Vísir


Vísir - 30.05.1961, Qupperneq 1

Vísir - 30.05.1961, Qupperneq 1
12 q síður alla daga k I y 12 síður alla daga 51. árg. Þriðjudaginn 30. maí 1961 118. tb.l ræðst fyrirfram gegn „Norge“ nálgast Konungsskipið Norge átti um hádegið ófarnar 230— 270 sjómilur undan strönd- um íslands. Það siglir senni- Iega með um 12 sjómílna hraða. Gert er ráð fyrir að skipið eerði um 7-Ieytið í fyrra- málið einhvers staðar milli Garðsskaga og Reykjaness. En um þetta leyti á varðskip ið Óðinn að vera komið til móts við konungsskipið. Þau sigla síðan saman til hafnar í Reykjavík. Vitað er að konungsskip hafði samband við Loft- skeytastöðina á Seyðisfirði í gærdag og spurði um veður. sáttatillögunni Sex vikna verkfall, eins og 1955, myndi skerða árstekjur verkamanna um 12% S."A.fríka : Verkfallið mistókst Verkfall blökkumanna x Suð- ur-Afríku, sem standa átti 3 daga, var í morgun talið hafa farið út um þúfur. Þátttaka var hvergi að ráði í Þjóðviljmn í dag skorar á verkamenn að fella miðlunartillögu, sem blaðið segir að verði ef til vill lögð fram í dag í Dagsbrúnar- og Hlífar- deilunni. Þetta gerir blaðið án þess að hafa hugmynd um hvernig væntanleg sáttatillaga verði, en slær því föstu að hún verði verka- mönnum óhagstæð. — Sýna þessi skrif blaðsins hver er sáttfýsi og samn- ingsvilji kommúnista í hópi verkalýðsleiðtoga. Þjóðviljanum er auðvitað fullkunnugt um það að langt verkfall hlýtur óhjákvæmi- lega að leiða til kjararýrnun- ar þeirra, sem hlut eiga að máli, þar sem 6 vikna verk- fall, eins og 1955, þýðir um 12% skerðingu árstekna gær, nema í Jóhannesarborg, en einnig þar streymdu menn til vinnu í morgun. Ægir fer brátt til síldar- rannsókna nyrðra Er við karfasvæðisrannsóknir fyrir vestan land sem stendur Varðskipið Ægir er væntan- legt í höfn nú í vikunni, en hann er nú staddur vestur af landinu við rannsóknir á út- breiðslu karfaseiða. Þær rannsóknir hafa með höndum dr. Jakob Magnússon, sem stjórnar leiðangrinum, og Ingvar Hallgrímsson fiskifræð- ingur. Hefir dr. Jakob áturann- sóknirnar með höndum. Ingvar er sérfræðingur á sviði karfa- rannsókna. í þessum leiðangri er farið yfir fyrra síldarleitar- svæði fyrir vestan land, svo að samtímis er hægt að fram- kvæma, ef svo ber undir, síld- arrannsóknir, en megintilgang- ur rannsóknanna er að rann- saka stærð hrygningarsvæða karfans. Þegar Ægir kemur inn býr hann sig undir að fara í síldar- rannsókna leiðangur norður ens og venja er. verkamanns. Er það því liið mesta ábyrgðarleysi að skora á verkamenn að fella sátta- tillögu áður en vitað er hvernig hún hljóðar og vinna þar með að því að það fjárhagstap, sem bæði verka- maðurinn og þjóðarbúið verður fyrir á hverjum verkfallsdeginum margfald- ist. ★ Þá gerir Þjóðviljinn í dag einnig heiftarlega árás á Torfa Hjartarson, sáttasemj- ara ríkisins, fyrir það að vinna að samningu sáttatil- lögu í deilunni og kveður hann þar hlýða húsbændum sínum, ríkisstjórninni, og „valdaklíku Vinnuveitenda- sambandsins“. Alþjóð er hins vegar kunn ugt um það, að Torfi Hjart- arson liefur leyst störf sín sem sáttasemjari ríkisins ó- venju vel af hendi allt frá því fyrsta og jafnan gætt hins ýtrasta hlutleysis og á hvor- ugan deiluaðila hallað. Sem sáttasemjari er það beinlínis Iagaskylda hans að gera til- raun til þess að leysa þær vinnudeilur, sem hann Iief- ur fengið til meðferðar, og samning sáttatillagna er þar höfuðatriði. Ásökun Þjóðviljans um að hagsmunir vsnnuveitenda ráði gerðum hans varðandi samningu sáttatillögu mun engan hljómgrunn fá, en sýn ir Ijóslega að Þjóðviljanum virðist vera um annað meira umhugað en skjóta og far- sæla lausn þcssarar vinnu- dcilu, sem nú þegar hefur lamað allt atvinnulíf Reykja víkur og Hafnarfjarðar. Saknað er flugvélar með 60 manns . Meðal farþega eru 10 börn Saknað er flugvélar með yf- ir 61) mapns og eru þeirra með- al 10 börn. Ekkert hefur heyrst til flug- vélaránnar síðan klukkusfund var liðin frá því hún lagði af stað frá Lissabon, áleiðis til Azoreyja, sem voru næsti á- formaði viðkomustaður, Flug- vélin er fjögurra hreyfja og af DC8 gerð. í flugvélinni eru alls 64 menn, farþegar og flug- menn. Hún var leigð í Hollandi frá Portúgal og lagði upp í ferð ina í Rómaborg, þaðan var flog ið til Madrid og Lissabon og svo átti að fljúga áfram til Az- oreyja og Argentínu. Verkfallii hefir þegar áhrif á líf Reykvíkinga Uwnferö wnintwi — i»wt birwjðtw" söftwnrw i fulinwtw yunyi Verkfallið er þegar farið að setja svip sinn á bæinn. Ahrif þess eru þegar farin að segja til sín. Þar sem áður var ys og þys starfandi manna eins og til dæmis við höfnina er nú allt hljótt og fáir á ferli nema þeir sem ganga þar um fyrir forvitnissakir. Umferðin er greinilega minni en áður var og þá sérstaklega af vöruflutningabílum. Verzlun var talsvert meiri á laug- ardag og í gær, því hamstrið sem fylgir verkföllum var auðsýnilega efst í huga hjá mörgum. Samtöl manna á götum úti snerust nær eingöngu um verkfallið og áhrif þess. Jafnvel heimsókn Noregskonungs sem ella myndi hafa verið aðalumræðuefni bæjarbúa féll í skuggann fyrir vandamáli dagsins. Kartöflur þrotnar. Svo illa tókst til um aðdrátt á kartöflum að strax á fyrsta degi verkfallsins þrutu kartöfl- ur svo að segja samtímis í öll- um verzlunum íbænum og birgð ir Grænmetisverzlunarinnar voru þá þrotnar. \ Við höfum nægar birgðir af öllum öðrum matvælum, sagði verzlunarmaður hjá Silla og Valda. Það er til nóg af kaffi og smjörlíki og öðrum vörum sem mikið eru notaðar daglega. Hið sama var Vísi tjáð í Kidda- búð, þar er til nóg af öllu næsta mánuðinn, nemba kartöflum. Til eru nægar birgðir af kar- töflum í landinu, en þær eru geymdar á helztu kartöflurækt- arsvæðunum eins og t. d. i , Framh. á 12. síðu. Enginn sáttafundur Engin sáttafundur hefir verið boðaður í dag í vinnudeilunni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.