Vísir


Vísir - 25.05.1961, Qupperneq 12

Vísir - 25.05.1961, Qupperneq 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. — áími 1-16-60. DngS nqm VI8XE Fimmtudaginn 25. maí 1961 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers inánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Ilii vilja allir vera i sleðanum. \ ' Jóhann Þ. Jósefsson Stfi'rv. ráöherra. Óvenjumikið er að gera í dráttarbrautum og skipasmíða- stöðvum í Reykjavík og Hafn- arfirði um þessar mundir. Að vísu er þetta einhver mesti annatími í dráttarbrautum yf- irleitt, cn óttinn við verkfall veldur því að menn reyna að hraða viðgerðum á bátum sín- um eins og unnt er. f skipasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar í Reykjavík er unnið frá hálf átta á morgnana til klukkan 10 á kvöldin, en næturvinna er ekki unninn nema eigendur bátanna óski þess. Hið sama er að segja um ; aðrar dráttarbrautir og skipa- smíðastöðvar, þar er reynt að Ijúka sem mestu fyrir þann 29. i þ. m. Starfsmaður í einni skipa- smíðastöðinni, sagði að nú vildu allir vera í sleðanum eða sem næst honum, þ. e. þeir I vilja vera öruggir að ná bátum í sínum á flot ef koma skyldi til ' verkfalls, en um það bil helm- Slys í togara. í gærdag varð slys í togaran- um Aski í Reykjavíkurhöfn. Var unnið við uppskipun úr togaranum, en þá slóst krókur í höfuð eins mannsins, Sigurð- ar B. Halldórssonar, Skipasundi 60, og var hann fluttur í slysa- varðstofuna. Það er þegar farið að segja til sín á benzínstöðvunum að verkfall er í nánd. Benzínsala hefur aukizt nokkuð undan- farna daga og er í stöðugum vexti. Vísir hafði í morgun tal af tveim starfsmönnum benzínaf- greiðslustöðva, hjá B.P. og Skeljungi. Hjá B.P. hefur nokkur aukn- ing verið undanfarna daga og eykst stöðugt. Starfsmenn reikna með því að fyrir helgina verði „allt orðið kolvitlaust" eins og einn þeirra kornst að orði. Má þá búast við, að marg- ur þurfi að hafa langlundargeð til þess að afla sér benzíns. Þeg ar er fólk farið að koma með ingur starfsliðs í dráttarbraut- unum eru verkamenn. Botnhreinsun og lagfæring á vertíðarbátum byrjaði fyrr í vor en venjulega. Netavertíð hætti fyrr og eru því fleiri bát- ar tilbúnir en venjulega gerist um þetta leyti árs. Parísarbúinn Michel Ched- homme myrti konu sína í siðustu viku — af því að hún hafði saltað súpuna um of! Vélbáturinn Aðalbjörg frá Reykjavík er í þann veginn að leggja af stað á veiðar með dragnót. Auk hinnar venjulegu áhafnar verða með í förinni tveir menn frá Fiskideildinni og Jón Sigurðsson stjórnarráðs- fulltrúi. Tilgangur fararinnar er að ganga úr skugga um hvort halda beri til streitu því ákvæði að dragnótabátar skuli draga fyrir föstu, og verða gerðar rannsóknir á ýmsu því varð- andi, t.d. aflamagn, stærð og tegundir fiskjar sem í nótina kemur. tunnur undir benzínið og einn- ig það fer í vöxt. Hjá Skeljungi er einnig farið að bera á aukningu, en ekki hafa þeir orðið varir við raun- verulegt hamstur á benzíni. Vísir hefur leitað sér upplýs- inga um það, að benzínsalan upp við Álafoss verði opin eftir að verkfallið er skollið á, en ekki er búizt við, að benzín- birgðir þeirrar stöðvar dugi nema örfáa daga, þrjóti jafnvel á fyrsta degi. Ástæða er til að minna fólk á það, að fara varlega í hví- vetna með það benzín sem það kann að afla sér og má geta þess, að bannað er að geyma benzín í tunnum í Reykjavík. \ 60 þús. kr. bætur. f borgardómi Reykjavíkur hefur Vilhjálmi skáldi frá Skáholti nýlega verið dæmdar 60 þús. kr. í bætur, auk vaxta og málskostnaðar, fyrir að vera fluttur gegn vilja sínum að Kleppi og hafður þar í haldi um sex mánaða skeið. Vilhjálmur telur sjálfur að lögreglan hafi sótt sig á heim- ili sitt og flutt með valdi að Kleppi að skipan einhvers varð- stjóra lögreglunnar. Var Vil- hjálmur fluttur að Kleppi í ágústmánuði 1957. Hjálmar Helgason skipstjóri lagði í gær fram í stjórnarráð- inu áskorun frá ut^tS 4Ö báta við Faxaflóa um það að Faxa- flói verði opnaður fyrir drag- nótaveiði frá 1. til 15. júní n.k. Þá var og önnur áskorun lögð fram þess efnis að drag- nótabátum yrði leyft að draga fyrir lausu. Þykir þetta skipta mjög miklu máli þar sem bát- ur sem dregur fyrir föstu þarf helmingi lengri tóg en hinn sem dregur fyrir lausu. Munar þetta sérstaklega miklu þegar dregið er á djúpu vatni. Þá þarf 12 rúllur á borð í stað sex og auk þess a.m.k. 200 faðma legu- færi. Er þá orðið óhægt um vik að vinna á þilfari báta af þeirri stærð sem helzt stunda drag- nótaveðar. ðalbjörg mun fyrst gera til- raunir í Faxaflóa en fara síðan á Selvogsbanka og til Eyja. í dag er til moldar borinn Jóhann Þ. Jósefsson fyrrv. ráð- herra. Fer jarðarförin fram frá Dómkirkjunni og hefst athöfn- in kl. 13.30. Jóhann Þ. Jósefs- son var fæddur í Vestmannaeyj um 17. júní 1886. Um langt ára- bil rak hann verzlun og útgerð í Vestmannaeyjum og tók ungur við margháttuðum trúnaðar- störfum. Formaður Lifrarsam- Robert Kennedy dómsmála- ráðherra hefur hvatt til þess, að baráttumenn fyrir jafnrétti blakkra og hvítra fari gætilega. Tvær bifreiðar blakkra manna og hvítra, sem berjast gegn aðgreiningu og ferðast saman, fóru frá Montgomery í Alabama í gær, og fylgdi þeim vopnuð lögregla og herlið til landamæi'a ríkisins, til þess að kom^ í veg fyrir ný uppþot. Þegar fyrri bifreiðin kom til Jackson, höfuðborgar Missi- lags Vestmannaeyja var hann frá upphafi, sat í stjórn SÍF og í Síldarútvegsnefnd. Á síðari árum fór hann með fram- kvæmdarstjórn samlags skreið- arframleiðenda. Embætti fjármála- og sjáv- arútvegsmálaráðherra gegndi Jóhann í stjórn Stefáns Jóhanns og embætti sjávarútvegsmála- ráðherra í stjórn Ólafs Thors 1949—1950. Þá sat Jóhann um langt árabil í Evrópuráðinu og fulltrúi á þingi Sameinuðu þjóðanna var hann um skeið. Sæti átti Jóhann í fjöölmörgum samninganefndum, sem um við- skipti ræddu við Þjóðverja, en hann var ræðismaður Þýzka- lands í Eyjum og bar jafnan mjög hlýjan hug til hinnar þýzku þjóðar. Með Jóhanni Þ. Jósefssyni er til moldar genginn einn mæt- asti sonur þessarar þjóðar, gjör hugull framkvæmdamaður og víðsýnn og tillögugóður athafna maður. Mun hans lengi verða minnzt. sippi, voru þeir sem í henni ferðuðust handteknir, og sak- aðir um að fara inn í biðstofu ætlaða hvítum mönnum, fyrir að trufla umferð og fyrir að neita að hlýða lögreglunni. Á sömu leið fór fyrir þeim, sem voru í seinni bifreiðinni. Segja fréttamenn að stjórn Missisippi hafi lært af reynslu stjórnar- valda í Alabama, og kippt þessu fólki úr umferð til þess að koma í veg fyrir múgæsingar. Á a» draga fyrir lausu eða föstu ? IM.s. Aðalbjörg fer á dragnót meft fiski- fræðinga og stjórnarráðsfulltrúa. „Freedom Riders(( hand teknir í Missisippi. Baiáttumennimir fari sér hægar. Verkfall vofir yfir: Benzínsöfnun hafin. Menn koma með tunnur og láta fylla. Meðfylgjandi mynd er tekin um borð í Gullfossi, þar sem hann liggur í höfn í Leith. Bílarnir á mynd inni eru af Albiongerð og hafa þeir verið keyptir til Selfoss. Bílar þessir eru sér- staklega útbúnir til ak sturs í snjóþyngslum og ættu að koma í góð- ar þarfir austanfjalls. Hjólin á þeim eru gérð sérstaklega fyrir snjó- keðjur og gluggaþurrk urnar eru sérlega sterkar og vel til þess fallnar að ryðja snjó af gluggum og mun ekki vanþörf á. —

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.