Vísir - 27.05.1961, Page 6
v I s III
1 /
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
| Vísir kemur út 300 daga á ári, 12 blaðsíður daglega.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson og Gunnar G. Schram.
Ritstjómarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar
skrifstofur að Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Áðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Félagsprentsmiðjan h.f. — Edda h.f.
Minni útflutningsverðmæti
Fyrr í vikunni birli Vísir yfirlit Fiskifélagsms um
lieildarverðmæti sjávarafurða á tveim undanförnum árum.
Kom þar fram, að þessi framleiðsla nam næstum 2,3
milljörðum króna á árinu sem leið, en hafði verið meira en
2.6 milljarðar króna árið áður. Munurinn er hvorki meira
né minna en næstum 400 milljónir króna eða um það bil
15%, sem verðmætiin voru minni á síðasta ári en því næsta
á undan.
Þetta er vitanlega mikið áfall fyrir þjóð, sem. lifir svo
að segja einvörðungu á sjávarafurðum — eða flytur eigin-
lega ekkert annað út til sölu á erlendum mörkuðum. Þó er
það jafnvel enn alvarlegra, að horfur munu á því, að ekki
verði breyting til batnaðar á þessu ári. Allir vita, á hverju
gekk á vetrarvertíðinni, enda þótt ekki liggi enn ljóst fyrir,
hversu miklu tapið nemur vegna verkfallanna, sem komu
til dæmis í veg fyrir alla verðmætasköpun í Vestmanna-
eyjum næstum helming vertiðarinnar. Stöðvunin þar kost-
ar þjóðarbúið áreiðanlega tugi millj. og er þó ekki allt talið
með því, þar sem vinnustöðvanir voru á fleiri stöðum og
hindruðu framleiðsluna meira eða minna.
Þegar á þetta allt er litið, hljóta allir skynsamir og
réttsýnir menn að sjá, að við erum ekki svo á vegi staddir,
að við höfum efni á að heyja harðvítuga kjarabaráttu —
berjast um einhverjar krónur, sem þjóðinni hefir i raun-
inni ekki tekizt að skapa. Ef allt leki í lyndi, ef framleiðslan
færi vaxandi ár frá ári og verðlag útflutningsins færi
hækkandi, mundi viðhorfið vera allt annað. Þá mundi vafa-
laust enginn vera þvi andvígur eða telja það eftir, að
bætt væru kjör þeirra, sem minnst bera úr býtum.
En nú er þvi ekki að heilsa, að atvinnuvegir þjóðar-
innar séu svo vel stæðir, að öldungis er óvíst um, hvernig
afkoma þeirra verður á komandi mánuðum. Síldveiðitíminn
fyrir norðan nálgast óðum, en þótt margir kunni að hafa
hug á að senda skip sin norður, hefir jafnan farið svo undan-
farinn hálfan mannsaldur, að menn hafa komið heim með
létta pyngju og útgerðin oftast tapað miklum fúlgum. —
Hyggilegast er að gera ráð fyrir, að eins fari að þessu sinni
— svo að við skulum forðast að eyða síldargróðanum fyrir-
fram.
Það er haft fyrir satt, að Islendingar sé gefnir fyrir luxus
og eitthvað mun satt í því. En hins geta menn ekki gengið
duldir, að verkföll eru of dýr luxus, til þess að við getum
veitt okkur hann. Þess vegna verða menn að jafna deilur
sínar með sanngjörnu mati á burðarþoli útflutningsins, en
ekki politískum þörfum einhverra aðila, sem bera í raun-
inni engan fyxár brjósti nema sjálfa sig og væntanleg áhrif
sín og völd.
Hver er afstaða Framsoknar?
Almenningi leikur nú mjög hugur á að vita, hver sé
raunveruleg afstaða Framsóknarflokksins varðandi yfir-
vofandi vinnudeilur. Framsóknarmenn hafa hvað eftir ann-
að gengið fram fyi'ir skjöldu og ki’afizt launahækkana fyrir
ýmsa hópa — eiginlega alla — en þegar gerðar hafa vei’ið
kröfur á hendur fyrirtækjum Fi’amsóknarmanna, hefir.
ógenxingur reynzt að finna vilja þeirra til að bæta kjör
launamanna.
Það væri mikill greiði við allan ahnenning, ef Fram-
sóknarflokkurinn hætti þessum skollaleik og segði afdrátt-
ai’laust frá vilja sínum í þessum málum. Vill hann þjóna
kommúnistum að öllu leyti eða ekki? Það er spurningin,
sem svara þarf.
VlSI R
’ttJkKiWh
liaugardaginn 2T;':rrtaT'
KIRKJA OG TRÍJMAL:
Arkitekt og kirkja
Um nokkurra ára skeið hefur
verið allmikið byggt af nýjum
kirkjum í landinu, og horfur
eru á að svo muni verða á
næstu áratugum. Orsakir til
þessara byggingaframkvæmda
eru augljósar. Hagur þjóðarinn-
ar hefur batnað á undanförn-
um áratugum, verkleg menning
aukizt og húsakynni almennt
orðin mjög góð, byggingar vand-
aðar og rúmgóðar. Þá una menn
því ekki lengi, að helgidómur-
inn skeri sig úr sem fátækleg-
asta og lélegasta hús byggðar-
lagsins. Allar þær mörgu smáu
sveitakirkjur, sem byggðar
voru um og eftir miðja síðustu
öld, eru nú sem óðast að ganga
úr sér, enda hefur viðhaldi
þeirra oft og tíðum verið ábóta-
vant. Er þá horfið að öðrum
hvorum kostinum, að endur-
bæta gömlu kirkjuna eða reisa
nýja. Auk þess hefur fólks-
fjölgun orðið mikil í landinu og
víða risið upp fjölmenn byggð,
þar sem áður var fámenni og
stæðileg sjávarþorp myndast,
úr verbúðaplássi. Þar er orðin
knýjandi þörf fyrir nýjar kirkj-
ur ,ef fullnægja á þeirri frum-
þörf kristinna manna, að geta
iðkað helgihald safnaðar.
í sambandi við þessar nýbygg
ingar kirkna hefur það reynst
nokkurt vandamál'' 'sumstaðar
að fá útlitsteikningar, sem
svara kröfum tímans. Þetta er
verkefni húsameistaranna, og
hefur þeim stundum tekizt að
leysa þennan vanda svo, að all-
ir hafa orðið ánægðir. Þó hefur
það viljað bera við, að sjónar-
mið þeirra og skoðanir á málinu
hafa ekki samrýmst óskum
safnaðanna. Hafa húsameistar-
ar þótt nokkuð frjálslyndir í
þessum efnum, viljað fara nýjar
leiðir og boðið upp á teikningar,
sem söfnuðum hafa þótt nokkuð
nýtízkulegar og víkja um of frá
erfðavenju hins svo kallaða
hefðbundna forms. Hugmyndir
almennings um það, hvernig
hús skuli líta út, ef það á að
geta kallast kirkja, virðast nokk-
uð fastmótaðar, og fara þær
nokkuð eftir landshlutum. Hér
sunnanlands virðast menn t. d.
ekki geta sætt sig við tumlausa
kirkju, hve falleg bygging sem
hún að öðru leyti er, þótt til séu
víðáttumikil byggðarlög annars
staðar á landinu, þar sem ekki
sést turn á nokkurri kirkju, og
öldum saman hafi flestar kirkj-
ur landsins verið turnlausar,
svo að ekki sé nú talað um önn-
ur veigamikil frávik frá hefð-
bundnu formi.
Fyrir skömmu var efnt til
hugmyndasamkeppni um útlits-
teikningu að sveitakirkju. Það
er ekki hægt að segja, að ár-
angur þessarar samkeppni hafi
svarað fyllstu vonum, hvorki
hvað snerti hugmyndaauðgi í
heild, né frábærlega sjnallar
einstakar úrlausnir. En þó hafði
þessa samkeppni eina mjög já-
kvæða hlið. Það er hin mikla
þáttaka. Alls bárust 26 tillög-
ur. Þetta virðist bera vott um
almennan áhuga hjá húsameist-
urum fyrir þessu máli, ekki sízt
þar sem vitað er, að færri en
vildu gátu tekið þátt í sam-
keppninni vegna mikilla anna
við umfangsmikil verkefni.
Að vísu munu verðlaun þau,
sem heitið var, hafa verið allhá,
en varla myndu svo margir
hafa látið veika von um þau
lokka sig til slíkrar fyrirhafnar
og heilabrota, ef ekki hefði
jafnframt verið áhugi fyrir
hendi til að fást við þetta verk-
Pfni og leita góðrar lausnpr á ]
þvi. Væri óskandi, að sá áiiugi,
|em þarna virðist véráj||||r1
•hendi, ætti síðar eftir að léiða
fram í dagsljósið góðar hug-
myndir, og að kirkjubyggingar
á komandi árum mættu bera
vott um hugmyndauðgi í frjóu,
þroskuðu trúarlífi.
Ég nefni trúarlíf af ásettu
ráði í þessu sambandi, þyí að
trúarlíf arkitektsins á að setja
svip sinn á kirkjuna, sem hann ;
byggir.
Það er ljóst, að byggÍAga-
meistari þarf að hafa lista-
mannsgáfu, ef vel á að vera um
verk hans. En til þess að leysa /j
verkefni kirkjusmiðsins svo að j
þeim kröfum, sem hlutverkið •
felur í sér, sé fuIJnægt, nægir
hvorki lærdómurinn né lista-1
mannsgáfan, nema hvort- l
tveggja sé helgað í trú.
Orðið kirkja þýðir Drottins
hús, og felur orðið í sér aðal-
atriði þessa máls, það, serrrhver
kirkjusmiður verður að hafa
ríkt í huga og gera sér grein *
fyrir, áður en hann hefur sitt ;
verk. Sá, sem byggir kirkju, er
að byggja Drottni hús, héilaga
tjaldbúð, inni fyrir nærveru
Guðs á jörðu. Þegar byggja.skal
kirkju, er það ekki aðalatriðið,
að byggja hús í sérstökum stíl.
Aðalatriðið er, að byggja ber
hús, sem vera skal heilagur
staður, hús, sem helgast skal ,
af nærveru Guðs. Aldrei er
nærvera hans svo náin, mönn-
um svo raunveruleg og verk,
sem í heilagri messuathöfn. Og
það er við þá athöfn, sem bygg-
ingin á að miðast. Kirkja er
fyrst og fremst messustaður,
ætlaður til þessara helgu at-
hafna, þar sem maðurinn, ekki
aðeins sem einstaklingur, held-
ur einnig í samfélagi safnaðar,
dýrkar Guð og tilbiður, og þar
sem Drottinn kemur sjálfur og
er nálægur manninum með sér-
stökum hætti í orði sínu og
Framh. á 11. síbu.
BERGMÁL
Kornræktin.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja hversu tregir bændur hafa
verið á undangengnum áratug-
um að hefjast handa um korn-
rækt, — leggja út á Þá braut,
sem kornræktarfrömuðurinn
Klemenz Kristjánsson benti þeim
á. Þær bendingar voru byggðar á
tilraunum hans og langri reynslu.
Hefur oft verið að þessum mál-
um vikið hér í blaðinu og sagt
eitthvað frá kornræktinni á Sáros
stöðum árlega, en Klemenz hefur
sannað með tilraunum sínum, að
kornræktin bregst ekki, þegar rétt
er að farið. Það er fyrst nú, sem
segja má, að kornræktaráhuginn
sé mikill og vaxandi, og svo horf-
ir, að þeir verði æ fleiri dugnað-
armennirnir, sem fara út á þessa
braut eins og Sveinn á Egilsstöð-
um, er með miklu átaki hefur ráð
ist i kornræktarframkvæmdir, og
lagt fram nýja sönnun fyrir þvi,
sem Klemenz hefur jafnan bent á
Nýbreytni í
ísl. landbúnaði.
1 seinasta hefti Árbókar land-
búnaðarins, er vikið nokkuð að
kornræktinni. Þar segir m.a.:
„Tvennt, er til nýbreytni má telja
í íslenzkum landbúnaði, .vakti
mest umtal á árinu 1960. Annað
var ný gerð kornskurðarvélar,
„sláttuþreskir", sem Sveinn Jóns-
son á Egilsstöðum hafði frum-
kvæði um að flutt var inn á árinu,
Sveinn hefur með sonum sínum
og í samvinnu við Búnaðarsam-
band Austurlands hafið kornrækt
í stórum stíl á bújörð sinni Egils-
stöðum á Völlum. Var kornupp-
skera hans 180 tunnur af byggi
1959 og um 1)50 tunnur 1960.
Sláttuþreskir hans kostaði ekki
nema 130 þús. kr., en mjög er af
látið, að hann hafi auðveldað 511
vinnubrögð við kornræktina.
Miklir draumar.
Þetta hefur vakið og endurvak-
ið mikla drauma um það, að ís-
lenzkur landbúnaður .eigi .aS
birgja sig sjálfur að fáöurkorni,
og liann geti það auSveldlega, ef
rétt er á lialdiö. — Þegar er í und-
irbúningi kornrækt á tveimur
stöðum í Rangárvallasýslu, í
Gunnarsholti og á Hvolsvelli, í
miklu stærri stíl en á Egilsstöð-
um, og er ætlunin á hvorum þeim
stað að rœkta álíka mörg tonn að
sumri (þ.e. í sumar) og Sveinn
ræktaði tunnur á sl. sumri. Er
þvi trúað af forgöngumönnum,
sumum a.m.k., að kornið þurfi
ekki að verða dýrara í framleiðslu
en nemur söluverði ameríska
gjafakornsins, sem flutt er inn ó-
tollaö og „niðurgreitt" er um
18.61%. — Hitt var undirbúning-
ur SlS til stofnunar heymjölsverk
smiðju (eða grasmjölsverksmiðju)
Framh. á bls. 10.