Vísir - 25.05.1961, Qupperneq 1
12
síður
alla daga
alla daga
51. árg.
Fimmtudaginn 25. maí 1961
114. tbl.
Framfærslukostnaður
aðeins hækka
Þessi stúlka var aðalefni sérstakrar fréttar í brezka stór-
blaðinu Evening Standard um Guðlaug Rosinkranz þjóð-
leikhússtjóra. Já, það hljómar skringilega, en stúlkan var
leiðsögudama hans og túlkur, eftir því, sem segir í frétt-
inni, — þegar leikhússtjórinn var fyrit skömmu í Lundún-
um til að kynnast nýjum Ieikritum og afla sýningarréttar.
Stúlkan heitir Kristín Magnúsdóttir. Það er allt og sumt
sem við vitum um stúlkuna.
Forystumenn Dags-
brúnar hafa undanfarið
haldið því fram að vísi-
tala vöruverSs, smásölu-
vísitalan, sýni aS um all-
mikla kjaraskerSingu
hafi veriS aS ræSa und-
anfarin tvö ár, þar sem
sú vísitala sé nú 118 stig
en hafi veriS 100 stig í
marz. Er þetta m.a. ein
af þeim röksemdum, sem
Hannibal Valdimarsson,
forseti A.S.I. drap hér á
í blaSinu í gær og hann
taldi réttlæta þær háu
kaupkröfur, sem Dags'
brún og önnur félög hafa
nú sett f ram og nema allt
aS 36% hækkun.
Aðeins 3 dagar
til stefnu!
★ Fundinum, sem sáttasemjari hafSi boðaS til í
gærkvöldi, lauk um miðnættiS og var hann tíðinda-
laus. Engin tilboð komu fram af hálfu deiluaðila, Vinnu-
veitendasambandsins annarsvegar og Dagsbrúnar og
Hlífar hinsvegar. Fundinn í gær sat ásamt Sáttasemjara
ríkisins, Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari, sem
mun vinna ásamt Torfa að lausn deilunnar. Sátta-
semjari hefir boðað annan samnmgafund í kvöld kl.
8,30.
★ ÞaS er að frétta af deilu byggingariðnaðar-
manna að sáttasemjari hefir boðað til fyrsta fundarins
með þeim í dg kl. 5. Mun Jónatan Hallvarðsson einnig
taka þátt í þeim fundi.
★ Viðræður fóru. fram í gær milli atvinnuveit-
enda og fulltrúa Vörubifreiðastjórafélagsins Þróttar.
Gerðu fulltrúar þár grein fyrir sjónarmiðum sínum en
engin tilboð komu fram á fundinum. Bílstjórar hafa
ekki tilkynnt vinnustöðvun. Öákveðið er hvenær næsti
samningafundur verður haldinn.
Engin tilboð
enn kownin
frunt.
Skírteini flugmanna er eitt
þeirra mála, sem hafa verið
á fundi Alþjóðaflugmála-
stofnunarinnar (ICAO) í
Montreal. M. a. var rættum
eftirlit með líkamsþreki og
dugnaði flugmanna, sérstak-
ar reglur fyrir koptaflug-
menn, aldurstakinark fyrir
farþegaflugmenn (annað
hvort ákveðinn aldur eða
aðrar ákvarðanir um heilsu-
far), ákvæði um lágmarks-
aldur flugmanna, og ýmsar
sérfræðilegar spurningar.
Talnafalsanir kommúnista
um 15-20% kjararýrnun.
Hér grípa þessir forystu-
menn verkalýðshreyfingar-
innar til þeirra bragða að
taka eina tölu út úr sam-
hengi og draga af lienni á-
lyktanir um almenna kjara-
rýrnun. Verður sú mynd,
sem þeir þar draga upp al-
röng fyrir vikið.
Það eru ekki breytingar á
smásöluvísiölunni, sem gefa
rétta mynd af kjörum al-
mennings, heldur vísitala
framfærslukostnaðar. Vísi-
tala framfærslukostnaðar
nær yfir alla þá þætti, sem
þarf til framfæris meðalfjöl-
skyldu, matvörur, húsnæði,
Ijós, hita, opinber gjöld o. s.
frv. Því gefur hún réttasta
myndina af breytingum á
kjörum almennings. Sú vísi-
tala var árið 1959 100 stig.
Hún er nú 104 stig.
Með öðrum orðum, um að-
eins 4% hækkun á fram-
færslukostnaði hefur verið
að ræða á síðustu tveimur
árum. Allt tal kommúnisa
um 15—20% kjararýrnun er
því lireinn þvættingur. Fram
færsluvísitalan er ekki tala,
sem búin er til á ritstjórnar-
skrifstofum Vísis. Hún er
tala, sem mánaðarlega er út-
reiknuð af Hagstofu íslands.
★
Almenningur verður að
vera vel á verði gegn talna-
fölsunum, eins og þeim sem
hér hefur verið drepið á.
Með því að taka aðeins cinn
lið heildarvísitölunnar, svo
sem smásöluvísitöluna, má
fá mynd af ástandinu í land-
inu, sem gefur til kynna
um nokkra kjararýrnun sé
að ræða. En þá er alveg
sleppt að geta um að þar á
móti koma hinar stórkost-
legu skattaívilnanir, sem
veittar hafa verið, og þar er
ekkert tillit tekið til fjöl-
skyldubótanna.
En það er kannski eðlilegt
að til slíkra bellibragða sé
gripið, þegar í skyndi þarf
að sanna, að framfærslu-
kostnaður hafi hækkað um
15—20%, þegar hann Iiefur
í raun og veru aðeins hækk-
að um 4%.
Sex farast í
sprengingu.
Sex manna er saknað og 9
særðust hættulega í spreng-
ingu og eldi af völdum hennar
í einni rannsóknarstöð Banda-
ríkjaflughers.
í stöð þessari munu hafa
verið gerðar tilraunir með
eldsneyti í eldflaugar. Þarr.a
vinna um 200 manns. Þegar
sprengingin varð lék allt á
reiðiskjálfi á stóru svæði.
Landsfundinum frest-
að til hausts.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti á
fundi sínum í gær að fresta Landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins, sem ákveðinn var í júní-mánuði, til 19.
okt. n.k. '