. að telja.
Dóms- og kirjumála-
ráðuneytið, 16. maí ‘61.
Jóhann Þ. Jósfesson.
útvegsmanna í Eyjum og síðan
málsvari eyjaskeggja, því að
þingmaður þeirra var hann í
meira en þriðjung aldar eða frá
1923 til 1959, er hann dró sig í
hlé.
Jóhann Þ. Jósefsson gegndi
fjölmörgurri trúnaðarstörfum,
sem hér er eigi unnt að rekja.
Hann var tvíkvæntur, fyrst
Svanhvíti Ólafsdótur, er and-
aðist 1916, en síðari kona hans,
Magnea Þórðardóttir, lifir mann
sinn.
Ágæt afrek
í sundi.
Sundmeistaramót Reykjavík-
ur fór fram í gær og varð á-
rangur að sumu leyti ágætur.
Ágústa Þorvaldsdóttir setti
íslandsmet í 100 m. skriðsundi
á 1.05.5 mín., en Karin Grubb
frá Svíþjóð sigraði á 1.04.1
mín., sem er jafn Norðurlanda-
metinu. Svíinn Roland Sjöverg
sigraði í 200 m. skriðsundi
karla á 2.41.8 mín., en annar
varð Einar Kristinsson, Á, á
2.44,7 mín. í 100 m. baksundi
karla setti Guðmundur Gísla-
son, K.R. nýtt met á 68 sek.
Mótið heldur áfram í kvöld
og keppa báðir Svíarnir aftur.
Nýlega sendu Bandaríkin
mann á ráðstefnu veðurfræð-
inga í Ástralíu. Nafn sendi-
mannsins var Mr. Rainbird!
Akranesi í morgun.
Höfrungur landaði 1550 tunn
um af síld í nótt og Sigurður
550 tunnum_ Síldin veiddist
fyrir utan hafnarmynnið, eða
við Þjót og í Sundinu. Það sést
héðan af bryggjunni að ein-
hver er að háfa hérna fyrir ut-
an höfnina.
Það var sæmileg veiði í nót.
15 bátar voru úti, en síldin var
stygg og erfitt að eiga við
Kennedy Bandaríkjaforseti
kom í gær til Ottawa ásamt
frú sinni í tveggja daga opin-
bera heimsókn.
Hann sagði við komuna, að
hann vonaði, að heimsóknin
leiddi til þess, að Kanada veitti
aukinn stuðning stefnu Banda-
ríkjastj. um efnahagsaðstoð
við Suður-Ameríku og til þess
að sameiginlegar vai’nir Banda-
ríkjanna og Kanada yrðu
treystar.
John Diefenbaker forsætis-
ráðherra fagnaði forsetahjón-
unum á flugvellinum. í gær-
kvöldi hafði landshöfðinginn
boð inni fyrir forsetahjónin og
í dag ávarpar Kennedy forseti
sameinað þjóðþing Kanada.
Ekki hafa enn verið birtar
orðsandingar, sem Mahshíkov
í gær voru fjórir slasaðir
fluttir í sjúkraliús að athugun
og bráðabirgðaaðgerð lokinni
í slysavarðstofunni. Voru þetta
þrjú börn og ein fullorðin kona,
er slasast höfðu sitt í hvoru
lagi og á ýmsum tímum dags-
ins.
íranskeisari
h Evrópuför.
írankeisari heimsækir a. m.
k. tvö Evrópulönd í sumar, seg-
ir í fregn frá fran.
Frakklandsforseti hefir boðið
keisaranum og konu hans að
koma í opinbera heimsókn, og
munu þau fara þaðan til Bret-
lands, sem Elisabet drottning
hefir boðið þeim að heimsækja.
hana, og svo geta þeir ekki
kastað á hana hvar sem er
vegna þess að hún fer svo
nærri landi.
Það hefur ekki skeð í manna
minnum að veiðst hafi síld svo
nærri landi hér. Það hefur að
vísu oft orðið vart síldar á
grunnslóð og verið sæmileg
veiði í reknet en ekkert þessu
líkt.
ambassador Bandaríkjanna í
Washington afhenti Kennedy
áður en hann fór.
íkveikja á.
Akureyri.
í fyrrinótt varð elds vart í
húsinu nr. 134 við Byggðaveg á
Akureyri, en-það er nýtt stein-
hús.
Hafði kviknað út frá raf-
magnstöflu í húsinu og bráðn-
aði hún niður og ónýttist, en
um frekari útbreiðslu elds'var
ekki um að ræða. Reykur varð
hinsvegar mjög mikill og er
viðbúið að hann hafi orsakað
einhve:jar skrmr.-.dir.
í gærkveldi, um eða eftir kl.
10 varð slys á Laugateig er
drengur, Árni Sveinbjörn Árna
son, Laugateig 3, féll af skelli-
nöðru og hlaut við það mikið
höfuðhögg, áverka og snert af
heilahristingi. Drengurinn var
fyrst fluttur í slysavarðstofuna,
en að rannsóktí þar lokinni
fluttur í Landakotsspítala.
Með ánnan dreng var lcomið
í slysavarðstofuna í gær, sem
ekki er vitað um nafn á. Hann
hafði einnig hlotið svo mikið
höfúðhögg að talið var nauð-
synlegt að flytja hann í sjúkra-
hús.
Þriðja barnið sem hlaut mik-
11 meiðsl var 4 ára gamalt
stúlkubarn, Petrína Kristjáns-
dóttir, Grenimel 26. Hún varð
fyrir bíl á mótum Hofsvalla-
götu og Grenimels. Hún meidd-
ist illa og brotnaði m. a. á læri.
Hún var flutt í sjúkrahús.
Þá slasaðist kona, Katrín
Bruun, Digranesvegi 48, er hún
var að gera hreint. og stóð í
gluggakistu á 2. hæð hússins.
Datt hún út um gluggann og
mun það hafa verið 6—7 metra
fall. Hrygjarliðir konunnar
brákuðust og liggur hún nú í
sjúkrahúsi.
Fimmta slysið varð í gær ár
Grensásvegi. Þar varð sex ára
drengur, Hilmar Kristjánsson,
Heiðargerði 64 fyrir bíl og
meiddigt óverulega í fæti.
,Nashyiningarnir/
síðasta sýníng.
í kvöld verður síðasta sýn-
ingin á hinu fræga og umdeilda
leikriti Ionesco „Nashyrning-
arnir“. S.l. sunnudag skrifaði
Kristján Albertsson rithöfund-
ur langa ög merkilega grein um
þessa sýningu á Nashyrningun-
um og getur hann þess að þetta
sé ein listfengasta sýning, sem
hér hefir sézt í langan tíiria
á íslenzku leiksviði.
Myndin er af Lárusi Páls-
syni í aðalhlutverkinu.
Jóhann Þ. Jósefsson,
ftjrruin ráöherra.
Enn veiðist síld upp
við landsteina.
Talsverð veiði í nótt.
Kennedy forseti ávarpar
Kanadaþing í dag.
fíoðskapw Krúsóvs til
huns óhirtur eitit.