Vísir - 25.05.1961, Blaðsíða 11

Vísir - 25.05.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudaginn 25v maí 1961 VlSIR Málverkasýtiingar - (Frh. af bls, 7) framherji, þá maður dagsins. Teórískur þessa nýja stíls urðu Finni þó ekki heilagar kýr er heim kom og munu þó önnur sjónarmið hafa átt sinn þátt í fráhvarfi hans, en síðan hefur margt skeð í heiminum. Á þess- ari sýningu eru þó fáeinar myndir, sem eru eins og endur- ómar frá liðnum dögum og Kandinsky, eða með öðrum orð- um nonfigúratívar, án þess þó að bæta nýjum tón í þá sin- fóníu. En það voru fleiri ishiar, sem athygli vöktu á fyrstu árum aldarinnar, svo sem fauvismi og expressionismi, sterkir og „há- vaðasamir“ á köflum. Á þeirra vegum hefur Finnur málað flest sín verk og mótað sinn stíl, sem er og hefur verið per- sónulegur. Hanri hefur ekki gert gælur við það snotra, heldur barið hamri sínum allfast á köflum og er þá máske lítið undrunarefni, þótt sumum kunni að sýnast sem svo, að höfuð naglans hafi endrum og eins sloppið. „Kvöld á Þingvöll- um“ er afar litasterk mynd, en þrátt fyrir það heldur hún jafn- vægi sínu og er ákveðin heild, svo að við getum kinkað kolli og sagt, að þetta sé ósvikinn fauvismi, en þegar einn sjó- maður siglir hraðbyri inn í eldrauðan voðann, þá erum við tæplega lengur með á nótunum. Að vísu eru þarna hæglátari Jóhann Briem: Via appia í Róm. myndir, svo sem nr. 23 „Við sandinn“ og líka mætti nefna eina vatnslitamynd, þar sem lítið mótív er skemmtilega túlkað á naturalistiska vísu. □ Jóhann Briem hafði sýningu í Bogasalnum haustið 1959 og þar sýnir hann aftur nú. Þau 26 málverk, sem þarna eru, munu flest 'vera ný, en ekkert þeirra kemur á óvart, sem kall- að er. Við skoðun þeirra kemur enginn ismi í hugann, því svo virðist allt þetta vera óþvingað og óeðlilegt, að það hafi eigin- lega orðið til eins og af sjálfu sér, þótt að baki sé mikil gjör- hygli og einbeiting. Fáir lita- fletir í hverri mynd, en lifandi og þeir hvítu taka sinn þátt í samspilinu. Sambandið við veruleika náttúrunnar sýnist vera lítið en er þó aðalþáttur- inn. Manneskjur og dýr eru vegna heildarinnar. Tvö lítil börn horfa út yfir dimmt og dularfullt hafið, sem yrði allt annað án þeirra. Lítið hvítt lamb í grænni brekku, sem verður þungamiðja, án þess að vera nokkuð sérstakt. Það er fá- nýtt að skilgreina mótívið á venjulegan hátt, en það verður þó ekki útilokað og á uppruna sinn í hug listamannsins sjálfs á kyrrlátum stundum í vinnu- stofunni. öb i9q ón;)æ Felix. jrjp> 7,'r* ■♦'oofAf; Aðalfnndur SÖLUSAMBANDS ÍSL. FISKFRAMLEIÐENDA verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík, föstudaginn 26. maí þ. á. og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreyting. STJÓRNIN. Aðalfnndnr \ LÍFEYRISSJÓÐUR LÖGMANNA verður haldinn í Tjarnarcafé (uppi) föstud. 26. maí kl. 5 síðdegis. Tekið verður á móti nýjum sjóðsfélögum. Stjórnin. TUNÞÖKUR velskornar. Trjáplöntur Blámplöníur Símar 22-8-22 og 19775. tf Yerzlunarmatitiafélag Reykjavíkur Efnir til félagsfundar í Iðnó laugardaginn 27. maí n.k. kl. 2 e.h. Fundarefni: Samningarnir. Stjórn V.R. snið Nýjasta Evróputízka Karlmannaföt og frakkar Nýtízku snið Nýtízku efni Hiiémah Kjörgarði. Bezt a5 auglýsa í VÍSI íi Reimleikar grern Péturs Benediktssonar - Frh. af 2. síðu. eftirspurn skapar, verður ævinlega svo mikil að eyðsluskuldir myndast er- lendis meðan nokkurt láns- traust er eftir — eða stjórn málaflokkar geta veðsett sannfæringuna fyrir doll- ara. Þjóðin er þá farin að veita sér meira en efnin leyfa, farin að lifa eftir hinu gamla kjörorði: engin dýr- tíð á Vopnafirði, allt skrifað, en hætt að búa í haginn fyr- ir sonu sína og dætur, sem erfa ekki aðeins landið held- ur og skuldirnar. Við þekktum þetta ástand fram til ársloka 1958, þegar meirihluti þings, hinn fram- sýni, ákvað að spyrna við fæti. Síðan hefur verið farið inn á aðra braut, og víst má segja að vegurinn út úr eyði mörkinni sé þyrnum stráð- ur. Eyðslulán að vestan bæt ast ekki lengur við eðlileg- an kaupmátt landsins barna þótt nú sé hins vegar að skapast grundvöllur fyrir alþjóðalánum til skynsam- legra, arðbærra fyrirtækja, eins og t.d. aukningar hita- veitunnar. Skuldir sem við stofnum til í ár verða að greiðast að ári — eða síðar ef svo um semst — með krónum sem hafa sama verð mæti og þær sem teknar voru að láni, óneitanlega miklu óþægilegra en að fá að greiða þær með miklu verðminni og því fljótfengn ari krónum, eins og lengi hafði tðíkast. En það er þá jafnframt óhætt að Ieggja peninga til hliðar, geyma frá góðu árunum til hinna hörðu, án þess að þurfa að óttast að allt hverfi í verð- bólguhítina. Það er óhætt, ef við stönd um vörð um stefnu heil- brigðrar skynsemi í efna- hagsmálunum. Og nú má enginn sofna á verðinum, því að vofur scm harma svip hins liðna ófremdarástands eru komnar á kreik. Sigur þeirra væri ósigur krónunn- ar. Pétur Benediktsson. Universal Við fengum nýja sendingu af hinum eftirspurðu ORION- universal prjónavélum. Þeir sem hafa pantað hjá okkur eru beðnir að láta vita strax, því síðasta sending seldist öll sama daginn. ORION-universal prónar allt jafnt sverasta ullargarn sem fínasta nælongarn. umboöLC Bolholti 6, sími 37320. ÚTSÖLUR: Valdcmar Long, Strandgötu 39, sími 50288, Iiafnarfirði. ÞÆH KDMU í GÆH v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.