Vísir - 25.05.1961, Síða 7
Fimmtudaginn 25. maí 1961
VÍSIR
7
Osigur Krúsévs á síðasta
þingi Sameinuðu þjóðanna.
Fimmtánda Allsherj-
arþing Sameinuðu þjóð-
anna, sem lauk í apríl-
mánuði síðastl., mun
vafalaust verða talið
eitt hið minnisverðasta í
sögu þeirra.
Á þessu þingi beið Nikita
Krusév, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, mikinn ósigur. Hann
reyndi að leggja að velli Dag
Hammarskjöld, framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna.
Honum tókst það ekki. Og
hann reyndi að breyta fyrir-
komulaginu á framkvæmda-
stjórn þeirra eins og bezt hent-
aði valdhöfunum í Kreml. Til-
lögur hans í þessu efni náðu
ekki heldur fram að ganga.
Hér var haldið áfram í sama
dúr og í fyrrahaust, er hafin
var barátta fyrir því, að fram-
kvæmdastj órnin skyldi skipuð
þremur mönnum í stað eins.
Hlutverk framkvæmdastjórans
hefur verið og er að fram-
kvæma ákvarðanir, sem Sam-
einuðu þjóðirnar hafa sam-
þykkt, en með þeirri skipan,
sem Krúsév vildi koma á, hefði
verið girt fyrir, að það alþjóð-
legasamstarf, sem þær hafameð
höndum, í þágu friðar, öryggis,
mannúðar, menningar og fram-
fara, yrði framkvæmt óhindrað,
því að með hinni nýju skipan
hefði verið svo um hnútana bú-
ið, að kommúnistaríkin eða
fulltrúi þeirra í framkvæmda-
stjóminni hefði, er honum bauð
svo við að horfa, getað beitt
neitunarvaldi. Nú var það að
vísu svo, að fulltrúi vestrænu
þjóðanna, í þriggja manna
framkvæmdastjórn hefði haft
sama neitunarvaldsrétt. Einnig
þriðji fulltrúinn, — fulltrúi
hlutlausu þjóðanna, eða þeirra,
sem standa utan samtaka vest-
rænu þjóðanna og samtaka
kommúnistaríkjanna. En
reynslan hefur sýnt, að í Ör-
yggisráðinu hafa frjálsu þjóð-
irnar aldrei misnotað þetta
vald, en Sovétríkin notað það
óspart. Sporin hræða — menn
óttuðust að vonum, að sagan
myndin endurtaka sig í þriggja
manna framkvæmdastjórn.
Niðurstaðan varð líka sú, að
tillögurnar náðu ekki fram að
ganga. Allsherjarþingið hafnaði
þeim. Vestrænu þjóðirnar
greiddu atkvæði gegn þeim,
gömlu hlutlausu þjóðirnar, og
flest þeirra Afríkuríkja, sem
nýlega hafa fengið sjálfstæði
sitt viðurkennt, og vakti afstaða
þeirra langsamlega mesta at-
hygli.
Þær greiddu atkvæði gegn
þeim, vegna þess að fulltrúarn-
ir gerðu sér fulla grein fyrir af-
leiðingunum. Samþykkt hefði
raunverulega verið staðfesting
í grundvallaratriðum á þeirri
skiftingu þjóðanna í heiminum,
^sem nú er staðreynd, — að hún
Grein þessi er eftir brezka
útvarpsfyrirlesarann og
blaðamanninn Fredrick
Legge, en hann flytur að
staðaldri fyrirlestra um al-
þjóðamál í B.B.C.
skyldi viðurkennd innan vé-
banda Sameinuðu þjóðanna, en
yfir þeirri skiftingu, sem bygg-
ist á mismunandi stjórnmála-
legum stefnum, hvílir vissulega
engin helgi. í öðru lagi mundi
neitunarvaldsrétturinn, þriggja
manna framkvæmdastjórn, hafa
orðið til þess að hindra fram-
kvæmd ákvarðana Sameinuðu
þjóðanna varðandi Kongó og
Nikita Krúsév.
önnur lönd, væru þær ákvarð-
anir ekki í samræmi við stefnu
kommúnista.
Krúsév og félagar hans í
sovézku sendinefndinni furð
uðu sig á afstöðu hinna nýju
Afríkuríkja. Þeir höfðu talið
víst, að hinn mikli áróður
þeirra gegn „heimsvelda-
stefnu auðvaldsríkjanna"
hefði borið þann árangur, að
fulltrúar hinna nýju Afríku-
ríkja myndu samfylkja þeim
á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna.
Það, sem kommúnistaleiðtog-
arnir höfðu ekki skilning á,
var það, að þessar þjóðir töldu
vettvang Sameinuðu þjóðanna
hinn mikilvægasta fyrir þær
sjálfar, til þess að túlka þar sín-
ar eigin skoðanir sem frjálsar
þjóðir. Þær litu svo á, að það
væri í þeirra þágu, að stofnun
Sameinuðu þjóðanna væri haf-
in yfir átökin í köldu styrjöld-
inni.
Krúsév urðu og önnur alvar-
leg mistök á, þ. e. að reyna að
knýja vilja sinn fram með of-
forsi. Þegar hann í ofsa sínum
greip til „sjónarspils-aðgerða“,
eins og þegar hann tók af sér
annan skóinn og barði með hon
um í borðið á fundi sjálfs Alls-
herjarþingsins, eða er hann
kom fram á svalir gistihússins
í New York, sem hann bjó í —
hafa ef til vill sum hinna
nýju Afríkuríkja kennt beygs
í svip, en hneykslan þeirra yf-
irgnæfði beyginn. Þeir voru sér
nefnilega meðvitandi um þann
virðingarauka sem því fylgdi,
að vera fulltrúar stjálfstæðra
þjóðar, og hinar grófu tiltektir
vöktu fyrirlitningu þeirra.
Nú er það augljóst mál, að
athuga ber hvort breyta þarf
skipan Sameinuðu þjóðanna,
starfsaðferðum o. s. frv., og
vafalaust koma umbætur til, er
fram líða stundir, en sú var
hin almenna skoðun á Allsherj
arþinginu, að núverandi skip-
an, einkum að því er varðaði
framkvæmdastjórnina, stæði
langt framar þeirri tilhögun,
sem kommúnistar vildu koma
á,
Fimmtánda Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna er einnig
minnisvert fyrir það af hve
mikilli virðingu og ábyrgðartil-
finningu hinir nýju fulltrúar
koma fram, er þar mættu þarna
til þings sem nýir menn.
Hörðust átök urðu á þinginu
varðandi áðurnefndar tillögur
Sovétríkjanna, enda var það
vegna þess hversu aðgerðir
Sameinuðu þjóðanna fóru úr
hendi, sem Krúsév fór svo geist
sem fyrr var getið. í þessu efni
kom einnig frá öðrum en komm
únistum gagnrýni á fram-
kvæmdastjórnina, en þess ber
að minnast, að ekkert fordæmi
var fyrir slíku hlutverki, sem
þær tóku þar að sér.
En sú var hin yfirgnæfandi
skoðun á Allsherjarþinginu, að
ef ekki hefði verið vegna
afskipta og aðgerða Sameinuðu
þjóðanna í Kóngó, hefði þar
orðið algert öngþveiti og hrun,
og ef það hefði gerzt hefðu
kommúnistar án nokkurs vafa
notað sér það til að ota sínum
tota í köldu styrjöldinni. í sann
leika sagt hefði Afríka öll get-
að orðið nýr vettvangur köldu
styrjaldarinnar.
í stuttu máli: Fimmtánda
Allsherjarþingið staðfestir á-
kvörðunarfrjálsræði hinna
smærri þjóða til þess að fylgja
þeirri stefnu, sem þær álíta
rétta, hvað sem líður togstreitu
og væringum stórveldanna.
Þegar undanteknar eru þær
þjóðir, sem eru í hinni komm-
únistísku samfylkingu, létu
þær ekki stórveldahagsmuni
ráða gerðum sínum. Samtímis
varð það enn ljósara en áður,
að geti Sovétríkin ekki notað
Sameinuðu þjóðirnar sem verk
færi, er tilgangurinn að lama
þær, ef ekki að koma þeim fyr-
ir kattarnef.
Þrjár málverkasýningar
„Hin gömlu kynni gleymast
ei“, segir skáldið, og þótt ekki
glói dýrar veigar á hverri skál,
þá er þó oft forvitnilegt að rifja
þau upp. Þessa dagana sýna
þrír af listamönnum okkar, sem
nú tilheyra eldri kynslóðinni,
verk sín og eiga þeir allir lang-
an starfsferil að baki í heimi
myndlistarinnar. Hver þeirra
um sig á að sjálfsögðu sinn hóp
aðdáenda, eru okkur kunnir frá
„gamalli tíð“ og hafa farið sínar
eigin götur, án teljandi stíl-
breytinga.
□
mjög í sama dúr og fyrri mál-
verk listamannsins. Bezt þeirra
tel eg vera nr. 18, úr Kerlingar-
fjöllum, þar sem litirnir eru
tærari en víða annars staðar,
svo að kyrrlát stemning sum-
ardags í óbyggðum kemur vel
fram. Margt úr lífi mannfólks
og málleysingja vekur athygli
listamannsins og verður honum
frásagnarefni, svo sem títt er
um naturalista, en þeirri stefu
hefur Eggert fylgt trúlega, þótt
fleiri þeirra ungu telji hana
forkastanlega. Um það eru að
vísu skiptar skoðanir, en ekki
Eggert Guðmundsson: I Jökuldjúpinu.
Eggert Guðmundsson hefur
sýningu í Iðnskólahúsinu á 48
myndum, olíumálverkum og
teikningum og eru sumar teikn-
inganna gerðar á striga og all-
stórar. Margar teikningarpar
eru um þjóðsöguleg efni, svo
og sum málverkin, en eitthvað
finnst mér óhugnanlegt við
ýmsar af þessum myndum og
veldur þar fyrst og fremst efni
það, sem til meðferðar er tekið,
en þó mun einnig koma til
greina, að naturalistiskur túlk-
unarmáti sé ekki alltaf heppi-
legur við það, sem í eðli sínu
er dularfullt. „Þvottakonur“
fannst mér vera bezt teikning-
anna, efnið óbrotið og hvers-
dagslegt og ekki ofteiknað.
Eggert er hagleiksmaður mikill
og vandvirkur, en þessir ágætu
eiginleikar geta þrengt um of að
skáldlegri túlkun. Mörg olíu-
málverk eru af landslagi og
er alltaf mest um það vert, að
kasta því gamla, heldur að gera
það nýtt, jafnframt nýju land-
námi í ríki listarinnar.
□
Finnur Jónsson sýnir í Lista-
mannaskálanum og er þar
fjöldi mynda, bæði í olíu og
vatnslitum. Síðast hafði Finnur
sýningu í vinnustofu sinni og
var þá langt liðið frá síðustu
sýningu, svo að þetta má heita
eina stórsýning hans um langt
árabil.
Á námsárum sínum í Þýzka-
landi kynntist Finnur þeim
stefnum í myndlist, er mikið
hafa látið að sér kveða síðan,
en voru þá í deiglunni. Þannig
varð hann fyrstur íslenzkra
listamanna til þess að iðka ó-
hlutlæga list og var Kandinsky,
einn aðaloddviti hennar og
Frh. á 11.
Finnur Jónsson: Adam og Eva.