Vísir - 30.05.1961, Side 11
Þriðjudaginn 30. maí 1961
Vf SIR
„Handtaka skemmtinefndar
Golfklúbbsins“
it thufjusent tl frá lögregluþjón-i
Aths. Vísir vill ekki meina
Guðmundi Hermannssyni lög-
regluþjóni að gera athuga-
semd við fregn blaðsins um
viðskipti hans við skemmti-
nefnd Golfklúbbs Reykjavíkur
á föstudaginn, en telur rétt að
benda á eftirfarandi atriði:
Heimildarmaður blaðsins hefir
enga ástæðu fundið til að fetta
fingur út í frásögn blaðsins og
stndur hún því óhögguð að því
leyti. Borgarar réttarríkis
hljóta að eiga þá sjálfsögðu
kröfu á hendur lögreglunni
— hvað sem sókn gegn leyni-
vínsölu líður — að menn, sem
aldrei hafa gerzt brotlegir við
lögin og eru þá sennilega held-
ur ekki meðal þeirra mörgu
leynivínsala, sem G. H. segir,
að almenningur hafi bent lög-
reglunni á, megi fara frjálsir
ferða sinna með varning, sem
yfirboðari G. H. — ríkið —
hefir selt þeim löglega án þess
að sömu menn eigi yfir höfði
sér yfirheyrslu að fjölda manns
ásjáandi á helztu götu bæjar-
ins. Það er harla gott, að lög-
regluþjónar eru áhugsamir í
starfi, en þeir mega ekki láta
kappið bera skynsemina ofur-
liði. — Vísir hirðir ekki um
ummæli G. H. um „blaða-
mennsku" í þessu sambandi,
að blaðinu virðist, að hér hafi
honum fremur orðið á mistök
en blaðamönnum. — Ritstj.
Herra ritstjóri.
Laugardaginn 27. maí sl. var
í blaði yðar birt grein undir
fyrirsögninni „Skemmtinefnd
Golfklúbbsins tekin föst á
Laugavegi* og undirfyrirsögn
„Lögregluþjónn gaf í skyn, að
þeir væru sprúttsalar“. í þess-
ari grein er mjög veitzt að lög-
reglumönnum þeim, er í hlut
áttu, fyrir þá „sök“, sem blað-
ið nefnir svo, að þeir skyldu
leyfa sér að kanna hvað „góð-
borgari“ ætli sér að gera við
60 flöskur af áfengi, sem hann
var með í bifreið sinni og hafði
nýkeypt í Á.V.R. við Snorra-
braut.
Reynt er að læða því út á
meðal lesenda, að framkoma
lögreglunnar hafi valdið hlut-
aðeigandi mönnum taugaáfalli,
en þó kemur ekkert það fram
í viðtali blaðsins við kaupanda
áfengisins sem bendir til óeðli-
legrar afskiptasemi lögreglu-
manannna. Um handtöku er
hvergi rætt í greininni, enda
engin ástæða til, og á sprúttsölu
þessara manna hvergi minnzt,
hvaðan svo sem blaðamannin-
um hefir komið nafngiftin á
grein sína. Skilja má af skrif-
um blaðsins, að það teljist til
Gestapo-aðferða, að spyrja
hina svokölluðu betri borgara
spurninga, sem aðeins hæfa
jafn lágum og leigubifreiða-
stjórum!!
Mér finnst vera fullkomin á-
stæða til að gagnrýna þá blaða-
mennsku, að nota tækifæri
sem þessi til árása á lögreglu-
menn, og vil því með nokkrum
orðum skýra frá því, sem hér
átti sér stað, hvernig það gekk
fyrir sig og hvers vegna það
var gert. Eg er viss um, að
þeir, sem hér áttu hlut að máli
geta ekki með sanni sagt og
munu því ekki halda því fram,
að lögreglumennirnir, sem
höfðu tal af þeim í umrætt
skipti, hafi komið ókurteislega
fram við þá eða sýnt valds-
mannslega framkomu gagnvart
þeim, eins og sagt er í Vísi.
Ef svo væri óska eg þess, að
þeir beri fram kvörtun við full-
trúa lögreglustjóra, er þeir nú
á næstunni leita til hans um
leyfi fyrir væntanlegri áfengis-
veitingu í veizlufagnaði Golf-
klúbbs Reykjavíkur.
Það sem skeði í máli því, er
Vísir reynir að gera svo mikið
veður út af, var þetta. Tveir
lögreglumenn voru staddir í
eftirlitsbifreið lögreglunnar á
Snorrabraut. Veittu þeir þá at-
hygli, er fimm kassar af áfengi
voru bornir út í bifreið við
Á.V.R. Þeir ákváðu að kanna
tilgang svo mikilla áfengis-
kaupa og fylgdu á eftir bifreið-
inni, er henni var ekið á brott.
Til þess að valda mönnunum
ekki meiri töfum eða óþægind-
um en nauðsyn krefði, var á-
kveðið að hafa tal af þeim, þar
sem ökumanninum þóknaðist
að stöðva.
Er mennirnir voru svo að því
spurðir, til hverra nota áfengis-
magn þetta væri, gerðu þeir þá
grein fyrir kaupunum, að það
ætti að veitast í veizlufagnaði
Golfklúbbs Reykjavíkur, sem
haldinn yrði í næstu viku í lok
firmakeppni félagsins. Að
fengnum þessum upplýsingum
var ökumaður bifreiðarinnar,
sem ekki hafði verið spurður
að nafni, en mun samkvæmt
frétt Vísis heita Gunnar Þor-
leifsson, framkvæmdastjóri Fé-
lagsbókbandsins, kvaddur með
handabandi og beðinn afsökun-
ar á ónæðinu. Gunnar lét í Ijós
ánægju sína með aðgerðir lög-
reglunnar -gegn leynivínsölum
og kvaðst telja, að enn mætti
herða á þeim málum.
Skildu þar leiðir og varð
ekki annað séð,’ en að Gunnar
og félagar hans væru ánægðir
með málalok, enda ekki ástæða
til annars. Lögreglumönnunum
þótti að sjálfsögðu ánægjulegt,
að grunsamlegt mál skyldi
sannast að vera löglegt á allan
hátt. Af þessu sést, að það hlýt-
ur að vera hverjum réttsýnum
manni undrunarefni, að Vísir
skuli svo birta rætna grein
af þessu tilefni í garð lögregl'-
unnar og fara vísvitandi með
ósannindi um handtöku og
taugaáfall þessara manna, og
er eg hissa á, ef þeir láta slíkt
með öllu óátalið svo illa sem
það lýsir hugar- og heilsufari
mannanaf En þetta er bara
sjálfsagt blaðamennska og ekk-
ert við því að segja.
En nú vaknar sú spurning,
hvort það sé eðlilegt að lög-
reglumenn kanni tilgang mik-
illa áfengiskaupa. Já, slíkt er
lögreglumönnum bæði eðlilegt
og skylt, ef þeir verða slíks
varir. Það er sannað, að mikið
magn áfengis er keypt í þeim
tilgangi einum, að hagnast á
ólöglegri sölu þess og það eru
einmitt slík áfengiskaup, sem
lögreglumenn þurfa að hindra
um leið og nauðsynlegt er að
fylgjast með áfengiskaupum
þeirra, sem dæmdir hafa verið
fyrir áfengissölu, þó að þeir
kaupi í smærri skömmtum og
fleiri ferðum. Vegna þessa
mega þeir, er einhverra hluta
vegna þurfa að gera í einu stór
áfengiskaup, búast við að þurfa
að gera grein fyrir noktun þess,
ef lögreglumenn spyrja um
það, enda er það eina leið lög-
reglunnar til þess að koma í
veg fyrir áfengiskaup í þeim
tilgangi að hagnast á ólöglegri
sölu þess á lokunartímum
Á.V.R.
Hér til samanburðar er rétt
að geta þess, að fyrir stuttu
var því slegið upp í öllum blöð-
um Reykjavíkur sem stórfrétt,
er lögreglumenn tóku til rann-
sóknar áfengskaupanda af
Suðurnesjum, sem leiddi til
þess, að hann fékk háa sekt
fyrir Sakadómi Reykjavíkur
að rannsókn lokinni. Maður
þessikeypti 60 flöskur af áfengi
óg,abá'rs ut: í bifreið sína við
Á.V.R., eða nákvæmlega sama
magn og nú var um að ræða.
Við þá ransókn kom hinsvegar
í ljós, að sá maður ætlaði áfeng-
ið til sölu og fyrir vikið var
áfengi hans gert upptækt og
honum gert að greiða í sekt
kr. 54.900.00.
.
Munurinn á þessum \ tveim
málum var hins vegar sá, að
þeir, er nú áttu hlut að máli,
gátu fært sönnur á löglegan til-
gang áfengiskaupanna. Sam-
hljóða framburður og góð og
kurteis framkoma þeirra leiddi
til þess, að lögreglumennirnir
efuðust aldrei um, að þeir
segðu sannleikann og málið var
útrætt um leið.
Menn, sem kaupa mikið á-
fengismagn, þurfa ekki að ótt-
ast afskipti lögreglunar, ef þeir
hafa hreint mjöl í pokahorninu,
eru að kaupa áfengi til löglegr-
ar notkunar, og segja afdrátt-
arlaust sannleikann þar að lút-
andi. Eftirgrennslan lögregl-
unnar losna þeir hins vegar
ekki við í bráð og um það verða
þeir að sakast við sprúttsalana.
Af þessu er eg undrandi yfir
blaðaskrifum Vísis og á bágt
með að sætta mig við, að kurt-
eisri og látlausri framkomu,
en um leið sjálfsagðri eftir-
grennslan lögreglumanna, skuli
líkt við aðferðir þeirra, sem
hafa á samvizku sinni milljóna
morð á saklausu fólki. Eitt það
helzta, sem fundið er að lög-
reglumönnunum í umræddri
blaðagrein er það, að hafa tal
af mönnunum, þar sem fólk á
að hafá séð til. Ástæðan fyrir
þessu er skýrð áður, en þó má
bæta því við, að samtalið við
þá tók aðeins þrjár eða fjórar
mínútur og fór fram inni í bif-
reiðum og þær fáu manneskj-
ur, sem leið hafa átt fram hjá
um það leyti, hafa ekkert vitað
um erindi lögreglunnar við þá,
fyrr en Vísir upplýsti það svo
rækilega. En eitt er þó óeðli-
legt við framkomu manna í
sambandi við þetta mál, éf satt
er hjá blaðamanninum, en það
er, að það skuli fyrirfinnast
menn á landi hér, sem telja
sig yfir'þiað hafna og ekki virð-
ingu sinni samboðið, að lög-
reglan dirfist að hafa tal af
þeim, þótt ferðir þeirra þyki
grunsamlegar og virðist af
grein Vísis, að það sé ámælis-
vert, að lögreglumennirnir
skyldu ekki í þessu tilfelli hafa
vitað það fyrir hver tilgangur
þessara manna var með áfeng-
iskaupunum. En því miður —
meðalvegurinn virðist vandrat-
aður.
Ég vil þó vona að blaða-
greinin, sem átti auðsjáanlega
að verða lögreglunni til lasts,
verði til þess, að almenningi
gerist senn ljóst, að ástand er
ekki með öllu eðlilegt eins og
nú er háttað í áfengismálum
okkar, og geri þá gagn eftir
allt saman. Hvaðanæfa að ber-
ast lögreglunni kvartanir og
óskir um, að hafðar séu hend-
ur í hári þessa sprúttsalans eða
hins, með upplýsingum um
starfsaðferðir hans og afleið-
ingarnar fyrir fórnarlömbin
og fjölskyldur þeirra. Nokkuð
á annað hundrað kærur hafa
verið sendar Sakadómaraem-
bætitnu í Reykjavík sl. 11 mán
uði, á hendur mönnum, sem
stundað hafa ólöglega áfengis-
sölu og þó er vitað, að aðeins
hluti slíkra brota kemur til
kasta lögreglunnar.
Lögreglustarfið er meðal ann
ars fólgið í því, að rannsaka ó-
upplýst mál og kanna grunsam
legar ferðir og aðgerðir hinna
ýmsu manna og þessvegna hlýt
ur oft að vera ærin ástæða til,
að stöðva, hindra um stundar-
sakir, einangra, geyma og
spyrja menn, sem síðar reyn-
ast algjörlega saklausir. Nú,
öllum á að vera Ijós skylda
manns til vitnisburðar ef lög-
reglan telur ástæðu til. Að
sjálfsögðu ber lögreglumönn-
um að koma vel og réttlátlega;
fram gagnvart þeim er afskipt'a
þurfa við og sjálfsagt hvíla,:á
þeim kvaðir og skyldur rett
eins og öðrum og ekki síðnr,
en þar er heldur enginn rrttin-
ur á borgara og „góðborgara”.
Vísir birtir daglega fréttir
frá lögreglunni í Reykjavík, ef
einhverjar eru og þessvegna
kemur það allspánskt fyrir,
þegar birt er blaðagrein með
níði um lögreglumenn, og
blaðamanninum þykir engin á-
stæða til að leita upplýsinga
hjá þeim, er annars gefa upp
hinar daglegu fréttir. Velvilji
blaðanna er lögreglunni nauð-
synlegur ekki síður en allra
góðra manna, við upprætingu á
ósómanum, sem leynivínsalan
er, enda virðast blaðamenn
sammála okkur í þeim efnum,
og þessvegna vona ég að birt
verð.i með ánægju athugasemd
sú, er ég sendi hér til blaðsins.
Ég efast ekki um, að framveg-
is verði það okkur hliðhollt í
baráttunni við þá óheillaþróim
sem er í áfengismálum þjóðar-
innar, baráttunni fyrir uppræt
ingu leynivínsölunnar og lækk
un afbrota og slysa, sem af ó-
hóflegri áfengisnotkun leiðir.
Það verður öllum fyrir beztu.
Með þökk fyrir birtinguna.
Guðmundur Hermannsson,
lögregluþjónn.
Barði móður
sína til bana
Fjórtán ára drengur í Kali-
forníu hefir verið fangelsaður
fyrir að myrða móður sína.
Gaf hann sig sjálfur fram við
lögregluna, þegar hann áttaði
sig á ódæði sínu, sem hann hafði
framið í bræði. Barði hann móð
ur sína til bana með axarskafti.
Varið ykkur á
hundinum
Tilkynnt hefur verið í Slés-
vík-Holtsetalandi, að póstur
verði ekki borinn heim til
manna, sem . eiga grimma
hunda.
Hefur það orðið æ tíðara upp
á síðkastið, að hundar ráðizt á
bréfbera og bíti þá. Á sl. ári
bitu hundar 62 bréfbera í Kiel
og umhhverfi einu.
Áskriftarseðill
Ég undirritaður(uð) óska að gerast fastur áskrif-
andi að DAGBLAÐINU VÍSI
Nafn .............................
Heimilisfang .....................
DAGBLAÐIÐ VÍSIR,
Ingólfsstræti 3. Sími 11660. P.O. 496.