Vísir - 25.05.1961, Síða 3

Vísir - 25.05.1961, Síða 3
Fimmtudaginn 25. maí 1961 3 VÍSIR Mannalát meðal V.-íslendinga. 8. des. andaðist í elliheimil- inu Stafholt, Blaine, frú Guð- laug Jónsdóttir Teitsson, rúml. 82 ára að aldri, fædd í Rvk. 13/11 1878_ Foreldrar hennar voru Guðbjörg Jónsdóttir og Jón Oddsson hinn frækni hafn- sögumaður um 30 ára skeið í Reykjavík. Hana lifir eiginmaður Daniel Hannes Teitsson, tvær dætur, tveir bræður og systir. Guð- laugu lifa 15 barnabörn og 13 barna-barnabörn. 10. des. andaðist í Bellingham Bandaríkjunum frú Jónína J. Benson 86 ára, f. 1874, en kom til Vesturheims ásamt móður sinni Guðbjörgu Kristjánsdótt- ur 1888. Jónina var gift Sigur- bimi J. Benson, sem dáinn er fyrir mörgum árum. Þau eign- uðust 7 börn og lifa 4 móður sína, 2 synir og 2 dætur. 27. des. andaðist frú Gróa Sigurðardóttir í sjúkrahúsi í Seattle, 50 ára að aldri. Hún var fædd í Leslie, Kanada. Hana lifa ásamt eiginmanni, William Beck, ein dóttir, tvö bamabörn, 4 systur og öldruð móðir. Gróa var dóttir Sigurðar Hafliðasonar, sem dáinn er fyr- ir mörgum árum, og ekkju hans Þórunnar, sem nú er vistkona í Stafholti (ellih.). Frú Gróa er sögð hafa átt margt skyld- menna í Reykjavík og á Vest- fjörðum. Sigurður faðir hennar var fæddur og upp alinn í Bol- ungavík. 3. jan.' andaðist í elliheimil- inu Stafholt, Blaine, Björg Guðmundsdóttir Þórðarson, rúmlega 92ja ára að aldri. Hún var fædd 14. okt. í Skriðudal í S.-Múlasýslu, dóttir Guðm. Gunnarsson og Rannveigar Runólfsdóttur, sem bjuggu í Geitdal. Björg giftist á íslandi Guðmundi Þórðarsyni og flutt- ust þau vestur um haf 1902. Árið 1915 fluttist Björg með börnum sínum vestur að Kyrra- hafi, og átti lengstum heima í Seattle. Hún var kunn hann- yrðakona. Hana lifa 3 synir og 4 dætur. 5. jan. andaðist frú Ragnhild- ur Stevens að Gimli. Hún flutt- ist vestur um haf fyrir 57 ár- um. Hana lifir eiginmaður, John að nafni, og fimm synir og 4 dætur. Hún var 69 ára. Auk þess sem ofan greinir lifa hana 27 barnabörn, tveir bræð- ur og tvær systur, önnur á ís- landi (ekki nafngreind). 7. jan. andaðist í Selkirk 69 ára Ami Sigurðsson, en hann fluttist þangað frá íslandi 1904 og var trésmiður að iðn. Kona hans, Guðrún að nafni, andaðist 1940. Árni lætur eftir sig son í Vancouver, 7 barnabörn og 6 barna-barnabörn. 5. jan. andaðist í Winnipeg Jakobína Alexander, 72 ára. Hana lifa eigirmaður, sonur og dóttir og 7 barabörn. 21. jan. andaðist í sjúkrahús- inu að Siglunesi Anna Júlía Sigfússon, fædd á ísíandi. Auk eiginmanns lifa hana eiginmað- ur, ein dóttir og fimm synir. 16. jan. andaðist í elliheim- ilinu Stafholt í Blaine, Björn Johnson f. 3. nóv. 1883 í Reykjavík, sonur Jóns Runólfs- sonar og Geirlaugar Björns- dóttur, sem bjuggu í Stöðlakoti. Björn fluttist vestur um haf 1904. f Vancouver kvæntist hann Berthu Goodman, og flutt- ust þau til Blaine 1882. Hún er dáin fyrir nokkrum árum. Af nánum skyldmennum lifa Björn tveir bræður, Ólafur í Reykjavík og Runólfur í Seattle, Wash. og fimm systur, Guðrún, María, Regína og Ingibjöx-g, allar í Reykjavík, og Rósa Bukava í Danmörku. Á laugardag hófust viðræður milli fulltrúa útlágastjórnar Serkja og Frakka í Evian, og er myndin tekin, þegar fulltrúar hinna fyrrnefndu hafa stigið úr þyrlunni, sem flutti þá frá Sviss. Á myndinni sjást frá vinstri: Franskur stjórnarfulltrúi, Ahmed Boumendjel, Ahmed Francis og Krim Belkacem. Nýlega gekk 94 ára gamall maður í Bretlandi í hjóna- band. Brúðurin var 74 ára og hafði verið ekkja í 25 ár. Ráðiíl sem dugiii var ai sía sildina um bnri. 5000 tunnur af freðsíld fluttar út frá Haraldi Böðvarssyni. í APRÍL og maí vorp frystar hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi 5000 tunnur af síld. Sfldin hefur verið skoðuð af matsmönnum og úrskurðuð út- flutningshæf. Kaupendur hafa og skoðað síldina og verður hún flutt út til Þýzkalands á næstunni. Allmikið af síld, sem tekin var til frystingar hjá sumum frystihúsum reyndist við skoð- un ekki ná þeim gæðaflokki er samið hafði verið um við kaup endur. Þykja því góð tíðindi, að tekist hefur að frysta svo mikið magn af síld, þegar þess er gætt að síldin var mjög mis- jöfn og viðkvæm. Það mun hafa gert gæfumun inn, að síldin sem tekin var til frystingar var mjög mikið ís- uð um borð í bátnum og svo það "'atf hún"‘‘vat' stranglega flokkúðrtiriú' ‘x frýstihúsið. Síldin var yfirleitt þannig, ef hún var ekki ísuð, að kvið- urinn var orðinn ónýtur eftir nokkrar klukkustundir. Með því að ísa vel og vanda val síld arinnar má eftir þessu að dæma fi-ysta síld sem ella myndi fara í bræðslu. Síldai'bátar ætluðu út í morg un, en komið var norðvestan rok og ekki veiðiveður. Telja sumir sjómenn að búast megi við minnkandi veiði þar sem síldin er komin að því að hrygna. Student boðln visf í Niðarósi. Verkfræðiháskólinn í Niðar- ósi (Noregs Tekniske Högskole Trondheim) mun veita a.m.k. einum íslenzkum stúdent skóla vist á hausti komanda. Þeir, sem kynnu að vilja koma til greina, sendi menntamálaráðu neytinu umsókn um það fyrir 25. júní n.k. Umsókn fylgi fæð ingarvottorð, staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini og með- mæli. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. — Athygli skal vakin á því, að einungis er um inngöngu í skólann að ræða, en ekki styrkveitingu. Götur steyptar á Akranesi. Frá fréttaritara V’ísis. Akranesi í gær. — í FYRRA hófust framkvæmd- ir við endurbyggingu gatna á Akranesi. Voru steyptar götur á nærri hálfs kílómetra löng- um kafla. Nú er hafist handa á nýjan leik og er í ráði að steypa tvo til þrjá kílómetra í sumar. Und irbúningur fyrir steypuna er þegar hafinn, svo sem að ganga frá holræsum og ýmsum leiðsl- urn sem í götunum liggja. Snögg umskipti. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. — UM hvítasunnuna var 16 og 17 stiga hiti á Akureyri og hlýrra þar en í nokkurri höfuðborg hinna Norðuxiandanna og líka hlýrra en í New York. En í morgun hafði hitinn fall ið niður í 1—2 stig, þá var hríð arfjúk af norðri og orðið grátt í rót til fjalla. Þykir Akureyringum það snögg viðbrigði og ill, þar sem þeir lágu hálfnaktir í sólbaði í görðum sínum um hvítasunn- una, en í morgun ganga þeir um norpulegir í kuldaúlpum. Leysing hefur verið mikil til fjalla undanfarið, ár og lækir oltð fram kolmórauðir, enda hefur Eyjafjörður af þessum sökum verið mórauður langt út eftir Sprengíkúla og sprengi- efni í jörðu á Seyðisfirði. Kúlan sprakk með ógurleg- um livelli. Óperuhátíðin í Ziirich hefst 3. júní. Þar veróur flutt í fyrsta sinn óperan Greek Passion" eftir Bohusiav Martinu. n Tónllistarhátíðin í Ziirich hefst laugardaginn 3. júní með sýningu á óperunni Der Rosen- kavalier eftir Richard trauss, og verða alls fluttar 15 óperur á hátíðinni, sem stendur yfir júnímánuð á enda. Sunnudaginn 11. júní kemur Ríkisóperan frá Múnchen í heimsókn og flytur óperuna „Saknaðaróður“ fyrir unga elskendur, eftir Hans Werner Henze undir stjórn tónskálds- ins, og 9. júní verður í fyrsta sinn flutt óperan , The Greek Passion“ eftir Bohuslav Mart- inu, undir stjórn Paul Sacher. Aðrar þær óperur, sem flutt- ar verða, eru „Cosi fan tutte“ eftir Mozart, „Hollendingurinn fljúgandi11 eftir Wagner, „Ras kolnikoff" og „Töfraflautan“ eftir Heinrich Sutermeister, „Otello“ og „La Traviata“ eftir Verdi, „A midsummer-Night’s Dream“ eftir Benjamin Britt- en, „Ariadne auf Naxos“ og „Elektra" eftir Rich. Strauss, „Manon Lescaut“ eftir Puccini, „Samson og Delilah“ eftir Saint-Saens og „Don Pasqu- ale“ eftir Donizetti. — Allar óperurnar verða fluttar á frum málinu nema „Cosi fan tutte‘‘, „Greek Passion“ og „Midsumm er-Night‘s Dream“, sem fluttar verða á þýzku. Aðalstjórnandi verður Herbert Graf, óperu- stjóri Borgaróperunnar í Zúr- ich. Þorkell Steinsson lögreglu- þjónn í Reykjavík fór austur til Seyðisfjarðar á hvítasunnudag til að eyðileggja sprengiefni, sem þar fannst í jörðu. Sprengi- efnið er frá setuliðsdögum Breta á Seyðisfirði. Sprengiefnið er af tegund- inni ammonal. Fundust 84 túb- ur af því í þremur blikkdúnk- um og var sprengiþráður vaf- inn blýi tengdur í dúnkana. Dunkarnir voru frá 3 til fimm fet frá jörðu. Fór Þoi'kell með sprengiefnið inn fyrir bæ og sprengdi það. Megnið af því var orðið ónýtt, þar eða vath hafði komist í dunkana en þeir munu hafa legið í jörðu í tutt- ugu ár. Haldið er áfram að leita að sprengiefni. í morgun er Vísir talaði við Ex-lend Björnsson bæjrfógeta hafði ekki meira sprengiefni fundist. Það var af hreinni tilviljun að sprengiefnið fannst. Hans Benjamínsson vélsmiður var á gangi á þessum slóðum, er hann minntist þess að Bretar hefðu grafið sprengiefni í á þessum stað. jörð Sprengikúlan virk. Fyrir nokkru fnnst sprengi- kúla úr fallbyssu hér í ná- grenni bæjarins. Maður nokkur var að plægja mýri sem verið hafði skotæfingasvæði Banda- ríkjamanna. Tók hann eftir að glampaði á eitthvað í plógfar- inu og reyndist það verða heil fallbyssukúla. Var kúlan síðan geymd og sprengd um daginn. Sprakk hún með geysilegum hvelli. Kyrrt í Genf fram yfir Víitarfuncð. Kyrrstaða mun verða á Gen- farráðstefnunni í Laos næstu 10 daga — aðallega rætt um hversu hag x skuli meðferð mála. Er talið víst, að málum muni lítt eða ekki þoka áfram fyrr en að loknum fundi Kennedys 0£f Krúsévs.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.