Vísir - 27.05.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 27.05.1961, Blaðsíða 4
4 VÍSIR í Teddybúðinni í Aðalstræti. Sveinn Kjarval teiknaði / J«m.óttingarnar. tinanaprinn í lagi Rabbað um Teddybúðina og ýmislegt fleira. Ef duglegir verzlunarmenn, ungir og framsýnir, vilja hætta í 150—200 þúsund krónum til að setja á stofn nýtízkulega barna- fataverzlun, þá sýnast efna- hagsmál þeirra og þjóðarinnar síður en svo illa kominn — sumir ættu jafnvel rétt á kaup- hækkun. Það eru ekki néma nokkrar vikur síðan Teddy-búðin í Aðal- stræti var sett á laggirnar. Eig- endur og stofnendur eru Þór- hallur Arason og Ásbjörn Björnsson. Þeir reka að auki heildverzlunina Solido og Barnafatagerðina h.f., j en Teddybúðin er einmitt stofnuð upp úr þeirri verksmiðju, til að koma framleiðslu hennar á mai-kaðinn. Þórhallur Arason sagði í við- tali við fréttamann frá Vísi, að framleiðsla verksmiðjunnar hefði að vísu verið og væri enn, á boðstólum í fjölmörgum verzl- ■ unum um allt land, Þelr félag- I arnir hefðu hins vegar talið ag \ það gæti borgað sig að hafa eina verzlun í Reykjavík þar sem allar gerðir framleiðslunnar hjá Barnafatagerðinni væru til sölu. i Þetta myndi ekki draga úr sölu j annarra verzlana á þessum varningi. ÞeÞgar fréttamaðurinn spurði hvað verksmiðjan framleiddi var hann umsvifalaust leiddur í herbergi bak við skrifstofuna og benti á vöruhlaðann, þarna voru allskonar barna- og ung- lingafatnaður auk ýmissa fatn- I aðargerða á fullorðna. Það yrði j of langt mál að telja það allt i saman upp, en þess má geta að ‘ fréttamanninum j þótti fram- ; leiðslan yfirleitt íiin fallegasta. Fyrirmyndir að gerð tegund- anna eru mest amerískar, sum- ar þýzkar og einstaka danskar. Þórhallur kvað Ameríku- menn á Keflavíkurflugvelli vera ákaflega hrifna af barna- göllunum, og senda þá heim til barna sinna. — Er þá ekki hægt að gera þetta og ýmislegt annað frá ykkur að útflutningsvöru? — Jú, það er meira en líklegt, svaraði Þórhallur. — Við at- hugum nú möguleika í Þýzka- landi. Þetta þarf nákvæmrar athugunar við. — En getið þið ekki flutt út til Ameríku. — Það mundi verða erfiðara. Ekki eins auðvelt að komast þar inn á markaðinn. En eg held að framleiðsla okkar sé yfirleitt vandaðri en hliðstæð framleiðsla hjá Ameríkananum. Betri vinna, á eg við. Sniðin eru lík. — Þið eruð vongóðir um reksturinn? — Já, salan hefur að vísu verið óvenjulega dræm síðan um jól, en færist nú vöxt. Þetta er jú alltaf versti tíminn, mánuðurnir eftir jálin fram á vorið. En nú var hann með mersta móti. Þetta segja allir. — Eg hélt að allir væru pen- ingalitlir. Hvar fenguð þið pen- inga tli að stofna verzlunina. — Bankarnir veittu litla fyr- irgreiðslu, við fengum krít hjá iðnaðarmönnunum. Þetta geng- ur allt saman ágætlega, Við erum ánægðir, — Heldurðu að 100 þúsund kallinum væri betur varið til hærri launa verkamanna? — Það er eftir því hvernig á það er litið. Með því að stærra fyrirtækið veitum við fleiri atvinnu og höfum meiri mögu- leikaitij að hækka vinnulaunin. Á. E. Sendiherra afhendir skilríki. Hinn nýi ambassador Banda- ríkjanna á íslandi, herra James K. Penfield, afhenti forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn hinn 24. þ. m., að viðstöddum utanríiksráð- herrá. Reykjavík, 25. maí 1961. Karfinn er rauður - Kúld er það líka í sínum skrifum fuilyrBingar hans um sölur karfans hraktar Sérfræðingur Þjóð- viljans í sjávarútvegs- málum er Jóhann Kúld. Honum er margt vel gefið, en kann ekki eða getur ekki fremur en margir flokksbræður hans gert greinarmun á réttu og röngu, sönnu eða ósönnu og fellur alltoft í^þá freistni að hagræða sannleikann, að ekki sé kveðið fastar að orði. Þessi, að mörgu öðru leyti frómi maður, skrifar nokkuð reglulega greinar- flokk í málgagn Moskvu hér á landi, sem hann nefnir Fiskimál — nú síðast 24. maí sl. í kafla, sem nefnist „Ríkisstjórnin og karfaveið arnar“ bregzt hann ekki sinni kommúnistisku köll- un. — Greinin er sem skrif- uð til að styrkja hönd samn- ingamanna Rússa, sem nú eiga í viðræðum hér á landi á móti íslendingum, og end- urspeglar glögglega full- komna undirgefni við hús- bændur hans austantjalds. Jóhann reynir að sýna fram á, að sá verðmismunur sem ríkir á austrænum og vest- rænum fiskmörkuðum sé of ur eðlilegur og austræni markaðurinn sé raunar, þeg ar allt kemur til alls, miklu hagkvæmari en sá vestrærú, þrátt fyrir allmiklu lægra verð þar. Aðalrök hans fyrir þess- ari furðulegu staðhæfingu eru: Nýting er miklu betri, þegar karfinn er flakaður fyrir' Rússlandsmarkað en fyrir Bandaríkjamarkað, eða 37—38% borið saman við 24—26%. — f öðru lagi eru afköst húsanna rúmlega tvöfalt meiri þegar unnið er fyrir hina austrænu velgerð armenn en fyrir illmennin í vestrinu. — í þriðja lagi láta vinaþjóðirnar austan tjalds sér nægja pergament í mjög ódýrar umbúðir á með an heimsvaldasinnar vest- ursins heimta dýrar öskjur og cellophan. Það verður að segjast hreint út, að hér eru hinar furðulegustu fréttir á borð bornar. — Bogalistin hefur brugðist Jóhanni illilega og þann gerzt sekur um töluleg ar falsanir sem hvert barn ætti að geta uppgötvað (nema um prentvillu í Þjóð- viljanum sé að ræða). Ef fyrrnefnd „rök“ Jó- hanns eru tekin til meðferð- ar eftir röð, verður hin rétta útkoma þessi. í fyrsta lagi er alls ekki unnt að ná 37—38% nýt- ingu úr karfa, jafnvel ekki fyrir Rússlandsmarkað. — Bezta meðalnýting fyrir þann markað er 26% en al- gengasta 25%. — Fyrir Bandaríkin er meðalnýting- in hinsvegar 24,4%. Kunn- ugir segja, að nýting karfa af Nýfundnalandsmiðum sé aðeins 20 %! í öðru lagi eru það ýkjur að tala um hinn mikla mun á afköstum húsa, eftir því ' fyrir hvaða markað unnið er, eins og Jóhann leyfir sér. — Það er alveg álitamál, hvort afkastamunurinn er sá sem Jóhann nefnir, jafn- vel þótt ekkert nema dýr- ustu og vönduðustu Banda- ríkjapakkningar séu lagðar til grundvallar annars veg- ar, en ódýrustu Rússlands- pakkningar hinsvegar. — Þegar það er aftur á móti haft í huga, að stór hluti fiskflaka þeirra, sem seld eru vestur á bóginn, er pakk að í stórar pakkningar, má fullyrða, að skrif Jóhanns eru órar einir og óskhyggja. um umbúðakostnaðinn byggt á misskilningi, eink- um vegna þess, sem að ofan greinir, að stór hluti fisks á Bandaríkjamarkaði er í stór um pakkningum, og verð- munur í öllum tilfellum mjög mikill. Þá ræðir Jóhann og gleyp ir ómelta þá fregn Tímans, að Rússar hafi boðið 10% hækkun á karfaverðinu og dregur þá ályktun, að það sé meira en nóg fyrir íslend- inga. Fyrir utan það, að þessi frétt hefur ekki verið stað- fest, má benda á, að Rúss- ar greiða nú sem svarar kr. 12,80 fyrir hvert kíló af karfaflökum, sem er langt fyrir neðan það sem fæst annars staðar. — Að tala um, að þetta hafi verið nóg á árinu 1958 (umreikn- að á þáverandi gengi) en viðreisnin hafi eyðilagt grundvöllinn, er tómt mál, og ber annaðhvort vott um mikla fáfræði eða takmarka lausa kokhreysti. Um það bil 70—75% karf ans er úrgangur til fisk- mjölsframleiðslu. Á árinu 1958 greiddu fiskmjölsverk- smiðjurnar um kr. 1,10 (mið að við núv. gengi), sem hæst verð borguðu fyrir hvert kíló af úrgangi, en greiddu á sl. vetri kr. 0,45. Jóhann heldur e.t.v., að þetta hafi engin áhrif á af- komu togara og frystihúsa? Síðast í grein sinni víkur Jóhann að hjartansmáli sínu hinu mesta — austan-inn- flutningi. En að sögn hans banua vondir heildsalar og ríkisstjórnin hinum kúgaða almenningi hér á landi að kaupa gæðavörurnar aust- rænu en neyða hann til kaupa á vestrænum rusl- varningi — Vegna þessa á- stands geta austrænu vina- þjóðirnar ekki keypt af okk ur síld, segir Jóhann. — Lík lega hefur það farið fram hjá honum, að Austur-Þjóð verjar veiða nú æ meira af síld og öðrum fiski, og stefna að því að verða sjálf- um sér nógir í þeim efnum. ---Tilkostnaður þeirra við þessar veiðar er að vísu gíf- urlegur og meðalafli „þer skip“ langtum lægri en hjá okkur, en það er staðreynd, að eftirspurn þessara þjóða eftir fiskafurðum er minnk- andi, einkum vegna þessara auknu eigin veiða. Ýmsir af hans eigin flokks bræðrum hafa og látið kúg- ast til vesturviðskipta. — Er skemmst að minnast Hanni bals, en Lúðvík hefur líka ekið um á stórum amerísk- um bíl. Framangreind rök ættu að nægja til að hrekja ósann indi Jóhanns Kúlds í fyrr- nefndri grein. Hinsvegar munu ummæli hans og takmarkalaus undir gefni væntanlega færa hon- um þau laun, sem hann æsk ir austan að, enda þótt skrif hans geti m.a. orðið til að stórskaða hinn íslenzka mál 1 stað. Nýjar handtökur í Montgomery Fjórir prófessorar, hvítir menn, og þrír blakkir háskóla- nemar, voru handteknir í gær í Montgomery, Alabama. Þeir voru allir samferðamenn innan vébanda hreyfingarinn- ar „Freedom Riders“. Þeim var gefið að sök að hafa farið inn í afgreiðslusal sem eingöngu er ætlaður hvítum mönnum og fyrir að hafa truflað frið á al- mannafæri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.